Gleðileg jól

Ég óska blokkvinum  og lesendum gleðilegra jóla og farsæls komandi ár og þakka ánægjulegt samstarf á árinu.

Gleðileg jól.

 

Björgvin Guðmundsson


Stórtíðindi á næsta ári

Ég spái því,að næsta ár verði tíðindasamt í íslenskum stjórnmálum.Yfirgnæfandi  líkur eru á því að Ísland sæki um  aðild að ESB.Ef landsfundur   Sjálfstæðisflokksins samþykkir  aðildarumsókn að ESB sækir Ísland um. Það mundi framkalla mikil átök í íslensku samfélagi.Og það kallar á kosningar strax næsta ár. Ef þetta gerist eru auknar líkur á að núverandi stjórnarflokkar haldi áfram stjórnarsamstarfi. En ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins fellir að sækja um aðild  að ESB eru dagar ríkisstjórnarinnar taldir.Samfylkingin mundi samt sem áður reyna að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokkinn um kosningar.En ef  Sjálfstæðisflokkurinn neitar kosningum  mundi hann freista þess að mynda stjórn með öðrum flokkum án kosninga. Vinstri grænir mundu neita að fara í ríkisstjórn án kosninga fyrst.Stjórnin yrði því að segja af  sér og láta kjósa.

Ég spái því að órói meðal almennings muni aukast á næsta ári og einnig af þeim sökum  þurfi að fara fram kosningar. Á þann hátt axla stjórnmálamenn ábyrgð. Það verður ekki friður fyrr.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Málaferli gegn Bretum undirbúin

Forsætisráðherra telur líklegt að tvenn málaferli hefjist gegn breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaga og áhlaups á Kaupþing, áður en frestur til málaferla rennur út í janúar. Íslensk stjórnvöld hafa nýlega skrifað þeim bresku og krafist þess að hryðjuverkalögunum verði aflétt.

Forystumenn stjórnarflokkanna funduðu í morgun ásamt nokkrum öðrum ráðherrum með breskum lögfræðingum vegna deilnanna við Breta. Forsætisráðherra segir að minnsta kosti tvö mál séu í athugun.

Forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni leggja sitt að mörkum í þessum efnum. Hann segir að stjórnvöld hafi farið fram á það við Breta að þeir aflétti hryðjuverkalögunum.(visir.is)

Kaupþing mun væntanlega fara í mál  við Breta vegna setningu hryðjuverkalaganna en á grundvelli þeirra voru eignir Kaupþings í Bretlandi kyrrsettar og síðan settu Bretar Kaupþing í  Bretlandi í greiðslustöðvun. Það felldi bankann hér heima einnig. Með níðingsskap felldu Bretar því Kaupþing en aðgerðir þeirra gegn Landsbankanum hafa einnig verið mjög harkalegar.Full þörf er á málaferlum gegn Bretum og vonandi fást miklar skaðabætur.

 

Björgvin Guðmundsson


Allir teknir inn í Háskólann

Á fundi háskólaráðs í gær var samþykkt að afgreiða umsóknir um grunnnám og framhaldsnám á vormisseri 2009. Alls bárust 1624 umsóknir.  Allar umsóknir um grunnnám uppfylla inntökuskilyrði og samþykkti háskólaráð að taka inn alla umsækjendur, eða 893 talsins.

Verið er að fara yfir umsóknir um framhaldsnám með tilliti til námsleiða, og vonast er til að hægt verði að taka á móti sem flestum þeirra 731 sem sótt hafa um framhaldsnám, að því er segir í tilkynningu frá HÍ.  

„Ákvörðunin er tekin eftir að niðurskurður til HÍ var lækkaður um 130 mkr. milli annarrar og þriðju umræðum á Alþingi um fjárlög 2009. Öll viðbótarupphæðin verður notuð vegna inntöku nýrra nemenda um áramót. 

Í viðbrögðum við kröfu um niðurskurð frá upphaflegu fjárlagafrumvarpi, lagði háskólaráð áherslu á þrennt; a) að standa vörð um störf, b) tryggja stúdentum kennslu í samræmi við gæðakröfur HÍ, c) halda áfram að byggja upp öflugan rannsóknarháskóla í samræmi við stefnu skólans.  

Að þessum forsendum gefnum, samþykkti háskólaráð að mæta kröfu um niðurskurð með endurskoðun fastlaunasamninga og yfirvinnu, tilfærslu á starfsskyldum, endurskipulagningu námskeiða, lækkuðum ferðakostnaði, lækkuðum útgjöldum vegna tækjakaupa og frestun hluta áforma samkvæmt afkastatengdum samningi við stjórnvöld vegna framkvæmdar stefnu HÍ.

Háskólaráð telur brýnt að halda fast í stefnuna eins og kostur er og vinna ótrauð að þeim markmiðum sem sett hafa verið.  Á opnum fundi rektors með starfsfólki í kjölfar háskólaráðsfundar í gær, sagðist Kristín Ingólfsdóttir sannfærð um, að ef einhvern tímann hafi verið þörf á stefnufestu í málefnum háskólamenntunar, vísinda og nýsköpunar, sé það einmitt nú.

Kristín segir að starfsfólk Háskóla Íslands hlakki til að taka á móti nýjum nemendum um áramótin og  er þakklátt þeim fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem hafa haft samband til að bjóða aðstoð vegna erfiðrar stöðu efnahagsmála,  þar á meðal boð um aðstöðu til verklegrar þjálfunar nemenda," að því er segir í tilkynningu.  (mbl.is)

Það er ánægjulegt,að nær allir,sem sótt hafa um háskólanám komist  að. Vegna aukins atvinnuleysis er gott að geta tekið sem flesta inn,þar eð ýmsir án atvinnu nota tímann til að mennta sig.

 

Björgvin GUÐMUNDSSON

Fara til baka 


mbl.is HÍ: Allir teknir inn í grunnnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrri yfirlýsingar um breytingar á ráðherraliði dregnar til bak

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að engar breytingar verði gerðar á ráðherraskipan flokksins fyrir áramót. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Auk þess taldi Ingibjörg Sólrún hverfandi líkur á því að gerðar verði nokkrar breytingar á ráðherraliði flokksins á næstunni.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Íslandi í dag í gær að engar breytingar yrðu gerðar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins um áramótin en hann útilokaði þó ekki breytingar á nýju ári. Þá sagði hann þingflokkinn ekki hafa rætt málið.

15. desember var Ingibjörg gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag og þar kom fram að hún íhugaði að gera breytingar á ráðherraskipan flokksins. ,,Ég er að skoða þessi mál hvað Samfylkinguna varðar," sagði Ingibjörg og bætti við að hún gerði ráð fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins væri einnig að skoða málin.(ruv.is)

Fyrri yfirlýsingar oddvita flokkanna um þessi mál voru mikið ákveðnari. Eru engu líkara en fyrri yfirlýsingar hafi verið dregnar til baka.Fyllilega var gefið til kynna áður,að breytingar gætu orðið fljótlega. Var verið að þóknast almenningi með þeim yfirlýsingum? Og er ekki lengur þörf á því að  taka tillit til sjónarmiða almennings. Víst getur ríkisstjórnin setið óbreytt um sinn. En þá á ekki að vera að gefa yfirlýsingar,sem ekki er innstæða fyrir.

 

Björgvin Guðmundsson 

 



Eftirlaunalögin ganga of skammt

Sjö frumvörp urðu að lögum áður en þingmenn héldu til síns heima í jólafrí. Fjálagafrumvarpið var samþykkt, fjáraukalög fyrir þetta ár og frumvarp um um Ríkisútvarpið þar sem kveðið útvarpsgjald verði 17.200 krónur á mann á ári í stað 14.580 króna eins og upphaflega var áætlað.

Þá voru samþykkt lög um skattlagningu kolvetnisvinnslu og skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða svo eitthvað sé nefnt.  Þá var samþykkt  nýtt lagafrumvarp um um eftirlaun þingmanna  og ráðherra sem felur meðal annars í sér að réttindaávinnsla þingmanna lækkar, aldursmörk hækka og komið er í veg fyrir að hægt sé að þiggja laun og eftirlaun á sama tíma.

Stjórnarandstaðan vildi ganga lengra í að lækka eftirlaunin og sátu hjá við afgreiðslu frumvarpsins, að frátöldum Siv Friðleifsdóttur Framsóknarflokki sem studdi frumvarpið og Kristni H. Gunnarssyni Frjálslyndum sem greiddi atkvæði gegn því.  (ruv.is)

Spirningin er sú hvers vegna lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra eiga að vera meiri en annarra ríkisstarfsmanna. Eðlilegast væri að þessir þjónar ríkisins og þjóðarinnar væru með sömu lífeyrisréttindi og aðrir ríkisstarfsmenn . Það mætti þá íhuga að greiða þeim hærra kaup ef  lífeyrisréttindi þeirra væru lækkuð ofan í það sama og aðrir hafa.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Landsbankinn skuldar 633 milljarða. vegna Ice save í Bretlandi

Bretar hafa greitt breskum sparifjáreigendum,sem áttu peninga í Ice save reikningum Landsbankans 633 milljarða kr. Hafa 199 þús. reikningseigendur þegar  fengið  greitt en  alls lögðu 215 þús manns inn á reikningana.Björgólfur Guðmundsson fyrrverandi bankaráðsformaður Landsbankans sagði í viðtali í Kastljósi,að þjóðin yrði ekki látin borga þetta. Eignir  Landsbankans ættu að duga fyrir þessu. Væntanlega verður staðið við það.Ekki kemur til greina,að almenningur í þessu landi fari að greiða þessar skuldir Landsbankans.Ef eignir Landsbankans duga ekki fyrir þessu verður  það sem eftir er að vera ógreitt. Það er ekkert sem skyldar  íslenska ríkið til þess að greiða þetta nema þá  samningar,sem gerðir verða í fljótræði.Samningum er ekki lokið og ég tel ekki koma til greina að íslenska ríkið greiði neitt   af þessu. Færstu lögfræðingar Íslands segja að  okkur beri einungis að greiða sem svarar því sem er í tryggingasjóðum og vegna eigna bankanna.Látum ekki hræðsluáróður ESB rugla oklur í ríminu.

 

Björgvin Guðmundsson


Alþingi frestað í gær. Sturla vill fækka nefndum

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, telur rétt að fækka fastanefndum þingsins úr 12 í 7. Í því felist verulegur fjárhagslegur sparnaður og margvísleg hagræðing. Alþingi var frestað fyrir stundu til 20. janúar 2009.

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis vék að nefndaskipan þingsins í ræðu sinni fyrir þingfrestun. Hann sagði margt mæla með fækkun fastanefnda þingsins. Væru þær 7 í stað 12, sæti hver þingmaður að jafnaði aðeins í einni nefnd. Hver þingmaður gæti þannig sinnt störfum sínum betur og stæði ekki frammi fyrir því á annatímum að fundir fastanefnda rækjust á. Færri nefndir gæfu aukið svigrúm til funda, auk þess sem staða nefndanna yrði sterkari, innan þings og utan.

Sturla benti á að slík hið sama hefði gerst þegar deildaskipting Alþingis var afnumin og fagnefndum fækkaði úr tveimur í eina.(mbl.is)

Sjá mátti í sjónvarpinu   að mönnum var létt eftir að þingi hafði verið frestað.Það hafði verið mikil törn í þinginu og mikið um kvöldfundi. En hvers vegna tíðast þetta vinnulag á alþingi? Hvers vegna þarf alltaf allt  að vera í blóðspreng fyrir jól og á vorum fyrir hlé. Er það ekki vegna þess að þingið tekur alltaf löng hlé. Ef þingið kæmi saman á ný strax eftir áramót,2.janúar eða 3.janúar þyrfti  ekki

alla þessa kvöldfundi í jólamánuðinum. Þá væri haldið áfram strax eftir áramót þar sem frá var horfið en að sjálfsögð   yrði að afgreiða fjárlög fyrir áramót.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka  


mbl.is Fastanefndir verði 7 í stað 12
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklar skuldir bankanna erlendis

Skuldir Íslendinga erlendis eru ógnvekjandi. Íslendingar skulda rúmlega 10000 milljarða  erlendis  en eignir á móti eru  um 8000 milljarðar.Hér er átt við allar skuldir þjóðarbúsins.  Af skuldum Íslendinga skulda   gömlu bankarnir mest eða 8400 milljarða en á móti  koma eignir upp á  rúmlega 6000 milljarða.Það eru þessar gífurlegu  erlendu skuldir bankanna  sem settu þá í þrot.,þar eð ókleift reyndist   að fá fjármagn til endurfjármögunar..Bankarnir fóru mjög óvarlega í lántökum  erlendis.Og eftirlitsstofnanir,Seðlabanki og Fjármálaeftirlit,sváfu á verðinum.

 

Björgvin Guðmundsson


Mótmælendur drekka kaffi með Ólafi Ragnari og Dorrit

Um tugur mótmælenda drekka nú kaffi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú á Bessastöðum. Hópurinn mætti fyrir utan forsetabústaðinn til að mótmæla fyrir um klukkustund.(mbl.is)

Það var vel til fallið hjá forseta Íslands að bjóða mótmælendum í kaffi. Þannig getur hann tekið upp beinar viðræður við mótmælendur og heyrt milliliðalaus hverju þeir mótmæla. Aðrir ráðamenn gætu tekið forseta Íslands sér til fyrirmyndar í þessu efni.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband