Kveikt á jólatrénu á Austurvelli

Ljósin á Óslóartrénu voru kveikt kl. 16 í dag. Tæp sextíu ár eru síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Tréð var höggvið Maridalen sem er eitt af vinsælli útivistarsvæðum Óslóarbúa og er rúmlega 12 metra hátt.

Í mörg ár hefur verið til siðs að halda upp á þessa vinargjöf með bæði hátíðlegum söng og skemmtilegum uppákomum og í ár er engin undantekning  gerð þar á.

Lúðrasveit Reykjavíkur hóf dagskrána kl. 15.30 með því að leika jólalög.

Kl. 16 tók Dómkórinn við og flutti nokkur lög.  Því næst flutti Margit Tveiten, sendiherra Noregs flytja nokkur orð og Knut Even Lindsjörn, formaður menningar- og menntamálanefndar Óslóarborgar afhenti Reykvíkingum tréð að gjöf.

Borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við trénu og hinn fimm ára gamli norsk-íslenski Matthías Schou Matthíasson fékk þann heiður að tendra ljósin á trénu góða. 

 

Björgvin Giðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Ljósin kveikt á Óslóartrénu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höft eða Evrópusambandið

Gylfi Zoëga, prófessor, segir í grein sem birt er á vefnum voxeu.org, að Íslendingar eigi um tvo kosti að velja: afturhvarf til tíma haftakerfis eða áfram inn í Evrópusambandið. Landið verði að velja síðarnefnda kostinn vilji það koma í veg fyrir að vel menntað ungt fólk flytji frá landinu.

Í greininni fer Gylfi yfir aðdraganda bankahrunsins á Íslandi og afleiðingar þess. Hann segir að aðalorsök hrunsins sé að bankakerfið hafi vaxið þjóðinni yfir höfuð með tilheyrandi lánsfjárframboði, fasteignabólu og skuldsetningu. 

Seðlabankinn hafi brugðist við með því að hækka stýrivexti jafnt og þétt úr 5,3% árið 2003 í 15,25% árið 2007. Þetta hafi hins vegar ekki komið í veg fyrir þenslu og bóluna sem myndaðist á undan fallinu. Þvert á móti virðist aðgerðirnar hafa nært bóluhagkerfið.

„En það hlýtur að hafa verið öllum ljóst undir lokin að það (hagkerfið) var knúið áfram af skuldasöfnun sem ekki var hægt að viðhalda til lengdar og að fjármálakreppa var að verða óhjákvæmileg. Ísland hefði fengið á baukinn þótt umrótið á alþjóðamarkaði hefði ekki verið til staðar. (mbl.is)

Þeim fjölgar nú stöðugt,sem telja,að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Hagkaup hjápar fólki að halda jólin

Hagkaup veitir viðskiptavinum sínum nú lán til jólainnkaupa. Jólalánið er vaxtalaust með greiðsludreifingu í allt að 6 mánuði. Fyrsta afborgun er í byrjun mars. Lánið ber 3% lántökugjald af höfuðstól.Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir tilganginn að gera fólki kleift að halda jól. Hann óttast ekki að fólk geti ekki borgað lánin til baka þrátt fyrir árferðið.

Til að eiga kost á að taka Jólalán þurfa viðskiptavinir að hafa kreditkort, MasterCard eða Visa, og úttektarheimild þarf að vera næg. Að öðru leyti þurfa viðskiptavinir að uppfylla skilyrði raðgreiðslulána Borgunar hf.(ruv.is)

Hagkaup á þakkir skilið fyrir þetta framtak. Það mun koma mörgum vel fyrir jólin og að sjálfsögðu mun þetta auka viðskiðptin við Hagkaup,þannig að þetta verður beggja hagur.

Björgvin Guðmundsson

.

 


Friðrik Sophusson vill aðildarumsókn að ESB

Það er skylda Sjálfstæðisflokksins að greiða fyrir því að fólki geti kosið á milli tveggja kosta í Evrópumálum, þ.e. hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið eða standa fyrir utan. Flokkurinn verður að fallast á að aðildarviðræður fari fram. Þetta segir Friðrik Sophusson, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra til margra ára.

„Það er ekki hægt að sjá hvaða kostur það er að fara inn fyrr en búið er að ræða við bandalagið og fá niðurstöðu í einhvers konar samningum um hvað sá kostur snýst,“ segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. Friðrik tekur fram að hann taki ekki afstöðu til þess persónulega hvort Ísland eigi að vera í ESB fyrr en niðurstöður viðræðna liggja fyrir.

„Ég held að það geti varla komið til greina að flokkurinn neiti að ræða við Evrópusambandið um hvaða kostir standa til boða. Mín afstaða er afskaplega skýr. Ég tel að við eigum að láta á þetta reyna.“

Umræður fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins um kosti og galla ESB-aðildar eru að komast á fulla ferð. Fundarherferð hefst 12. des.(mbl.is)

Yfirlýsing Friðriks er mjög athuglisverð. Hann er fyrrverandi varaformaður og ráðherra flokksins.

Orð hans hafa því mikla þýðingu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir ræðir einhliða upptöku evru eða dollars við Reuter

Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands, segir í viðtali við Reuters fréttastofuna, að það sé óráðið hvort Íslendingar hafi áfram sinn eigin gjaldmiðil til lengri tíma litið eða hvort þeir tengi gjalmiðil sinn annað hvort við evruna eða Bandaríkjadollar. Þetta kemur fram á fréttavefnum Javno. 

Haft er eftir Geir að efnahagsþregningarnar á Íslandi að undanförnu hafi undirstrikað þau vandamál sem því fylgi að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli í litlu, opnu hagkerfi. 

„Fólk er að skoða möguleikanan á tengingu við dollara eða einhliða upptökuevru sem myndi sennilega fá ýmsa innan Evrópusambandsins til að lyfta brúnum. Þriðji möguleikinn gæti verið gjaldeyrissamvinna. Þetta eru allt spurningar sem eftir á að svara.”

 Geir segir það þó vera forgangsverkefni núna að tryggja stöðugleika krónunnar. „Við erum að ganga í gegn um viðkvæmt tímabil og það væri mjög hættuleg að missa gengið niður í eitthvað  hyldýpi. Það er það sem við erum að reyna að komast hjá núna í þeirri vissu að núverandi gengi sé of lágt."(mbl.is)

Það eru nokkrar fréttir,að Geir ljái máls á einhliða upptöku evru eða dollars.Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru á sömu skoðun.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stím ekkert leynifélag.Stjórnarformaður vísar því á bug,að hann hafi verið leppur Jóns Ásgeirs

Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Stíms sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna umfjöllunar um félagið og hann. Hann segir félagið ekki leynifélag, og að afar frjálslega hafi verið farið með staðreyndir í umfjöllun um félagið og persónu sína.

Hann sjái sig því knúinn til að upplýsa um eignaraðild sína og aðkomu að félaginu, og hafi fengið leyfi annarra hluthafa til að birta hluthafalista þess.

Jakob á 7,5 prósenta hlut í félaginu, sem hann segist hafa greitt fyrir með reiðufé. Stærsti hluthafinn, með 32,5 % hluta er félag stofnað af gamla Glitni, sem ætlað var til endursölu. Aðrir hluthafar eru Gunnar Torfason, SPV fjárfesting, BLÓ ehf félag Óskars Eyjólfssonar, Ofjarl ehf félag Jakobs og Ástmars Ingvarssonar, viðskiptavinir Saga Capital, Saga Capital fjárfestingarbanki, Ástmar Ingvarsson og Flosi Jakob Valgeirsson.

Anges Bragadóttir blaðamaður fullyrti í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á dögunum að eigendur Stíms séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði til þess að halda uppi gengi bréfa félagsins, sem hefði verið í frjálsu falli.

Jakob vísar því á bug að hann hafi fengið greitt fyrir að ljá félaginu nafn sitt. Hann segir það vonbrigði að bankaleynd hafi verið brotin í þessu máli, það hljóti að vera öllum þeim sem stunda fjárfestingar og viðskipti hjá bankastofnunum mikið áhyggjuefni.

Jakob segir að við stofnun Stíms hafi félagið keypt 3,8 prósenta hlut í FL Group og 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir samtals um 24,8 milljarða króna. Félagið hafi fengið 19,6 milljarða króna lán hjá Glitni fyrir kaupunum með tryggingu í bréfunum.

Bréf í félögunum höfðu lækkað mikið, og batt Jakob vonir við að þau myndu hækka umtalsvert á næstu tólf mánuðum. Það gekk ekki eftir, og segir Jakob að hann hafi tapað öllu því hlutafé sem hann lagði inn í Stím.(visir.is)

Fróðlegt verður að sjá viðbrögð Agnesar við yfirlýsingu Jakobs.Svo virðist,sem  heimildir hennar hafi ekki verið  í lagi. Ef til vill hafa einhverjir óvildarmenn Jóns Ásgeirs plantað sögunni inn hjá henni.

 

Björgvin Guðmundsson



LÍÚ vill annan gjaldmiðil

Stjórn LÍÚ skorar á stjórnvöld að kanna nú þegar kosti þess að taka upp einhliða annan gjaldmiðil. Áskorun þessa efnis var send stjórnvöldum síðdegis. Þar segir að frá því horfið var frá fastgengisstefnu árið 2001, hafi gengi krónunnar í raun verið stýrt með háum vöxtum.

Fyrir vikið hafi gengi krónunnar orðið allt of sterkt um margra ára skeið. Nauðsynlegt sé að grípa hratt til aðgerða til þess til að koma á stöðugleika í efnahagslífinu, lækka vexti og afnema gjaldeyrishöft. Koma þurfi í veg fyrir að fyrirtæki og heimili komist í þrot vegna hárra vaxta og verðbólgu og afstýra stórfelldu atvinnuleysi.(ruv.is)

Það eru talsverð tíðindi,að LÍU vilji taka upp annan gjaldmiðil.Samtökin vilja ekki ganga í ESB en væntanlega gætu þau hugsað sér að taka einhliða upp evru.Persónulega   tel ég,að það mætti taka upp evru einhliða.Það tæki örstuttan tíma en auk þess kæmi til greina að taka upp annan gjaldmiðið,dollar,eða svissneska franka.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Áttundi mótmælafundurinn á Austurvelli í dag

Áttunda laugardaginn í röð er boðað til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Mótmælendum hefur fjölgað frá því skipulögð mótmæli hófust fyrir átta vikum en síðastliðinn laugardag er talið að á bilinu sex til sjö þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli. Mótmælendurnir vilja að seðlabankastjórn víki og að boðað verði til þingkosninga. Aðstandendur mótmælanna segja fundinn í dag einnig hafa það markmið að sameina þjóðina og skapa með henni samstöðu og samkennd. Ræðumenn á Austurvelli í dag verða þrír líkt og áður. En það eru Kristín Tómasdottir frístundaráðgjafi, Stéfán Jónsson leikstjóri og Illugi Jökulsson rithöfundur sem flytja þær.(visir.is)

Búist er við því,að fundurinn í dag verði sá fjölmennasti til þessa. Ég hygg,að almenningur sé byrjaður að sjá,að þessi mótmæli geti borið árangur.Hörður Torfason,sem stjórnar fundunum,segir,að þeim verði haldið áfram þar til þeir skili árangri: Stjórn Seðlabanka og FME fari frá og ákveðnar verði þingkosningar.Ég tel,að ríkisstjórni ætti að tilkynna mjög fljótlega að kosið verði í vor.

 

Björgvin Guðmundsson


Morgunblaðið berst fyrir lífi sínu

Þau tíðindi gerðust í gær,að Morgunblaðið gat ekki greitt öllum starfsmönnum sínum laun vegna fjárhagserfiðleika.Framkvæmdastjórinn hvaðst gera sér vonir um að unnt yrði að leysa úr málinu um helgina. Ég veit ekki hvort þetta hefur komið fyrir áður hjá Mbl. en mér er til efs ,að svo sé. Þetta minnti mig á það þegar ég var blaðamaður á Alþýðublaðinu fyrir 55 árum.Þá var iðulega ekki unnt að greiða út laun vegna peningaleysis og gripið var til þess ráðs að láta menn  fá litlar upphæðir í einu,allt niður í 100 kr!

Staða Morgunblaðsins er gerbreytt frá því sem áður var þegar blaðið bar ægishjálm yfir öll önnur blöð. Aukin samkeppni hefur veikt Morgunblaðið á augýsingamarkaði. Þar munaði mest um innkomu Fréttablaðsins en ljóst er,að það blað hefur  tekið gífurlega mikið af auglýsingum frá Mbl. Framkvæmdastjóri Mbl. segir hins vegar,að áskrifendum  blaðsins sé að fjölga nú og blaðið að því leyti í sókn. Mér kemur það ekki á óvart,þar eða blaðið hefur batnað undanfarið.

Upplýst var í dag,að unnið væri að því að fá nýja fjárfesta  til liðs við Árvakur sem hluthafa og yrði reynt að  ljúka þeiirri vinnu um helgina.Nýlega var skýrt frá því að  fyrirtækið 365  hefði eignast 35% hlut í Árvakri og tengist það  m.a. samstarfi um dreifingu og prentun Mbl. og Fréttablaðsins.Eftir það ætti Árvakur bæði blöðin,Mbl. og Fréttablaðið. Þessi  samningur mun hins vegar enn ekki hafa fengið blessun Samkeppniseftirlits. Glitnir er aðalviðskiptabanki Árvakurs og mun Árvakur skulda miklar fjárhæðir þar. Hvort Glitnir kemur inn sem hluthafi í Árvakur er óvíst en alla vega munu koma inn nýir hluthafar. Björgólfur Guðmundsson var einn stærsti hluthafinn í Árvakri en staða hans hefur veikst mikið eftir gjaldþrot Samsons og þrot Landsbankans.Vonandi tekst Árvakri að leysa fjárhagsvandræði sín. Við viljum ekki missa Morgunblaðið.

 

Björgvin Guðmundsson


Ekki verði gengið að skuldurum um hríð

Ríkisstjórnin ætti að taka af skarið og segja að í 6-9 mánuði yrði ekki gengið að skuldurum á meðan krónunni er gefið tækifæri til að styrkjast. Þetta sagði Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur hjá Landsbankanum í viðtali við Björn Inga í Markaðnum í morgun.

Yngvi sagði stöðu þeirra sem keypt hafa fasteignir síðustu ár þegar verðbólan var sem stærst afar erfiða. Fyrirséð væri að bankarnir þyrftu að afskrifa hluta af húsnæðislánum sínum.

Bankarnir og seðlabankinn bera mesta ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir að mati Yngva. Bankarnir hefðu vaxið of hratt án þess að vera með nægan lausafjárviðbúnað. Seðlabankinn væri hinsvegar sá sem ætti að fylgjast með fjármálastöðugleika, hann setti lausafjárreglur og ákvæði bindiskyldu. Bindiskylda hafi hinsvegar verið rýmkuð mikið á undanförnum árum og nánast felld niður. Þetta hafi meðal annars verið grundvöllur fyrir íbúðalán bankanna.(visir.is)

Yngvi Örn hreyfir hér athyglisverðri hugmynd. Ríkisstjórnin hefur boðað aðgerðir til hjálpar fyrirtækjum í næstu viku. Mér kæmi ekki óvart,að þar yrði að finna einhverjar svipaðar aðgerðir og Yngvi Örn vill sjá.En slíkar aðgerðir þurfa að ná bæði til einstaklinga og fyrirtækja.

 

Björgvin Guðmundsson



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband