Ólafur Ragnar:Bresk stjórnvöld ótrúlega ósanngjörn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að hrun íslensku bankanna hefði á síðustu stigum m.a. verið afleiðing af ótrúlegum málflutningi og ósanngirni breskra stjórnvalda. Ólafur sagði einnig að hann hefði vissulega stutt útrás íslenskra banka og fyrirtækja af kappi og hugsanlega hefði ýmislegt verið ofsagt í þeim efnum.

Helgi Seljan, fréttamaður, ræddi við Ólaf Ragnar og sagði m.a að margir teldu þörf á að kanna hvað hefði farið úrskeiðis og hverjum væri um að kenna. Ólafur Ragnar svaraði, að í landinu þyrfti að fara fram opin og heiðarleg og hispurslaus umræða sem allir ættu að taka þátt í og horfa í eigin barm, ekki síst þeir sem hefði verið falin ákveðin ábyrgð, hvort sem það væri á vettvangi stjórnkerfis eða atvinnulífs.(mbl.is)

Forseti Íslands var mjög ákveðinn í gagnrýni sinni á bresk stjórnvöld.Helga Seljan var mikið í mun að fá forsetann til þess að viðurkenna,að honum hefðu orðið á mistök þegar hann hældi útrásinni.Forseti sagði,að vissulega gæti verið að hann hefði á stundum talað of sterkt þegar hann talaði vel um útrásina. Hann væri enn þeirrar skoðunar,að útrás væri nauðsynleg til þess  að tryggja Íslendingum nægilega góð lífskjör.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

9


mbl.is Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband