Þá voru engar atvinnuleysisbætur.Marga munna þurfti að fæða en engar tekjur

Mikið er talað um kreppuna í dag.Og ekki ætla ég að gera lítið úr henni. Hún  hittir mörg heimili í landinu.Margir hafa þegar misst vinnuna og lífskjörin skerðast með  hverjum  degi sem líður vegna stöðugra verðhækkana á innfluttum vörur.

En ég ætla í þessum pistli að gefa lesendum mínum innsýn í  kreppuna  hér á landi  fyrir stríð,sem var angi af  heimskreppunni,sem skall á 1929. Ég er orðinn það gamall,að ég man afleiðingar kreppunnar hér á landi á árunum fyrir stríð.Það skall á mikið atvinnuleysi hér á landi vegna   heimskreppunnar.Þá voru engar atvinnuleysistryggingar.Engar atvinnuleysisbætur.Pabbi var verkamaður,hafði m.a. unnið mikið niður við höfn við uppskipun og útskipun. En nú varð hann atvinnulaus.Það var ekkert að hafa en marga munna þurfti að fæða.Pabbi greip þá til þess ráðs að fara niður á höfn með handtroll og reyndi að trolla kol upp úr höfninni. Stundum var hann heppinn og náði talverðu af kolum sem hann gat selt fyrir mat.En stundum náði hann engu.Þannig var ástandið í hinni raunverulegu kreppu.Stundum efndi bærinn til svokallaðrar atvinnubótavinnu.Menn voru jafnvel látnir berja klaka yfir veturinn  í smátíma  og verkamenn gripu hvað sem var til þess að fá einhverjar tekjur. En það voru engar atvinnuleysisbætur.Þegar allt um þraut urðu menn að leita til bæjarins og biðja um framfærslustyrk. En menn voru stoltir á þessum tíma og gerðu það ekki fyrr en allt um braut.

Nú eru atvinnuleysistryggingar,sem Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin komu á. Bæturnar eru ekki háar en þær hefðu þótt alger luxus á þeim tímum,sem ég  var að lýsa. Atvinnuleysisbætur í dag eru 150  þús. á mánuði hjá þeim,sem eru einhleypir en síðan fá fjölskyldumenn hærra eftir stærð fjölskyldu.Fyrstu  3 mánuði fá menn hærri bætur eða visst hlutfall af launum með  hámarki.

 

Björgvin Guðmundsson


Sjávarútvegsfyrirtækin í erfiðleikum

Hrun íslensku bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, hefur komið illa við sjávarútvegsfyrirtæki víða um landið. Þau berjast nú fyrir lífi sínu. Veiðiheimildir margra fyrirtækja hafa verið veðsettar fyrir eignum sem nú eru horfnar en margir eigendur veiðiheimilda voru umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði.(mbl.is)

útvegsfyrirtækin skulda mikið í bönkunum vegna gjaldmiðilsskiptasamninga.Fyrirtækin hafa verið að biðja um sérmeðferð vegna þeirra en það gengur ekki. Þar verður eitt yfir alla,sem gert hafa slíka samninga,að ganga. Eins hafa útvegsfyrirtækin veðsett veiðiheimildir sínar,sem er að mínu mati algerlega ólöglegt.Útvegsfyrirtækin eiga ekki veiðiheimildirnar og hefðu því ekki átt að geta veðsett þær. Þjóðin á  veiðiheimildirnar. Nú er rétt að innkalla þær og stokka upp á ný.

 

Björgvin Guðmundssoin

 


Kreppan: Er það versta eftir?

Geir Haarde, forsætisráðherra, segist sammála Robert Wade, hagfræðiprófessor, um að efnahagsástandið í heiminum eigi enn eftir að versna. Það versta sé eftir.

Wade sagði í viðtali við Kastljósið í gærkvöld að á næstu mánuðum, líkast til einhvern tíma í mars til maí, komi nýr harður skellur á heimsvísu, svipaður skellinum í september í fyrra. Ríkisstjórnin hafi enn smá tíma til að búa sig undir það. Geir sagði í þætti Bubba Mortens á Rás tvö í gærkvöld að ríkisstjórnin hafi frá því haust reynt að gera það.

Stjórninni hafi tekist að koma landinu í visst skjól með samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og nokkrar vinaþjóðir. Í gangi sé efnahagsáætlun sem ætlað sé lágmarka kostnaðinn vegna heimskreppunnar. Geir vildi ekki taka undir orð Wade um að aðgerðir stjórnarinnar hafi verið fálmkenndar.(visir.is)

Rétt er að taka mikið tillit til orða Wade.Hann hefur reynst sannspár áður.Hann gæti því einnig haft á réttu  að stabda nú.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Fáum við alla kvótana eftir aðild að ESB?

Aðalsteinn Leifsson kennari við Háskólann í Reykjavik starfaði um margra ára skeið í Brussel. Hann er gjörkunnugur ESB.Hann sagði í Morgunblaðinu,að miðað við framkvæmd á úthlutun fiskveiðikvóta hjá ESB undanfarin mörg ár þá mundi Ísland fá allar fiskveiðiheimildir við Ísland eftir aðild  að ESB.Farið væri eftir fiskveiðireynslu  og aðeins Ísland hefði fiskveiðireynslu til veiða hér við land.Önnur ESB ríki hefðu enga fiskveiðireynslu hér sl. 35 ár.Því mundi Íslannd fá alla kvótana,.Ef þetta er rétt mat eru það góðar   fréttir.

 

Björgvin Guðmundsson


Fjölsóttur borgarafundur í Háskólabíói í kvöld

Fullt var út úr dyrum á opnum borgarafundi í Háskólabíó í kvöld. Fundarefnið að þessu sinni var Íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar, spurt var hvað fór úrskeiðis og fjallað var um lagaumhverfi og eftirlitsstofnanir.

Fjórir fluttu erindi á fundinum þeirra á meðal breski hagfræðiprófessorinn Robert Wade. Fundargestir fögnuðu ræðumönnum með dynjandi lófataki. Einkum var þeim klappað lof í lófa sem tíunduðu mistök íslenskra ráðamanna í efnahagsmálum. Þá vakti almenna hrifningu þegar Robert Wade lýsti ánægju sinni með það hversu fjölmenn hreyfing mótmælenda er hér á landi. Fundurinn verður sýndur í Sjónvarpinu að kvöldi miðvikudags.(ruv,is)

Mótmælafundum og umræðufundum um bankahrunið fer nú fjölgandi og er mikill þungi í fundarhöldunum.Meðal ræðumanna á fundinum í kvöld var hagfræðiþrófessor,Robert Wade frá London. Hann telur Fjármálaeftirlitið hér hafa brugðist í eftirlitshlutverki sínu.FME hafi ekkert gert til þess að stöðva útþenslu bankanna og mikla erlenda skuldsetningu.Það hafi  verið eins og FME væri í liði með bönkunum.Ef þetta mat Wade er rétt hafa stjórnvöld einnig brugðist frá því bankarnir voru einkavæddir,þar eð þau áttu að fylgjast með því að FME og Seðlabanki gegndu sínu  hlutverki. En báðar stofnanir brugðust.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Wade: Fjármálaeftirlitið brást

Robert Wade, hagfræðiprófessor við London School of Economics, skrifaði grein um íslenska fjármálakerfið í Financial Times  sl. sumar.Hann  varaði  við að í mikið óefni stefndi vegna mikillar skuldsetningar bankanna.Hann reyndist hafa rétt fyrir sér. Wade segir,að FME hafi ekki viljað hefta vöxt bankanna. FME hafi verið í sama liði og bankarnir.

Miðað við orð Wade hefur FME bruðust og stjórnvöld einnig þar eð þau áttu að sjá til þess að FME   stæði í stykkinu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Samfylkingin vill standa vörð um atvinnu í Reykjavík

Ég fékk bréf frá Degi B.Eggertssyni,oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Þar sagði svo m.a.:

Gleðilegt ár - og takk fyrir allt gamalt. Árið er brostið á í borgarstjórn með óvenju síðbúinni samþykkt fjárhagsáætlunar. Eins og ég hef áður sagt ykkur frá náðist samstaða um þau meginmarkmið fyrir áætlunina í haust að standa vörð um störf, hækka ekki gjaldskrár og verja grunnþjónustuna í anda okkar jafnaðarmanna. Þessi markmið eru nú því miður í óvissu vegna viðbótarniðurskurðar borgarstjóra sem kynntur var til sögunnar á síðustu metrum áætlunarinnar. Hann nemur 2,4 milljörðum eða nær 5% af rekstri borgarinnar og er ennþá óútfærður.

Stefna Samfylkingarinnar í borgarstjórn er sem fyrr að taka uppbyggilegt frumkvæði og setja fram sjálfstæðar tillögur um hvernig Reykjavíkurborg tryggi velferð borgarbúa og endurreisn atvinnulífsins á þeim erfiðu tímum sem framundan eru og á sama hátt taka ábyrga afstöðu til allra tillagna sem fram koma með hagmuni borgarbúa - velferðarmál, skólanna og atvinnu fyrir alla - að leiðarljósi.   
  

Með viðbótarniðurskurðinum er líklegt að borgarstjórnarmeirihlutinn sé fyrst og fremst að ýta á undan sér erfiðum ákvörðunum sem engin sátt verður um. Við útfærslu viðbótarniðurskurðarins á meðal annars að lækka laun og skera niður yfirvinnu starfsfólks. Samfylkingin leggur þunga áherslu á atvinnumál og að staðinn verði vörður um störf, gjaldskrár verði ekki hækkaðar og að sérstakt tillit verði tekið til þess starfsfólks Reykjavíkurborgar sem er með heildarlaun undir 300.000 kr. á mánuði . Þannig verði þeir alla jafna undanskildir þeim stórfellda niðurskurði á yfirvinnugreiðslum sem fyrirhugaður er. Til að reyna að draga úr óvissu vegna viðbótarniðurskurðarins stóð Samfylkingin ásamt VG að tillöguflutningi í fimm liðum við afgreiðslu fjárhagsáæltunar. Þar var kveðið á um launajöfnuð, nauðsynlegt samráð við stéttarfélög, starfsfólk, samstarfsaðila og borgarbúa, aðgerðir í atvinnumálum, uppstokkun framkvæmdaáætlunar og hagræðingu í húsnæðismálum. Ekki hefur enn verið tekin afstaða til þessara áherslna af hálfu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Er því ljóst að miklu skiptir að okkar fólk standi áfram vaktina.  

 

Björgvin Guðmundsson 
 


Laun hafa lækkað hjá 14% landsmanna vegna bankahrunsins

Fjórtán prósent þeirra sem eru í launaðri vinnu hafa lent í beinni launalækkun frá bankahruninu í byrjun október og starfshlutfall hefur verið lækkað hjá 7% aðspurðra. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ.

„Það eru mun fleiri karlar en konur sem hafa þurft að taka þessar skerðingar á sig. Laun hafa verið lækkuð hjá 18% karla en 8% kvenna. Starfshlutfallið hefur verið minnkað hjá 9% karla en 5% kvenna. Þá virðist skerðing launa og starfshlutfalls vera mun tíðari hjá launamönnum á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi. Þegar spurt var út í horfur framundan þá sögðust 16% telja líklegt að laun sín verði lækkuð á næstunni en 73% telja það ólíklegt. Varðandi lækkun starfshlutfalls búast 10% við að það verði lækkað á næstunni en 82% telja það ólíklegt," segir í frétt á vef ASÍ.

Í könnuninni kemur fram að 85% þeirra sem nú eru atvinnulausir hafi misst vinnuna eftir bankahrunið í byrjun október. Þá óttast 24,2% þeirra sem eru í launaðri vinnu um starf sitt og eru karlmenn á höfuðborgarsvæðinu þar fjölmennastir.

Capacent Gallup gerði könnunina fyrir ASÍ dagana 8.-18. desember. Úrtakið var 1500 manns og svarhlutfallið 54,3%. (visir.is)

Launalækkun er ein afleiðing kreppunnar. Fleiri munu lenda

 í launalækkun á næstu mánuðum.

 

Björgvin Guðmundsson



 


Leit á Vísi

Leitarorð

Leita

Fréttablaðið

Fréttablaðið

Hvar telur þú að helst ætti að skera niður hjá hinu opinbera?Hvar telur þú að síst ætti að skera niður hjá hinu opinbera?


Kjörkassinn

Fréttalínan - Sendu frétt á Stöð 2 og Vísi

Sendu nafnlausa ábendingu á Kompás


OECD mælir mikinn samdrátt

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir mælingar á helstu hagvísum (Composite Leading Indicators) benda til djúps samdráttar í sjö stærstu hagkerfunum sem eiga aðild að stofnuninni. Samdrátturinn sé einnig mikill á meðal stórra iðnríkja sem eiga ekki aðild að henni.

Mæling OECD á helstu hagvísum er ætlað að gefa upplýsingar um stefnubreytingar í hagsveilfum til skemmri tíma og veita innsæi hvort að hagkerfi séu að vaxa eða dragast saman.

Mælingar helstu hagvísa á meðal OECD ríkja sýna 1,3 prósent samdrátt í nóvember 2008 og voru samtals 7,3 prósent lægri en mælingar í nóvember 2007sýndu. Helstu hagvísar í Bandaríkjunum höfðu lækkað um 1,7 prósent í nóvember, Evrusvæðið lækkaði um 1,1 prósent, Japan um 1,6 prósent, Bretland um 0,6 prósent, Kanada um 1,2 prósent, Frakkland um 0,8 prósent, Þýskaland féll um tvö prósent og Ítalía um 0,2 prósent.

Samdráttur mælist einnig hjá stórum iðnríkjum sem eiga ekki aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni. Þannig lækkaði mæling á helstu hagvísum Kína um 3,1 prósent í nóvember og er það 12,9 prósent lægra en mælingar á þeim ári áður. Mælingar á hagvísum Indlands lækkuðu um 1,2 prósent, Rússalands um 4,3 prósent og Brasilíu um 1,1 prósent.(mbl.is)

Þessar mælingar OECD koma ekki á óvart. Það er alls staðar fjármálakreppa og samdráttur.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Líkir vinnubrögðum heilbrigðisráðherra við aðgerðir í einræðisríkjum

Þessi aðgerð er órökstudd en af einhverjum ástæðum hefur ráðherra valið að  fara fram með þetta þrátt fyrir síendurteknar beiðnir um að kynna fyrst beina útreikninga og rekstrarleg rök fyrir ákvörðun sinni.Þannig skrifar Almar Grímsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði um þá ákvörðun eða  ráðagerð heilbrigðisráðherra að loka St.Jósefsspítala.Almar segir,að  svona vinnubrögð séu bæði ólýðræðisleg og ótæk og ekki sæmandi ráðherra,sem ber að leita gagna og sjónarmiða sem víðast áður en hann tekur ákvörðun.Telur Almar   helst hægt að líkja þessum vinnubrögðum við aðgerðir í einræðisríkjum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband