FME rannsakar hvort gömlu bankarnir frömdu lögbrot

Fjármálaeftirlitið skoðar ýmsa þætti sem tengjast verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum föllnu bankanna þriggja.

„Fjármálaeftirlitið rannsakar almennt hvort brotið hafi verið gegn þeim lögum sem það hefur eftirlit með, m.a. er verið að að skoða ýmsa þætti sem tengjast verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum.“ 

Eftirlitið vísar í 30. og 54. greinar laganna um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði og þegar þær eru skoðaðar má sjá að sjóðunum var óheimilt að binda meira en 10% af eignum sínum í verðbréfum og peningamarkaðsskjölum útgefnum af sama útgefanda, eða binda meira en 20% af eignum sínum í innlánum sama fjármálafyrirtækis. Í lokauppgjöri Landsbankans námu bréfin í Kaupþingi 32,3% af sjóðnum. Sjóðurinn var yfir 10% markinu með viðskipti í Straumi, Landsbanka og Baugi. Í sjóði Kaupþings voru innlán í sjóðnum 66% af samsetningu hans auk þess sem bréf í bankanum sjálfum voru yfir 10% markinu. Miðað við upplýsingar á samsetningu sjóðs Glitnis í júlílok voru þó nokkur fyrirtæki yfir þessu viðmiði innan hans, s.s. Straumur, Glitnir, Stoðir, Baugur og Atorka Group.

Engar takmarkanir eru í lögunum er varðar fjárfestingar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í tengdum eða vensluðum aðilum.

Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, segir að sjóðstjórar, -stjórnir og jafnvel Fjármálaeftirlitið hefðu átt að grípa inn í þegar viðskiptin fóru úr böndunum.

„En nú er Fjármálaeftirlitið búið að vera með FL Group/Stoða-bréfin í sjóði Glitnis í athugun í rúmt ár. Af hverju í ósköpunum tekur svona langan tíma að skera úr um viðskiptin?“ spyr Vilhjálmur.(mbl.is)

Morgunblaðið hefur undanfarið birt margar athyglisverðar fréttir og greinar um bankana og eignatengsl ,sem þeim tengjast. M.a. hefur komið í ljós,að sérsjóðir bankanna hafa verið að kaupa skuldabréf af eigendum sínum,t.d. Samson,Straumi,Exista,Stoðum,Baugi  o.s,frv. Svo virðist,sem allir gömlu bankarnir hafi verið jafnsekir í þessu efni.Vonandi rannsakar FME þetta ofan í kjölinn.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka Til baka


Reynir biður almenning og blaðamenn DV afsökunar

Almenningur og blaðamenn DV eru beðnir afsökunar á því að fréttin birtist ekki, jafnvel þótt það hefði kostað blaðið lífsneistann. Jafnframt er ljóst að aldrei aftur mun óttinn við afkomuna stýra því hvenær fréttir birtast. Fréttin um Sigurjón er sú lexía sem dugir,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV í leiðara blaðsins í dag. Reynir varð uppvís að því að láta undan þrýstingi og birti ekki frétt um Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans.(mbl.is)

Reynir er maður að meiri að biðjast afsökunar. Hann gerði mistök og hefur játað það og beðist afsökunar.Það er gott.

 

Björgvin Guðmundsson

(


mbl.is Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil afturför: Komugjöld á sjúkrahúsum

Komugjöld verða tekin upp á sjúkrahúsum. Aldraðir, öryrkjar og börn fá afslátt af þeim og ekki verður innheimt komugjald vegna fæðinga. Áætlað er að þetta muni skila 360 milljónum króna til ríkisins.

Skattbyrði einstaklings hækkar um 1,25-1,5%. Tekjuskattur hækkar um 1,25% en áður hafði ríkisstjórnin kynnt 1% hækkun. Ríkissjóður fær fyrir vikið 7 milljarða króna í sinn hlut. Sveitarfélögin munu jafnframt geta hækkað útsvar um 0,25% og sú heimild gæti skilað sveitarfélögunum samtals 2 milljörðum. (mbl.is)

Ég er andvígur þessum komugjöldum. Þetta getur orðið til þess að fátækt fólk geti ekki farið á spítala, Ríkisstjórnin hafði lýst því yfir,að sjúkrahúsvist yrði ókeypis,.Við það átti að standa.

 

Björgvin Guðmundsson


Björgólfur kveðst ekki hafa haft í hótunum við DV

Björgólfur Guðmundsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í Kastljósi Sjónvarpsins um ástæður þess að  DV birti ekki frétt um að Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans.  Segir hann fjarstæðu að hann hafi haft afskipti af því máli en að það komi ekki á óvart að Reynir Traustason, ritstjóri DV hafi kallað sig „djöfull".

Yfirlýsing Björgólfs fer í heild sinni hér á eftir: 

„Í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi var fjallað um ástæður þess að DV birti ekki snemma í nóvember frétt um að Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefði stofnað ráðgjafafyrirtæki og leigði húsnæði í eigu Nýja Landsbankans. Spiluð var upptaka af samtali ritstjóra DV, Reynis Traustasonar, og blaðamanns, Jóns Bjarka Magnússonar, þar sem nafn mitt bar á góma. Af því samtali má draga þá ályktun að ég hafi haft afskipti af og komið í veg fyrir birtingu blaðsins á þessari frétt. Þetta er fjarstæða. Ég vissi ekkert um þessa frétt, - ég hafði engra hagsmuna að gæta þar sem samstarfi okkar Sigurjóns Árnasonar lauk við yfirtöku ríkisins á Landsbankanum mánuði áður og þar fyrir utan var ég ekki í neinni aðstöðu til að hafa áhrif skrif blaðsins. Ætli ritstjóri DV að halda því til streitu að ég hafi reynt að hafa áhrif á skrif blaðsins um ráðgjafastörf Sigurjóns Árnasonar verður hann að sanna mál sitt.

Annars vekur það athygli mína en kemur í raun ekki á óvart að ritstjórinn, Reynir Traustason, segir í þessu samtali að ég sé „djöfull" og að „við munum taka hann niður". Þá er ekki annað að skilja en þetta hafi verið stefna blaðsins um all nokkurt skeið því ritstjórinn segir jafnframt: „En við höfum pönkast á honum (sic: Björgólfi Guðmundssyni) í hið óendanlega." Ritstjórinn hlýtur við fyrsta tækifæri að skýra þessa ritstjórnarstefnu blaðsins fyrir lesendum sínum og þá upplýsa jafnframt hvort það séu fleiri djöflar sem þurfi að taka niður og blaðið pönkist á.

Reykjavík, 16. desember 2008

Björgólfur Guðmundsson

(mbl.is)

 

Hreinn Loftsson hefur neitað að hafa haft í hótunum við DV ef umrædd frétt birtist og Björgólfur neitar einnig.Nauðsynlegt er því,að Reynir Traustason upplýsi hver hótaði.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 

I
I

Björgvin ætlar ekki að segja af sér sem ráðherra

Viðskiptaráðherra sér enga ástæðu til að segja af sér en segir það í höndum formanns flokksins hvort hann sitji áfram á ráðherrastóli. Háværar raddir eru um að viðskiptaráðherra verði settur af.

Björgvin G. Sigurðsson sagði í samtali við fréttastofu ekki vera kunnugt um að hann víki sem viðskiptaráðherra. Hann gefur ekki mikið fyrir heimildir sem segi að hann verði settur af.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hún útilokaði ekki ráðherrabreytingar áður en árið er á enda. Björgvin er ekki hræddur um sína stöðu.

,,Nei, nei ég er ekki hræddur við neitt," sagði Björgvin og bætti við að það sé formaðurinn sem taki ákvarðanir um breytingar á ráðherraliði flokksins.

Björgvin vissi ekki um þjóðnýtingu Glitnir fyrr en nánast var búið að ganga frá samningnum, hann vissi ekki af uppsögnum innan Landsbankans og að kjör starfsmanna myndu skerðast fyrr en eftirá, Laun Kaupþingsforstjóra komu honum á óvart, hann vissi ekki af hlutbréfaeign Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra í Fjármálaráðuneytinu í Landsbankanum, hann vissi ekki af persónulegum ábyrgðum stjórnenda Kaupþings vegna hlutabréfakaupa í bankanum og hann hefur ekk hitt og fundað með Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra í ár.

,,Þú getur líka talið upp nokkur þúsund mál sem ég vissi af." Auðvelt sé að gera störf einhvers tortryggileg ef það er vilji fyrir því.

Það er ekki siður að ráðherrar segi af sér á Íslandi. Benda þeir á að þeir hafi ekki gert neitt lagalega rangt, bankakerfið er hins vegar hrunið og er þá óeðlileg krafa um að yfirmaður bankamála segi af sér.

,,Menn segja ekki af sér bara til að segja af sér," sagði Björgvin.(visir.is)

Rætt var um þetta mál  í Íslandi í dag  á Stöð 2 í kvöld. Agnes Bragadóttir og Sigurður G. Guðjónsson ræddu málið. Sigurður benti á,að FME væri sjálfstæð stofnun og viðskiptaráðherra mætti ekki gefa þeirri stofnun nein fyrirmæli. Hann kvað Seðlabankann heyra undir forsætisráðuneytið og ekkert óeðlilegt við það þó viðskiptaráðherra ræddi ekki við bankastjóra Seðlabankans í langan tíma.

Ef til vill er það sök forsætisráðherra að hafa ekki boðað viðskiptaráðherra á fundi með bankastjórum Seðlabankans,þegar bankamál hafa verið rædd.

 

Björgvin Guðmundsson


Sif vill verða varaformaður

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis varaformanns Framsóknarflokksins en á flokksþingi Framsóknarflokksins 16.-18. janúar n. k. verður ný forysta flokksins valin. Valgerður Sverrisdóttir gegndi varaformannsembættinu þar til í síðasta mánuði er hún tók við sem formaður flokksins eftir að Guðni Ágústsson sagði af sér.

Á vef Sivjar kemur fram að hún telji ástæðurnar fyrir fylgistapi Framsóknarflokksins í  síðustu alþingiskosningum séu fleiri en ein.

„Í tólf ára stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum tókst flokknum ekki nægjanlega vel að leggja áherslu á þann hugmyndafræðilega mun sem er á þessum flokkum.

Síðustu árin var frjálshyggjan orðin sá gullkálfur sem hluti þjóðarinnar dansaði í kringum ýmist viljugur eða óviljugur.

Afleiðingarnar blasa nú hvarvetna við.

Innbyrðis átök hafa einnig reynst flokknum dýrkeypt.

Menn hljóta að hafa lært af þeim mistökum.

Þjóðin stendur á tímamótum.

Mörg verkefni eru framundan í íslenskum stjórnmálum.

Þjóðin þarf að öðlast sjálfstraust að nýju og hefja sókn til farsælla samfélags.

Ljóst er að erfiður tími fer í hönd og mikil vinna, en í henni felast einnig mörg tækifæri.

Ég er reiðubúin að taka þátt í þeirri vinnu af fullum krafti.

Framsóknarflokkurinn stendur einnig á tímamótum.

Hann þarf að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu alþingiskosningum þannig að hann verði áfram sú kjölfesta í stjórnmálum sem hann hefur lengi verið.(mbl.is)

Mér líst vel á framboð Sifjar. En ég hefði talið enn betra,að hún hefði  boðið sig fram til formanns.

Forustumenn Framsóknar eru nú allir að átta sig á því að þeir voru of lengi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og villtust af leið.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Siv býður sig fram til embættis varaformanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrir aldraðra á að vera 282 þús. á mánuði

Fyrir nokkrum dögum var birt  ný könnun Hagstofunnar á  meðaltalsútgöldum heimilanna í landinu til neyslu.Samkvæmt þessari könnun nema neysluútgjöld einstaklinga ( einhleypinga) 282 þús. kr. á mánuði ( að viðbættri hækkun neysluvísitölu frá gerð könnunarinnar).Skattar eru ekki inni í þessari upphæð.Landssamband eldri borgara og Félag   eldri borgara í Reykjavík hafa ályktað að miða eigi lífeyri aldraðra við þessa neyslukönnun Hagstofunnar.Samfylkingin sagði í kosningastefnuskrá sinni fyrir síðustu kosningar,að hækka ætti  í áföngum lífeyri aldraðra í sem svaraði neysluútgjöldum samkvæmt könnun Hagstofunnar.

Lífeyrir aldraðra einstaklinga frá almannatryggingum,þ.e. þeirra,sem ekki hafa aðrar tekjur er í dag 150 þús. kr. á mánuði,þ.e. fyrir skatt.Eftir skatt   eru þetta kr. 130 þús. kr. á mánuði.Það er sambærileg tala við 282 þús. kr. á mánuði.Það vantar því  152 þús. kr. á mánuði upp á að lífeyir aldraðra nái neyslukönnun Hagstofunnar. Nú hefur ríkísstjórnin tilkynnt,að  þessar lágmarksbætur,150 þús. á mánuði fái fulla verðlagshækkun um áramót og hækki þá um 30 þús. á mánuði,þ.e. fari í 180 þús. kr.En þá vantar raunhækkun á þessar bætur.Ég tel,að fyrsti áfangi raunhækkunar ætti að vera 45 þús. kr. á mánuði,þ.e. þriðjungur  af mismun lífeyris og neysluútgjada.

Björgvin Guðmundsson


Fjársterkur aðili stöðvaði frétt í DV

Reynir Traustason, ritstjóri DV segist íhuga málsókn gegn Ríkissjónvarpinu vegna upptöku af trúnaðarsamtali hans við undirmann sinn sem spiluð var í Kastljósi í kvöld. Reynir segist jafnframt munu meta eigin stöðu vegna málsins og ef hann meti það svo að hann skaði DV muni hann segja af sér ritstjórn.(mbl.is)

Upptakan sem birt var í Kastljósi leiðir í ljós,að einhver voldugur aðili krafðist þess,að frétt um Sigurjón Árnason fyrrv. bankastjóra Landsbankans yrði stöðvuð.Reynir Traustason ritstjóri varð við kröfunni og stöðvaði fréttina.Blaðamaðurinn,sem skrifaði fréttina er hættur á DV.Hann kvaðst hafa orðið að segja frá þessu og lét Kastljós fá upptökuna.

Hér er alvarlegt mál á ferðinni. Það er staðfest hér,að einhver peningamaður  hótar dagblaði og hótunin dugar til þess að frétt er stöðvuð.Þetta er ógnun við prentfrelsið,ógnun við tjáningarfrelsið.Ég er hissa á því að ritstjóri DV skyldi láta kúga sig.Það er síðan önnur saga,að blaðamaðurinn átti ekki að taka upp trúnaðarsamtal og birta í RUV.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðnýting tapsins hjá RUV

Ríkisútvarpið ohf. fær tæplega 200 milljóna króna aukafjárveitingu samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag.

Annars vegar er um að ræða 122,8 milljónir svo unnt sé að afskrifa jafnháa kröfu ríkissjóðs á RÚV ohf. Um er að ræða skuld sem myndaðist fyrstu mánuði ársins 2007 áður en stofnuninni var breytt í hlutafélag í eigu ríkissjóðs. Markmiðið með aðgerðinni er að eiginfjárhlutfall hlutafélagsins nái að verða 15% í stofnefnahagsreikningi þess.

Við aðra umræðu fjáraukalaga ársins 2006 var veitt 625 milljóna króna heimild í sama tilgangi. Samanlagt nema afskriftir skulda RÚV við ríkissjóð árin 2006 og 2007, 747,8 milljónum króna.

Þá fær RÚV ohf., samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi nú, viðbótarframlag upp á 74 milljónir króna þar sem afnotagjöld voru hækkuð um 5% 1. ágúst 2008. Er þá áætlað að afnotagjöld skili RÚV 2.990 milljónum króna á þessu ári.

Loks er í frumvarpi til fjáraukalaga sótt um heimild til að skuldbreyta 563 milljóna króna skammtímaskuld RÚV við ríkissjóð í langtímalán. Samkvæmt heimildinni verður eftirstöðvum af skuldum RÚV ohf. við ríkissjóð breytt í skuldabréf til 15 ára sem ber fasta vexti, auk verðtryggingar.

(mbl.is) Fjárhagur RUV er mjög slæmur. Og ekki hefur hann batnað nema síður sé við að breyta stofnuninni í einkahlutafélag. Ekki verður séð' að  neina nauðsyn hafi borið til þessarar breytingar. Eðlilegast væri að breyta félaginu til baka.Éf félagið´ á sem einkahlutafélag að standa  sem mest á eigin fótum getur ekki talist eðlilegt að afskrifa skuldir RUV í stórum stíl.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 


mbl.is Afskrifa 123 milljóna skuld RÚV við ríkissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fresta ber stofnun Sjúkratryggingarstofnunar

Kostnaður við nýja Sjúkratryggingastofnun hleypur á hundruðum milljóna. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í morgun að talan 240 milljónir á ári væri út úr öllu korti. Forstjóri Tryggingastofnunar segir hinsvegar að þar til viðbótar komi hundruð milljóna vegna kostnaðar við tvö upplýsingakerfi. (mbl.is)
Ég tel best að fresta stofnun Sjúkratryggingarstofnunar eins og ástatt er nú í fjármálum þjóðarinnar. Það liggur ekkert á að koma þessari stofnun á fót.
Björgvin Guðmundsson

    « Fyrri síða | Næsta síða »

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband