Vill láta rannsaka upphaf Baugsmálsins og meðferð

Hæstiréttur virðist draga í efa að rannsókn Baugsmálsins sé fagleg, segir Lúðvík Bergvinsson „ Að mínu mati þjónar það best almannahagsmunum að rannsaka vandlega hvernig farið var með lögreglu- og ákæruvald í þessu máli,“ heldur formaður þingflokks Samfylkingarinnar áfram, og telur eðlilegt að nýskipaður ríkikssaksóknari stjórni þeirri rannsókn. „Það getur enginn búið við þá ásökun sem hangir í loftinu, að valdi hafi verið misbeitt.“ .

Ég tek undir þessi orð Lúðvíks. Það er full þörf á því að rannsaka upphaf Baugsmálsins og kanna hvort það fór af stað af einhverjum óeðlilegum ástæðum.

Björgvin Guðmundsson


Fasteignaveð hækkar

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem Fasteignamat ríkisins reiknar út, hækkaði í maí um 0,5% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði lækkaði vísitalan um 1,6%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún lækkað um 1% en hækkað um 3,8% síðastliðna 12 mánuði.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Vísitalan lækkaði í apríl um  1,7% og um 0,4% í mars miðað við mánuðinn á undan. 

Þetta eru athyglisverðar fréttir. Seðlabankinn hafði  spáð 30% lækkun á fasteignaverði.En eftir smá

 lækkun á fasteignaverði hækkar það nú á ný.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Fasteignaverð hækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

300 milljónum verður varið til orkuleitar

Brátt verður hafist handa við jarðhitaleit á tuttugu og níu stöðum á landsbyggðinni þar sem nú nýtur ekki hitaveitu, og verður varið til þess um 300 milljónum króna í heild, þar af 172 frá ríkissjóði. „Þetta er hin íslenska leið til þess að vinna sig út úr vanda vegna þorskaflabrests og hækkandi orkuverðs,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra eftir fund Orkuráðs á Kirkjubæjarklaustri um þessa styrkúthlutun. „Fjárfesting í innviðum og nýjum orkugjöfum býr í haginn fyrir framtíðina.“  

Úthlutun Orkuráðs er að mestu liður í mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna þorskaflaskerðingar og koma 150 milljónir af fjárlögum í því skyni. Átakinu er einnig ætlað að stuðla að lækkun húshitunarkostnaðar, sem nýtist bæði íbúum staðanna og skattgreiðendum vegna minni niðurgreiðslna, og ennfremur verður jarðhitaleitin væntanlega til þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og nýta betur raforku.

Styrkjunum er úthlutað gegn fyrirheitum styrkþegans um mótframlag og hefur hver styrkur ákveðna hámarksupphæð. Mótvægisstyrkirnir nema flestir 75% áætlaðs heildarkostnaðar en eru hæstir 8 milljónir til hvers verkefnis. Úthlutun ráðsins var alls 172 milljónir en miðað við kostnaðaráætlanir umsækjenda verður á næstunni starfað við jarðhitaleit fyrir nær 300 milljónir króna.

Styrkþegarnir eru flestir sveitarfélög en einnig einstaklingar sem þá hyggja yfirleitt á leit fyrir þorp eða bæjarhverfi. Samkvæmt eðli máls renna flestir styrkirnir til byggða á Vestfjörðum og Austfjörðum (sjá lista yfir staðina í fréttatilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu  

Þetta eru ánægjuleg tíðindi.Enda þótt orkuleit komi ekki í stað þorkskveiða  er hér samt sem áður um atvinnu að ræða og  þjóðhagslega hagkvæma starfsemi,þar eða nýta má orku úr iðrum jarðar með margvíslegum hætti. Össur Skarphéðinsson,iðnðarráðherra á þakkir skilið fyrir þetta mál allt.

 

Björgvin Guðmundsson

ee


Verð lækkar í Nóatúni,Netto og Kasko

Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði mest um 2,3% í Samkaupum-Úrval á milli verðmælinga í þriðju viku maímánaðar og fyrstu vikunnar í júní. Í 10-11 hækkaði verð körfunnar um 1,6%, í Hagkaupum um tæplega 1% og í Bónus um 0,6% á sama tímabili.

Mest lækkaði verð vörukörfunnar í Nóatúni, um 3,1% og í verslunum Nettó og Kaskó um 2%. Verð breyttist innan við 0,5% í öðrum verslunarkeðjum á tímabilinu.

Frá því verðmælingar ASÍ hófust í apríl hefur vörukarfan hækkað mest í stóru
lágvöruverðskeðjunum, Bónus og Krónunni um 6-7% en hækkunin er 3-4% í flestum hinum matvöruverslunarkeðjunum.

Það er ánægjulegtað verð skuli hafa lækkað í Nóatúni,Netto og Kasko.Ljóst er að þessir aðilar tekið sig   á í verðlagningu. Lágvöruverðsverslanir eins og Bónus og Krónan hafa greinilega átt erfitt með að halda hinu lága verði  eftir að krónan fór að falla í frjalsu falli.Enn eru þessar verslanir þó með lægsta verðið.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Verð lækkar í Nóatúni, Kaskó og Nettó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldri borgarar eiga að geta lifað með reisn

Við hvað á að miða þegar lífeyrir aldraðra er ákveðinn? Hvað er eðlilegt viðmið í því efni?Landssamband eldri borgara segir að miða eigi við neyslukönnun Hagstofu Íslands um meðaltalsútgjöld til neyslu. Það er eðlilegt viðmið. Samkvæmt síðustu könnun  Hagstofunnar eru neðaltalsútgjöld einhleypinga á mánuði kr. 226 þús án skatta.( Með sköttum yfir 300 þús.)

 ASÍ lagði til í skýrslu um velferðarmál  haustið 2007 að lágmarksframfærsluviðmið  yrði 150 þúsund krónur  á mánuði þega lægstu laun voru 125 þúsund, þ.e. um 20% fyrir ofan lægstu laun. Það er of lágt. Það eru sem betur fer sárafáir á lægstu launum í dag. Enda lifir enginn af 150 þús. kr. fyrir skatta. Það fer bróðurparturinn af því í skatta og húsnæðiskostnað. Eldri borgarar eiga að geta lifað með reisn á efri árum. Þeir eiga að hafa það háan lífeyri,að þeir geti lifað sómasamlegu lífi og þurfi ekki að skera allt við nögl. Þjóðfelagið skuldar eldri borgurum góð kjör.

 

Björgvin Guðmundsson


Ál orðið aðalútflutningsvara landsins.Hefur tekið sæti fiskafurða

Á þessu ári nemur útflutningur áls  að verðmæti   alls165 milljörðum króna.En á sama tíma nemur útflutningur sjávarafurða  130 milljörðum króna..Þar með er ál   orðin aðalútflutnngsvara landsins og hefur tekið 1.sætið af sjávarafurðum .Þetta eru mikil tíðindi ,þar eð sjávarafurðir hafa um langt skeið verið okkar aðalútflutnigsvara.Hlutfall áls af útflutningstekjum þjóðarinnar nemur 45% en hlutur sjávarafurðurða nemur 35%.Á stuttum tíma hefur álframleiðslan tvöfaldast. Þar  munar mest um framleiðslu Reiðaráls en einnig munar um álverksmiðjuna á Grundartanga.

Það er gott að tekist hefur að skjóta fleiri stoðum undir efnahagslíf okkar,þannig,að við séum ekki eingöngu háðir sjávarútvegi. En sjávarútvegur verður áfram um langt skeið einn aðalatvinnuvegur okkar.

 

Björgvin Guðmundson


Pétur Blöndal: Íbúðalánasjóður mikill skaðvaldur!

Pétur Blöndal alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðuþætti á Bylgjunni í morgun,að Ibúðalánasjóður væri mikill skaðvaldur  í íslensku efnahagslífi.Var á honum að heyra að við þyrftum að losna við þennan skaðvald. Pétur var óvenju hreinskilinn og má segja,að hann hafi þarna talað fyrir munn frjálshyggjumanna í Sjálfstæðisflokknum en  sumir þeirra fara leynt með skoðun sína í þessu efni.

Guðni Ágústsson var einnig í þættinum og tók upp hanskann fyrir Íbúðalánasjóð. Ég ítreka þá skoðun mína,að mikil nauðsyn er á því að halda Íbúðalánasjóði í óbreyttri mynd. Ef hann væri ekki til staðar mundu bankarnir hækka íbúðavexti  upp úr öllu valdi og okra á landsmönnum,þegar þeir tækju íbúðalán.

 

 Björgvin Guðmundsson


Rafmagnið hækkar

Landsvirkjun hefur ákveðið að hækka samningsbundið verð heildsölu- og grunnorkusamninga um 6% um næstu mánaðamót. Kveðið er á um endurskoðun þessara samninga í júní ár hvert, til samræmis við vísitölu neysluverðs. Hefði slík hækkun átt að vera tæp 12% að þessu sinni en Landsvirkjunarmenn segja að vegna aðstæðna í efnahagslífinu hafi verið ákveðið að fresta fullri hækkun á heildsöluverðinu.

„Við vildum ekki hleypa þessu sjálfkrafa í gegn,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, en fyrirtækið bendir á að miklar verðhækkanir hafi verið að undanförnu. Verðbólga hafi ekki mælst jafnhá í 18 ár og gengi íslensku krónunnar veikst verulega. Því sé eðlilegt að fresta hluta af samningsbundnum verðhækkunum á raforku. Hins vegar hækkar verð á ótryggri orku til samræmis við breytingu á neysluvísitölunni.

Af þeim raforkusölum sem Morgunblaðið náði tali af virðist sem eingöngu Hitaveita Suðurnesja hafi ákveðið að hækka sitt söluverð. Að sögn Júlíusar Jónssonar forstjóra stefnir í að rafmagnsreikningurinn verði hækkaður um 6%. Hjá Orkusölunni fengust þau svör að líklegast yrði verðið hækkað þó að ákvörðun lægi ekki fyrir. Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, Orkuveitu Húsavíkur og Fallorku, dótturfélags Norðurorku, sögðu gjaldskrármálin vera til skoðunar.

Hækkun Landsvirkjunar fer beint út í smásöluverðið og munu  neytendur finna það á rafmagnsreikningnum.Það er sama hvar drepið er niður. Alls staðar dynja hækkanir yfir almenning.Það   verður þjarmað illþymilega að lífskjörum fólks á næstunni  og er þegar byrjað.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Rafmagnsreikningurinn hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grétar hættir sem forseti ASÍ

Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á ársfundi ASÍ sem verður haldinn lok október. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins en Grétar tilkynnti þetta á fundi miðstjórnar ASÍ í dag.

Grétar var fyrst kjörinn forseti ASÍ 1996. Fram kom að Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, hafi ekki ákveðið hvort hún sækist eftir forsetaembættinu.

Grétar hefur verið farsæll forseti ASÍ. Hann hefur verið hógvær en ákveðinn.Nú er spurningin sú hver tekur við. Ég hygg,að Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ gæti orðið góður forseti. Hann er skeleggur og vel að sér um verkalýðsmál og efnahagsmál.Fordæmi er fyrir því,að framkvæmdastjóri verði forseti,þ.e. þegar Ásmundur Stefánsson varð forseti ASí.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Forseti ASÍ gefur ekki kost á sér aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svarið til Mannréttindanefndar Sþ.sætir mikilli gagnrýni

Allir formenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna svar sjávarútvegsráðherra til Mannréttindanefndar Sþ.Einnig gagnrýnir Karl Th.Matthíasson,þingmaður Samfylkingarinnar,svarið.

Það er eðlilegt,að  svarið sæti gagnrýni.Þetta er ekkert svar.Það segir ekki eitt nema það,að einhvern tímann í framtíðinni eigi að athuga málið.Í rauninni hundsar ríkisstjórnin Mannrétttindanefnd Sþ.á sama tíma og hún sækist eftr sæti  í Öryggisráði Sþ. og vill gæta mannréttinda í heiminum!

Afstaða Samfylkingarinnar í þessu máli veldur mér miklum vonbrigðum.Kvótakerfið gengur í berhögg við stefnu Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum eins og Jóhann Ársælsson  sýndi fram á á ráðstefnu  Samfylkingarinnar um sjávarútvegsmál fyrir skömmu. En síðan bætist það við,að Mannréttindanefnd Sþ. úrskurðar,að kvótakerfið brjóti mannréttindi Og Samfylkingin lætur þetta yfir sig ganga án þess að krefjast róttækra breytinga á  kerfinu og afnáms mannréttindabrota.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband