Baráttan skilar árangri: Samfylkingin leggur til 300 þúsund króna lífeyri fyrir aldraða og öryrkja

Baráttan fyrir bættum kjörum lífeyrisþega er farin að skila árangri. Fyrsta mál Samfylkingarinnar,þegar þing kemur saman, verður tillaga um að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í 300 þúsund krónur à mánuði eins og launþegar sömdu um.Samfylkingin á þakkir skildar og vonandi koma hinir flokkarnir á eftir

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

samfylkingin ætlar semsagt að slá "skjaldborg" um aldraða og öryrkja vonandi lukkast það betur en skjaldborgin um heimilin hér um árið :)

Hreinn Sigurðsson, 1.9.2015 kl. 17:07

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kannski rétt að minnast þess hvers vegna kjör aldraðra og öryrkja eru svo slök sem raunin er. Á síðasta kjörtímabili var svo hart gengið gegn þessum hópum að til stór skammar var. Þó núverandi stjórnvöld hafi vissulega ekki gert nóg, hafa þó þó náð að rétta þann halla við.

En betur má ef duga skal. Þeir sem halda að Samfylking komi þar til hjálpar, haf stutt mynni.

Þessi yfirlýsing formanns Samfylkingar, ásamt fleiri yfirlýsingum frá honum, eru einungis krampakennd tilraun til að toga sig upp úr því feni sem flokkurinn sökk í á síðasta kjörtímabili, feni sem er hægt og hljótt að draga flokkin á kaf í!

Gunnar Heiðarsson, 1.9.2015 kl. 20:45

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Gunnar! Það er misskilningur,að núverandi ríkisstjórn hafi gert mikið í kjaramálum aldraðra og öryrkja.Það eina,sem stjórnin hefur gert að eigin frmkvæði er eftirfarandi:Hún rýmkaði á ný  frítekjumark vegna atvinutekna aldraðra,þ.e úr 40 þúsund í 110 þúsund krónur á mánuði. Gott fyrir þá sem eru á vinnumarkaði. Og stjórnin hætti að láta lífeyri úr lífeyridssjóði skerða lífeyri fra TR? Gagnaðist þeim,sem höfðu góðan lífeyrissjóð. Annað hefur ríkisstjórnin ekki gert fyrir lífeyrisþega að eigin frumkvæði. Ekki er farið enn að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar 2009-2015. Því var lofað 2013 að kjaragliðnun fram að þeim tíma yrði leiðrétt. Síðan hefur kjaragliðnun aukist.Enn er mikil skerðin tryggingabóta vegna fjármagnstekna. Ekki leiðrétt enn þrátt fyrir loforð. Skerðing aldurstengdrar örorkuuppbótar hefur heldur ekki verið leiðrétt.Ef þú ert stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar verður þú að veita henni aðhald og gagnrýna fyrir það,sem ekki hefur verið staðið við.Ég gagnrýndi fyrrverandi ríkisstjórn harðlega þó eg væri stuðningsmaður hennar.

Kær kveðja

Björgvin Guðmubdsson

Björgvin Guðmundsson, 3.9.2015 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband