Gengishrunið kemur sér illa fyrir efnahagslífið og heimilin

Skörp lækkun krónunnar kemur sér illa fyrir efnahagslífið og skuldsett heimili að mati Ingimundar Friðrikssonar seðlabankastjóra. Hann telur mikilvægast að draga úr viðskiptahalla til að rétta þjóðarskútuna af.

Krónan hefur fallið hratt undanfarnar vikur og bara frá því á mánudaginn hefur hún fallið um rúm níu prósent. Fyrir rétt rúmum sex mánuðum stóð evran í 88 krónum en er nú 122 krónur. Hefur krónan ekki verið veikari frá því fallið var frá fastgengisstefnunni í mars 2001.

Greiningardeildir bankanna hafa spáð vaxandi verðbólgu vegna þessa og þá er fyrirsjáanlegt að skuldir í erlendum gjaldmiðlum hækki verulega. Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri  sagði  ljóst að krónan hefði fallið mun hraðar en menn gerðu upphaflega ráð fyrir.

Því er nú spáð að verðbólgan geti farið í 8-10% á næstunni.Það er ljóst,að gangi það eftir mun verkalýðshreyfingin krefjast endurskoðunar kjarasamninga,þar eð verðbólgan verður þá búin að éta upp alla kjarabótina. Endurskoða má kjarasamninga í byrjun næsta ár.Enn bólar ekkert á því,að ríkisstjórnin ætli sð gera neitt til þess að draga úr áhrifum gengislækkunarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson 

 


Síminn stendur ekki við skilmála

Stjórn Exista ákvað á fundi sínum  að leggja fram
valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Skipta, móðurfélag Símans. Tilboð Exista hljóðar upp á 6,64 krónur á hlut sem er sama verð og í nýafstöðnu hlutafjárútboði Skipta. Greitt verður með nýjum hlutum í Exista sem verða verðlagðir í samræmi við lokagengi á OMX í gær sem var 10,1 króna á hlut.

Fyrirhugað er að tilboðið standi í átta vikur. Verði gengið að tilboðinu mun Exista leggja til við stjórn Skipta að óskað verði eftir afskráningu félagsins eins fljótt og auðið er. 

Í tilkynningu til kauphallar OMX er kemur fram að ástæða tilboðs Exista er sú að félagið telur ekki vera grundvöll fyrir eðlilega verðmyndun með hlutabréf Skipta á markaði í ljósi niðurstöðu nýafstaðins hlutafjárútboðs og þeirra óvenjulega erfiðu markaðsaðstæðna sem nú ríkja.

 Stefnt er að því að kanna skráningu félagsins á ný þegar aukið jafnvægi verður komið á fjármálamörkuðum. 
 
 

Exista og dótturfélög þess eiga þegar 43,68% hlutafjár í Skiptum og gerir
Exista tilboð í alla útistandandi hluti félagsins. Verði tilboðið samþykkt mun stjórn Exista nýta heimild í samþykktum félagsins til útgáfu allt að 2.846.026.330 nýrra hluta í Exista. .

Tilboðið er háð skilyrði um samþykki samkeppnisyfirvalda að því marki sem það kann að vera áskilið lögum samkvæmt.

Skipti voru skráð í Kauphöll OMX á Íslandi í kjölfar hlutafjárútboðs.
Útboðið og skráning félagsins á hlutabréfamarkað var í samræmi við ákvæði kaupsamnings sem upphaflega var gerður við sölu ríkisins á 98,8% hlut í Landssíma Íslands hf. árið 2005.

Í útboðinu, sem stóð frá 10. til 13. mars 2008, var almenningi og öðrum fjárfestum boðið að kaupa 30% hlutafjár félagsins. Einungis seldust um 7,5% hlutafjár í félaginu.

Það er að sjálfsögðu alls ekki nóg að hafa hlutabréf í Skiptum til sölu í 3 daga. Það hefði þurft að vera mikið  lengri  tími  og auglýsa hefði þurft vel,að almenningi stæði til boða  að kaupa bréf. En  ljóst er að útboðið í 3 daga var aðeins til málamynda. Ætlunin var að taka félagið af markaði. Þó sagt sé nú að félagið verði sett á markað aftur síðar er ekkert að treysta á það. Mér virðust ,að Síminn muni ekki standa  við þá skilmála rikisins,að almenningur fái  að  verulegan hluta í félaginu.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

Björgvin Guðmundsson

Til baka


mbl.is Exista vill yfirtaka Skipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil vonbrigði með ríkisstjórnina í lífeyrismálum aldraðra

Skömmu eftir þingkosningarnar 2007 ritaði ég grein í Morgunblaðið undir þessari fyrirsögn:"  Treysti á, að Jóhanna leysi lifeyrismál aldraðra" . Ég hafði þá miklar væntingar til Jóhönnu   sem ráðherra og taldi víst, að hún mundi standa undir þeim væntingum. En því miður. Ég hefi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Jóhönnu og ríkisstjórnina í kjaramálum eldri borgara. Þessir aðilar hafa brugðist. Í stuttu máli sagt er staðan þessi: Jóhanna og ríkisstjórnin hafa ekki hækkað lífeyri eldri borgara neitt á þeim  tæpu 9 mánuðum,sem þau hafa verið við völd. Það eina,sem ríkisstjórnin hefur gert er að birta tilkynningu um, að það eigi að draga úr tekjutengingum 1.apríl n.k. og 1.júlí n.k. Hinn 1.apríl á að afnema skerðingu tryggingabóta  vegna tekna maka og hinn 1.júlí á að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna  67-70  ára, það er taka   á gildi frítekjumark að upphæð 100 þúsund á mánuði vegna atvinnutekna. En hvað með kosningaloforðið um að  leiðrétta  eigi lífeyri aldraðra vegna þess  að hann hefði ekki tekið eðlilegum vísitöluhækkunum.Ekkert er minnst á það kosningaloforð. Heldur ríkisstjórnin, að eldri borgarar hafi gleymt því kosningaloforði. Nei,þeir hafa ekki gleymt því. Og það þýðir ekkert að hafa þann hátt  á , sem oft  hefur tíðkast, að bíða með efndir þar til rétt fyrir næstu kosningar. Eldri borgarar láta ekki bjóða sér slíkar "trakteringar". Þeir vilja  efndir strax.Þeir vilja strax efndir á því kosningaloforði  að hækka lífeyri aldraðra  frá  almannatryggingum í  sem svarar neysluútgjöld samkvæmt könnun Hagstofu Íslands.
Ríkið hrifsar til sín sparnað eldri borgara
Lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum er í dag 130 þúsund á mánuði fyrir skatt, þ.e. til einhleypinga,sem ekki eru í lífeyrissjóði. Það gerir   118 þúsund á mánuði eftir skatt. Þetta er skammarlega lágt. Ef viðkomandi  eldri borgari verður að leigja húsnæði geta farið 70-80 þúsund á mánuði í húsaleigu. Þá er lítið eftir fyrir mat og öllum öðrum úgjöldum og engin leið að láta enda ná saman. Hvers vegna byrjar ríkisstjórnin ekki á því að bæta kjör þessa fólks? Hvers vegna byrjar hún að hugsa um þá sem eru  á vinnumarkaðnum? Það er ekki sá hópur eldri borgara, sem verst er staddur.
Jafnvel þó eldri borgari sé í lífeyrissjóði og hafi 50 þúsund á mánuði  í lífeyri þaðan er hann lítið betur settur en sá sem hefur ekkert nema lífeyri frá TR. Það er vegna skatta og skerðinga. Ríkið  hrifsar til sín sem svarar helmingi af lífeyrinum.Í raun heldur lífeyrisþeginn ekki nema helmingi af þessum lífeyri úr lífeyrissjóðnum, þar eð lífeyrir frá almannatryggingum lækkar um 25 þúsund krónur  á mánuði vegna skatta og skerðinga við 50 þúsund króna tekjur úr lífeyrissjóði. Þannig er réttlætið.Sá, sem hefur greitt í lífeyrissjóð alla ævi, sparað til elliárannna, heldur ekki nema hluta af þessum sparað, þar eð ríkið hrifsar til sín helming af   þessum sparnaði. Þetta rangæti verður að leiðrétta.
Af hverju ekki frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna?
 Samfylkingin boðaði það í þingkosningunum 2007, að hún vildi setja 100 þúsund króna frítekjumark  á mánuði vegna tekna úr lífeyrissjóði og  atvinnutekna.Verkefnisstjórn sú,sem félagsmálaráðherra skipaði til þess að undirbúa breytingar í lífeyrismálum aldraðra, mun hafa lagt til,  að byrjað yrði með 25 þúsund króna frítekjumark á mánuði vegna lífeyrissjóðstekna. En ríkisstjórnin strikaði það út. Hvers vegna? Má ekki leiðrétta þetta ranglæti. Ég tel, að byrja hef'ði átt á því að setja frítekjumark vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er mikið mikilvægara en frítekjumark vegna atvinnutekna. Aðeins um 30% eldri borgara er á vinnumarkaði en 90-95% eldri borgara eru í lífeyrissóði. Það gagnast því mikið fleirum að setja frítekjumark vegna  tekna úr lífeyrissjóði. Það er auðvitað ódýrara fyrir ríkið að fara fyrri leiðina.( Frítekjumark vegna atvinnutekna) Er það ef til vill þess vegna,sem  sú leið er farin? Er alltaf verið að reyna að sleppa sem " billegast" út úr viðskiptum við eldri borgara ? Ef svo er   þá er kominn tími til að breyting verði á. Ríkisstjórnin á ekki að gera það sem ódýrast er fyrir eldri borgara. Hún á að gera það sem gagnast  eldri borgurum best.
Samkomulagið við LEB drýgra en yfirlýsingin 5.des. sl. !
Árið 2006 náðist samkomulag milli Landssambands eldri borgara ( LEB) og þáverandi ríkisstjórnar  um kjaramál aldraðra og  vistunarmál þeirra. Það mátti að vísu ekki kalla þetta samkomulag,heldur var það  kallað yfirlýsing. Þar var gert ráð fyrir nokkurri hækkun á lífeyri aldraðra, minni skerðingum og  aðgerðum í hjúkrunar-ig vistunarmálum aldraðra. Mér þótti samkomulag þetta eða yfirlýsing slakt nema í hjúkrunar-og vistunarmálum aldraðra. Sá kafli var góður. En eftir að yfirlýsing núverandi ríkisstjórnar var birt 5.desember sl. virðist samkomulagið frá 2006 vera  dágott eða a.m.k mun drýgra en yfirlýsingin  frá desember 2007. Ástæðan er sú,að það er ekki gert ráð fyrir neinni hækkun lífeyris til aldraðra frá almannatryggingum í yfirlýsingunni 2007 en  það voru slíkar kjarabætur í yfirlýsingunni frá 2006 þó þær væru ekki mjög miklar.Aldrei  hefði hvarflað að mér,að útkoman yrði verri fyrir aldraða, ef Samfylkingin kæmi í ríkisstjórnina í stað Framsóknar en enn sem komið er virðist það svo.
8 þúsund eftir af 25 þúsund krónunum !
Sú tillaga ríkisstjórnarinnar,að þeir sem ekki eru í lífeyrissjóði fái  ei að síður 25 þúsund krónur á mánuði í lífeyri  frá lífeyrissjóði felur í sér sáralitlar kjarabætur. Í fyrsta lagi er það mjög lítill hópur ellilífeyrisþega,sem nýtur þessa. En í öðru lagi  verður þessi upphæð skattlögð og  veldur skerðingu tryggingabóta i þannig,að  eftir skatta og skerðingar verða ekki nema   um 8 þúsund krónur eftir. Það er öll kjarabótin,sem  þessi litli hópur fær. Það tekur því varla að nefna þetta lítilræði.
Þörf  á nýjum vinnubrögðum
Við höfum fengið nýja ríkisstjórn og nýjan félags--og tryggingamálaráðherra.En vinnubrögðin hafa ekkert breyst. Þau eru eins og áður,þegar Framsókn var í ríkisstjórninni. Það er verið að draga kjarabætur fyrir aldraða á langinn,tefja þær eins lengi og unnt er. Þetta gengur ekki. Vinnubrögðin verða að breytast. Við höfum ekkert að   gera við nýja  ríkisstjórn, ef  vinnubrögðin breytast ekki.Ríkisstjórnin verður að taka upp alveg ný  viðhorf til  eldri borgara og öryrkja. Hún  verður að taka upp jákvæð viðhorf. Hún á að athuga strax hvað hún getur gert til þess að bæta kjör þessara hópa og hún á að framkvæma kjarabætur strax, ekki síðar.
Björgvin Guðmundsson

Stjórnarandstaðan gagnýnir ríkisstjórnina

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar gagnýna ríkisstjórnina harðleg fyriir  aðgerðarleysi í efnahagsmálum,þegar gengi krónunnar hríðfalli og verðbólga aukist.Steingrímur J.Sigfússon segir ríkisstjórnina handónýta og að hún vakni ekki þó krónan hrynji.Guðjón Arnar lýsir vantrausti á stjórnina og segir hana bera ábyrgð á því hvernig komið sé.Guðni Ágústsson tekur í sama streng.

Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir,að það hafi verið farið óvarlega í útrásinni og bankarnir skuldsett sig um of.

 

Björgvin Guðmundsson


Gott starf Fjölskylduhjálpar

Fjölskylduhjálp Íslands mun aðstoða yfir 200 fjölskyldur í dag sem þurfa m.a. á mataraðstoð að halda yfir páskahátíðina. Um 20 sjálfboðaliðar starfa við úthlutunina, en klukkan þrjú í dag voru dyr Fjölskylduhjálparinnar opnaðar. 
Það er mjög gott starf,sem  fjölskylduhjálpin vinnur bæði um páska og um jólin.Margir eiga um sárt að binda vegna veikinda og fátæktar og fjölskylduhjálpin og mæðrastyrksnefnd veita ómetanlega aðstoð.
Björgvin Guðmundsson

    Verður aðild að ESB kosningamál í næstu kosningum?

    Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur aðild að ESB á stefnuskrá sinni.Samfylkingin vill,að Ísland ákveði samningsmarkmið sín fyrir samningaviðræður við ESB.. Síðan verði látið reyna á þau í samningaviðræðum. Niðurstaðan verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.Norðmenn hafa tvívegis fellt i þjóðaratkvæði að ganga í ESB. Norski Verkamannaflokkurinn vill ganga í ESB en  norska stjórnin hefur ekki aðild á stefnuskrá sinni.Eftir næstu kosningar í Noregi gæti aðild komist á dagskrá. Ef Noregur gengur í ESB verður Ísland að fylgja í kjölfarið. Ef  Noregur fer úr EFTA  og gengur  í ESB líður EFTA sennilega undir lok.
      Hér  gæti  aðild að ESB orðið kosningamál í næstu kosningum.
    Björgvin Guðmundsson

    Hrun í kauphöllinni hér

    Verð á hlutabréfum hefur hrunið í Kauphöll Íslands í dag og nemur lækkun Úrvalsvísitölunnar 6,03%. Er þetta mesta lækkun vísitölunnar frá upphafi samkvæmt upplýsingum frá kauphöllinni. SPRON hefur lækkað um 14,4%, Exista um 12,9%, FL Group um 12,8%, Kaupþing 6,9%, Bakkavör 5,8% og Landsbankinn 5%.

    Gengi krónunnar helt einnig áfram að lækka í morgun. Er ljóst,að lækkuninni er ekki lokið Búast má við að gengi krónunnar og hlutabréf í kauphöllinni hér muni halda áfram að lækka á næstunni.

    Björgvin Guðmundsson


    mbl.is Hrun í kauphöllinni
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Þosteinn Erlingsson

     

    Þorsteinn Erlingsson var eitt af okkar bestu skáldum.Hann orti þessa vísu;

    Það er líkt og ylur í-

    ómi sumra braga-

    mér hefur hlýnað mest  á því-

    marga kalda daga.-

     

     

    Þorsteinn Erlingsson fæddist þann 27. september árið 1858 í Stórumörk í Fljótshlíð. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Jónsdóttir og Erlingur Pálsson. Alls eignuðust þau hjón 13 börn, en sum dóu í bernsku. Þorsteinn var tvíburi og var systir hans skírð Helga.
    Það átti ekki fyrir Þorsteini að liggja að alast upp hjá foreldrum sínum.Bágur fjárhagur  hefur eflaust átt sinn þátt í því og erfitt reynst fyrir foreldra hans að sjá fyrir tveimur nýjum börnum. Hann er því ekki nema nokkurra daga gamall þegar farið er með hann að Hlíðarendakoti í Fljótshlíð þar sem Helga amma hans bjó ásamt síðari manni sínum, Þorsteini Einarssyni.
    Mun Þorsteinn hafa átt gott viðurværi hjá þessum fósturforekdrum sínum.Honum hefur liðið vel í Hlíðarendakoti ef marka má samnefnt ljóð:

     ,,Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman. Þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman."Allir skólakrakkar lærðu þetta ljóð.
    Þegar Þorsteinn er 13 ára deyja bæði Helga amma hans og Þorsteinn fóstri hans með stuttu millibili, en þrátt fyrir það var Þorsteinn áfram í Hlíðarendakoti og nú í umsjá Ólafs föðurbróður síns, sem var honum alla tíð mjög góður.

    Björgvin Guðmundsson


    Ríkisstjórnin þarf að lækka tolla og flýta skattalækkun einstaklinga

    Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir forsendur kjarasamninga brostnar eftir gengisfall krónunnar og vill að ríkisstjórnin grípi strax til aðgerða sem verji þann ávinning launafólks sem samið var um. Þar á meðal að flýta hækkunum barnabóta og persónuafsláttar og auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð.

    Að auki eigi ríkisstjórnin að gera ráðstafanir til þess að verð á matvælum lækki með því að afnema verndartolla. Ríkissjóður standi vel og hafi alla burði til að þessa.

    Ávinningur sá sem launafólki var ætlaður í nýgerðum kjarasamningum er horfinn, segir Guðmundur og minnir á að samningarnir hafi verið miðaðir við að rétta hlut þeirra lægst launuðu.

    Ríkisstjórnin á að bregðast við þessu, segir Guðmundur, enda hafi aðkoma ríkisvaldsins verið ein helsta forsenda þess, að samningar náðust.

    Ennfremur ætti ríkisstjórnin að lækka skatta með því að flýta umsömdum hækkunum á persónuafslætti og láta hann koma til framkvæmda á þessu ári og því næsta. Þá vill Guðmundur að ríkisstjórnin leiðrétti vaxtabætur með því að hækka eignastuðla í 20 milljónir króna, í stað 11.

    Mér virðast þessar tillögur Guðmudar skynsamar. Ef ríkisstjórnin lækkkar tolla á matvælum og flýtir skattalækkun gæti það komið almenningi til  hjálpar nú þegar verðhækkanir dynja yfir. Skattur á bensíni þarf að lækka strax. Lækkun sú,er ríkisstjórnin boðaði á sköttum einstaklinga var allof lítil Hækka átti skattleysismörkin um 5800 kr. næsta ár. Það vigtar lítið.Best væri að láta hækkun skattleysismarkanna koma til framkvæmda  alla í einu lagi á næsta ári,þ.e., 20 þúsund.

    Björgvin Guðmundsson

     


    Ungir Framsóknarmenn vilja þjóðaratkvæði um ESB

    Samband ungra framsóknarmanna telur að það þjóni hagsmunum Íslands að hefja vinnu við samningsmarkmið með aðild að Evrópusambandinu í huga. Telur sambandið að kjósa eigi um það samhliða forsetakosningum í sumar hvort hefja eigi aðildarviðræður eður ei.

    Þetta er mjög athyglisvert sjónarmið hjá SUF.Formaður Framsóknar er harður andstæðingur ESB aðildar og það sama má segja um marga forustumenn Framsóknar. Valgerður Sverrisdóttir,varaformaður flokksins er fylgjandi aðild að ESB. Ljóst er,að Framsókn er klofin í málinu. Sama má líklega segja um Sjálfstæðisflokkinn. Aðild að ESB eykst hratt fylgi innan stjórnmálaflokkanna og sennilegast er skynsamlegast að leggja málið undir þjóðaratkvæði sem fyrst.

     

    Björgvin Guðmundsson


    mbl.is SUF vill kosningar um hvort hefja eigi ESB viðræður í sumar
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    « Fyrri síða | Næsta síða »

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband