Lýsa áhyggjum af niðurskurði á Landspitala.Kemur illa við sjúklinga

Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar á Landspítala hafa miklar áhyggjur af niðurskurði á starfsemi spítalans sem kemur illa við bæði sjúklinga og starfsmenn, að því er fram kemur í áskorun frá þeim til heilbrigðisyfirvalda.

„Landspítalinn hefur um árabil glímt við mikinn fjárhagsvanda og hafa allir starfsmenn hans lagt sitt af mörkum til að ná fram hagræðingu og sparnaði í rekstri hans. Ástandið er nú orðið þannig að mörgum starfsmönnum þykir nóg komið. Þeir telja að sparnaðaraðgerðirnar séu farnar að vega að þjónustu spítalans við landsmenn og stöðu hans sem háskólasjúkrahúss.

Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar á Landspítala hafa miklar áhyggjur af niðurskurði á starfsemi spítalans sem kemur illa við bæði sjúklinga og starfsmenn. Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar starfa við endurhæfingu sjúklinga á öllum deildum spítalans, allt frá gjörgæsludeild til göngudeilda. Þeir eiga í þverfaglegu samstarfi við aðrar starfsstéttir spítalans svo að sjúklingar geti fengið bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni. Með því móti er unnt að stytta legutíma á bráðadeildum og halda áfram endurhæfingu, t.d. á Grensásdeild, Landakoti eða utan spítalans. Meginmarkmið þjálfunarinnar er að auka sjálfsbjargargetu einstaklingsins, svo að hann geti lifað eins sjálfstæðu og innihaldsríku lífi og kostur er.

Erfiðlega hefur gengið að manna allar stöður sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa á Landspítalanum undanfarin ár. Þar er fyrst og fremst um að kenna lélegum launakjörum og miklu vinnuálagi.

Ljóst er,að það hefur verið gengið alltof langt í sparnaði á Landsspítalanum. Öryggi sjúklinga er í hættu.Það fást ekki orðið nógu margir hæfir starfsmenn vegna lélegra launakjara og vinnu

álag  er of mikið.Þeir flokkar,sem hafa stjórnað spitalanum undanfarin  ár halda að unnt sé að reka spítalann eins og verksmiðju. En það er ekki unnt. Það kom vel í ljós,þegar deild Landakots fyrir heilabilaða var boðin út að enginn einkaaðili getur rekið slíka deild fyrir sömu fjárhæð og Landspítalinn.Grund bauð nokkuð hærra í rekstur deildarinnar en  Landspitalinn hafði til ráðstöfunar í rekstur deildaarinnar. Því tilboði var tekið þó það væri  of hátt. Er þetta ef til vill það sem koma skal:Að einkaaðilar reki deildir spítalann fyrir hærra verð en  Landspítalinn.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Hafa áhyggjur af niðurskurði á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launamunur kynjanna meiri hér en í Evrópu! Lítið gerist hér

Ísland  er alltaf að guma af því að  jafnrétti sé að aukast hér og launmunur kynjanna að minnka. En staðreyndir segja annað. Launamunur hér er 18% en 15% í Evrópu.

Nýleg könnun Evrópusambands launamanna (ETUC) sýnir að munur á launum karla og kvenna fyrir sambærileg störf er að meðaltali 15% í Evrópu. Munur á launum kynjanna hér á landi er 18% samkvæmt launakönnun VR frá 2007 eða 3% meiri en meðaltalið í álfunni.

Í sömu könnun ETUC kemur í ljós að aðild kvenna að stéttarfélögum fer vaxandi en að þær eru enn lítt sýnilegar í forystusveit verkalýðsfélaga í Evrópu.

Samkvæmt þessu virðist baráttan fyrir launajafnrétti hér bera lítinn  árangur.Enda er tekið á þessum málum hér með vettlingatökum. Það er talað fallega um launajafnrétti.En í reynd gerist lítið. Það á að skylda fyrirtækin til þess að birta tölur um laun karla og kvenna og sekta þau fyrirtæki sem brjóta lög um launajafnrétti.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Launamunur kynjanna 15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útgjöld til heilbrigðismála 9,2% af landsframleiðslu

Heildarútgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr ríflega 6,4% af landsframleiðslu í upphafi níunda áratugarins í um 9,2% af landsframleiðslu á síðasta ári. Það samsvarar 117,3 milljörðum króna á verðlagi þess árs. Eftir þessum mælikvarða reyndust útgjöldin hæst árið 2003 eða 10,4% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í nýjum hagtíðindum Hagstofu Íslands.

Af heildarútgjöldum til heilbrigðismála greiðir hið opinbera 96,8 milljarða króna og einkaaðilar 20,5 milljarða. Á rúmlega aldarfjórðungi hafa útgjöld hins opinbera til þessa málaflokks aukist úr 5,5% af landsframleiðslu í 7,6%. Á sama tíma hafa útgjöld heimilanna tvöfaldast, úr 0,8% af landsframleiðslu í 1,6%. Hlutur heimilanna hefur aukist verulega frá 1980 eða úr 12,8% af heildarútgjöldum í 17,5% árið 2007. Hámarki náði hlutur þeirra árið 1998 er hann nam 19,6% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála.

Athyglisvert er að hlutur heimilanna í útgjöldum til heilbrigðismála er alltaf að aukast.Hann eykst úr 12,8% 1980 í 17,5% 2007.Ástæðan er  að stjórnvöld eru alltaf að láta almenning greiða meiri og meiri notendagjöld.Það verður að spyrna við fótum í því efni.Fráfarandi forstjóri  Landsspítalans,Magnús Pétursson, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag,að heilbrigðisráðherra sé stefnulaus í málefnum spítalans.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Mikill vöxtur í útgjöldum vegna heilbrigðismála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnema á stimpilgjöld af öllum íbúðum

Stimpilgjöld vegna kaupa á fyrstu íbúð verða afnumin ef frumvarp sem Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði fram á Alþingi í gær verður samþykkt. Skilyrði fyrir niðurfellingu stimpilgjaldanna er að kaupandi hafi ekki áður verið skráður þinglýstur eigandi að fasteign. Eigi maki viðkomandi kaupanda íbúð verður helmingur stimpilgjalda felldur niður en með því er horft til þess að hjón eða sambúðarfólk kaupi fasteignir í sameiningu. Niðurfellingin nær aðeins til lántöku vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota en t.d. ekki til atvinnuhúsnæðis eða húsnæðis til útleigu.

Fagna ber þessu framtaki Björgvins G.Sigurðssonar.En þetta er ekki nóg. Það þarf að afnema stimpilgjöld með öllu,ekki aðeins af fyrstu úbúð,heldur af öllum íbúðum. Það á ekki aðmismuna borgurunum.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Stimpilgjöld af fyrstu íbúð burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldraðir og öryrkjar: Góður áfangi 1.apríl

Í gær tóku gildi ný lög um afnám skerðingar tryggingabóta  vegna tekna maka aldraðra og öryrkja.Þetta er mikilvægur áfangi  í réttindabaráttu aldraðra og öryrkja. Það er athyglisvert,að það munu ein 5 ár síðan hæstiréttur dæmdi,að óheimilt væri að skerða tryggingabætur öryrkja vegna tekna maka.Það sama gildir að sjalfsögðu fyrir aldraða.Það væri brot a stjórnarskránni En samt þverskölluðust stjórnvöld við að leiðrétta þetta misrétti. í staðinn fyrir að afnema skerðinguna með öllu gerðu stjórnvöld sér lítið fyrir og afnámu hana aðeins að hluta til en héldu skerðingu að verulegu leyti. Þau gáfu  sem sagt hæstarétti langt nef. LEB segir,að fyrri ríkisstjórn hafi lofað að afnema skerðingu vegna tekna maka um síðustu áramót.Það fyrirheit var ekki efnt.Það þurfti aðild Samfylkingar að ríkisstjórninni til þess að framfylgja dómi hæstaréttar   um afnám skerðingar vegna tekna maka.

 

Björgvin Guðmundsson


1.apríl

Konan mín,Dagrún Þorvaldsdóttir,á afmæli 1.apríl. Hún fæddist á páskadag. Í tilefni afmælisins kom stórfjöldskyldan saman,synir mínir 5,sem eru hér á landi,makar þeirra og börn. Það var glatt á hjalla enda ekkert mikilvægara en fjölskyldan. Fjölskylda mín er mjög samhent og alltaf mikil ánægja þegar hún hittist,ekki síst þegar fagnað er afmæli mömmu og ömmu.

 

Björgvin Guðmundsson


Samráð gegn verðhækkunum

Fulltrúar ASÍ og neytenda áttu fund með Björgvini G. Sigurssyni viðskiptaráðherra, í viðskiptaráðuneytinu í morgun.  Á fundinum voru Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ.  Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna, Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Þórunn Anna Árnadóttir frá Neytendastofu, voru einnig viðstödd fundinn.

Að sögn Hennýar Hinz, voru boðaðar verðhækkanir ræddar á fundinum og leiðir til þess að draga úr þeim ræddar.  Engar formlegar ákvarðanir voru teknar á fundinum, en að sögn Hennýar  var staða neytenda rædd og ákváðu fundarmenn að stilla saman strengi, og halda aftur fund fljótlega í framhaldinu.   

Það er ánægjulegt að þessi fundur skuli hafa verið  haldinn. Hann bendir til þess að viðskiptaráðherra  ætli að efna til samráðs um ráðstafanir gegn verðhækkunum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is ASÍ og neytendur á fundi í viðskiptaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólöglegt að hvetja til verðhækkana

„Hagsmunaaðilar á markaði þurfa að fara gætilega í opinberri umfjöllun um verðhækkanir. Í slíkri umfjöllun kunna að felast brot á samkeppnislögum.“ Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en að undanförnu hafa m.a. forsvarsmenn Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna fjallað opinberlega um nauðsyn verðhækkana.

M.a. mun Páll hér hafa í huga yfirlýsingu  Andrésar Magnússonar um að verð mundi hækka um 20-30% á innfluttum vörum. Slíkar yfirlýsingar geta hvatt til verðhækkana og  eru þá ekki löglegar. Ég agna því,að forstjóri Samkeppniseftirlitsins taki þessi mál föstum tökum.ÓlöÓ

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Krefst upplýsinga frá FÍS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband