Miðvikudagur, 7. maí 2008
Rætt um samráð gegn verðbólgu
Ríkisstjórnin hélt fund með aðilum vinnumarkaðarins,sveitarfélögum o.fl. aðilum í gær til þess að ræða um efnahagsvandann leiðir gegn verðbólgunni, Voru menn sammmála um það á fundinum að koma yrði böndum á verðbólguna. Ákveðið var að fela sérfræðingum að greina efnahagsvandann og halda síðan annar fund fljótlega.
Björgvin Guðmundsson og
Miðvikudagur, 7. maí 2008
ASÍ vísar gagnrýni Haga á bug
Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ vísar á bug gagnrýni Finns Árnasonar forstjóra Haga á verðkönnun ASÍ sem fjallað var um í blaðinu í gær. Sagði Finnur niðurstöðu könnunarinnar ekki geta staðist og véfengdi vinnubrögð ASÍ.
Gylfi segir verðkönnun ASÍ mæla það verð sem neytendur standa frammi fyrir, sem vissulega geti tekið breytingum. En það vekur athygli okkar að þessar sveiflur virðast vera svolítið í eina áttina og billegt að reyna að útskýra það með því að Alþýðusambandið sé óvandað í sínum vinnubrögðum, frekar en að verslunareigendur leiti skýringa hjá sér sjálfum, segir Gylfi og vísar gagnrýni Haga til föðurhúsanna. Hagar hafa valið sér þennan málflutning, að gagnrýna Alþýðusambandið í sínum störfum. Ég held að mönnum sé minnisstætt hvernig Hagar reyndu að hafa áhrif á mælinguna síðastliðið haust og var það þeim ekki til virðingarauka.
.
Það er slæmt,að verslunareigendur skuli tortryggja verðkannanir ASÍ. Það er að vísu fyrst og fremst Hagar sem hafa gert það. en verðkannanir þurfa að njóta trausts.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vísa gagnrýni Haga á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Aldraðir: Lífeyrir einhleypra ekki hækkaður um eina krónu á heilu ári!
Stjórnarflokkarnir lofuðu því fyrir síðustu kosningar,að þeir mundu bæta kjör aldraðra verulega ef þeir kæmust til valda. Og þar var ekki átt við að halda í við hækkun verðlags og launa heldur hækkun lífeyris umfram það.Nú hafa þeir verið tæpt ár við völd og á þeim tíma hefur lífeyrir aldraðra einhleypinga ekki hækkað um eina krónu!Og hið sama er að segja um aldraðra,sem eiga maka,sem ekki hafa neinar tekjur aðrar en lífeyri TR.Hjá þeim hefur heldur ekki orðið hækkun á lífeyri um eina krónu. Á árinu 2007 nam lífeyrir aldraðra ( grunnlífeyrir,tekjutrygging,heimilisuppbót) 100 % af lágmarkslaunum verkafólks. Nú nemur lífeyrir aldraðra aðeins 94% af lágmarkslaunum verkafólks. Eru þetta efndir á kosningaloforðunum, að lækka lífeyrinn sem hlutfall af launum í stað þess að hækka hann?
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Finnland,fyrirmyndar þjóðfélag
Bogi Ágústsson átti ágætt viðtal við Matti Vanhanen,forsætisráðherra Finnlands í kvöld.Hann hefur verið forsætisráðherra frá 2003. Vanhanen er fyrrverandi blaðamaður og ritstjóri,stjórnmálafræðingur að mennt. Í viðtalinu ræddi Vanhanen efnahagsmál,utanríkis-og öryggismál,menntamál o.fl .Hann gat m.a. um það,að upp úr 1990 hefðu verið miklir erfiðleikar í efnahagsmálum Finnlands.Það tengdist m.a. því,að þá hrundu Sovetríkin og Finnar höfðu átt mikil viðskipti við þau.En Finnum tókst á aðdáunarverðan hátt að vinna sig út úr erfiðleikunum og í dag er blómlegt efnahags-og atvinnulíf í Finnlandi. Eitt af því,sem Finnar gerðu var að setja mikið fjármagn í rannsóknir og þróun en það átti stóran þátt í að efla hátækniiðnað í Finnlandi og iðnað yfirleitt. Þá hefur aðild Finnlands að ESB einnig reynst Finnum vel. Þeir eru eina Norðurlandaþjóðin,sem hefur tekið upp evru. Finnar hafa verið mjög heilir í aðild sinni af ESB. Samvinna Finna við Rússa gengur vel enda þótt smávægilegir hnökrar séu á samstarfinu öðru hverju. Finnar hafa engar ráðagerðir uppi um að ganga í NATO en þeir hafa mikla samvinnu við bandalagið. Þeir hafa lagt ESB til hersveitir.
Viðtalið við Vanhanen var mjög áhugavert og verður ef til vill fjallað nánar um það síðar hér.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Mikill halli á vöruskiptajöfnuði við útlönd
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var útflutningur í apríl 33,5 milljarðar en innflutningur 40,8 milljarðar. Vöruskiptajöfnuður var því óhagstæður um 7,2 milljarða, samkvæmt bráðabirgðatölum, en í fyrra var vöruskiptajöfnuður í apríl óhagstæður um 11,1 milljarð.
Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 2,8 milljarða í mars en í mars í fyrra var hann óhagstæður um 4 milljarða á sama gengi. Fluttar voru út vörur fyrir 34,3 milljarða og inn voru fluttar vörur fyrir 37,1 milljarð. Vöruskiptajöfnuður fyrstu þrjá mánuði ársins var óhagstæður um 24,7 milljarða. Fyrstu þrjá mánuði ársins minnkaði útflutningur um 11,4% en innflutningur jókst um 2,4% á föstu gengi, að því er fram kemur í Hagvísum Hagstofu Íslands.
Þrátt fyrir mikið gengisfall íslensku krónunnar,sem hefði átt að draga verulega úr eftirspurn eftir innfluttum vörum er hallinn mjög mikill enn. Ætla má þó að hallinn fari minnkandi ,þar eð hærra verð á innfluttum vörum hlýtur að draga úr kaupum á innfluttum varningi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vöruskiptin í apríl óhagstæð um 7,2 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Verða bankarnir fyrir áhlaupi?
Litlar líkur eru á því að íslensku bankarnir komist hjá því að verða fyrir áhlaupi. Jafnvel má ætla að hljóðlátt bankaáhlaup sé hafið. Þetta segir bandaríski hagfræðingurinn Robert Z. Aliber en hann hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í gær.
Mig grunar að enginn eigandi jöklabréfa eða bankaskuldabréfa sem nálgast gjalddaga muni endurnýja þau á næstunni og ég giska á að flestir yfirmenn fjárstýringar stórfyrirtækja séu farnir að flytja fé sitt til banka utan Íslands, segir Aliber.
Aliber hefur rannsakað eignaverðsbólur víða um heim í áratugi og segir einkennin sem sjá má í íslensku efnahagslífi dæmigerð fyrir þá þróun sem átt hefur sér stað víða. Hann leggur til að íslensku viðskiptabönkunum verði skipt upp í tvær einingar hverjum, annars vegar viðskiptabanka og hins vegar fjárfestingarbanka.
Aliber segir mikilvægt að gengi krónunnar verði lækkað til þess að draga úr viðskiptahallanum. Ekkert land geti haldið við jafnmiklum viðskiptahalla og hér hefur ríkt til lengdar. Þá telur hann nauðsynlegt að Seðlabankinn leggi verðbólgumarkmiðið á hilluna.
Athyglisverð er hugmynd Aliber um skiptingu bankanna. Hann segir að skipta eigi starfsemi bankanna í tvennt: Í viðskiptabanka og fjárfestingarbanka.Ég er sammmála þessu. Svipuð hugmynd kom fram hjá VG. Það er ekki eðlilegt að blanda saman venjulegri viðskiptabankastarfsemi og miklu fjárfestingarbraski,sem bankarnir hafa staðið í.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bankaáhlaup hafið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Tilskipanir ESB hafa mikil áhrif á sveitarfélögin
Það eru sveitarfélagasamtök þrjátíu og sex landa í þessum samtökum. Þau sinna ýmsum öðrum verkefnum en hagsmunagæslu gagnvart ESB, enda var upphaflegt hlutverk þeirra að efla samvinna sveitarfélaga í Evrópu, sem er enn eitt af lykilhlutverkum þeirra.
Fundurinn er haldinn tvisvar á ári, en ástæða þess að hann er á Íslandi núna er sú að Samband íslenskra sveitarfélaga opnaði skrifstofu í Brussel fyrir tæplega tveimur árum og síðan hefur þátttaka íslenskra sveitarfélaga í starfinu aukist mjög mikið. Við lögðum í framhaldinu fram tillögu um að fundurinn yrði haldinn hér og samtökin féllust strax á það. Það er verið að ræða nýja stjórnarskrá ESB og margt fleira.
Tilskipanir ESB hafa mjög mikil áhrif á sveitarfélögin. Það skiptir því miklu máli,að fá að vita um nýjar tilskipanir strax á undirbúningsstigi. Samband ísl. sveitarfélaga setti upp skrifstofu íi Brussel til þess að afla vitneskju um nýjar tilskipðanir strax frá byrjun. Áður hafði utanríkisráðuneytið unnið gott starf í því efni að tryggja upplýsingaflæði um nýjar tilskipanir,sem varða sveitarfélögin.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Sveitarfélagasamtök ESB funda í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. maí 2008
Vöruverð hækkar mest í lágvöruverðsverslunum
Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði um 5-7% í lágvöruverðsverslununum milli 2. og 4. vikunnar í apríl. Mest hækkaði verð vörukörfunnar í Bónus um 7,1%, í Nettó nam hækkunin 6,6%, í Kaskó 5,7% og í Krónunni 5,4%.
ASÍ segir, að mun minni breytingar hafa orðið á verði vörukörfunnar í öðrum verslunarkeðjum en þar hækkaði karfan um 0,5-1% á sama tímabili.
Verðlagseftirlitið mælir breytingar á verði vörukörfu sem endurspeglað getur almenn innkaup meðalheimilis. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar mat- og drykkjarvörur eins og t.d. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos, safa, auk hreinlætis- og snyrtivara.
Það er slæmt,að lágvöruverðsverslanir skuli sjá sig knúnar til þess að hækka vöruverð mest í kjölfar gengislækkunar krónunnar. Það hefur verið skorað á alla aðila að reyna að halda vöruverði sem mest niðri til þess að verðbólgan æði ekki áfram. Það er mjög slæmr,ef lágvöruverðverslanir geta ekki tekið þátt í slíku átaki.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vöruverð í lágvöruverslunum hækkar um 5-7% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. maí 2008
Best að komast hjá virkjunum í neðri Þjórsá
Yfirlýsingar allra jarðareigenda á austurbakka Þjórsár á áhrifasvæði Urriðafossvirkjunar fyrir utan eins jarðareiganda, þar sem fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum er mótmælt, voru afhentar Landsvirkjun í höfuðstöðvum fyrirtækisins í morgun.
Jafnfram var umhverfis-, iðnaðar,- viðskipta- og fjármála afhent yfirlýsing um málið, að því er fram kemur í tilkynningu.
Hér er um mjög viðkvæmt svæði ræða og miklar náttúruperlur.Best er ef unnt væri að komast hjá virkjunum á þessu svæði.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Mótmæla Urriðafossvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. maí 2008
Góðir gestir í heimsókn
Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans Mary krónprinsessa komu á Bessastaði í morgun en þau eru í heimsókn á Íslandi dagana 5.-8. maí í boði forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorrit Moussaieff forsetafrúar.
Eftir hádegisverð í boði forsetahjóna heimsækja krónprinshjónin Áslandsskóla í Hafnarfirði þar sem Leifur S. Garðarsson skólastjóri, kennarar og nemendur taka á móti gestum og kynna dönskukennslu og annað starf í skólanum.
Þaðan liggur leiðin í Þjóðmenningarhúsið þar sem Vésteinn Ólason forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar fylgir gestum um handritasýninguna.
Síðdegis taka Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og Stefán Arnórsson stjórnarformaður Jarðvísindastofnunar HÍ á móti Friðriki krónprins og forseta Íslands í Öskju, húsi náttúruvísinda HÍ. Þar verður stutt ráðstefna um jarðvísindi, jöklafræði og loftslagsbreytingar. Á sama tíma munu Mary krónprinsessa og forsetafrúin kynna sér íslenska hönnun og heimsækja Eggert Pétursson listmálara.
Hér er um góða gesti að ræða. Við Íslendingar viljum eiga gott samstarf við Dani og svo hefur yfirleitt verið gegnum árin enda þótt misfellur hafi einnig verið á samstarfinu hér áður.Danir sýndu mikinn rausnarskap þegar þeir afhentu okkur íslensku handritin en að þjóðarrétti bar þeim ekki skylda til þess.Síðan hefur samstarf þjóðanna verið með miklum ágætum og engan skugga borið á.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Friðrik og Mary á Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |