Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Létu peningamarkaðssjóði kaupa í sínum eigin fyrirtækjum!
Eigendur Kaupþings virðast hafa látið peningamarkaðssjóði bankans kaupa í sínum eigin fyrirtækjum skömmu fyrir hrun bankans, en selja í öðrum og traustari fyrirtækjum. Skýringin er sú að þeir voru komnir í lausafjárþröng en þetta gerði það að verkum að eigendur í peningarmarkaðssjóðum bankans töpuðu stórum fjárhæðum við fall bankans.
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa fyrir þessu áreiðanlegar heimildir. Hann hafi kallað eftir upplýsingum um málið í viðskiptanefnd Alþingis en menn neiti að láta þær að hendi í skjóli bankaleyndar. Atli segir að þingnefndum sé ítrekað neitað um upplýsingar um bankana. Í raun fái þær engar upplýsingar sem máli skipti(mbl.is)
Ef þetta er rétt sem Atli fullyrðir þá er það mjög alvarlegt mál og hlýtur af verða rannsakað af ranns
óknarefnd þeirri,sem alþingi er að koma á fót.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Notuðu peningamarkaðssjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
100 milljarða halli á fjárlögum
Það stefnir í að halli á fjárlögum næsta árs verði um eða yfir 100 milljarðar króna. Gert var ráð fyrir 60 milljarða halla þegar fjárlagafrumvarp næsta árs var lagt fram 1.október. Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagði í samtali við RÚV að tekjur ríkisins myndu dragast saman en útgjöldin að sama skapi aukast. Mikilvægt væri að huga að velferðarþjónustu og atvinnustigi í landinu.
Stefnt er að annarri umræðu um fjárlög næsta árs 10. desember og lokaafgreiðslu um miðjan desember.(mbl.is)
Þessi mikli halli á fjárlögum kemur ekki á óvart.Ríkisstjórnin hafði lýst því yfir,að hún mundi hafa fjárlögin með halla til þess að stuðla að nægum framkvæmdum í landinu og atvinnu. Til viðbótar við það þarf að gæta þess að velferðarkerfið verði ekki skorið niður.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Yfir 100 milljarða halli á fjárlögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Bjarni Harðar segist hafa komið í veg fyrir áframhaldandi stjórn með íhaldinu
Bjarni Harðarson segist hafa komið í veg fyrir það eftir síðustu kosningar að Framsókn héldi áfram stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Aðrir þingmenn og fyrrum ráðherrar hafi viljað halda samstarfinu áfram svo flokkurinn héldi ráðherrastólum þó ráðherrar hefðu fallið af þingi, Var ætlunin að kalla inn varaþingmenn fyrir þingmenn sem yrðu ráðherrar en Bjarni neitaði að taka þátt í þeim leik. Tilkynnti hann,að hann mundi fremur segja af sér þingsætinu.Bjarni sagði,að sér hefði verið hótað af flokkseigendafélaginu vegna afstöðu sinnar.Fréttablaðið segir,að eftir kosningar sl. ár hafi Bjarni sagt,að hann mundi styðja stjórn með íhaldinu áfram þó hann kysi heldur,að Framsókn yrði utan stjórnar!
Bjarni er að gefa út ritsafn um þessi mál. Það sem Bjarni upplýsir leiðir í ljós,að mikil spilling hefur verið í Framsóknarflokknum.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Hægagangur á undirbúningi frumvarps um rannsókn á bankahruninu
Reiknað er með að frumvarp allra flokka á Alþingi um rannsókn á vegum þingsins á orsökum og afleiðingum bankahrunsins verði kynnt í þingflokkum í dag.
Smíði frumvarpsins hófst fyrir þremur vikum undir forystu þingforseta. Nokkrir fundir hafa verið haldnir um málið, síðast í fyrradag.
Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður frumvarpið ítarlegt að vöxtum enda talið mikilvægt að mæla skýrt fyrir um víðtækar heimildir rannsakenda. Meðal annars á að víkja til hliðar lögum um bankaleynd.(visir.is)
Það er mikil krafa í þjóðfélaginu ,að allt sem varðar bankahrunið verði rannsakað ofan í kjölinn. Verst er,að þingið veltist alltof lengi með þetta mál og tefur rannsókn.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
ASÍ: Atvinnan skiptir mestu.Yfirstjórn Seðlabanka og FME víki
Alþýðusamband Íslands krefst þess að stjórnvöld búi heimilunum öruggt skjól í því gjörningaveðri sem nú gengur yfir landið. Þar vegi þyngst að verja atvinnu fólksins og því verði að leggja allt kapp á að halda uppi atvinnustigi í landinu og stemma stigu við fólksflótta.
Þetta kemur fram í ályktun fundar stéttarfélaganna sem haldinn var á Egilsstöðum í gærkvöld. Þar kemur einnig fram að ríkisstjórnin er rúin trausti almennings og það er á hennar ábyrgð að endurnýja það með uppstokkun, stéttarfélögin vilji nýjan grunn og nýtt fólk strax. Mikilvægt úrlausnarefni sé endurskoðun kjarasamningsins frá í febrúar.
Þá krefst fundurinn þess að yfirstjórn Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins víki tafarlaust og að skipuð verði óháð nefnd sérfræðinga til að kanna hvers vegna þjóðin er komin í þessa stöðu.(ruv.is)
Ljóst er,að ekki verður um neinar kauphækkanir að ræða í nýjum kjarasamningum en ASI krefst þess,að stjórnvöld tryggi atvinnuna. Þá gerir ASÍ kröfu til þess að stjórn Seðlabanka og FME víki.
Björgvin Guðmundsson
9
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Verðbólgan 20,8% á ársgrundvelli miðað við verðhækkanir sl. 3 mánuði
Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,74% í nóvember og er nú 327,9 stig. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 298,3 stig og hækkaði hún um 1,84% í nóvember, eftir því sem fram kemur í tölum frá Hagstofunni. Hækkun vísitölunnar er mun lægri en Greining Glitnis hafði spáð, en í henni var gert ráð fyrir að vísitalan hækkaði um 2,1%.
Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 3,6%, verð á áfengi og tóbaki hækkaði um 6,5% og verð á fötum og skóm um 3,0%. Verð á húsgögnum, heimilistækjum, heimilisbúnaði o.fl. hækkaði um 3,4%, verð á sjónvörpum, dvd-spilurum, tölvum um 6,9% og efni til viðhalds húsnæðis hækkaði um 7,0%. Verð á nýjum bílum hækkaði um 1,1%.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 17,1% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 19,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,8% sem jafngildir 20,8% verðbólgu á ári, eða 27,4% án húsnæðis.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í nóvember 2008, sem er 327,9 stig, gildir til verðtryggingar í janúar 2009. (visir.is)
Verðbólgan heldur áfram að aukast og þó hefur krónan enn ekki verið sett á flot. En þegar svo verður má búast við,að verðbólgan taki kipp. Ástandið er því mjög alvarlegt. Kjaraskerðingin eykst stöðugt.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Helgi Hjörvar: Það verður að vera unnt að rekja allar færslur gömlu bankanna
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ganga að því vísu að Fjármálaeftirlitið tryggi með störfum sínum að hægt sé að rekja allar færslur og öll viðskipti gömlu viðskiptabankanna. Þetta sagði hann í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, vísaði í fregnir af því að unnið væri að sölu á útibúum viðskiptabankanna sem hrunið hefðu í síðasta mánuði. Sagði hann mikilvægt að viðskiptasaga útibúanna yrði tiltæk hinum sérstaka saksóknara og rannsóknarnefnd sem setja ætti á laggirnar vegna bankahrunsins. Spurði hann ráðherra hvort hann teldi ekki mikilvægt að áður en útibú gömlu bankanna erlendis yrðu seld að Íslendingar fengju aðgang að upplýsingum þar.
Dómsmálaráðherra benti á að skýr skil væru á milli ákæruvalds, lögreglu, skattrannsóknarstjóra og Fjármálaeftirlitsins sem hefðu þessi mál á könnu sinni. Benti hann á að Fjármálaeftirlitið væri farið af stað með rannsókn sína á bankahruninu og það væri stofnunarinnar að gera ákæruvaldi og lögreglu viðvart ef grunur vaknaði um lögbrot. Sagðist hann ganga að því sem vísu að Fjármálaeftirlitið tryggði að þessi saga, færslur og öll viðskipti gömlu bankanna, yrði rekjanleg. (visir.is)
Helgi hreyfði hér gífurlega mikilvægu atriði. Ef útibú bankanna erlendis eru seld fara þau úr vörslu og umsjá Íslendinga og þá getur orðið erfitt eða ókleift að ná þar í gögn við rannrókn á bönkunum.
Það geta leynst ýmis gögn í útibúi bankanna í Luxemborg og víðar. Það þarf að ná í þessi gögn strax.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Erlend orkufyrirtlki hafa áhuga á samstarfí um íslenska orku
Á orkuráðstefnunni GEO2 í Bilbao á Spáni í nóvember óskuðu fjórtán erlend fyrirtæki og rannsóknaraðilar eftir fundi með fulltrúa íslenskra orkufyrirtækja frá Enterprise Europe Network á Íslandi þar sem rætt var um möguleika á samstarfi.
Kristín Halldórsdóttir verkefnisstjóri Enterprise Europe Network (EEN) sótti fyrirtækjastefnumótið fyrir hönd níu íslenskra fyrirtækja, að því er segir í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Þar segir að á fyrirtækjastefnumóti EEN hafi verið lögð áhersla á sjálfbæra þróun, orku og umhverfi og að fundirnir hafi verið alls vel á annað hundrað. Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands leiðir starfsemi EEN á Íslandi en samstarfsaðilar eru Rannís og Útflutningsráð.
Það var gríðarlegur áhugi á íslensku orkufyrirtækjunum. Ég vonast til þess að út úr þessu komi samningar við erlenda aðila um að yfirfæra okkar tækni og þekkingu í orkugeiranum til annarra landa en það felur í sér mikil viðskiptatækifæri, segir Kristín Halldórsdóttir í tilkynningunni.
Enterprise Europe Network er einn stærsti vettvangur tækni- og viðskiptasamstarfs í Evrópu en netverkið var formlega opnað á Íslandi í október 2008. Með því opnuðust nýjar gáttir fyrir íslensk fyrirtæki sem vantar aðstoð við að stunda viðskipti og rannsóknir í Evrópu.
Íslensk fyrirtæki hafa nú aðgang að um 550 samstarfsaðilum netverksins í yfir 40 löndum. Boðið er upp á fjölbreytta þjónustu, m.a. leit að samstarfsaðilum í gegnum gagnagrunna fyrir tækni- og viðskiptasamstarf og veittur er aðgangur að upplýsingum um Evrópuverkefni og styrkjamöguleika. Einnig er hægt að fá margvíslegar upplýsingar t.d. um tolla og tollkvóta, skatta og ýmsar kröfur sem gerðar eru til vöru sem sett er á markað í Evrópu.
Í október var opnaður vefur EEN á Ísland á slóðinni www.een.is.(mbl.is)
Sjálfsagt er að efna til samstarfs við erlenda aðila en ekki að gera þá að eignaraðilum að ísl. orkufyrirtækjum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Mikill áhugi á íslenskum orkufyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Þarf samráðsvettvang ríkisstjórnar og almennings?
Borgarafundurinn í Háskólabíói í gær var fjölsóttur og að mörgu leyti góður. 2 ræðumenn fóru að vísu yfir strikið með óviðeigandi ummælum um ráðamenn.En Þorvaldur Gylfason prófessor flutti afburðagóða ræðu og sýndi, að það er unnt að vera með harða og málefnalega gagnrýni án þess að vera ókurteis.Benedikt Sigurðsson framkvæmdastjóri flutti einnig ágæta ræðu en var heldur langorður. Gunnar Sigurðsson leikari stýrði fundinum ágætlega en þó fannst mér hann ganga of langt þegar hann stillti ráðherrum upp við vegg og krafðist þess,að þeir svöruðu spurningu ( spurningum) frá honum með já eða nei.Einnig fannst mér út í hött þegar hann fór fram á að fundarmenn fengju 2 áheyrnarfulltrúa á fundum ríkisstjórnarinnar.Slík krafa er fráleit en nær hefði verið að Gunnar hefði farið fram á, að myndaður yrði samráðsvettvangur með ríkisstjórninni,t.d. þannig,að borgarafundurinn tilnefndi 2 fulltrúa og ríkisstjórnin 2 sem mundu hittast reglulega til þess að fara yfir mál,sem tengjast bankahruninu og fjármálakreppunni. Sannleikurinn er sá,að mál vinnast oft betur í litlum hópum og slíkur samráðsvettvangur gæti verið mjög gagnlegur.
Stemmningin á fundinum í Háskólabíó var góð og það var talsverður hiti í mönnum. Flestir vildu flýta kosningum og margir vildu að ríkisstjórn og stjórn Seðlabanka færi frá.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Darling vill endurskoða innistæðutryggingakerfið
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, vill að innistæðutryggingakerfi Evrópsambandsuríkja verði endurskoðað í ljósi deilnanna við Ísland um Icesave-reikninga Landsbankans.
Í umræðum um fjárlög næsta árs á breska þinginu í gær greindi Darling frá því að hann hefði þegar ritað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bréf þar sem farið væri fram á endurskoðun á tryggingakerfinu sem nær einnig til Evrópska efnahagssvæðisins.
Benti hann á að ekki væri hægt að ætlast til þess að breska ríkisstjórnin kæmi breskum þegnum sem lagt hefðu peninga sína inn í erlenda banka alltaf til aðstoðar. Vísaði hann þar til Icesave-reikninganna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að hinn breski skattgreiðandi verði tryggjandi til þrautarvara," sagði Darling og bætti við að hann ætti von á skýrslu um málið með vorinu.
Sagði hann enn fremur við að menn hefðu lært það af fjármálakreppunni að tryggja þyrfti betur innistæður fólks í bönkum og hraðari afgreiðslu mála ef bankar færu í þrot. (visir.is)
Við endurskoðun kerfisins þarf að taka sérstakt tillits til lítilla ríkja. Ekki er unnt að ætlast til þess að lítil ríki eins og Ísland beri ábyrgð á innstæðum erlendra sparifjáreigenda í ísl. bönkum við þrot þeirra. Sennilega væri skynsamlegt að lögbinda,að bankar erlendis væru alltaf dótturfyrirtæki en ekki útibú.
Björgvin Guðmundsson