Darling vill endurskoða innistæðutryggingakerfið

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, vill að innistæðutryggingakerfi Evrópsambandsuríkja verði endurskoðað í ljósi deilnanna við Ísland um Icesave-reikninga Landsbankans.

Í umræðum um fjárlög næsta árs á breska þinginu í gær greindi Darling frá því að hann hefði þegar ritað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bréf þar sem farið væri fram á endurskoðun á tryggingakerfinu sem nær einnig til Evrópska efnahagssvæðisins.

Benti hann á að ekki væri hægt að ætlast til þess að breska ríkisstjórnin kæmi breskum þegnum sem lagt hefðu peninga sína inn í erlenda banka alltaf til aðstoðar. Vísaði hann þar til Icesave-reikninganna. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að hinn breski skattgreiðandi verði tryggjandi til þrautarvara," sagði Darling og bætti við að hann ætti von á skýrslu um málið með vorinu.

Sagði hann enn fremur við að menn hefðu lært það af fjármálakreppunni að tryggja þyrfti betur innistæður fólks í bönkum og hraðari afgreiðslu mála ef bankar færu í þrot. (visir.is)

Við endurskoðun kerfisins þarf að taka sérstakt tillits til lítilla ríkja. Ekki er unnt að ætlast til þess að lítil ríki eins og Ísland beri ábyrgð á innstæðum erlendra sparifjáreigenda í ísl. bönkum við þrot þeirra. Sennilega væri skynsamlegt að lögbinda,að  bankar erlendis væru alltaf dótturfyrirtæki en ekki útibú.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband