Geir ræðir einhliða upptöku evru eða dollars við Reuter

Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands, segir í viðtali við Reuters fréttastofuna, að það sé óráðið hvort Íslendingar hafi áfram sinn eigin gjaldmiðil til lengri tíma litið eða hvort þeir tengi gjalmiðil sinn annað hvort við evruna eða Bandaríkjadollar. Þetta kemur fram á fréttavefnum Javno. 

Haft er eftir Geir að efnahagsþregningarnar á Íslandi að undanförnu hafi undirstrikað þau vandamál sem því fylgi að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli í litlu, opnu hagkerfi. 

„Fólk er að skoða möguleikanan á tengingu við dollara eða einhliða upptökuevru sem myndi sennilega fá ýmsa innan Evrópusambandsins til að lyfta brúnum. Þriðji möguleikinn gæti verið gjaldeyrissamvinna. Þetta eru allt spurningar sem eftir á að svara.”

 Geir segir það þó vera forgangsverkefni núna að tryggja stöðugleika krónunnar. „Við erum að ganga í gegn um viðkvæmt tímabil og það væri mjög hættuleg að missa gengið niður í eitthvað  hyldýpi. Það er það sem við erum að reyna að komast hjá núna í þeirri vissu að núverandi gengi sé of lágt."(mbl.is)

Það eru nokkrar fréttir,að Geir ljái máls á einhliða upptöku evru eða dollars.Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru á sömu skoðun.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: nicejerk

Gjaldeyrismál Íslands virðast koma Reuter eitthvað meira við en Íslendingum samkvæmt forsætisráðherra.

Geir virðist eitthvað vera að spila botninn úr brókunum. Virðing hans við landsmenn er engin. Hvað á Reuter að gera við krónuna?

Geir er að afhjúpa sig. Það mun ekki koma á óvart að do skrifi þá skýrslu.

nicejerk, 30.11.2008 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband