Ævintýri á gönguuför

Ég dag var fluttur í ríkisútvarpinu  söngleikurinn Ævintýri á gönguför.Þetta var gömul upptaka   af söngleiknum,sennilega frá 1946 og víst elsta upptaka af leikriti,sem varðveist hefur hjá útvarpinu. Er söngleikurinn  nú fluttur í tilefni af 80 ára afmæli útvarpsins. Söngleikurinn er mjög skemmtilegur,tónlistin hreint afbragð  og hver stórleikurinn af fætur öðrum leikur í söngleiknum en fremstir fara þar Lárus Pálsson og Haraldur Björnsson en Lárus var leikstjóri. Ætlun útvarpsins mun vera að leika fleiri gamlar upptökur af leikritum. Er það vel þar eð  hér  er um ómetanlegar perlur að ræða.Það eru mikil menningarverðmæti fólgin í safni  útvarpsins af gömlum upptökum af  leikritum og  söngleikjum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband