Hverjir bera sökina?

Hvernig stendur á því að allt bankakerfið íslenska er komið á hliðina? Hverjr bera sökina? Upphafið má rekja til einkavæðingar bankanna. Það  voru stór mistök að einkavæða alla  ríkisbankana í einu og gefa þeim lausan tauminn við fjárfestingar og brask út um allan heim.Bankarnir  þöndust út og umsvif  þeirra voru orðin 12 föld þjóðarframleiðsla Íslands! Það mesta annars staðar var 4 föld þjóðarframleiðsla.

Þorvaldur Gylfason prófessor segir ,að Seðlabankinn hafi haft heimildir til þess að stöðva gífurlegar lántökur bankanna erlendis.Bankinn gat einnig aukið bindiskyldu bankanna en í staðinn var hún afnumin. Seðlabankinn gerði ekkert. Hann horfði á útþenslu bankanna með lokuð augun. Ef til vill ber Seðlabankinn mestu ábyrgðina.Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar,sem einkavæddi bankana ber einnig mikla ábyrgð og sú stjórn ber einnig mikla ábyrgð á því að hafa ekki látið Seðlabankann hafa strangt eftirlit með óhóflegum lántökum erlendis,svo óhóflegum að þær voru nær því búnar að gera Ísland gjaldþrota.Bankar og stjórnvöld bera mestu ábyrgðina,meiri en fyrirtækin sem tóku lán  hjá bönkunum.

 

Björgvin Guðmundsson


Jafnaðarmenn á Akureyri vilja í ESB

Jafnaðarmenn á Akureyri lýsa yfir fullum stuðningi við þau sjónarmið sem formaður flokksins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nýverið sett fram um Evrópusambandið. Fram kemur í ályktun frá þeim að innganga í ESB sé eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar.

Með sama hætti og hin íslenska landsbyggð þurfi á jafnaðarhugsjóninni að halda, sé aðild að Evrópusambandinu efnhagsleg og félagsleg nauðsyn fyrir íbúa þessa lands.
 
„Að loknum ragnarökum nýfrjálshyggjunnar, sem við nú verðum vitni að, verður ríkisstjórnin að skilgreina samningsmarkmið aðildarviðræðna vegna inngöngu í ESB. Að þeim loknum fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um fulla aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru sem framtíðar gjaldmiðils þjóðarinnar,“ segir í ályktuninni sem Samfylkingin á Akureyri, 60+ á Akureyri og Ungir jafnaðarmenn á Akureyri undirrita.(mbl.is)

Æ fleiri mæla nú með aðild að ESB.Ingibjörg Sólrún,formaður,setti fram skýr sjónarmið í Mbl. í gær. Hún sagði,að verkefnið til skamms tíma  væri að taka upp samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. En til langs tíma væri verkefnið að sækja um aðild að ESB. Kristni Gunnarssyni alþm. kom þetta eitthvað á óvart. En það er á stefnuskrá Samfylkingar að sækja um aðild að ESB  ,ef þjóðaratkvæðagreiðsla samþykkir samningsmarkmið.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Innganga í ESB eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SPRON endurskipulagt

Unnið er að því að endurskipuleggja rekstur SPRON með tilliti til langtímahagsmuna og gjörbreyttu umhverfi fjármálafyrirtækja, segir í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Þar er bent á að þessar nýju aðstæður hafi neikvæð áhrif á rekstur SPRON. Enn fremur kemur fram að með falli Kaupþings séu forsendur fyrir sameiningu við bankann brostnar.

SPRON segir þó í tilkynningunni að starfsemi fyrirtækisins verði óbreytt og að starfsmenn muni kappkosta að þjónusta viðskiptivini sína. Þá hafi ríkisstjórnin áréttað að innstæður í innlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi séu tryggðar að fullu. „Með innstæðum er átt við allar innstæður almennra sparifjáreigenda og fyrirtækja sem trygging innstæðudeildar Tryggingasjóðs innstæðueigenda tekur til," segir í tilkynningunni.

Jóna Ann Pétursdóttir, forstöðumaður almannatengsla hjá SPRON, segir í samtali við Vísi að ekkert liggi fyrir um uppsagnir á starfsfólki og því geti bankinn ekki tjáð sig um það. Aðspurð hvort SPRON geti starfað áfram við núverandi aðstæður segir Jóna enn fremur að verið sé að gera ráðstafanir til þess að svo megi verða. ( ruv.is)

Það munaði hársbreidd,að búið væri að staðfesta samruna SPRON og Kaupþings. Ef það hefði verið búið hefði Spron að mestu glatast. En samruninn tók ekki gildi svo Spron starfar áfram.Vonandi tekst að endurreisa Spron. En Spron var byrjað að braska eins og bankarnir og var fariið að tapa ( hlutabréfin voru farin að falla).Græðgisvæðingin tók víða toll.

Björgvin Guðmundsson


Ólafur Ragnar:Bresk stjórnvöld ótrúlega ósanngjörn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að hrun íslensku bankanna hefði á síðustu stigum m.a. verið afleiðing af ótrúlegum málflutningi og ósanngirni breskra stjórnvalda. Ólafur sagði einnig að hann hefði vissulega stutt útrás íslenskra banka og fyrirtækja af kappi og hugsanlega hefði ýmislegt verið ofsagt í þeim efnum.

Helgi Seljan, fréttamaður, ræddi við Ólaf Ragnar og sagði m.a að margir teldu þörf á að kanna hvað hefði farið úrskeiðis og hverjum væri um að kenna. Ólafur Ragnar svaraði, að í landinu þyrfti að fara fram opin og heiðarleg og hispurslaus umræða sem allir ættu að taka þátt í og horfa í eigin barm, ekki síst þeir sem hefði verið falin ákveðin ábyrgð, hvort sem það væri á vettvangi stjórnkerfis eða atvinnulífs.(mbl.is)

Forseti Íslands var mjög ákveðinn í gagnrýni sinni á bresk stjórnvöld.Helga Seljan var mikið í mun að fá forsetann til þess að viðurkenna,að honum hefðu orðið á mistök þegar hann hældi útrásinni.Forseti sagði,að vissulega gæti verið að hann hefði á stundum talað of sterkt þegar hann talaði vel um útrásina. Hann væri enn þeirrar skoðunar,að útrás væri nauðsynleg til þess  að tryggja Íslendingum nægilega góð lífskjör.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

9


mbl.is Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupa lífeyrissjóðir Kaupþing?

Nokkrir stærstu lífeyrissjóðir landsins kanna möguleika á að kaupa starfsemi og eignir Kaupþings. Það skýrist á næstu dögum hvort af þeim kaupum verður. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir að fyrst og fremst yrði um að ræða innlendan hluta Kaupþings, en að einhverju leyti einnig erlendan hluta. Með kaupunum vilji lífeyrissjóðirnir bjarga miklum verðmætum, sem í Kaupþingi búi.

Málið á sér stuttan en snarpan aðdraganda, Þorgeir segir að umræður meðal lífeyrissjóðamanna hafi hafist þegar er Kaupþing féll um miðja síðustu viku. Miklum verðmætum yrði bjargað næðu kaupin fram að ganga, segir Þorgeir.

Strax hafi verið farið út í það að finna leiðir til að bjarga verðmætum lífeyrissjóðanna til að tryggja hagsmuni sjóðsfélaga sem best.

Auk Lífeyrissjóðs verslunarmanna koma að málinu Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stafir. Engar fjárhæðir eru enn á lofti, enda kannski ekki fyllilega ljóst á þessu stigi hve stór hluti bankans verði keyptur, en hryggurinn í því sem verði keypt sé innlend starfsemi bankans.

Ætlunin er að lífeyrissjóðirnir kaupi meirihluta í fyrirtækinu, sem yrði hið nýja Kaupþing. Hafa verður hraðar hendur, segir Þorgeir, því ef af verður þarf að ganga frá kaupunum áður en nýr banki verður stofnaður, líkt og gert hefur verið við Landsbankann og Glitni. Því eru aðeins fáeinir dagar til stefnu og stjórnir lífeyrissjóðanna fimm sem um ræðir verða að gera upp hug sinn í kvöld, um það hvort láta eigi reyna á að þessi leið sé fær. Lífeyrissjóðirnir kanni nú grundvöll fyrir því að skrifa sameiginlega á morgun formlegt erindi til stjórnvalda þar sem óskað sé eftir viðræðum um kaup á eignum og rekstri Kaupþings. Lífeyrissjóðirnir hafi fundað með forsætis-, viðskipta-, iðnaðar-og menntamálaráðherra í gær og fengið jákvæð viðbrögð við þessum þreifingum sínum. Ljóst sé að fleiri fjárfestar þurfi að koma að kaupunum.(ruv.is)

Það er vel til falliö,að lífeyrissjóðir kaupi starfsemi og eignir Kaupþings hér á landi. Lífeyrissjóðir áttu mikið hlutafé í Kaupþingi og ef til vill geta þeir bjargað miklum verðmætum með því að kaupa bankann. Margir launþegar mundu beina viðskiptum sínum til banka í eigu lífeyrissjóðanna.

Björgvin Guðmundsson

 


Á annað þúsund bankamenn missa vinnuna

Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að um 300 starfsmönnum bankans hafi verið sagt að þeim verði ekki boðið starf í Nýja Landsbankanum en að engum hafi þó enn verið formlega sagt upp störfum. Þá segir hann að öllum starfsmönnum bankans, sem eigi von á því að missa vinnuna hafi verið gerð grein fyrir því. 

Atli segir að vegna aðstæðna hafi mikil óvissa skapast meðal starfsmanna en að henni hafi nú að mestu verið eytt. Aldrei hafi t.d. staðið til að fimm hundruð manns misstu vinnuna eins og greint hafi verið frá í fjölmiðlum.(mbl.is)

Reiknað er með að 800-1000 manns missi vinnuna í Glitni og Kaupþingi.Það má því reikna með að á annað þúsund manns missi vinnuna í öllum bönkunum. Nauðsynlegt er að reyna að úvega þeim nýja vinnu.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 


mbl.is Um 300 fá ekki störf í Nýja Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrum breska fjármálaráðherrans heldur áfram

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði á blaðamannafundi með Gordon Brown, forsætisráðherra, í morgun að mikilvægt væri að ná samkomulagi við íslensk stjórnvöld um greiðslur til breskra sparifjáreigenda.

Darling sagði að íslensk stjórnvöld yrði að gera sér grein fyrir að hún stæði frammi fyrir miklum vanda sem einungis yrði leystur með róttækum aðgerðum. Á sama tíma myndu Bretar standa vörð um eigin hagsmuni. Darling sagðist hafa rætt við Árna Mathisen, fjármálaráðherra, í Washington á laugadag og sagðist hafa sagt honum að mikilvægt væri að málið yrði leyst sem fyrst.

Darling sagði að yfirlýsingar væri að vænta fljótlega um málefni Landsbankans. Darling og Brown kynntu í morgun aðgerðir til bjargar þremur breskum bönkum og sagði Darling að allt yrði gert til að koma á stöðugleika á breskum bankamarkaði og gera hann sterkari. Evrópskir seðlabankar sögðu það sama í morgun og tilkynntu  að þeir hygðust útvega meirafé til að stemma stigu við bankakreppunni.(mbl.is)

 

Breskir ráðamenn halda áfram að tala til breskra  kjósenda eins og um kosningar væri að ræða.Þannig  segir Darling,að íslenska stjórnin verði að gera sér grein  fyrir  því,að um mikinn vanda sé að ræða. Darling veit,að íslenska stjórnin gerir sér það ljóst en samt segir hann þetta vegna breskra kjósenda.Það náðist strax samkomulag við Hollendinga um innistæður   á icesave reikningum þar. Málið er raunar einfalt. Það þarf að ábyrgjast  ca. 3 milljónir á mann,þegar um  sparifé er að ræða,samkv. reglum  EES. Þetta ætti að vera jafn einfalt  hjá Bretum en þeir eru ekki eins samningsfúsir.

 

Björgvin Guðmundsson


Ísland verður nú að nýta allar sínar auðlindir

Vegna fjármálakreppunnar á Islandi og mikils atvinnuleysis af  völdum hennar eru nú gerbreyttar aðstæður á Íslandi. Við  verðum því að nýta allar okkar náttúruauðlyndir. Við þurfum að virkja meira,bæði vatnsafl og gufuafl.Við þurfum að reisa fleiri verksmiðjur,sem nýta raforku.Við þurfum að skapa ný atvinnutækifæri, setja aukinn kraft í orkuútrásina og nýta allt það undirbúningsstarf sem hefur verið unnið til þess að undirbúa orkuútrás. Við þurfum að setja stóraukið fjármagn í háskólana og gera þeim kleift að ráða fjölda manns með góða menntun til þess að vinna að nýjum atvinnutækifærum.Og síðast en ekki síst eigum við að taka  veiðiheimildirnar  í hendur   þjóðarinnar og  leigja þær út. Þjóðin þarf á því að halda.

 

Björgvin Guðmundsson 


Hlutabréf í Evrópu hækka

Evrópsk hlutabréf hafa hækkað mikið í morgun frá því viðskipti hófust í fyrstu kauphöllunum klukkan 7 í morgun. Þannig hefur FTSE hlutabréfavísitalan í Lundúnum hækkað um  5,27%, DAX vísitalan í Frankfurt um 5,36% og CAC vísitalan í París um 5,48%.  

Sömu sögu er að segja af Norðurlöndunum. Vísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi hefur hækkað um 6,5%, í Kaupmannahöfn um 7%, Helsinki 4,9% og í Ósló um  7%.(mbl.is)

Hækkun hlutabréfa stafar sjálfsagt af samkomulagi helstu iðnríkja heims um að leggja bönkum og   fjármálastofnunum til mikið fé.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka T


mbl.is Evrópsk hlutabréf snarhækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Jón Ásgeir syndaselurinn?

Viðtal Egils Helgasonar við Jón Ásgeir í gær var mjög undarlegt. Egill virtist staðráðinn í því að negla Jón Ásgeir sem einhvern allsherjar blóraböggul vegna  misjafnra  bankastjórnenda og  útrásarliðs.Egill lét skammirnar dynja á Jóni Ásgeiri  og hleypti honum ekki að til þess að svara..

Er er Jón Ásgeir aðal syndaselurinn.Er unnt að kenna honum um ófarir bankanna. Lítum á feril Jóns.  Jón Ásgeir  byrjaði að vinna hjá föður sínum í Bónus  sem  ungur drengur og unglingur.Þeir fegðar byggðu upp   Bónus verslanirnar á Íslandi.Þeir fengu ekkert upp í hendurnar.Þegar Bónus keðjan var farin að skila góðum hagnaði hóf Jón Ásgeir fjárfestingu erlendis  og Baugur var  stofnaður. Það fyrirtæki óx mjög hratt.Útrásin var búin að standa lengi,þegar Jón Ásgeir kom að Glitni sem hluthafi og stjórnarmaður.Honum verður  ekki  kennt   um ofvöxt bankanna.  Agli hefði verið nær að ræða við ráðamenn Landsbanka og Kaupþings og fyrrum ráðamenn Glitnis.Þeir bera ábyrgðina og svo þær eftirlitsstofnanir sem brugðust,Seðlabanki og Fjármálaeftirlit.Það var út í hött þegar Egill Helgason var að kenna Jóni Ásgeiri um tap sparifjáreigenda.Það var  einnig út í hött þegar hann spurði Jón Ásgeir hvort hann væri tilbúinn að fara að vinna aftur í Bónus og deila kjörum með öðrum Íslendingum í uppbyggingunni.Hann hefði aldrei varpað slíkri spurningu til Björgólfs og Sigurðar Einarassonar.Silfur Egils,sem er á vegum ríkisins, var greinilega  notað hér til þess að framlengja 6 ára lögreglurannsókn og málaferli yfir Baugi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband