Mánudagur, 17. mars 2008
Lyf dýrust hér á landi
Smásöluverð á 33 veltuhæstu pakkningar á lyfjum sem Tryggingastofnun niðurgreiddi árið 2006 reyndist í 15 tilvikum hæst á Íslandi í mars samanborið við hin Norðurlöndin í nýrri verðkönnun Lyfjagreiðslunefndar. Heildsöluverðið reyndist hins vegar einungis í tveimur tilvikum hæst á Íslandi.
Samanburðarlöndin eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Verð í Svíþjóð eru uppreiknuð með 24,5% virðisaukaskatti til að auðvelda samanburð á milli landa, þar sem virðisaukaskattur á lyfseðilskyld lyf í Svíþjóð er 0%.
Smásöluverð á lyfjum reyndist í 23 tilvikum lægst í Noregi og aldrei hæst þar í landi. Í Danmörku var smásöluverð í 13 tilvikum hæst en í eitt skipti lægst þar í landi. Í tveimur tilvikum reyndist smásöluverðið vera lægst á Íslandi. Í Svíþjóð var smásöluverð í sjö tilvikum lægst en í 5 tilvikum hæst.
Heildsöluverð á lyfjapakkningunum var í fimm tilvikum lægst á Íslandi en í 21 tilviki lægst í Noregi. Þar var heildsöluverðið í eitt skipti hæst. Í Danmörku var heildsöluverðið hæst í 18 tilvikum en lægst í einu tilviki. Í Svíþjóð var heildsöluverðið lægst í 6 tilvikum en hæst í 11 tilvikum.
Það er óþolandi,að verð á lyfjum skuli vera svo mikið hærra hér en á hinum Norðurlöndunum. Það er alltaf verið að tala um að gera eigi eitthvað í málinu en það gerist ekki neitt,Það kemur sérstaklega illa við eldri borgara hvað lyf eru dýr hér,þeir nota mest af lyfjum og hafa úr litlu að spila.
Bj0rgvin Guðmundsson
![]() |
Smásöluverð á lyfjum oftast hæst á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. mars 2008
Nógir peningar til hjá hinu opinbera
Tekjuafkoma hins opinbera reyndist jákvæð um 67 milljarða króna í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Þetta svarar til rúmlega fimm prósenta af landsframleiðslu og tæplega ellefu prósenta af tekjum hins opinbera. Til samanburðar var tekjuafkoman jákvæð um 6,3 prósent af landsframleiðslu árið 2006 og tæp fimm prósent árið 2005.
Þessi hagstæða tekjuafkoma stafar fyrst og fremst af miklum tekjuafgangi ríkissjóðs, sem nam 4,2 prósentum af landsframleiðslu árið 2007. Fjárhagur sveitarfélaganna hefur þó einnig snúist til betri vegar síðustu þrjú árin enda þótt hann sé afar misjafn að sögn Hagstofunnar. Hann nam sex milljörðum króna í fyrra eða sem nemur hálfu prósenti af landsframleiðslu. Til samanburðar var afgangurinn fjórir milljarðar árið 2006, eða 0,3 prósent af landsframleiðslu.Tekjur hins opinbera reyndust 617,5 milljarðar króna í fyrra . Sem hlutfall af landsframleiðslu námu þær 48,3 prósentum og hafa ekki verið hærri áður.
Afkoma hins opinbera er það góð,að það ætti að vera unnt að hækka lífeyri aldraðra strax en hann hefur ekkert verið hækkaður frá því ríkisstjórnin kom til valda.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 17. mars 2008
Gengið hríðfellur-kauphækkunin tekin til baka
Gengi krónunnar hefur lækkað um 5,12% í viðskiptum á millibankamarkaði með gjaldeyri frá því opnað var fyrir viðskiptin klukkan 9 í morgun. Gengisvísitalan er nú 150,66 stig, samkvæmt vef Kaupþings. Gengi dals er nú skráð tæpar 74 krónur, evrunnar 116,8 krónur og punds rúmar 149 krónur.
Gengi krónunnar hefur nú lækkað um 20 % frá ámótum og hún heldur áfram að lækka. Verkafólk er varla búið að fá nýsamþykkta kauphækkun í launaumslög sín,þegar búið er að rífa hana af því aftur.Allar innfluttar vörur eru
nú að hækka í verði,þar á meðal matvörur. Bensín stórhækkar,lánin vegna íbúðakaupa hækka og nú boða bændur hækkun á öllum búvörum vegna verðhækkunar á aðföngum.Það er þjarmað að almenningi dag frá degi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Gengi krónunnar lækkar um 5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. mars 2008
Björn: Sjálfstæðisflokkurinn gæti klofnað um ESB
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi klofna ef kæmi til umræðu um aðild að Evrópusambandinu. Málið gangi þvert á alla flokka og þjóðin myndi skiptast í fylkingar. Þetta sagði ráðherra í viðtali við Sigmund Erni Rúnarsson í Mannamáli í kvöld. Björn segir gallann á umræðunni um ESB vera þann að vegvísi vanti eins og notast sé við þegar leysa eigi alþjóðadeilur.
Ég tel Björn kveða of sterkt að orði. Vissulega er ESB málið hættulegt Sjálfstæðisflokknum. En flokkurinn verður að takast á við það. Það getur kvarnast úr flokknum en hann klofnar ekki. Menn eru það hollir forustunni í þeim flokki. Björn Bjarnason er að hræða menn með þessari yfirlýsingu.
Björgvin Guðmundsson
´
Mánudagur, 17. mars 2008
Góð grein Björns Inga Hrafnssonar
Björn Ingi Hrafnsson birtir góða grein ( blogg) á eyjan.is í gær. Fjallar greinin um Reykjavíkurbréf Mbl. á sunnudag,sem sennilega er skrifað af Styrmi Gunnarssyni.Björn Ingi fjallar m.a. um þá kenningu Styrmis,að Samfylkingin muni einangra sig í íslenskum stjórnmálum með því að ætla að setja ESB á dagskrá næstu þingkosninga.Björn Ingi kveðst ekki sammmála því. Hann telur,að Samfylkingin geti átt mikil sóknarfæri,ef hún ein berst fyrir aðild að ESB í næstu þingkosningum,þar eð þá eigi stuðningsmenn aðildar að ESB í öllum flokkum ekki annan valkost en að kjósa Samfylkinguna.Ég tel,að Björn Ingi hafi hér mikið til síns máls.
Björn Bjarnaon gengur svo langt í viðtali við Sigmund Erni í Mannamáli að segja,að ESB málið gæti klofið Sjálfstæðisflokkinn.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 17. mars 2008
Framlög til heilbrigðismála sambærileg hér og erlendis
Þetta virkar eins og þingflokkurinn sé ekki í miklu jafnvægi, segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra um ályktun þingflokks Vinstri-grænna um stöðu heilbrigðiskerfisins.
Hann segir virtar erlendar stofnanir á borð við OECD hafa tekið út fjárframlög til heilbrigðismála hérlendis og segja þær fjárframlög til málaflokksins með því allra hæsta sem gerist og lögðu til að fundnar yrðu leiðir til þess að nýta enn betur þá fjármuni sem lagðir eru í þetta á næstu árum og áratugum.
Inni í tölum til heilbrigðismála hér eru tölur um framlög til hjúkrunarheimila aldraðra.Slíkar tölur eru ekki inni tölum yfir framlög til heilbrigðismála erlendis.Þegar framlög til hjúkrunarheimila hafa verið dregnar frá eru framlög til heilbirgðismála mjög sambærilegar hér og erlendis.Auk þess er það ekki málefni OECD hvað Ísland vill eyða miklu til heilbrigðismála.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Eins og þingflokkur VG sé ekki í jafnvægi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 16. mars 2008
Víðtæk áhrif EES á íslensk sveitarfélög
Samband sveitarfélaga í Noregi hefur sérstaka skrifstofu í Brussel,sem fylgist með tilkomu nýrra tilskipana sem varða sveitarfélögin. En einnig hafa nokkrar stórar borgir í Noregi starfsmenn í Brussel,sem hafa sömu verkefni með höndum en sinna margir hverjir einnig ýmsum viðskiptamálum fyrir viðkomandi borgir. Norðmenn fylgjast mjög vel með öllu sem gerist hjá ESB og ætla að vera alveg tilbúnir þegar Noregur gerist aðili að sambandinu.Samband ísl. sveitarfélaga hefur nú einnig fulltrúa á Brussel.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 16. mars 2008
Fangaflug um Ísland og Noreg
Terry Davis, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, sem er í staddur í Ósló, segir við fréttavef Aftenposten að hann muni beita sér fyrir rannsókn á ferðum flugvéla á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, um Solaflugvöll í Stavanger í Noregi.
Í morgun lenti flugvél af gerðinni Beechcraft 350C á Solaflugvelli. Vélin er skráð á fyrirtækið Aviation Specialities Inc. í Baltimore en það er eitt af leppfyrirtækjum CIA, að því er kemur fram í skýrslu Evrópuþingsins frá árinu 2006. Talið er að vélar fyrirtækisins hafi verið notaðar til að flytja fanga, grunaða um hryðjuverkastarfsemi, í leynifangelsi á vegum CIA.
Aftenposten segir að ekki hafi verið hægt að fá upplýsingar um hvort fangar hafi verið um borð í vélinni þegar hún lenti í Stavanger. Flugvélin hélt áfram til Íslands og lenti á Keflavíkurflugvelli þar sem hún tók eldsneyti. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli sagði við mbl.is , að tollverðir hefði farið um borð í vélina og þar hefðu aðeins verið tveir flugmenn. Vélin hélt áfram til Grænlands og þaðan til Bandaríkjanna.
Mjög margar fangaflugvélar hafa lent hér á landi.Aldrei hefur verið viðurkennt,að um fangaflug hafi verið að ræða.Grunur leikur á því,að CIA hafi látið leppfyrirtæki flytja um Ísland og Noreg fanga,sem hafi verið pyntaðr i Austur-Evrópu og víðar. Pyntingar eru ólöglegar og því viðurkennir CIA ekkert í þesu efni.Ekki hefur verið tekið nægilega fast á þessum málum hér á landi. Fyrri ríkisstjórn lokaði augunum fyrir fangaflugi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Evrópuráðið rannsakar ferðir CIA-vélar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 16. mars 2008
100 hjúkrunarfræðingar að hætta á Landspítala
Vigdís Árnadóttir, trúnaðarmaður skurðhjúkrunar- fræðinga á Landspítalanum, segir að óánægja ríki í öllum stéttum á spítalanum. Hún vill að yfirvöld spítalans og ráðherrar hefjist handa við að skapa starfsfrið.
Vigdís segir að í nýju vaktafyrirkomulagi sé horft fram hjá sérfræðiþekkingu hjúkrunarfræðinga og öryggi sjúklinga þar með stefnt í hættu. 96 af 104 hjúkrunarfræðingum á Landspítala Háskólasjúkrahúsi hafa sagt upp störfum vegna fyrirhugaðra breytinga
Ljóst er að algert upplausnarástand ríkir á spítalanum
Björgvin Guðmundsson.
Sunnudagur, 16. mars 2008
Landssamband eldri borgara í herferð um landið
Formaður og framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara (LEB) eru nýkomnir úr fundarherferð um landið. Þar kynntu þeir baráttumál LEB og sögðu að það væri stefna LEB að lífeyrir eldri borgara frá almannatryggingum hækkaði í 226 þúsund krónur á mánuði fyrir einstakling.Einnig lögðu þeir áherslu á,að skerðing tryggingabóta vegna lífeyrissjóðstekna yrði afnumin. Eldri borgarar eiga sparnað sinn,sem er í lífeyrissjóðunum.Þegar hann er greiddur út á það ekki að valda neinni skerðingu. Eldri borgarar eiga að fá lífeyri frá almannatryggingum óskertan enda þótt þeir fái útgreiddan sparnað sinn úr lífeyrissjóði.Skattur á greiðslur úr lífeyrissjóði á ekki að vera hærri en 10%.
LEB hefur pantað fund með forsætisráðherra til þess að ræða kjaramál aldraðra.
Björgvin Guðmundsson