Bankalaun:Ruglið heldur áfram

Einn af bankastjórum nýju ríkisbankanna hefur upplýst,að hann hafi tæpar 2  milljónir  í  laun á mánuði.Þetta eru hæstu laun í ríkiskerfinu. Forsætisráðherra er með rúmar 1100 þús. kr. og forseti Íslands er með 1800-1900 þús. á mánuði. Hvernig stendur á því að bankastjóri í nýjum ríkisbanka  er látinn fá hærri laun en æðstu embættismenn landsins.Það þykist enginn bera ábyrgð á þessu og vísar hver á annan. Sumir ráðamanna segjast hissa á að þetta skuli vera svona.En það eru einmitt þeir sem áttu að taka í taumana.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband