Jákvæð umsögn Moody´s um ríkissjóð

Ísland er eina ríkið með lánshæfiseinkunnina Aaa hjá matsfyrirtækinu Moody's þar sem bankarnir eru að meðaltali með lánshæfiseinkunn fyrir fjárhagslegan styrk undir C, segir í nýrri greiningarskýrslu Moody's. Fyrirtækið lækkaði einkunn bankanna úr C í C- í febrúar. Staða bankanna er sögð valda áhyggjum en litlar líkur séu á hremmingum í efnahagslífinu vegna hennar.

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir umfjöllun undanfarnar tvær til þrjár vikur hafa þróast í jákvæða átt. Moody's þekki vel til hér á landi og jákvæð skýrsla þeirra ætti að geta ýtt undir frekari umræðu af slíkum toga. Moody's hafi áður metið það svo að ríkið væri fært um að bregðast við mögulegum vanda bankanna.

Umsagnir erlendra matfyrirtækja um ríkissjóð og bankana hafa verið mjög misvísandi að undanförnu.Gott er að Moody´s sé með jákvæða einkunnagjöf um ríkissjóð nú.En ljóst er að bankarnir hafa haft og hafa neikvæð áhrif á umsagnir erlendra matfyrirtækja um ríkið. Það er hin mikla skuldsetning bankanna sem dregur þá niður.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


mbl.is Ný skýrsla Moody's segir litlar líkur á hremmingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband