Hvað gerir alþingi?

Alþingi kemur saman á þriðjudaginn kemur. Fróðlegt verður að sjá hvort alþingi gerir þá eitthvað í málefnum aldraðra og öryrkja.Ekkert hefur heyrst frá ríkisstjórninni um aðgerðir í málaflokknum. Það eina,sem hefur heyrst er,að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill láta lífeyrisþega fá þriðjung af þeirri hækkun,sem þeir lægst launuðu fá! Þetta er óásættanlegt. Ég hef skorað á alþingi að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja um leið og það kemur saman.Og alþingi á að gera þetta á fyrsta degi.Formsatriði eiga ekki að tefja málið.Einn flokkur hefur brugðist jákvætt við áskorun minni: Samfylkingin ætlar að flytja tillögu á alþingi um að lífeyrir hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. Því ber að fagna.Vonandi hafa aðrir flokkar hugrekki til þess að fylgja í kjölfarið og láta ekki formsatriði og hefðir flækja málið.Skilaboð kjósenda eru einmitt þau að fara eigi nýjar leiðir.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll, Anna Vilhjálmsd. heiti ég og mig langar að byrja á því að þakka þér fyrir alla þá hjálp sem þú hefur veitt okkur ellilýfeyrisþegum í baráttu okkar við þessa ríkisstjórn sem ég hef nú ekki miklar mætur á þar sem ég er ellilýfeyrisþegi og þeir standa ekki við gefin loforð sín.     'Eg hef verið að reyna að þjappa okkur saman öryrkjum og ellilýfeyrisþegum til að berjast við að fá kjör okkar bætt og að það verði forgangsraðað ´núna , borga okkur fyrst og svo geta þeir gert það sem þeir vilja gagnvart aumingjas flóttafólkinu. Hef verið að skrifa á Fésbók og þar hef ég fengið hin ýmsu viðbrögð sem sum hafa komið mér á óvart en það er nú kannski ekki aðal málið heldur að fá viðbrögð við þessu spjalli mínu. Því að þó að ég þurfi að standaein við Austurvöll og mótmæla þá kem ég til með að gera það , eg vil ekki að við gleymumst í umræðunni með flóttamönnunum sem við eflaust gerum þar sem þeir segjast hvorki hafa hússnæði né peninga fyrir okkur, hvar fá þeir þá peninga fyrir flóttafólkinu????????????????                                                              Hef þetta ekki lengra í bili en vænt myndi mér þykja að heyra frá þér og fá ráðleggingar um hvað sé best að gera í þessari stöðu.Með fyrirfram þökk,   Anna Vilhjálmsdóttir

Anna Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2015 kl. 21:41

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæl Anna! Við erum að reyna ýmsar leiðir í kjaramálunum núna. M.a. Hefi èg skorað á alþingi að samþykkja hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við hækkun lágmarkslauna,þe. Í 300 þúsund á mánuði á 3 árum,hækkun strax um 31 þúsund kr á mánuði fra 1.mai. þá erum við að kanna hvort grundvöllur sé fyrr því að fara í mál við ríkið.

Kær kveðja

Björgvin 

Björgvin Guðmundsson, 7.9.2015 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband