Vilja afnema skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrissjóðstekna

Alþingi  ræddi í dag frumvarp  félagsmálaráðherra um að lögfesta ýmis atriði úr yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5.desember sl. Urðu miklar almenningar umræður um almannatryggingar  af því tilefni. Töldu margir þingmenn,að alltof  stutt skref væri stigið með þessum aðgerðum. Meðal þess sem var gagnrýnt við umræðuna var ,að ekki væri afnumin skerðing á tryggingabótum vegna lífeyrissjóðstekna.Þingmennirnir  Guðjón Arnar  og Ellert B. Schram  gagnrýndu þetta atriði báðir.Guðjón Arnar sagði,að talað væri um, að lífeyrissjóðstekjur væru atvinnutengdar tekjur og þess vegna væri skattur af þeim 35,7% í stað 10 % eins og af fjármagnstekjum. En  ef fallast ætti á að lífeyrissjóðstekjur væru atvinnutengdar ættu sömu reglur að gilda um þær og atvinnutekjur varðandi skerðingu tryggingabóta. Á sama hátt og afnumin væri skerðing bóta vegna atvinnutekna ætti að afnema skerðingu vegna lífeyrissjóðstekna.

Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra sagði ,að frumvarpið fæli  í sér fyrsta skref  lagfæringa fyrir eldri borgara og öryrkja. En gera þyrfti miklu betur. 130 þús. kr. ellilífeyrir til  þeirra,sem ekki væru í lífeyrissjóði væri skammarlega lágur.

Björgvin Guðmundsson

 


Danir níða niður íslensku bankana

Skuldatryggingarálag íslensku bankanna heldur áfram að hækka og hið sama á við um íslenska ríkið en álag á skuldabréf þess hefur nær þrefaldast frá áramótum. Í upphafi árs var álagið 64,7 punktar (100 punktar jafngilda einu prósentustigi) en í fyrradag var það 185 punktar.

Þessi þróun er athyglisverð í ljósi þess að ríkissjóður er nánast skuldlaus auk þess sem komið hefur fram að ekki verði ráðist í neina skuldabréfaútgáfu á alþjóðlegum markaði á árinu. Verður því að gera ráð fyrir að hér sé um smitáhrif að ræða, t.d. að fjárfestar óttist að lendi íslensku bankarnir í vandræðum gæti ríkið þurft að grípa til skuldabréfaútgáfu til þess að koma þeim til hjálpar.

Skuldatryggingaálag íslensku bankanna hélt áfram að hækka í gær og var það komið í  625 punkta hjá Kaupþingi, 570 punkta  hjá Glitni og 350  hjá Landsbankanum.Börsen vitnaði í gær í aðalhagfræðing  Saxo Bank í Danmörku sem hafði sagt,að líkurnar á  því að Kaupþing yrði gjaldþrota á árinu hefðu aldrei verið meiri. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KAUPÞINGS fordæmdi skrif Börsen og sagði,að  lausafjárstaða Kaupþings væi mjög góð eða 13,5 milljarðar evra en uppgreiðslur á þessu ári næmu 3,5 milljörðum.Hann sagði því að staða Kaupþings væri sterk.

Ljóst er þó að skrif eins og þessi í  Börsen geta skaðað

islensku bankana. Forsætisráðherra hefur ráðið Finn Sveinbörnsson,sem ráðgjafa en hann var áður  framkvæmdastjóri sambands sparisjóða og þekkir vel bankakerfið. Er ljóst,að ríkisstjórnin hefur mál bankanna til athugunar.

Ljóst er ,að staða bankanna hefur versnað mikið. Þeir verða að taka sér tak og skera niður. Glitnir sýnir gott fordæmi með því að skera niður laun stjórnenda. Aðrir bankar ættu að fylgja fordæmi  þess banka.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Bankarnir smita ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldraðir fá hungurlús

 
      
    
 
      

    Nýgerðir kjarasamningar munu hafa áhrif á bætur almannatrygginga til hækkunar. Að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, munu bætur almannatrygginga hækka um 3-4% fljótlega, til viðbótar við þá hækkun sem varð á bótum almannatrygginga um síðustu áramót.

    „Það er þannig að ákvörðun um hina árlegu hækkun tekur alltaf mið af launaþróun, en þó þannig að þær hækka aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Það sem mun gerast núna í framhaldi af kjarasamningum er að þetta verður uppreiknað vegna kjarasamninga, þannig að nýjar greiðslur taki mið af launaþróun í þessum nýju kjarasamningum,“ segir Jóhanna og tekur fram að miðað verði við launaþróun frá 1. febrúar.

    Samkvæmt þessu er ljóst,að  aldraðir munu fá algera hungurlús.Ætlunin er að skammta þeim mikið minna  en verkafólki,þar eð verkafólk,sem fékk 18000 kr. hækkun fékk a.m.k. 15 % hækkun en ætlunin er að láta aldraða fá aðeins 3-4%. Ég tel,að það sé brot  á lögum,þar eð lögum samkvæmt eiga bætur að  hækka og taka mið af launaþróuun en aldrei að hækka minna en nemur verðlagshækkunum.Þegar slitin voru tengsl á milli bóta aldraðra og lágmarkslauna  sagði Davíð Oddsson þá forsætisráðherra,að  bótaþegar mundu ekki tapa á þessari breytingu,þeir yrðu tryggðir bæði með belti og axlaböndum. En  það fór á annan veg. Það er búið að hafa af öldruðum tugi milljarða í bótum síðan.

    Um áramót fengu aldraðir einnig hungrulús. Þá   hækkuðu bætur um 4000  kr.  vegna samkomulags Landssambands eldri borgara og þáverandi ríkisstjórnar,sem gert var 2006. Stefna fyrri stjórnar og núverandi virðist vera að láta eldri borgara fá eins lítið og mögulegt er. Það er enginn rausnarskapur þegar eldri borgarar eiga í hlut.

    Björgvin Guðmundsson


    mbl.is Bætur hækka um 3 til 4%
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Hanna Birna vill verða borgarstjóri

    Ég gef kost á mér að sjálfsögðu," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir í viðtali við Ísland í dag . Þar sagðist hún ekki skorast undan yrði til hennar leitað sem borgarstjóri. Hún sagðist styðja Vilhjálm sem oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins

    Yfirlýsing Hönnu Birnu kemur ekki á óvart. Það hefur verið vitað síðan hún og Gísli Marteinn gerðu uppreisn  gegn Vilhjálmi,oddvita,sl. haust ,að þau stefndu bæði að leiðtogasæti  og borgarstjórastól.

    Gísli Marteinn sagði í kastljósi  fyrir skömmu ,að það væri ekkert sjálfsagt, að Hanna Birna yrði borgarstjóri þó hún hefði skipað  annað sætið. hann hefði sjálfur stefnt að leiðtogasæti  í prófkjörinu og hlotið mjög mörg atkvæði í fyrsta sæti. Það er ljóst,að það stefnir í harðan slag,ef Vilhjálmur ákveður að stíga til hliðar.

     

    Björgvin Guðmundsson

     


    Klofningur hjá Sjálfstæðisflokknum um orkufrumvarpið

    Sex þingmenn Sjálfstæðisflokks gera fyrirvara við orkufrumvarp iðnaðarráðherra, sem þingflokkur sjálfstæðismanna afgreiddi í dag. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins og einnig, að forsætisráðherra og iðnaðarráðherra eigi eftir að fara yfir nokkur atriði áður en frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi.

    það kemur ekki á óvart,að ágreiningur skuli vera um málið í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Nokkrir af þingmönnunum geta ekki fallist á það,að bannað  skuli að selja orkuauðlindir hins opinbera til einkaaðila. Þeir vija hafa möguleika á því að koma sem mestu af auðlindum okkar í hendur einkaaðila.

    Björgvin Guðmundsson


    mbl.is Sex þingmenn gera fyrirvara við orkufrumvarp
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Mikill niðurskurður til íþróttamála

    Borgarstjórnarmeirihluti Ólafs og íhaldsins ætlar að skera niður mikið til íþróttamála.Niðurskurðurinn nemur a.m.k. 1 milljarði.Og líklega vantar um 4 milljarða  upp á að íhaldið standi við kosningaloforð sín.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Góð lagfæring barnabóta

    • Í tengslum  við kjarasamningana tilkynnti ríkisstjórnin hækkun skerðingarmarka barnabóta. Ber að fagna því skrefi,sem væntanlega mun koma barnafólki vel .
    • Skerðingarmörk barnabóta verði hækkuð úr 100 þúsund krónum á mánuði fyrir einstaklinga í 120 þúsund krónur árið 2008 og 150 þúsund krónur árið 2009. Sambærilegar fjárhæðir fyrir hjón hækka úr 200 þúsund krónum í 240 þúsund krónur árið 2008 og 300 þúsund árið 2009. Tekjuskerðingarhlutföll vegna annars og þriðja barns verði jafnframt lækkuð um 1% árið 2008.
    •  

      Jafnframt mun ríkisstjórnin taka til endurskoðunar fyrirkomulag vaxtabóta og húsaleigubóta í samráði við aðila vinnumarkaðarins o.fl. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum í samstarfi við sveitarfélög:

      • Húsaleigubætur hækki og verði hámarksbætur 46 þúsund krónur á mánuði í stað 31 þúsund króna. Ennfremur hækki sérstakar húsaleigubætur og skilyrði fyrir þeim verði rýmkuð svo þær nái til fleiri heimila. Samanlagt geta almennar og sérstakar húsaleigubætur því numið 70 þúsund krónum á mánuði í stað 50 þúsund króna.

      Verkalýðshreyfingin gerði sér vonir um að ríkisstjórnin mundi hækka vaxtabætur myndarlega.En  ríkisstjórnin  setti það mál á  ís,ætlar að endurskoða málið í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Vaxtabætur hafa dregist mikið aftur úr vegna mikillar hækkunar fasteignamats. Fólk með lágar tekjur hefur misst vaxtabætur að mestu,þar eð fasteignamat rauk upp úr öllu valdi.

       

      Björgvin Guðmundsson

       


    Samfylking með 46,7% í Rvk.

    Í  nýrri Gallup könnun kom eftirfarandi fram:

     45,4% þeirra, sem tóku þátt í könnuninni sögðust hafa kosið Sjálfstæðisflokk í síðustu borgarstjórnarkosningum en 31,4% sögðust myndu kjósa flokkinn ef kosið væri nú. 30,4% kusu Samfylkinguna en 46,7% segjast myndu kjósa hana nú. 4% kusu F-listann en 3% sögðust myndu kjósa listann nú. 5,5% sögðust hafa kosið Framsóknarflokk og 3% sögðust myndu kjósa hann nú og 14,6% sögðust hafa kosið VG en 16% sögðust myndu kjósa flokkinn væru kosningar nú.

    Capacent gerði könnunina 13-18. febrúar. Úrtakið var 1800 manns í Reykjavík en svar bárust frá 1115. 880 tóku afstöðu til spurninga um borgarstjóraefni sjálfstæðismanna.

    Flestir Sjálfstæðismenn sögðust vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra.

    Björgvin Guðmundsson

     Ú


    mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Eiga lífeyrissjóðirnir að aðstoða við byggingu hjúkrunarheimila

    Lífeyrissparnaður Íslendinga sem hlutfall af landsframleiðslu er í fyrsta skipti orðinn sá mesti í heimi, samkvæmt tölum, sem Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunin, OECD, hefur birt. Samkvæmt tölunum,  sem eru frá árinu 2006, var lífeyrissparnaður Íslendinga 132,7% af vergri landsframleiðslu það ár, ívið meiri en sparnaður Hollendinga, 130% og Svisslendinga, 122,1%.

    Að meðaltali var lífeyrissparnaður 72,5% af landsframleiðslu hjá OECD ríkjunum í árslok 2006. Auk landanna þriggja, sem nefnd eru hér að ofan, voru þrjú lönd með hærra hlutfall: Ástralía, 94,3%, Bretland, 77,1% og Bandaríkin, 73,7%. Finnland var rétt neðan við meðaltalið með 71%.

    Íslensku lífeyrissjóðirnir eru orðnir það öflugir,að rétt er  að kanna hvort þeir ættu að aðstoða við byggingu hjúkrunarheimila  fyrir aldraða eins og  tillögur hafa komið fram um. Slíkt væri sennilega ekki unnt nema með lagabreytiingu.Þess verður þó að gæta að  veikja ekki sjóðina svo þeir geti ekki  sinnt nægilega vel sínu aðalhlutverki að greiða félagsmönnum sínum lífeyri. En lífeyrissjóðirnir hafa ávaxtað sitt fé á margvíslegan hátt,þar á meðal með kaupum hlutabréfa og verðbréfa,innan lands og utan.Áxöxtun lífeyrissjóðanna var ekki nema 1% sl. ár.

     

    Björgvin Guðmundsson

     

    Björgvin Guðmundsson

     


    mbl.is Lífeyrissparnaðurinn sá mesti
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Alþingi:Launþeginn heldur aðeins 10 þús. kr. eftir af 18 þús. kr.

    Fram fóru umræður um nýja kjarasamninga á alþingi í dag,svo og um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

    Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að lægstu taxtar og lægstu bætur almannatrygginga dugi ekki fyrir framfærslu. Það markmið hefði ekki náðst við gerð kjarasamninga, að koma þeim sem fá lægstu launin upp fyrir fátæktarmörk. Hann benti á, að rauntekjuaukning þeirra, sem fá 18.000 króna hækkun, sé niðurstaðan sú, að launþeginn haldi eftir 10 þúsund krónum þegar skattar og önnur gjöld hafa verið dregin frá. Sérstakur persónuafsláttur fyrir láglaunafólk hefði skilað þeim hópi mun meiri rauntekjuaukningu.

    Fram kom í umræðunum,að skattleysismörkin eigi að  hækka í 115 þúsund á  mánuði á næstu 3 árum.Þau eru nú 95 þúsund. Hækkunin næsta ár verður aðeins rúmlega 5700 kr. á mánuði. 

     

    Björgvin Guðmundsson

     


    mbl.is Geir: Mjög ábyrgir samningar
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    « Fyrri síða | Næsta síða »

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband