Tillaga ASÍ um samninga við ESB samþykkt

Evrópustefna Alþýðusambandsins, sem verið hefur í gerjun á ársfundinum sem nú stendur yfir, er inni í nýsamþykktri ályktun ársfundarins um aðgerðir til að endurheimta fjármálastöðugleika og auka trúverðugleika.

Nefnd ræddi ályktunina bæði í gærkvöldi og morgun og varð niðurstaðan í þeim hópi sú að ákvæðið um Evrópusambandsaðild skyldi haldast inni. Í umræðum um ályktunina í dag stigu ársfundarfulltrúar í pontu og ýmist lýstu yfir ánægju sinni með þetta ákvæði, eða eindreginni andstöðu við það.

Í ályktuninni segir að það sé skoðun ASÍ að sækja eigi um aðild Íslands að ESB og upptöku evru. Það sé eina færa leiðin. Þannig verði látið á það reyna í aðildarviðræðum hvaða samningur Íslandi standi til boða og hann lagður fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Einnig að ASÍ telji að ef stefnt verður að evrópska myntsamstarfinu á næstu tveimur árum leggi það mikilvægan grunn að því, að hægt yrði í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, að leggja grunn að trúverðugleika fyrir meiri festu gengisskráningu krónunnar, þangað til full aðild að Evrópska peningamálasamstarfinu og upptaka evrunnar næst.(mbl.is)

Með samþykkt ESB stefnu ASÍ hefur sambandið tekið forustuna ´

i baráttunni fyrir aðild að ESB.Ef til vill á þessi samþykkt ASI  eftir að ráða úrslitum um aðild Íslands að ESB.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Evrópustefna ASÍ samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskað eftir aðstoð IMF

Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóða­gjaldeyris­sjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Viðræður á milli fulltrúa Íslands og sjóðsins um fyrirkomulag samstarfsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið.


Samstarf Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins felur í sér lánveitingu frá sjóðnum að jafnvirði 2 milljarðar bandaríkjadala og koma 830 milljónir af þeirri fjárhæð til greiðslu, þegar við staðfestingu stjórnar sjóðsins. Gert er ráð fyrir að lánið verði endurgreitt á árunum 2012 til 2015. Jafnframt segjast íslensk stjórnvöld vera þess fullviss um að samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn muni skapa forsendur fyrir frekari lánafyrirgreiðslu frá öðrum löndum.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir, að unnin hafi verið ítarleg efna­hagsáætlun í samráði við fulltrúa sjóðsins með það að markmiði að koma á efna­hags­legum stöðugleika á nýju. Fyrir liggi samkomulag á milli íslenskra stjórnvalda og sendi­nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem verði borið undir stjórn sjóðsins til endanlegrar af­greiðslu eins fljótt og auðið er.
„Íslenska ríkisstjórnin telur það vera brýnasta verkefni líðandi stundar að„ koma á efna­hags­legum stöðugleika hér á landi og ná tökum á gengi krónunnar. Sviptingar síðustu vikna hafa gert það að verkum að skilvirkni fjármálamarkaða hefur tímabundið skaddast þótt staða ríkis­sjóðs sé sterk. Af þeim sökum er mikilvægt fyrir íslenska ríkið að hafa til reiðu stóran sjóð í erlendri mynt til þess að mynda kjölfestu og trúverðugleika fyrir gengisstefnu stjórnvalda og bregðast við óhóflegum sveiflum á gengi krónunnar.

Meginmarkmið efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar eru:
1.    Að endurvekja traust á íslenskum efnahag og ná stöðugu gengi krónunnar með mark­viss­um og öflugum aðgerðum.
2.    Að undirbúa markvissar aðgerðir til að styrkja stöðu ríkissjóðs.
3.    Að endurreisa íslenskt bankakerfi.(mbl.is)

Það er fagnaðarefni,að ákveðið hafi verið að sækja um lán hjá IMF. Hins  vegar er það galli á málsmeðferðinni,að' ekki  skuli samtímis greint frá aðgerðum,sem þarf að grípa til.Fulltrúar  IMF sögðu að draga þyrfti úr ríkisrekstri en ráðherrarnir minntust ekki á það.Undirliggjandi er,að halda þurfi stýrivöxtum áfram háum um sinn en þeir verða væntanlega lækkaðir þegar gengi krónunnar styrkist.

 

Björgvin Guðmundsson

I
I
I

mbl.is Óska formlega eftir aðstoð IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að kjósa í vor?

Almenningur ræðir mikið hverjir beri ábyrgð á hruni bankakerfisins.Að mínu mati eru það þeir,sem einkavæddu bankana og slepptu þeim lausum án fullnægjandi eftirlits. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar einkavæddi bankana.Seðlabanki og fjármálaeftirlit áttu að hindra   að  bankarnir  tækju öll þau erlendu lán,sem settu bankana á hliðina og hefðu getað orsakað þjóðargjaldþrot,ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett.Seðlabanki   og fjármálaeftirlit brugðust  eftirlitshlutverki sínu.Það þýðir ekkert fyrir Seðlabankann að segja,að hann hafi varað við. Bankinn átti sjálfur að taka í taumana.Enginn vill bera ábyrgð. En allir bera ábyrgð ríkisstjórnir,Seðlabanki og fjármálaeftirlit. Ef vil vill væri eðlilegast eins og málum er komið að leggja málin í hendur þjóðarinnar næsta vor og láta kjósa til alþingis. Á þann hátt mundu stjórnmálamenn axla sína ábyrgð.

 

Björgvin Guðmundsson


Bankalaun:Ruglið heldur áfram

Einn af bankastjórum nýju ríkisbankanna hefur upplýst,að hann hafi tæpar 2  milljónir  í  laun á mánuði.Þetta eru hæstu laun í ríkiskerfinu. Forsætisráðherra er með rúmar 1100 þús. kr. og forseti Íslands er með 1800-1900 þús. á mánuði. Hvernig stendur á því að bankastjóri í nýjum ríkisbanka  er látinn fá hærri laun en æðstu embættismenn landsins.Það þykist enginn bera ábyrgð á þessu og vísar hver á annan. Sumir ráðamanna segjast hissa á að þetta skuli vera svona.En það eru einmitt þeir sem áttu að taka í taumana.

 

Björgvin Guðmundsson


Árni sagði ekki,að Íslendingar mundu ekki borga

Kastljós RÚV birti í gærkveldi umdeilt símtal Árna Mathiesen fjármálaráðherra við Darling fjármálaráðherra Breta en getum hefur verið leitt að því að Darling hafi átt við þetta símtal,þegar hann sagði,að Íslendingar ætluðu ekki að borga það sem þeim bæri af innistæðum Breta á ice save reikningum samkvæmt því sem íslenskir ráðamenn hefðu sagt.Samtalið er einnig birt á netinu,mbl.is Ekki fæ ég séð,að Árni Mathiesen hafi viðhaft ummæli eins og þau,sem Darling vísaði til. Árni segir ekki í samtalinu,að Íslendingar ætli ekki að borga. Darling nefnir ákveðna upphæð ( miðað við EES samninginn) og spyr hvort Íslendingar ætli að borga hana (per. innstæðueiganda) Árni svarar og segir: Ég vona,að það verði tilfellið. Hann tekur m.ö.o.vel í það þó það sé ekki fullyrt 100%.Darling eða aðrir breskir ráðamenn hljóta því að hafa talað við einhverja aðra íslenska ráðamenn en íslenska fjármálaráðherrann. Eða þá að þeir hafa verið  að ýkja  og  búa til ástæður svo þeir gætu ráðist á Íslendinga eins og þeir hafa gert m.a. með því að beita hryðjuverkalögum gegn þeim.
Með kyrrsetningu eigna íslenskra banka í Bretlandi veittu Bretar þeim náðarhöggið.
Björgvin Guðmundsson

Var Sigmar of harður við Geir?

Geir Haarde forsætisráðherra var gestur Sigmars í kastljósi RUV í gærkveldi.Rætt var um fjármálakreppuna. Sigmar þjarmaði verulega að forsætisráðherra.Og það var í lagi en það sem var verra var,að Sigmar greip svo mikið fram í fyrir Geir,að hann hafði iðulega ekki ráðrúm til þess að svara.Það var ekki kurteisi hjá RUV.Ekki kom mikið nýtt fram í þættinum.Mér fannst Sigmar ekki nógu vel undirbúinn.Raunar finnst mér vanta fyrirspyrjanda hjá RÚV sem sé vel inni  í efnahagsmálum og stjórnmálum.Fyrirspyrjendur kastljóss RÚV leggja meiri áherslu á það að vera með frekju við viðmælendur sína en að koma með vel ígrundaðar spurningar. Það hefur oft verið svo,að fram hafa komið fréttamenn,sem telja aðalatrðið að vera frakkir og frekir fremur en að vera vel inni í málum.
Það eina nýja sem kom fram í þættinum var það að Geir sagðist ekki ætla að reka Davíð.Einnig sagði Geir,að  Íslendingar mundu ekki láta Breta kúga sig í deilunni um ice save. Sigmar spurði Geir hvort hann ætlaði að axla ábyrgð af ástandinu. Geir sagðist ætla að koma okkur út úr kreppunni.Hann sagði ekki rétt að kjósa eins og ástandið væri. Aðdáunarvert var hvað Geir hélt  ró sinni,þegar Sigmar greip ítrekað fram í fyrir honum og sýndi mikla frekju.
Björgvin Guðmundsson

Miðstjórn ASÍ vill sækja um aðild að ESB

Umræður standa nú yfir á ársfundi ASÍ um það hvort sambandið eigi að mæla með aðildarumsókn að ESB og upptöku evru.

Það var miðstjórn ASÍ sem lagði fram tillöguna og verður hún rædd í dag en atkvæði greidd um hana á morgun. Um 108 þúsund manns eru aðildarfélögum ASÍ og því má ljóst vera að ef sú tillaga verður samþykkt mun það hafa mikla þýðingu.(visir.is)

Grétar Þorsteinsson fráfarandi forseti ASÍ mælti  með aðild að ESB í setningarræðu sinni  á ársfundi ASÍ í dag. Má telja  líklegt,að tillaga miðstjórnar verði samþykkt . Hér er um slík fjöldasamtök að ræða að það mun hafa gífurleg áhrif ef þing ASÍ samykkir tillöguna um aðild að ESB.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 




Eru Bretar og IMF að reyna að kúga okkur?

Fjölmiðlar   skýra frá því í dag að Bretar  vilji láta okkur borga meira vegna Landsbankans í Bretlandi en okkur ber samkvæmt EES samningnum.Þeir eru að reyna að kúga okkur til að borga meira og vilja að allar eignir Landsbankans  í Bretlandi gangi til þess að greiða skuldir   bankans í Bretlandi.En Landsbankinn í Bretlandi verður gjaldþrota og þá greiðir þrotabúið eftir ákveðnum reglum,fyrst  sparifjáreigendum( 3 millj. á mann) og síðan laun og annað eftir því sem eignir bankans leyfa.Um þetta þarf ekkert að deila.Það er að mínu mati  óeðlilegt að IMF setji skilyrði um það,að Ísland  og Bretland semji um deilumál  sín áður en IMF veitir lán Ísland getur ekki látið IMF kúga sig frekar en Breta.Ef deilan við Breta leysist ekki og IMF neitar að  lána okkur verðum við að snúa okkur annað.Við verðum þá að fá lán hjá Norðmönnum,öðrum Norðurlöndum og Rússum og hugsanlega  löðrum sem reynast vinir í raun.

Björgvin Guðmundsson


Dæmi um misnotkun hryðjuverkalaga


mbl.is Gott dæmi um misnotkun laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn vilja hjálpa Íslendingum


væður gagnvart því að Noregur aðstoði Ísland í fjármálakreppunni.Það er því mjög jákvætt að þeir skuli senda sendinefnd  hingað.

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband