Framlög til heilbrigðismála hafa minnkað

Bjarni Benedktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali við Rúv í gær,að framlög til heilbrigðismála hefðu stóraukist undanfarið.Þetta er ekki rétt.Á föstu verðlagi hafa þau ekkert aukist og eru minni en á kreppuárunum, þegar þjóðin var i miklum fjárhagsvandræðum.

Magnús Karl Magnússon forseti læknadeildar Háskólans sagði fyrir nokkrum dögum,að það þýddi ekkert að birta tölur um aukna krónutölu til heilbrigðismála. Það yrði að tala um framlög á föstu verðlagi og hlutfall af þjóðarframleiðslu.Magnús Karl sagði,að framlög til heilbrigðismála væru minni í dag en fyrir 10 árum miðað við fast verðlag.Árið 2006 voru framlögin 9,1% af þjóðarframleiðslu,árið 2011 voru þau 9%,2013 9,1%,2014 8,7% og 2015 8,7% af þjóðarframleiðslu. 

Það verður að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir fari rétt með.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fer ekki allt fjármagn sem fæst úr opinbera "ríkiskassanum" í spillingarembættistoppa? Nýjasta tengslafrétt  er að ríkisendurskoðandi er bróðir forstjóra sjúkratrygginga Íslands? Hugguleg fjölskyldustemning kannski, eins og Jón Steinar Gunnlaugsson kallar spillinguna í Hæstarétti Íslands?

Ég er ekki að fullyrða að það hafi eitthvað að segja í þessu tilfelli, að bræður gegni þessum tveimur valdamiklu stöðum í stofnunum opinbera kerfisins, en það gæti orðið freistandi hætta á of miklum tengslavina-áhrifum. Mannlegt eðli er ekki fullkomið, og þarf aðhald og lagaramma sem virkar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.2.2016 kl. 13:31

2 identicon

Það er athyglisvert að þú staðhæfir að útgjöld til heilbrigðismála hafi ekkert aukist á föstu verðlagi en birtir svo tölum um hlutfall heilbrigðismála af VLF sem er mælikvarði sem verður að skoða í ljosi hvers eðlis hann er þ.e. hlutfall. Þetta hlutfall getur því hækkað ef útgjöldin hækka en líka ef VLF lækkar.  Það er reyndar líka athyglisvert að þú sleppir að mestu síðasta kjörtímabili.  Ég tók saman að gamni mínu útgjöld til heilbrigðismála frá 1998 á föstu verðlagi 2015 og þá sést að fullyrðing þí hér að ofan er kolröng og þú værir maður af meiru ef þú tækir þau aftur með afgerandi hætti.

1998

1999

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

98.739

113.350

113.799

118.137

130.375

134.314

136.785

138.713

144.359

154.113

156.002

147.650

135.688

134.353

133.775

137.702

145.163

147.000

159.900

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.2.2016 kl. 14:43

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Stefán Örn!

Ég vitnaði í fyrsta lagi í Magnús Karl Magnússon forseta læknadeildar Háskólans,sem varaði við þvi að bera saman krónutölur hvers árs sem varið væri  til heilbrigðismála.Hann sagði,að Ísland væri að verja lægri framlögum til heilbrigðismála í dag en fyrir 10 árum miðað við fast verðlag.Ég tek mark á forseta læknadeidar Háskólans.Tölurnar hér fyrir neðan staðfesta einnig mál hans.

Tölur þær,sem ég birti um framlög til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu eru frá OECD og Alþjóðabankanum.Ég valdi ekki árin.Þetta eru einfaldlega þau ár sem eru í þessum tölum OECD og Alþjóðabankans. Tölurnar eru þessar:

Hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu:

2006  9,1%

2009 9,6% ( kreppuár)

2011 9,o% (   """  )

2013 9,1%

2014 8,7%

2015 8,7%   (Tala frá Kára Stefánssyni) 

 Árið 2014 vörðu Svíar 11% til heilbrigðismála. Sama ár vörðu Danir 10,4% til heilbrigðismála en Íslendingar aðeins 8,7%.

Þetta eru staðreyndir. Það þýðir ekki að lemja hausnum við steininn og neita staðreyndum. Enda er það ekki að ástæðulausu að 65 þúsund Íslendingar hafa skrifað undir hjá Kára og óskað hærri framlaga til heilbrigðismála.

Bestu kveðjur

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 10.2.2016 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband