Þosteinn Erlingsson

 

Þorsteinn Erlingsson var eitt af okkar bestu skáldum.Hann orti þessa vísu;

Það er líkt og ylur í-

ómi sumra braga-

mér hefur hlýnað mest  á því-

marga kalda daga.-

 

 

Þorsteinn Erlingsson fæddist þann 27. september árið 1858 í Stórumörk í Fljótshlíð. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Jónsdóttir og Erlingur Pálsson. Alls eignuðust þau hjón 13 börn, en sum dóu í bernsku. Þorsteinn var tvíburi og var systir hans skírð Helga.
Það átti ekki fyrir Þorsteini að liggja að alast upp hjá foreldrum sínum.Bágur fjárhagur  hefur eflaust átt sinn þátt í því og erfitt reynst fyrir foreldra hans að sjá fyrir tveimur nýjum börnum. Hann er því ekki nema nokkurra daga gamall þegar farið er með hann að Hlíðarendakoti í Fljótshlíð þar sem Helga amma hans bjó ásamt síðari manni sínum, Þorsteini Einarssyni.
Mun Þorsteinn hafa átt gott viðurværi hjá þessum fósturforekdrum sínum.Honum hefur liðið vel í Hlíðarendakoti ef marka má samnefnt ljóð:

 ,,Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman. Þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman."Allir skólakrakkar lærðu þetta ljóð.
Þegar Þorsteinn er 13 ára deyja bæði Helga amma hans og Þorsteinn fóstri hans með stuttu millibili, en þrátt fyrir það var Þorsteinn áfram í Hlíðarendakoti og nú í umsjá Ólafs föðurbróður síns, sem var honum alla tíð mjög góður.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband