Rafmagnið hækkar

Landsvirkjun hefur ákveðið að hækka samningsbundið verð heildsölu- og grunnorkusamninga um 6% um næstu mánaðamót. Kveðið er á um endurskoðun þessara samninga í júní ár hvert, til samræmis við vísitölu neysluverðs. Hefði slík hækkun átt að vera tæp 12% að þessu sinni en Landsvirkjunarmenn segja að vegna aðstæðna í efnahagslífinu hafi verið ákveðið að fresta fullri hækkun á heildsöluverðinu.

„Við vildum ekki hleypa þessu sjálfkrafa í gegn,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, en fyrirtækið bendir á að miklar verðhækkanir hafi verið að undanförnu. Verðbólga hafi ekki mælst jafnhá í 18 ár og gengi íslensku krónunnar veikst verulega. Því sé eðlilegt að fresta hluta af samningsbundnum verðhækkunum á raforku. Hins vegar hækkar verð á ótryggri orku til samræmis við breytingu á neysluvísitölunni.

Af þeim raforkusölum sem Morgunblaðið náði tali af virðist sem eingöngu Hitaveita Suðurnesja hafi ákveðið að hækka sitt söluverð. Að sögn Júlíusar Jónssonar forstjóra stefnir í að rafmagnsreikningurinn verði hækkaður um 6%. Hjá Orkusölunni fengust þau svör að líklegast yrði verðið hækkað þó að ákvörðun lægi ekki fyrir. Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, Orkuveitu Húsavíkur og Fallorku, dótturfélags Norðurorku, sögðu gjaldskrármálin vera til skoðunar.

Hækkun Landsvirkjunar fer beint út í smásöluverðið og munu  neytendur finna það á rafmagnsreikningnum.Það er sama hvar drepið er niður. Alls staðar dynja hækkanir yfir almenning.Það   verður þjarmað illþymilega að lífskjörum fólks á næstunni  og er þegar byrjað.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Rafmagnsreikningurinn hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband