Málaferli gegn Bretum undirbúin

Forsætisráðherra telur líklegt að tvenn málaferli hefjist gegn breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaga og áhlaups á Kaupþing, áður en frestur til málaferla rennur út í janúar. Íslensk stjórnvöld hafa nýlega skrifað þeim bresku og krafist þess að hryðjuverkalögunum verði aflétt.

Forystumenn stjórnarflokkanna funduðu í morgun ásamt nokkrum öðrum ráðherrum með breskum lögfræðingum vegna deilnanna við Breta. Forsætisráðherra segir að minnsta kosti tvö mál séu í athugun.

Forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni leggja sitt að mörkum í þessum efnum. Hann segir að stjórnvöld hafi farið fram á það við Breta að þeir aflétti hryðjuverkalögunum.(visir.is)

Kaupþing mun væntanlega fara í mál  við Breta vegna setningu hryðjuverkalaganna en á grundvelli þeirra voru eignir Kaupþings í Bretlandi kyrrsettar og síðan settu Bretar Kaupþing í  Bretlandi í greiðslustöðvun. Það felldi bankann hér heima einnig. Með níðingsskap felldu Bretar því Kaupþing en aðgerðir þeirra gegn Landsbankanum hafa einnig verið mjög harkalegar.Full þörf er á málaferlum gegn Bretum og vonandi fást miklar skaðabætur.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband