Það verður að breyta kvótakerfinu

Úthlutun á  ókeypis aflaheimildum til örfárra útvalinna gæðinga er eitthvert mesta ranglæti sem átt hefur sér stað. Þeir, sem fengu fríar aflaheimildir hafa getað braskað með þær og þeir hafa margir hverjir óspart gert það. Sumir bleyta aldrei færi, leigja bara aflaheimildirnar út og hafa gott upp úr því.Aðrir hafa selt frá sér alla kvótana og hætt veiðum.Dæmi eru um menn hafi fengið marga milljarða fyrir  kvóta,sem þeir hafa selt.Þeir hafa sumir hverjir selt kvóta, sem þeir fengu fría, selt heimildir,sem þeir í raun áttu ekki, þar þjóðin á fiskinn í sjónum.Fiskurinn er sameiginleg auðlind þjóðarinnar. Nauðsynlegt er breyta þessu fyrirkomulagi.Það verður afhenda þjóðinni veiðiheimildirnar á . Og síðan verða allir sem veiðiheimildir greiða fyrir afnot þeirra. 

Aðaltilgangur kvótakerfisins var vernda þorskstofninn. En það hefur mistekist. Ástand þorskstofnsins er verra í dag en áður en kerfið var sett.  Framsóknarflokkurinn  á  höfundarrétt  að kvótakerfinu. vísu var vitað, LÍU lagði tillögurnar um kvótakerfið fyrir sjávarútvegsráðherra Framsóknar. LÍU og Framsókn bera ábyrgð á þessu kerfi, sem skapað hefur mestu tekjutilfærslur allra tíma í þjóðfélaginu.Nú hefur nýr formaður Framsóknar breytt um stefu í þessu máli.Hann segir: Þessu kerfi verður breyta. Það stendur í lögunum um stjórn  fiskveiða, fiskurinn í sjónum sameign þjóðarinnar. Eða eins og stendur orðrétt í 1.grein laganna: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar”. Eignarrétturinn  nýtur  friðhelgi stjórnarskrárinnar.Hvernig er þá unnt selja eign þjóðarinnar sem nýtur friðhelgi stjórnarskrárinnar. Er það ekki stjórnarskrárbrot? Það þyrfti láta reyna á þetta ákvæði fyrir dómstólum. Ég tel, það óheimilt selja kvótana. Það er kominn tími til,að tekið í taumana, braskið með kvótana stöðvað og   þjóðin endurheimti sameiginlega auðlind sína,fiskinn í sjónum. -Mannréttindanefnd Sþ. segir kerfið brot á mannréttindum. 

 

Björgvin Guðmundsson

  


T
Vefstjórn



Nást nýir kjarasamningar fyrir helgi?

Það ræðst í dag eða morgun hvort nýir kjarasamningar nást á alveg nýjum grundvelli,þ.,e, að verulegu leyti samið eftir á.

Vilhjálmur  Egilsson segir að verið sé að reyna að ná almennri samstöðu um ákveðin mál. Í því sambandi nefnir hann þrennt: Í fyrsta lagi að lágmarkslaun fyrir fulla dagvinnu hækki í 145 þúsund krónur á mánuði. Í öðru lagi að lægstu kauptaxtar verði færðir nær greiddum launum. Það verði gert með 15.000 kr. greiðslu ofan á taxta nú, 7.500 kr. hækkun 1. maí 2009 og 7.500 kr. hækkun 1. mars 2010. Í þriðja lagi nefnir hann að ná þurfi til þeirra sem sitja eftir í launaskriðinu. Þeir sem ekki hafi fengið 4% hækkun frá áramótum 2006/2007 fái nú hækkun sem nemi mismuninum. Ákveðin lágmarkshækkun yrði síðan ákveðin fram í tímann. Sú tala gæti hækkað í almennu launaskriði en hækkun launþega á tímabilinu drægist frá. Ef samið verður til þriggja ára verður ákveðið eftir eitt ár hvort halda eigi áfram næstu tvö ár á grundvelli þess hvort kaupmáttur hefur haldist og hvort verðbólga hefur minnkað.

Kannað er hvort aðilar úti á landi vilji fallast á nýtt kerfi,nýja aðferðarfræði,einnig hvort öll landssambönd vilji samþykkja þetta. Rafiðnaðarsambandið hefur verið tregt. Það vill fá meiri kauphækkun en er í spilunum.

Björgvin Guðmundsso

 


mbl.is Áhersla á lægstu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var verið að kaupa völd í Reykjavík?

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti kaupin á Laugaveg 4 og 6 í gær. Harðar umræður urðu um málið. Dagur B.Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar sagði að greitt væri allt of hátt verð fyrir húsin og að það mundi hækka markaðsverð á húsum í Miðbænum. Hann sagði,að í raun hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki verið að kaupa húsin heldur að kaupa Ólaf F. Magnússon til   fylgilags við sig,verið að kaupa völd. Samkvæmt þessu hefur borgarstjórastóllinn ekki dugað í þessu efni heldur hefur þurft að bæta húsakaupunum við.

Húsin voru keypt á 580 milljónir en eigendur greiddu 250 milljónir fyrir þau. Talið er að þegar upp er staðið muni húsin kosta borgina 1 milljarð

Björgvin Guðmundsson.


Guðni vill breyta lögunum um kvótakerfið

Guðni Ágústsson formaður Framsóknar lýsti því yfir á alþingi í dag að  hann vildi breyta lögunum um kvótakerfið vegna álits Mannréttindanefndar Sþ. Hann sagði,að það þyrfti að opna kerfið.

Þetta er stórmerk yfirlýsing. Framsókn hefur stutt kvótakerfið frá fyrstu tíð og Halldór Ásgrímsson var guðfaðir þess.

Björgvin Guðmundsson


Laun ákveðin eftir á!

 

Fram er komin mjög nýstárleg hugmynd í kjaraviðræðunum. Talað er um að ákveða launahækkanir að verulegu leyti eftir ár. Fram kom í Útvarpinu, að rætt sé um að lágmarkslaun hækki og verði um 145.000 krónur á mánuði og þeir sem fá aðeins greitt eftir töxtum fái 15 til 20.000 krónur ofan á taxtana. Ef samið verði til þriggja ára leggist 7500 krónur á taxtana 1. mars 2009 og aðrar 7500 krónur 2010.

Þá er rætt um svonefnda baksýnisspegla sem virki þannig, að laun hækki um 4% þann 1. mars en þó með hliðsjón af launaþróun hjá hverjum einstökum launamanni á tímabilinu 1. mars 2007 til 1. mars 2008. Kannað sé hversu mikið launin hafa hækkað á þessu tímabili. Hafi viðkomandi  t.d. notið launaskriðs og laun  hans hafa hækkað umfram 4% fái hann enga launahækkun. Hafi launin hins vegar ekkert hækkað fái hann öll 4%. 

Ef verkalýðsfélögin samþykkja þessa aðferðarfræði er unnt að semja mjög snarlega,jafnvel fyrir helgi.Það væri ánægjulegt.

Björgvin Guðmundsson

Til baka


mbl.is Launahækkanir ákveðnar eftirá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnema ber skerðingu á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðstekna

Eitt mikilvægasta  hagsmunamál eldri  borgara í dag er að afnema  skerðingu á tryggingabótum vegna lífeyrissjóðstekna.Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5.desember sl. ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir því,að  atvinnutekjur,allt að 100 þúsund krónur á mánuði, skerði ekki tryggingabætur.( 100 þúsund króna frítekjumark).Stefnt er að því,að sú breyting taki gildi 1.júlí n.k.  og að hún gildi fyir þá sem eru 67-70 ára en áður var búið að samþykkja að 70 ára og eldri gætu unnið án þess að tekjur þeirra skertu tryggingabætur.
Samhliða því, að  lífeyrissjóðstekjur hætti að skerða tryggingabætur þarf að stórhækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.Það þarf að hækka lífeyri aldraðra einhleypinga sem ekki eru í lífeyrissjóði um  rúmar eitt hundrað þúsund á mánuði. Slíka breytingu má gera í tvennu lagi. en þessi breyting verður ekki umflúin, ef  hækka á lífeyrinn þannig að hann dugi fyrir neysluútgjöldum samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands.
Björgvin Guðmundsson

Er að nást samkomulag um nýja kjarasamninga?

Skriður virðist nú komin á samningaviðræður verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda.

Kristján  formaður Starfsgreinasambandsins segir að nái menn samkomulagi um aðferðafræðina gangi hlutirnir hratt fyrir sig í kjölfarið. Hann segir að útspil SA hafi breyst og þróast og því hafi þokast í rétta átt. Starfsgreinasambandið geri áfram kröfu um 20 þúsund króna hækkun á taxta, kröfu um almenna 4% hækkun og hækkun lágmarkslauna. Í stað samnings til tveggja ára sé talað um samning í eitt ár með möguleika á framlengingu í tvö ár ef ákveðin skilyrði séu fyrir hendi, það er að kaupmáttur hafi ekki farið minnkandi og að verðlagsforsendur séu innan tilskilinna marka.

Það er gífurlega mikilvægt að ná nýjum kjarasamningum án mikilla  átaka. Ef til átaka kemur,t.d. verkfalla, kostar það alla mikla fjármuni og endar með verðbólgusamningum.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ný stefna í kjaramálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loks nú farið að vilja Hæstaréttar um afnám á skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka




Hæstaréttardómur í Öryrkjamálinu svokallaða í desember 2001 kvað á um að skerðing á tekjutryggingu örorkubóta vegna tekna maka á árunum 1994 til 1998 hefði verið ólögmæt. Hún hefði verið brot á stjórnarskránni.



Í kjölfarið setti ríkisstjórnin á laggirnar nefnd sem gerði tillögur um hvernig bregðast skyldi við dómi Hæstaréttar og á grundvelli tillagna hennar var lögum um almannatryggingar breytt. 2003 komst  Hæstiréttur  að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið með þeirri lagasetningu að beita afturvirkri skerðingarreglu í þeim lögum, vegna eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur komst með öðrum orðum tvívegis að þeirri niðurstöðu, að  þáverandi stjórnvöld hefðu á ólögmætan hátt skert lífeyri öryrkja vegna tekna maka.Þetta voru hinir frægu 0ryrkjadómar. Það var strax í kjölfar þeirra talið eðlilegt að hið sama gilti um aldraða og öryrkja, þe. að ekki mætti skerða lífeyri aldraðra vegna tekna maka.

Fór þá ekki þáverandi ríkisstjórn strax að afnema skerðingu á tryggingabótum öryrkja og aldraðra vegna tekna maka? Nei ekki aldeilis. Stjórnin leitaði leiða til þess að halda áfram að skerða lífeyri aldraðra og öryrkja vegna tekna maka! Það dugði sem sagt ekki þáverandi stjórnvöldum að fá hæstaréttardóm um að stjórnarskráin hefði verið brotin við  skerðingu bóta öryrkja vegna tekna maka.Það er fyrst í ár,1.apríl, mörgum árum seinna, að stjórnvöld ætla að hætta að skerða tryggingabætur aldraðra og öryrkja vegna tekna maka.Að  sjálfsögðu  hefði þetta átt að taka gildi strax 2003.

Björgvin Guðmundsson





--------------------------------------------------------------------------------


Geir Haarde vill ekki skipta um gjaldmiðil

Hörð orðaskipti urðu á alþingi í dag um krónuna. Stjórnarandstaðan sakaði Geir Haarde forsætisráðherra um að tala  óskýrt um það hvort skipta ætti um gjaldmiðil. Valgerður Sverrisdóttir sagði,að Geir hefði sagt,að hann vildi heldur taka upp dollar en evru. Geir Haarde kvaðst ekki hafa sagt það heldur,að  okkar viðskipti væru mjög mikil í dollurum.

Ljóst er,að óvissa um krónuna eykst. Mörg fyrirtæki vilja kasta krónunni og fá evru í staðinn en það er ekki unnt án  þess að ganga í ESB.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Stendur ekki til að skipta um gjaldmiðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða um eignarhald á orkuauðlindum?

Flest bendir til að samstaða sé um grundvallaratriði í orkumálum þjóðarinnar, þ.e. um eignarhald á orkuauðlindunum sjálfum.Svo segir í forustugrein Mbl. í dag. Geir Haarde forsætisráðherra  segir í viðtali við Mbl.,að auðlindir Íslands  eigi að vera til staðar fyrir komandi kynslóðir.Þessar eignir ríkisins ( orkuauðlindir) eigi ekki að framselja til einkaaðila  með varanlegum hætti. Og ekki eigi að hrófla við núverandi eignarhaldi einkaaðila á orkuauðlindum.Ingibjörg Sólrún   Gísladóttir,formaður Samfylkingarinnar, segir ,að  orkuauðlindirnar eigi að lúta eignarhaldi opinberra aðila. Hún segir  að  eðlilegt sé að hið sama gildi um   orkuauðlindirnar og fiskveiðiauðlindirnar. Ingibjörg Sólrún segir,að einstakar virkjanir,sem tengjast stóriðju megi  byggja og reka á markslegum forsendum.Við slíkar aðstæður kæmi til auðlindagjald,þ.e. greiðsla fyrir nýtingu á auðlindinni sem rynni til almennings.

'Eg er sammmála framangreindum sjónarmiðum leiðtoga ríkisstjórnarinnar  í meginatriðum,set þó fyrirvara við   það sjónarmið Ingibjargar Sólrúnar,sð  eiga megi og reka virkjanir á markaðslegum forsendum. En mestu máli skiptir að stjórnarflokkarnir eru sammmála um  eignarhald á orkuauðlindunum  , þe. að meginstefnan eigi að vera sú að orkuauðlindirnar eigi að vera í höndum  hins opinbera.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband