Réttur tónn hjá Sigríði Lilly

Sigríður Lilly,forstjóri Tryggingastofnunar flutti erindi hjá BSRB í dag. Þar tók hún undir gagnrýni þeirra,sem gagnrýnt hafa að eingöngu væri verið  að fjalla um tekjutengingar en ekki kjör þeirra,sem ekki  hafa atvinnutekjur.Það er m.ö.o. ekkert fjallað um að  hækka lífeyri þeirra,sem eingöngu hafa lífeyri til þess  að lifa af. Ég fagna þessum ummælum Sigríðar. Þetta er réttur tónn.

 

Björgvin Guðmundsson

i


Könnun: Lágmarkslaun verði 200 þúsund

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði í febrúar telja 35% þeirra sem þátt tóku í könnuninni að lágmarkslaun ættu að vera 200 þúsund krónur en næstalgengasta svarið var að lágmarkslaunin ættu að vera 250 þúsund krónur en 19% aðspurðra voru á þeirri skoðun. 
Ég er algerlega sammmála þessari könnun.200 þús. kr. á mánuði er algert lágmark til að lifa af.Réttast væri  að lögfesta þau lágmarkslaun á alþingi.
Björgvin Guðmundsson

mbl.is Vilja hækka lágmarkslaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oddný Sturludóttir sendir bónorð á netinu ( bloggi)

Oddný Sturludóttir,borgarfulltúi Samfylkingarinnar, sendi í dag bónorð á netinu ( í bloggi) til sambýlismanns síns,Hallgríms Helgasonar.Samkvæmt þjóðtrúnni getur kona beðið sér manns á hlaupársdag og má maðurinn þá ekki segja nei. Hallgrímur er staddur í Lettlandi. Þegar fréttmaður náði í hann og spurði um  viðbrögð sagði hann,að þetta væri rétt,að maðurinn gæti ekki sagt nei við bónorði konu á hlaupársdag en síðan bætti hann við: En það gilda önnur lög hér í Lettlandi!

 

Björgvin Guðmundsson


Íhaldið valtar yfir F-listann

Tilkynnt hefur verið,að Kjartan Magnússon,Sjálfstæðisflokki,verði formaður REI til viðbótar því,að hann er formaður Orkuveitu Rvíkur.Það hafði jafnvel verið búist við því,að Ásta Þorleifsdóttir,F-lista, yrði formaður REI þar eð Sjálfstæðisflokkurinn er með formennsku  í Orkuveitunni.En svo varð ekki  enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé með formennsku

i öllum nefndum.Ljóst er,að Sjálfstæðisflokkurinn valtar algerlega yfir Ólaf og F-listann.-

 

Kjartan er ágætis maður en fyrr má nú rota en   dauðrota.

Björgvin Guðmundsson

.

o

 


Góð umsögn New York Times um kvikmyndina Mýrina

Baltasar Kormákur, leikstjóri, segir að góð umsögn um kvikmyndina Mýrina sem birtist í dagblaðinu New York Times í dag geti skipt sköpum fyrir velgengni myndarinnar Vestanhafs. Í dómnum segir meðal annars að um sé að ræða óvenjulega vel úthugsaða og kraftmikla spennumynd.

Það er gaman að heyra,að íslenskir listamenn skuli vera að gera það gott

á erlendum vettvangi. Jákvæð umsögn NYT um kvikmyndina Mýrina skiptir gífurlega miklu  máli. Arnaldur Indriðason hefur getið  sér gott orð á erlendum vettvangi sem  rithöfundur svo og Baltasar,sem kvikmyndaleikstjóri.

Sjá: www.mummi.info

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Baltasar: Getur breytt öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar viðurkenna Kosovo

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að viðurkenna sjálfstæði Kosovo en ekki liggur fyrir endanleg ákvörðun um dagsetningu. Utanríkisráðuneytið segir, að vegna hinna sérstöku aðstæðna í Kosovo muni viðurkenning á sjálfstæði þess ekki hafa fordæmisgildi.

Ráðuneytið segir, að hafa beri öryggi og stöðuleika á svæðinu að leiðarljósi, einkum í ljósi þeirra átaka og ofbeldisverka sem lagt hafi líf hundruða þúsunda í rúst. Í sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo felist skýr skuldbinding um að virða mannréttindi og rétt minnihlutahópa. Sé mikilvægt að sú skuldbinding verði virt.´

Fagna ber þessari frétt. Ég var óánægður með það að Ísland skyldi draga lappirnar í þessu máli.

En nú er sem sagt komin niðurstaða.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Íslendingar ætla að viðurkenna sjálfstæði Kosovo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendar skuldir Íslands með þeim mestu í heimi

Samkvæmt hagtölum Seðlabankans námu  erlendar skuldir Íslands   alls  7255 milljörðum  króna  á þriðja ársfjórðungi 2007 en erlendu eignirnar  5878 millörðum.Íslendingar skulda 1377 millörðum meira erlendis en þeir eiga.Eru þessar skuldir með því mesta  sem þekkist hjá þjóðum. Íslenska útrásin er  að mestu leyti fjármögnuð með lánsfé. Við þetta bætist mikill viðskiptahalli en hann er að vísu að miklu leyti tilkominn vegna  raforkuframkvæmda og álframleiðslu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Halli á vörskiptum við útlönd nam 90 milljörðum sl. ár

 

Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 24,2 milljarða króna og inn fyrir 33,7 milljarða króna fob (36,6 milljarða króna cif). Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 9,5 milljarða króna. Í janúar 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 2,9 milljarða króna á sama gengi.
Halli á vöruskiptum við útlönd nam 90 milljörðum á öllu  árinu 2007.
Þessar tölur  leiða í ljós,að þenslan hér og mikil neysla heldur áfram.Það er ekki farið að bera mikið á samdrætti enn.

.

 


mbl.is Vöruskiptahallinn eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólögmætt að OR kaupi 14,65% í Hitaveitu Suðurnesja

Það er alveg ljóst að ef þessi kaup brjóta í bága við samkeppnislög að mati samkeppniseftirlitsins þá verður ekkert af þeim,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur (OR), um frumúrskurð Samkeppnisyfirvalda vegna fyrirhugaðra kaupa OR á 14,65 prósent hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja (HS).

Samkvæmt úrskurðinum telur Samkeppniseftirlitið að það myndi stangast á við lög að OR eigi yfir 30 prósent hlut í HS. Aðilar málsins hafa frest til 10. mars til að skila andmælum vegna málsins.

Orkuveitan hafði áður keypt hlut  í Hitaveitu Suðurnesja.

Það er að mínu mati ágætt að samkeppnisyfirvöld stöðvu frekari kaup OR

i Hitaveitu Suðurnesja. Ég sé ekki hvers vegna nota á fjármuni okkar Reykvíkinga til þess að fjárfesta í hitaveitu á Suðurnesjum. Sennilega hefðu samkeppnisyfirvöld stöðvað samruna REI  og Geysis Green Energy.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is OR kaupir ekki í óþökk laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OECD blandar sér í innlend stjórnmál!

Erlendar efnahagsmála-og fjármálastofnanir eiga ekki að  íhlutast í innlend stjórnmál. Þetta gerir OECD nú í skýrslu sinni  og þetta hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gert áður. Nú óskar OECD eftir því að Ísland breyti  Íbúðalánasjóði sínum,minnki umsvif hans. Þetta er pólitiskt deiluefni á  Íslandi og OECD á ekki að skipta sér af því.

Björgvin Guðmundsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband