Góð lagfæring barnabóta

  • Í tengslum  við kjarasamningana tilkynnti ríkisstjórnin hækkun skerðingarmarka barnabóta. Ber að fagna því skrefi,sem væntanlega mun koma barnafólki vel .
  • Skerðingarmörk barnabóta verði hækkuð úr 100 þúsund krónum á mánuði fyrir einstaklinga í 120 þúsund krónur árið 2008 og 150 þúsund krónur árið 2009. Sambærilegar fjárhæðir fyrir hjón hækka úr 200 þúsund krónum í 240 þúsund krónur árið 2008 og 300 þúsund árið 2009. Tekjuskerðingarhlutföll vegna annars og þriðja barns verði jafnframt lækkuð um 1% árið 2008.
  •  

    Jafnframt mun ríkisstjórnin taka til endurskoðunar fyrirkomulag vaxtabóta og húsaleigubóta í samráði við aðila vinnumarkaðarins o.fl. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum í samstarfi við sveitarfélög:

    • Húsaleigubætur hækki og verði hámarksbætur 46 þúsund krónur á mánuði í stað 31 þúsund króna. Ennfremur hækki sérstakar húsaleigubætur og skilyrði fyrir þeim verði rýmkuð svo þær nái til fleiri heimila. Samanlagt geta almennar og sérstakar húsaleigubætur því numið 70 þúsund krónum á mánuði í stað 50 þúsund króna.

    Verkalýðshreyfingin gerði sér vonir um að ríkisstjórnin mundi hækka vaxtabætur myndarlega.En  ríkisstjórnin  setti það mál á  ís,ætlar að endurskoða málið í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Vaxtabætur hafa dregist mikið aftur úr vegna mikillar hækkunar fasteignamats. Fólk með lágar tekjur hefur misst vaxtabætur að mestu,þar eð fasteignamat rauk upp úr öllu valdi.

     

    Björgvin Guðmundsson

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Riddarinn

Þessi mörk eru einfaldlega alltof lág og eins og með flest sem ríkisstjórnin virðist gera í þessum málum og líka alltof seint.

Eins og með skerðingamörg eldri borgara og öryrkja, út út kortinu þessar viðmiðanir.

Alþingi þyrfti að vakna og finna út eins og allir aðrir sem hérna á skerinu lifa að lífið er ekki rekið árfam á hundraðköllum heldur hundruðum þúsunda.það kostar einfaldlega mikið að lifa á Íslandi og þessi viðmiðunarmörk eru alltof lág, hvar sem litið er.

Riddarinn , 20.2.2008 kl. 11:53

2 identicon

Hvað hækka barnabætur einstæðar móður með 160.000 í laun á mánuði mikið samkvæmt þessu, Björgvin? Hvað hækka laun hennar mikið núna ef hún fékk 5% launahækkun á síðasta ári með eftirgangssemi og hótunum um uppsögn? Hvaða tímamót verða í lífi hennar við gerð þessara samninga? Eða teljast 160.000 króna mánaðarlaun fyrir fullt starf ekki lengur til lágra launa sem þurfa að hækka svo hægt sé að lifa á þeim?

Björn (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband