Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Þorgerður Katrín! Vertu heima
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ætlar að öllu óbreyttu að vera viðstödd opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Bejing í ágúst. Vel verði fylgst með þróun mála en ef aðstæður breytist til hins verra, komi til greina að fara ekki.
Það er alveg ljóst að við fordæmum öll þau mannréttindabrot sem eru viðhöfð af hálfu kínverskra stjórnvalda, bara þannig að það sé skýrt, sagði Þorgerður Katrín. Að öllu óbreyttu yrði hún við opnunarhátíðina í Bejing líkt og hún var viðstödd opnunarhátíðina í Aþenu árið 2004.
Þar var ég ekki í boði grískra stjórnvalda, heldur í boði íþróttahreyfingarinnar sem fór fram á að ég yrði viðstödd og það sama á við núna. Ég verð fyrst og fremst þarna til að styðja við bakið á okkar íþróttafólki og hvetja það til dáða en ekki til að strjúka Kínverjum. En að sjálfsögðu er það þannig að maður fylgist náið með hvernig mál þróast, sagði hún.
Það eru mér mikil vonbrigði að heyra,að Þorgerður Katrín,menntamálaráðherra,ætli að vera á opnunarhátíð Olympíuleikanna.Það breytir engu hvort hún er þar í boði íþróttahreyfingar Kína eða stjórnvalda. Almenningur gerir engan greinarmmun á því. Ef ráðamenn heimsins sniðganga opnunarhátíð leikanna eru það skýr skilaboð til stjórnvalda í Kína um það að þau verða að breyta um stefnu og hætta mannréttindabrotum.Það er út í hött að ætla að bíða eftir frekari mannréttindabrotum. Nóg er komið og nóg er í gangi í Tíbet. Krafan er þessi: Sniðgöngum opnunarhátíðina.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fer á opnunarhátíðina en ekki til að strjúka Kínverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Grunnskólakennarar eru með lægstu launin
Yfirstandandi kjörtímabil hefur ekki verið tímabil átaka við samningaborðið, enda samningar löngu gerðir og við það að renna út. Það hefur hins vegar ekki farið fram hjá neinum að skólarnir hafa átt í vandræðum með að ráða til sín fólk og margur góður kennarinn hefur horfið til annarra og betur launaðra starfa. Skólarnir hafa orðið undir í samkeppni um vinnuafl og margt bendir til þess að þeir samningar sem nú standa yfir, eða eru framundan, muni skilja á milli feigs og ófeigs í starfsemi skóla á næstu árum, sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), í opnunarávarpi sínu á þingi sambandsins á Grand Hótel í Reykjavík í gær.
Aðspurður segist Eiríkur þó vilja leyfa sér ákveðna bjartsýni fyrir komandi samninga. Mér skilst að samskipti grunnskólakennara við sveitarfélögin, hingað til, gefi til kynna gagnkvæman vilja til að leysa málin í sameiningu. Ég held að menn séu búnir að upplifa svo mikið á undanförnum mánuðum og búnir að sjá á eftir svo mörgum kennurum úr þeirri stétt, að þessi gagnkvæmi vilji hafi skapast. Hann segir sömu lögmál gilda um aðstæður annarra hópa, bæði leik-, tónlistar- og framhaldsskólakennara. Mjög mikilvægt sé til dæmis að framhaldsskólinn komi vel út úr næstu samningum.
Samkvæmt könnun,sem Gallup gerði nýlega eru grunnskólakennarar með lægstu launin af öllum kennarastéttum,þar á meðað leikskólakennurum.Ef laun þeirra verða ekki leiðrétt má búast við' algerum flótta úr stéttinni.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Næstu samningar gætu skilið milli feigs og ófeigs í skólastarfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Hvers eiga eldri borgarar að gjalda?
Nýir almennir kjarasamningar voru gerðir í feb.sl. Þeir lægst launuðu fengu 18000 kr. kauphækkun í upphafi eða 15%.Eldri borgarar fengu 5 þús.kr. hækkun lífeyris eða 4% hækkun.Hvers vegna fengu eldri borgarar ekki 18000 kr. hækkun eins og þeir lægst launuðu?Jú þeir fengu 3,3% hækkun 1.janúar vegna launahækkana sl. ár.Sú hækkun var dregin frá þeirri kauphækkun,sem ákveðin var til handa eldri borguruim! Síðan er verið að segja,að eldri borgarar eigi að fá einhverja meiri hækkun einhvern tímann seinna á árinu. Hvaða hundakúnstir eru þetta? Það hefur alltaf verið sagt,að eldri borgarar ættu að fá sömu hækkun og láglaunafólk.Meira að segja Davið Oddsson sagði það, þegar hann var forsætisráðherra.Hann sagði,að eldri borgarar mundu ekki tapa á því þó
skorið væri á sjálfvirk tengsl milli bóta og lágmarkslauna.En þeir tapa á Því. Þeir eru hlunnfarnir.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. felldi tillögu um að hækka aðstoð við þá verst settu
Meirihluti velferðarráðs Rvíkurborgar vill ekki hækka lágmarksaðstoð við fátækt fólk til bráðabirgða upp í lægstu hugsanlegu upphæð lífeyrisbóta. Tillögu um þetta var í dag vísað til nefndar sem ekki á að skila af sér fyrr en eftir marga mánuði, og verður grunnupphæð fjárhagsaðstoðar áfram rúmar 99 þúsund krónur á mánuði. Björk Vilhelmsdóttir og aðrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar í ráðinu lýstu í bókun miklum vonbrigðum með þessa afgreiðslu sem þýðir að aðstoð borgarinnar er áfram 36% lægri en ellilífeyrir og atvinnuleysisbætur.
Ég lýsi furðu minni á þessari afgreiðslu. 99 þúsund á mánuði duga engan veginn í dag til þess að framfleyta sér enda er það 36% lægra en atvinnuleysisbætur.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Norðurlönd verði sameiginlegt markaðssvæði
Norrænu forsætisráðherrarnir segjast í yfirlýsingu, sem send var út eftir fund þeirra í Norður-Svíþjóð í dag, stefna að því að efla norrænt samstarf enn frekar til þess að mæta áskorunum hnattvæðingarinnar. Lykilatriði sé að gera Norðurlönd að sameiginlegu markaðssvæði með sterka samkeppnisstöðu.
Í yfirlýsingunni segja ráðherrarnir, að til að ná því markmiði hafi þeir náð samkomulagi um að leggja enn meiri áherslu á að ryðja öllum stjórnsýsluhindrunum úr vegi á norrænum landamærum og veita fólki, fyrirtækjum og stofnunum betra tækifæri til að ná fótfestu á sameiginlegum norrænum markaði.
Yfirlýsing fosætisráðherranna er mjög athyglisverð. Ekki kemur nákvæmlega fram í hverju sameiginlegt markaðssvæði er fólgið. Öll Norðurlöndin eru í EFTA svo að ekki er um neina innbyrðis tolla á iðnaðarvörum eða fiskafurðum að ræða. En hvort Norðurlöndin ætla einnig að stefna að myndun tollabandalags kemur ekki fram. Það er þó fremur ólíklegt.Sennilega geta ESB löndin,Danmörk.Svíþjóð og Finnland ekki tekið þátt í tollabandalagi með hinum Norðurlöndunum. ESB er tollabandalag,þ.e. ytri tollar eru samræmdir og hinir sömu en innbyrðis tollar felldir niður.
Björgvin Guð,undsson
'''''
![]() |
Vilja efna norrænt samstarf enn frekar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Útflutningsverðmæti sjávarafurða 51%
Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins bar fram fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra á alþingi í dag um margfeldisáhrif sjávarútvegsins.Fram kom,að árið 2006 námu útfluttar sjávarafurðir 51% heildarútflutnings. Ráðherra sagði,að margfelsdisáhrif sjávarútvegsins væru mikil en ekki hefði þau verið könnuð nákvæmlega. Kvaðst hann hafa beðið Hagfræðistofnun Háskólans að kanna og reikna það út í tilefni af fyrirspurn Arnbjargar.Ráðherra sagði,að fyrir hvert eitt starf í sjávarútvegi væru 1,7% störf sem tengdust þeim störfum.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Sömu laun fyrir sömu vinnu
Ein aðalkrafan af hendi Stéttarfélags í almannaþjónustu (SFR) í komandi kjarasamningum við ríkið er að greidd verði sömu laun fyrir sambærileg störf hjá ríki og á almennum markaði. Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, er hér um nýmæli að ræða. Spurður um ástæðu kröfunnar segir Árni Stefán sameiginlega launakönnun SFR og VR sem gerð var fyrir rétt rúmu ári hafa leitt í ljós að 20-39% launamunur væri á sambærilegum störfum hjá ríkinu og á almennum markaði.
Þetta er góð krafa hja SFR. Fleiri stéttarfélög þyrfti að fylgja fordæmi SFR. Þrátt fyrir falleg orð í ræðum er ástandið í jafnréttismálum að því er laun varðar mjög slæmt. Launamunur er mjög mikill og það er ekkert gert í málinu annað en að tala. Og jafnvel lögum,sem sett eru um málið er ekki framfylgt.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
SFR vill sömu laun fyrir sambærileg störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Bílstjórar halda áfram aðgerðum
Félagar hans hrópuðu hvatningarorð og að þeir myndu halda áfram aðgerðum.
Sturla mætti með lögmanni sínum til yfirheyrslu í morgun vegna aðgerða og mótmæla atvinnubílstjóra að undanförnu.
Varðandi aðgerðir bílstjóra og spurningar lögreglu um þær sagði Sturla: Ég er náttúrulega bara vegfarandi hérna sem lendir í umferðaröngþveiti og verð bara að berjast fyrir mínu sjálfur," sagði Sturla.
Sturla sagði að lögreglan hefði farið í gegnum lista af spurningum en að hann hafi ekki svarað neinu enda bæri honum ekki skylda til þess.
Aðspurður hvort bílstjórar ætluðu að halda áfram aðgerðum svaraði hann: Þið heyrið í strákunum, þeir eru meira en fílefldir bara. Það lítur út fyrir að menn eflist bara við það að verða teknir í yfirheyrslur og það segir okkur að þetta er bara lögregluríki"
Samkvælmt þessu er aðgerðum bílstjóra hvergi nærri lokið.Þeir ætla greinilega að halda áfram aðgerðum.Sturla,forsprakki ,bílstjóranna,virðist gæta sín á því að viðurkenna ekki að hann sé að hvetja til aðgerða eða standa fyrir þeim. En heyrst hefur að til standi að ákæra hann.
Björgvin Guðmundssob
![]() |
Bílstjórar: Við höldum áfram" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Á ríkið að bjarga bönkunum?
Miklar umræðuyr eiga sér nú stað í þjóðfélaginu um vanda íslensku bankanna. Sú hugmynd hefur komið fram hjá ráðmönnum þjóðarinnar,að ríkið taki mjög stórt erlent lán til þess að bæta gjaldeyrisstöðu Seðlabankans og til þess að kaupa skuldabréf af bönkunum til þess að bæta stöðu þeirra. Mér finnst það orka mjög tvímælis,að ríkið fari að aðstoða bankana á þennan hátt.Hér er um einkabanka að ræða,sem á undanförnum árum hafa rakað til sín gróða og stjórnendurnir hafa hirt góðan hlut af þessum gróða og stungið í eigin vasa.Þegar á móti blæs í rekstri bankanna er rætt um að ríkið komi þeim til hjálpar.Hér áður var stundum rætt um þjóðnýtingu tapsins. Þetta er svipað. Best er,að bankanir komi sér sjálfir út úr þeim vanda sem þeir hafa komið sér í. Þeir hafa farið óvarlega í gífurlegum erlendum lántökum og fjármögnun útrásar.Ef ríkið á eitthvað að hugleiða aðstoð við þá þarf að byrja á því að stokka bankana upp. Það þarf að skipta rekstri þeirra í tvennt: Fjárfestingarstarfsemi og venjulega viðskiptamannastarfsemi. Síðan þarf að láta bankastjóra og aðra stjórnendur skera niður allar þær himinháu launagreiðslur og kaupréttargreiðslur,sem eru í gildi.Stjórnendur bankanna þurfa einnig að bera ábyrgð á mistökum sínum við lántökur erlendis.
Ljóst er að það voru mistök að einkavæða alla bankana 3. Það hefði átt að halda 1-2 þeirra ´
i eigu ríkisiins. Ef það hefði verið gert stæðum við ekki frammi fyrir þessum vanda bankanna,sem við er að glíma í dag.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Jákvæð umsögn Moody´s um ríkissjóð
Ísland er eina ríkið með lánshæfiseinkunnina Aaa hjá matsfyrirtækinu Moody's þar sem bankarnir eru að meðaltali með lánshæfiseinkunn fyrir fjárhagslegan styrk undir C, segir í nýrri greiningarskýrslu Moody's. Fyrirtækið lækkaði einkunn bankanna úr C í C- í febrúar. Staða bankanna er sögð valda áhyggjum en litlar líkur séu á hremmingum í efnahagslífinu vegna hennar.
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir umfjöllun undanfarnar tvær til þrjár vikur hafa þróast í jákvæða átt. Moody's þekki vel til hér á landi og jákvæð skýrsla þeirra ætti að geta ýtt undir frekari umræðu af slíkum toga. Moody's hafi áður metið það svo að ríkið væri fært um að bregðast við mögulegum vanda bankanna.
Umsagnir erlendra matfyrirtækja um ríkissjóð og bankana hafa verið mjög misvísandi að undanförnu.Gott er að Moody´s sé með jákvæða einkunnagjöf um ríkissjóð nú.En ljóst er að bankarnir hafa haft og hafa neikvæð áhrif á umsagnir erlendra matfyrirtækja um ríkið. Það er hin mikla skuldsetning bankanna sem dregur þá niður.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ný skýrsla Moody's segir litlar líkur á hremmingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |