Skammast mín fyrir Miðbæinn

Ég er borinn og barnfæddur Reykvíkingur  og  ólst upp í Vesturbænum. Sem unglingur var ég mikið í Miðbænum  og langt fram eftir aldri heimsótti maður mikið Miðbæinn og gamla bæinn.Nú hefur ferðum á þessar slóðir fækkað,aðalega vegna þess hve þessir bæjarhlutar eru í mikilli niðurníðslu.Það keyrir þó alveg um þverbak undanfarið þegar húsin eru látin drabbast niður án þess að nokkuð sé gert og veggjakrot út  um allt. Þetta er til skammar fyrir borgina. Nú er verið að þrífa eitthvað af veggjakrotinu og er það vel. En Það er ekki nóg. Það verður að gera eitthvað í húsunum,sem eru að drabbast niður. Það verður að skipa eigendum að gera við húsin. Eigendum fasteigna er skylt að halda þeim við, þó gömil séu. Borgaryfirvöld verða að taka þessi mál föstum töku.

 

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir eldri borgara á að hækka um 15% vegna kjarasamninganna

Fram til  ársins 1995-96  hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja sjálfvirkt um sömu hlutfallstölu og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.Samkvæmt því  fyrirkomulagi hefði lífeyrir frá TR nú hækkað um 15% eins og lágmarkslaun verkafólks. Skorið var á þessi sjálfvirku tengsl 1995/96 en þáverandi forsætisráðherra lýsti því  þá yfir, að  kjör aldraðra og öryrkja mundu ekki að versna við þá breytingu.Þessir aðilar yrðu tryggðir bæði með belti og axlaböndum. Ákveðið var að   við breytingu á lífeyri yrði tekið mið af   launaþróun. Með hliðsjón af yfirlýsingu  forsætisráðherra frá því fyrir 12 árum er alveg ljóst, að lífeyrir aldraðra og öryrkja á að hækka nú jafnmikið og lágmarkslaun verkafólks  hafa hækkað, eða  um 15%. Annað eru svik.Því var lofað, að kjör aldraðra og öryrkja myndu ekki versna við þá breytingu að skera á sjálfvirku tengslin milli  launa og bóta. Við þetta loforð á að standa..
Björgvin Guðmundsson

REI.Sagan endalausa

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, fól borgarlögmanni að svara erindi umboðsmanns Alþingis til borgarráðs frá 9. október s.l. Eftir að nýr meirihluti tók við kynnti borgarlögmaður nýjum borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni, þessa ráðstöfun og staðfesti Dagur hana. Hann fól einnig borgarlögmanni að kynna drög að svari til umboðsmanns fyrir stýrihópnum sem stofnaður var um málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Svardrögin voru kynnt í stýrihópnum á tveimur fundum. Þrátt fyrir að stýrihópurinn gerði ýmsar athugasemdir við drögin rötuðu þær ekki inn í svardrög borgarlögmanns.

Þetta kemur m.a. fram í svari borgarráðs við ósk umboðsmanns frá 22. febrúar sl. um frekari upplýsingar varðandi atburði sem tengjast áformum um sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Drög að svari við þeim voru rædd í borgarráði sl. fimmtudag. Þar segir m.a.: „Rétt hefði verið að fjalla um svörin [þau fyrri] í borgarráði áður en þau voru send og verður þess gætt framvegis að ganga ekki með sama hætti fram hjá kjörnum fulltrúum þegar svo háttar til.“ 

Það er skammarlegt hvað borginni  hefur gengið illa að svara umboðsmanni alþingis um Rei málið.

Nýjar fréttir herma einnig,að enn sé  ágreiningur meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Rei málið: Þeir Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon vilja halda útrásinni áfram en hinir borgarfulltrúar

Sjálfstæðisflokksins munu vera því mótfallnir.

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Athugasemdir ekki með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna er utanríkisþjónustan óvinsæl?

Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra ,var í þætti Hjálmars Sveinssonar, Krossgötum, á RUV í dag.Var komið víða við: Rætt um Nato fundinn í Búkarest, hernaðaraðgerðir og friðargæslu í Afganistan,framboð Íslands til Öryggisráðsins og utanríkisþjónustuna yfirleitt.Ingibjörg Sólrún varpaði góðu ljósi á þessi mál öll. Hjálmar Sveinsson sagði,að svo virtist sem utanríkisþjónustan væri óvinsæl hjá almenningi. Algengt væri að heyra hjá sumum  að réttast væri að leggja utanríkisjónustuna niður. Hún væri óþörf með öllu.Síðan spurði Hjálmar: Hvers vegna heldurðu,að utanríkisþjónustan sé svona óvinsæl:Ingibjörg sagði,að það  væri sjálfsagt vegna þess að utanríkisþjónustan hefði lokað sig nokkuð af og ekki hefði verið haldið uppi nægilegri kynningu á þjónustunni.Þetta stæði nú til bóta. Meiningin væri að kynna utanríkisþjónustuna og hefðu háskólarnir verið fengnir til liðs við ráðuneytið í því skyni. Utanríkisþjónustan hefði mjög mikilvægu hlutverki að gegn og m.a. gætti hún hagsmuna íslenskra ríkisborgara hvar sem væri í heiminum.

 

Björgvin Guðmundsson 


Tekin upp neytendavæn matvælalöggjöf

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði á fundi hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík í morgun, að verði fyrirhugað lagafrumvarp hans að veruleika verði grundvallarbreyting á matvælamarkaðinum. M.a. verði heimilt að flytja inn hrátt kjöt.

Einar sagði að samkvæmt væntanlegri löggjöf, sem væri „stærsta málið“ sem koma myndi frá sínu ráðuneyti á þessu þingi, yrði í raun tekin upp matvælareglugerð Evrópusambandsins. Þetta væri „neytendavæn löggjöf.“

Það er ánægjulegt að heyra þessar fréttir.Matvælareglugerð ESB er mjög neytendavæn. Og það að byggja á henni eða að taka hana upp tryggir hagsmuni neytenda.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Landbúnaðarráðherra boðar tímamótabreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríðum við of hratt?

Ég fór eitt sinn fyrir mörgum áratugum til bankastjóra og bað um víxil vegna húsbyggingar. Hann sagði: Þú ríður of hratt. Hann meinti,að ég eyddi of miklu og framkvæmdi of  mikið.Mér komu þessi orð í hug þegar gengi krónunnar féll og  mikil umræða hófst um efnhagsóáran.

Spurningin er þessi: Höfum við riðið of hratt,einstaklingar og þjóðin. Hefur almenningur og þjóðin eytt of miklu. Svarið er Já. Framkvæmdir þjóðarinnar hafa verið of miklar á skömmum tíma.Kárahnjúkavirkjun og bygging álverksmiðjunnar var alltof stór biti fyrir okkar litla hagkerfi á stuttum tima. Allur almenningur hefur eytt alltof miklu. Það hefur verið eyðsluæði. Öll bilakaupin,allir jepparnir,þetta hefur verið langt úr hófi fram.  Við höfum ekkert  að gera við alla þessa jeppa. Margir þeirra eru  keyptir á erlendum lánum og nú hafa þau stórhækkað vegna gengishruns krónunnar. Margir einstaklingar eiga nú í vandræðum með  afborganir af húsnæðislánum vegna  hækkunar  af völdum verðtryggingar eða erlendra lána.Margir hafa verið of fljótir á sér i fjárfestingum og eyðslu.

Viðskiptahallinn er gífurlegur. Það bendir til þess að eyðslan hafi að verulegu leyti verið fjármögnuð með  lánum.Viðskiptahallinn er ein ástæða gengishrunsins. Við getum ekki reiknað með því að gengið hækki á ný. Lífskjörin munu því versna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

B


Skattleysismörk fylgi launavísitölu

Það er bein atlaga að kjörum eldri borgara,þegar skattleysismörk fylgja ekki launavísitölu. Þá njóta þeir ekki þeirrar kaupmáttaraukningar,sem verður í samfélaginu.Þetta er orðrétt úr stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka skattleysismörkin um 20 þúsund krónur á mánuði á næstu 3 árum,fyrir utan verðlagshækkanir.Þau eru í dag 95 þúsund á mánuði.Þau fara því í 115-120 þúsund á mánuði við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. En ef þau hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 ættu þau í dag að vera 150 þúsund á mánuði. Það vantar því enn mikið upp á að kosningaloforð Samfylkingarinnar sé efnt í þessu efni.

 

Björgvin Guðmundsson


Er vorið að koma?

Sumum þykir hann hafa blásið nokkuð stíft að norðan að undanförnu og sums staðar heyrist tal um kaldan vetur en allt er þetta orðum ofaukið og jarðræktarsérfræðingar, ráðunautar og aðrir túnsérfræðingar víðs vegar um land hafa ekki heyrt af skemmdum á túnum og telja almennt litla hættu á kali í vor.

Líðandi vetur er sá kaldasti síðan 2002 en hitinn hefur samt verið í meðallagi, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Hann bendir reyndar á að miklu oftar hafi verið kaldara á vetrum en hlýrra og í því samhengi hafi hann verið hlýr að þessu sinni.

Hvað sem bollaleggingum veðurfræðinga líður og staðreyndum,sem, þeir tilgreina er maður orðinn hundleiður á vetrinum  og vill fara að fá vor og  hlýindi.Vorið verður sérstaklega kærkomið að þessu sinni.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Beðið eftir gróanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er of mikið að reisa tvö álver samtímis

Það er nú ljóst,að  bygging álvers í Helguvík verður ekki stöðuð. Umhverfisráðherra taldi sig ekki hafa lagaheimild til þess að  stöðva byggingu álvers þar.En svo virðist sem bygging álvers í Helguvík hafi hleypt kappi í baráttu norðanmanna fyrir alveri við Bakka við Húsavík.Ekki líst mér á,að þar verði einnig reist samtímis álver. Ég tel,að  vegna efnahagsástands og útblásturs sé ekki ráðlegt að hleypa af stað nema einu álveri í einu. Það er því skynsamlegt að bíða með álver við Bakka.

 

Björgvin Guðmundsson


Verða börn greindari af því að borða fisk?

Ef konur vildu hámarka vitsmunaþroska barna sinna ættu þær að borða fisk oftar en tvisvar í viku meðan á meðgöngu stendur,“ segir dr. Emily Oken, prófessor í læknisfræði við Harvardháskóla, en hún ásamt öðrum hefur nýlokið rannsókn á áhrifum fiskáts kvenna á meðgöngu á vitsmunaþroska barna við þriggja ára aldur. Sýndu börn þeirra kvenna sem borðuðu fisk oftar en tvisvar í viku á meðgöngu meiri vitsmunaþroska en önnur börn.

Þetta er athyglisverð rannsókn. Áður hefur verið vitað,að fiskur er mikið hollari en kjöt og ýmiss annar matur. En hér er komin ný ástæða fyrir því að fiskneysla verði aukin. Það er tvímælalaust rétt stefna að auka fiskneyslu sem mest.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Fiskur gerir börnin greindari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband