Björgvin viðskiptaráðherra setur þak á innheimtukostnað

Með innheimtulögum sem alþingi samþykkti samhljóða á síðustu dögum vorþingsins hefur verið sett þak á kostnað sem hægt er að krefjast þess að skuldari borgi. Þar eru einnig ákvæði um „góða innheimtuhætti“ sem eiga að tryggja að ekki sé beitt óhæfilegum þrýstingi eða hótunum. Þar eru sett skilyrði um hæfni innheimtumanna og reglur um skriflega rukkun, innheimtuviðvörun, þar sem meðal annars er ákveðinn greiðslufrestur. Við þetta batnar mjög réttarstaða skuldara, en raunar einnig kröfuhafa gagnvart innheimtumanni.

Frumvarp Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra sem nú er orðið að innheimtulögum  er liður í öflugri neytendapólitík af hans hálfu og ríkisstjórnarinnar. Það er byggt á stjórnarfrumvarpi sem Finnur Ingólfsson flutti árið 1998 en dagaði tvisvar uppi í þinginu. Endurflutti viðskiptaráðherra það ekki síðan, en Jóhanna Sigurðardóttir tók það hinsvegar upp nokkuð breytt og flutti fjórum sinnum á þingunum 2003 til 2006. Upphaflega frumvarpið var undirbúið í nefnd undir forystu Atla Freys Guðmundssonar, sem nú er skrifstofustjóri neytendamála í viðskiptaráðuneytinu, og var samið að norrænni fyrirmynd.

Nýju lögin hafa því verið heilan áratug í fæðingu og hefur andstaða lögmanna einkum tafið lagasetninguna en Neytendasamtökin og önnur almannasamtök á hinn bóginn hvatt Jóhönnu og aðra þingmenn til dáða. Málalyktir urðu þær á  þinginu að lögin voru samþykkt samhljóða  með tæknilegum breytingum viðskiptanefndar en formaður hennar er Samfylkingarmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson. Einn þingmaður, Birgir Ármannsson úr Sjálfstæðisflokki, sat hjá í atkvæðagreiðslu um  greinina þar sem fjallað er um hámark innheimtukostnaðar, hafði gert fyrirvara við hana í viðskiptanefndinni en skýrði þann fyrirvara ekki í umræðunum eða við atkvæðagreiðsluna.

Björgvin G.Sigurðsson er röskur viðskiptaráðherra og lætur hendur standa fram úr ermum. Hann á þakkir skilið fyrir að  koma þesu máli um innheimtukostnað í gegnum alþingi.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bensín hefur hækkað um 37% á einu ári

Hækkanir á eldsneyti hafa gríðarleg áhrif á bíleigendur og flesta geira atvinnulífsins. Farið er að bera á minnkandi umferð og minni sölu á bensínstöðvum. Á einu ári hefur lítrinn af 95 oktana bensíni hækkað um 37% og dísilolíulítri um 50%. Flugvélaeldsneyti hefur sexfaldast í verði á sex árum og skipaolía á einu ári hækkað tvöfalt. Olíukostnaður útgerðarinnar stefnir í 18 milljarða í ár.

Í maí hækkaði eldsneyti hér um tæp 6% og vísitöluáhrifin voru þá 0,26%. Í júní hefur bensínverð hækkað í tvígang og samkvæmt upplýsingum frá greiningu Landsbankans má ætla að vísitöluáhrifin fyrir júní séu nú þegar orðin um 0,2%, sem lánin hækka af bensínverðinu einu.

Verðmyndun á eldsneyti hefur einnig breyst vegna þessara hækkana. Hlutur innkaupsverðs í bensínlítranum er nú 40% en var 33% í mars sl. Á móti hefur hlutur ríkisins og olíufélaganna minnkað. 

Þetta eru gífurlegar hækkanir  á eldsneyti og  valda hækkun verðbólgunnar og þar með hækkun á afborgunum af lánum.Ef ríkisstjórnin ætlar að sitja aðgerðarlaus gagnvart þessu er það óskiljanlegt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Gríðarleg áhrif hækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4000 íbúðir standa auðar.Lokar Íbúðalánasjóður á nýjar íbúðir?

Íbúðalánasjóður hefur fengið sérfræðinga til að gera úttekt á framboði og eftirspurn eftir húsnæði á öllum landsvæðum. Stjórn sjóðsins hittist í byrjun vikunnar og ræddi stöðuna á íbúðamarkaðnum og hugsanleg ráð til bjargar þar sem erfiðleikar eru miklir.

 

Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að þeirri tölu hafi verið fleygt að um 4.000 íbúðir standi auðar og óseldar á byggingarstigi, sumar ókláraðar en aðrar nærri fullbúnar.

„Við ætlum að láta kanna fyrir okkur hver fjöldinn er í raun. Vinna er hafin og búið að ljúka skýrslum vegna Suðurnesja og Austfjarða, en niðurstaðan verður ekki kynnt fyrr en rannsókn á öðrum landsvæðum liggur fyrir og heildarmyndin telst skýr.“

Guðmundur segir þó þegar ljóst að á báðum þessum landsvæðum sé mikið af byggingum sem ekki er lokið og ekki hefur tekist að selja. „Það er full ástæða til að fara með varúð hvað varðar lánveitingar þar sem offramboð er á húsnæði.“

 

„Við hljótum að skoða hvort skynsamlegt sé að gefa lánsvilyrði þar sem búið er að byggja nóg og hvort sjóðurinn geti frekar komið til aðstoðar við að breyta eignarhúsnæði í leiguhúsnæði svo að það nýtist sem slíkt, þörfin þarf þó að vera fyrir hendi.“ Íbúðalánasjóður hefur ekki neitað um nein lán ennþá. Hins vegar hefur hann tekið sér tíma til að fara vandlega yfir umsóknir frá tilteknum svæðum og kanna aðstæður til hlítar áður en svarað er.

 

 

„Vonandi kemur ekki til þess að sjóðurinn fari að neita öllum lánum til nýframkvæmda á ákveðnum svæðum. En mikið hefur verið byggt umfram þörf og þá getur ekki verið skynsamlegt að halda áfram að lána. Þetta er í fyrsta skipti í minni tíð sem sjóðurinn íhugar að draga úr eða stöðva lánveitingar vegna offramboðs,“ segir Guðmundur Bjarnason.

Ekki líst mér á,að Íbúðalánasjóður stöðvi lánveitingar til nýframkvæmda. Þá væri sjóðurinn farinn að stýra því hvort fólk keypti nýjar eða gamlar íbúðir. Það væri óeðlilegt. Annað mál er að draga úr lánveitingum til nýframkvæmda. En stýring sem þessi er mjög vandmeðfarin. Með því að bankarnir hafa nær lokað á útlan til íbúða verður  Íbúðalanasjóður að gæta sín mjög vel.

 

  Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 


mbl.is Engin lán á ný hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 28,58% frá áramótum

 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2% í Kauphöll Íslands í dag og er lokagildi hennar 4.512,35 stig. Um síðustu áramót stóð Úrvalsvísitalan í 6.318,02 stigum og hefur því lækkað um 28,58% það sem af er ári. Er þetta lægsta gildi hennar frá því 17. ágúst 2005 eða tæp þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands. Þann dag var lokagildi hennar 4.496 stig.

Teymi lækkaði mest í dag eða um 6,2%, SPRON 6,1%, Bakkavör 3,8%, Exista 3,5% og 365 3,3%. Einungis tvö félög hækkuðu í verði, Föroya Banki 1,9% og Eimskip 0,25%. 

Greiningardeild Kaupþings segir í ½5 fréttum sínum, að mikill mótbyr hafi verið á íslenska hlutabréfamarkaðnum að undanförnu. Gengi á hlutabréfamörkuðum í nágrannalöndunum hafi verið dapurt að undanförnu sökum nýrra erfiðleika fjármálafyrirtækja, eins og Lehman Brothers, og hækkandi olíuverðs. Við það bætast innlendir áhrifaþættir, s.s. hækkandi skuldatryggingaálag bankanna, hátt vaxtastig sem bíti í hlutabréfin og töluverð óvissa um hvert íslenska hagkerfið stefni. 

Þessi mikla lækkun úrvalsvísitölunnar endurspeglar  efnahagslægðina að undanförnu.Hlutabréfavísitalan hefur einnig lækkað mikið erlendis,íslenska krónan hefur einnig fallið mikið eða  svipað og hlutabréfavísitalan.Aðeins miklar framkvæmdir innan lands  og aukin verðmætask0pun geta snúið þessari þróun  við.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


VG vill ítarlegri svör til Mannréttindanefndarinnar

Vinstrihreyfingin-grænt framboð vill ítarlegri svör af hálfu stjórnvalda við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna en send voru til nefndarinnar í síðustu viku. Þá gagnrýnir flokkurinn fullkomið samráðs- og aðgerðaleysi í málinu undanfarna 6 mánuði.

Í ályktuninni segir, að ríkisstjórnin hafi haft 6 mánuði til að taka álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna alvarlega og bregðast við með ítarlegum hætti. Svarbréfið sem nú ligg fyrir sé að uppistöðu til langdregin endurtekning á þeim vörnum sem íslenska ríkið hélt uppi í málinu þegar það var tekið fyrir á sínum tíma. Í niðurlagi svarbréfsins sé svo loks rýr og efnislítil klausa um að hugað verði að lengri tíma áætlun um endurskoðun á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu, eða aðlögun í átt að áliti mannréttindanefndarinnar.

Ég tel,að ríkisstjórnin verði að senda mikið ítarlegri svör en gert hefur verið. Og það sem er mest um vert: Það verður að byrja strax að breyta kvótakerfinu og afnema mannréttindabrot.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is VG vill skýrari svör til mannréttindanefndar SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósa stuðningsmenn Hillary Mc.Cain?

Hillary Clinton lýsti yfir því á laugardag að hún styddi forsetaframboð Baracks Obama af heilum hug og hvatti fylgismenn sína til að vinna fyrir hann eins og þeir hefðu unnið fyrir hana. Forystumenn Demókrataflokksins óttast að hún hafi talað fyrir daufum eyrum margra.

Þessar áhyggjur eru ekki út í bláinn. Clinton hafði ekki fyrr játað ósigur en margir stuðningsmenn hennar, einkum konur og hvítir verkamenn, tilkynntu það á ýmsum vefsíðum að þeir hygðust kjósa John McCain, forsetaefni Repúblíkanaflokksins, í haust, fremur en Obama.


Mikið bar á fólki frá Flórída og Michigan. Clinton átti miklu fylgi að fagna í þessum ríkjum, en kjörmenn þaðan fá aðeins hálft atkvæði á landsfundi Demókrataflokksins í Denver í ágústlok.

Liðlega 18 milljónir manna kusu Clinton í prófkjöri Demókrataflokksins. Samkvæmt könnun CNN ætla 22 prósent þeirra að sitja heima í forsetakosningunum í haust, 17 prósent hins vegar að kjósa McCain.

CNN segir kosningastjóra McCains ekki hafa verið lengi að átta sig á því að fylgismenn Clintons væru ekki endilega fylgismenn Obama. Þannig hafi Michael Goldfarb, einn helsti aðstoðarmaður McCains, ekki beðið boðanna og strax lokið miklu lofsorði á Clinton.

Hún hefði verið glæsilegur valkostur í prófkjöri demókrata, og kyndilberi milljóna kvenna, en orðið fórnarlamb vinstrisinnaðra öfgamanna sem hefðu óbeit á þeirri hófsömu utanríkisstefnu sem hún hefði boðað.

Það yrði mikill skaði ef margir fylgismanna Hillary Clinton færu yfir á Mc.Cain frambjóðanda republikana í stað þess að kjósa Obama,frambjóðanda demokrata. En á þessu er nú mikil hætta,m.a. vegna þess að margir telja Obama skorta reynslu.Vonandi verður þetta ekki. Ég er eindreginn stuðningsmaður demokrata og tel nauðsynlegt að þeir fái forsetaembættið nú eftir 8 ára valdatímabil republiknana.

 

Björgvin Guðmundsson

 

  •  

    Ekki kemur til greina að einkavæða Orkuveituna

    Það er tímabært að ræða alvarlega á hinum pólitíska vettvangi hvernig eignarhaldi á orkufyrirtækjum verði fyrir komið í náinni framtíð.Þannig hefst forustugrein Mbl. í dag.Blaðið víkur m.a. að ummælum Guðmundar Þóroddssonar fyrrverandi forstjóra OR þess efnis,að rétt væri að einkavæða Orkuveituna.Blaðið leggst gegn því. Mbl. virðist á svipaðri línu og ríkisstjórnin,þ.e. þeirri,að  orkuauðlindir,sem nú eru í eigu opinberra aðila eigi að vera það áfram.Þannig er sú lagasetning,sem Össur Skarphéðinsson,iðnaðarráðherra knúði í gegnum alþingi.

    Að mínu mati kemur ekki til greina að einkavæða Orkuveituna. Ég tel,að OR og alllar slíkar almannaveitur eigi að vera í eigu opinberra aðila. Og hið sama gildir um allar okkar orkuauðlimdir. Hins vegar kemur að mínu áliti til greina að ganga til samstarfs við einkaaðila um útrásarverkefni erlendis,þar sem mikils fjármagns er þörf.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Verð á bensíni komið í 170-179 kr. á liter!

    Skeljungur hækkaði í dag eldsneytisverð um 3,6-3,8%. Lítrinn af bensíni hækkar um 6 krónur og er algengt verð í sjálfsafgreiðslu er 170,40 krónur en 179 krónur með þjónustu. Lítrinn af dísilolíu hækkaði um 7 krónur og er algengt verð í sjálfsafgreiðslu 186,80 krónur, 191,80 með þjónustu

    Hækkun á eldsneyti er orðin svo mikil fra áramótum,að ríkisstjórnin getur ekki lengur horft aðgerðarlaus  á þessar hækkanir. Það verður að lækka bensíngjaldið og virðisaukaskattinn tímabundið.

     

    Björgvin Guðmundsson


    mbl.is Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Jóhann Ársælsson er með leiðina til lausnar vanda kvótakerfisins

    Á ráðstefnu   Samfylkingarinnar um kvótaerfið fyrir skömmu flutti Jóhann Ársælsson erindi um stefnu Samfylkingarinnar í málinu og setti fram tillögu um sáttaleið einnig.Hér fer á eftir kafli úr máli Jóhanns:

    Grundvöllur stefnu Samfylkingarinnar er í raun að auðlindin fiskistofnarnir, lífríkið í sjónum verði í eigu þjóðarinnar, að fullt jafnræði (þar með mannréttindi) ríki við nýtingu auðlindarinnar og að Alþingi og stjórnvöld beri ábyrgð á því að þannig verði það til framtíðar.

    Samfylkingin byggir á þeim arfi sem hún fékk frá þeim sem stóðu að stofnun flokksins. Í 1. grein laga um stjórn fiskveiða felst grundvallarafstaða sem ekki er hægt að framfylgja nema með því einu að stjórnvöld gæti að fullu eignarhaldsins fyrir hönd þjóðarinnar.

    Á grundvelli þessa leiðarvísis forvera Samfylkingarinnar varð stefnan til. Á fyrsta þingvetri eftir fyrstu kosningarnar sem Samfylkingin tók þátt í, nánar til tekið á vorþinginu árið 2000, lagði allur þingflokkur Samfylkingarinnar fram frumvarp um stjórn fiskveiða. Þetta er sama vorið og Samfylkingin var stofnuð formlega sem stjórnmálaflokkur.

    Í greinargerðinni segir um meginatriði frumvarpsins: „Megintilgangur breytinganna er að tryggja jafnræði og atvinnufrelsi.“ En það eru nákvæmlega þau mannréttindi sem Mannréttindanefnd SÞ telur hér brotin.

    Stefnunni, sem hefur verðið kölluð fyrningarleiðin og er í samræmi við tillögur Auðlindanefndar frá árinu 2000, er svo lýst í frumvarpinu:
    „Úthlutun aflahlutdeilda án endurgjalds verður afnumin í jöfnum áföngum á tíu árum en útgerðum fiskiskipa þess í stað gefinn kostur á öflun aflahlutdeilda til fimm ára í senn á markaði, þar sem öllum útgerðum sambærilegra fiskiskipa er fenginn jafn réttur og nýliðun þar með auðvelduð.“ Greiðslum fyrir veiðiheimildir verður dreift á það ár sem þær eru nýttar á. Allar aflahlutdeildir verða komnar á markað eftir tíu ár.

    Um grundvöll stefnumörkunar segir: „Stjórn fiskveiða hefur um árabil verið eitt helsta deilumál meðal þjóðarinnar. Eftir að ljóst varð að takmarka þyrfti aðgang að auðlindinni hefur verið harðlega gagnrýnt að sameign þjóðarinnar skuli hafa verið afhent tilteknum aðilum án endurgjalds og að þeir hafi síðan verið sjálfráðir um hvort þeir nýttu veiðiréttindi sín til eigin veiða, leigðu þau öðrum eða seldu. Atvinnuréttindum í greininni og aðgangi að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar var þannig breytt í sérréttindi. Þar með var jafnræði og atvinnufrelsi í þessari grein raskað. Niðurstaða þingflokks Samfylkingarinnar er því sú að hið pólitíska verkefni nú sé að leysa eignarhaldsdeiluna á grundvelli aflamarkskerfisins.“ Þetta vor var stofnfundur Samfylkingarinnar haldinn og stefnan staðfest þar.

    Tillaga Samfylkingarinnar er eina heildstæða tillagan sem hefur komið fram á Alþingi sem lausn á eignarhaldsdeilunni.

    Samfylkingin lá undir miklum árásum vegna þessarar stefnu sem frumvarpið boðaði og fyrningarleiðinni hefur verið fundið margt til foráttu. Enginn hefur þó haldið því fram að sú leið tryggði ekki grundvallarmannréttindi, „jafnræði og þjóðareign á auðlindinni“.

    Stefna Samfylkingarinnar gerir það fullkomlega og hún er því sem slík alveg vafalaust svar sem dugar við bréfi mannréttindanefndar SÞ. Það er hins vegar eðlilega spurt í ljósi margra ára átaka sem við þekkjum. Yrði pólitísk samstaða um hana ?

    Við í Samfylkingunni höfum oft sagt sagt að sú útfærsla sem felst í þingmálinu sé ekki heilög kýr í okkar augum. Við séum tilbúin að skoða allar aðrar leiðir sem byggi á þjóðareign og jafnræði.

    Til að ná sáttum um lausn á þessu mikla deilumáli væri auðvitað æskilegt að leiðin sem farin yrði raskaði sem minnst sjálfu stjórnkerfinu, væri sem einföldust og tryggði útgerðunum vel viðráðanlega aðlögun að nýjum aðstæðum.

     

    Ég ætla að fjalla hér um leið sem er eins og fyrningarleið Samfylkingarinnar líka í samræmi við tillögur Auðlindanefndar frá árinu 2000 og hvernig hún á mjög einfaldan hátt getur leyst bæði eignarhaldsvandann og mannréttindabrotin en jafnframt tryggt stöðugleika í atvinnugreininni.
    Ég tek fram að þessi tillaga hefur ekki hlotið umfjöllun í stofnunum flokksins. Ég ber því einn ábyrgð á framsetningu hennar hér.
    Ég hef hins vegar rætt hana við marga flokksmenn og tel hana í fullu samræmi við grundvallarstefnu Samfylkingarinnar.

    Við samningu tillögunnar voru þau markmið sett að hún skyldi byggja á aflamarkskerfinu eins og fyrningarleiðin, vera einföld og auðskilin og uppfylla eftirfarandi kosti:

    1. Þjóðareign verði ótvíræð.
    2. Veiðiréttindi verði skýrt afmörkuð og tímabundin.
    3. Breytingin létti aðgang nýliða að útgerð.
    4. Útgerðarmönnum verði tryggt fullt jafnræði til úthlutunar veiðiréttar.
    5. Breytingarnar tryggi útgerðinni starfsgrundvöll til framtíðar, valdi sem minnstri röskun í greininni og íþyngi útgerð í landinu ekki um of fjárhagslega.

    Er þetta þá mögulegt ? Er hægt að reka aflamarkskerfið án þess að brjóta jafnræðisreglu og án þess að afhenda útgerðarmönnum auðlindina til eignar.
    Og er þetta hægt án þess að kollvarpa útgerðinni í landinu? Miðað við orðræðu þeirra sem vilja hafa eignarhaldið eins og það er gæti
    maður haldið að aflamarkskerfið stæði og félli með óbreyttu fyrirkomulagi.

    Svarið er já, þetta er hægt og tillagan er svona:

    1. Stjórnvöld taki til hliðar ár hvert 5% aflahlutdeilda og selji á almennum markað.

    2. Lagaákvæði um veiðigjald, línuívilnun, byggðakvóta og áföll vegna aflasamdráttar verði felld niður.

    Mótvægisaðgerðir: Markaðsvirði þeirra aflaheimilda (5%) sem seldar verða ár hvert verði greitt til handhafa aflahlutdeilda á 20 ára tímabili að hluta eða öllu leyti en áður verði dregið frá árlegt verðgildi þeirra ákvæða sem falla niður samkvæmt lið 2.

    Tillagan er ekki flóknari en þetta. En hún leynir dálítið á sér því að það þarf ekki meira til að ná þeim markmiðum sem sett voru fram. Með þessari leið myndu stjórnvöld gegna með skýrum hætti eigendahlutverkinu fyrir hönd þjóðarinnar. Þar með væri þjóðareign á auðlindinni ótvírætt tryggð.
    Aflaheimildir væru í raun afmarkaðar í tíma þ.e. sala 5% allra aflaheimilda í hverri tegund hvert ár með innifalinni 5% skerðingu til útgerða jafngildir almennum 20 ára nýtingarrétti. Jafnræði til nýtingar væri tryggt með því að selja hlutdeildirnar á almennum markaði. Ég vek athygli á því að hér er ekki gert ráð fyrir sölu einhverskonar hlutdeildarbréfa, einungis samskonar viðskiptum með aflahlutdeildir og nú tíðkast.

    Grundvallarbreytingin felst í afmörkun veiðiréttarins sem eftir þessa breytingu verður með innifalinni 5% skerðingu. Þau 5% yrðu seld á þeim mörkuðum sem útgerðarmenn hafa viðskipti sín og sölunni dreift þannig að ekki verði röskun á markaðnum.

    Aðalkostur þessarar leiðar er að hún leysir eignarhaldsvandann á mjög einfaldan hátt án þess að raska í neinu fiskveiðistjórninni eða viðskiptum með aflaheimildir.

    Það þyrfti í raun ekkert annað en ákvörðun um þessa skilgreiningu veiðiréttarins og sölu hans á opnum markaði til að gæta með fullnægjandi hætti eignahaldsins fyrir hönd þjóðarinnar. Jafnræðis þegnanna og mannréttinda væri þar með gætt. Þetta væri í raun nóg.
    En ég tel mótvægisaðgerðir nauðsynlegar og að með þeim megi uppfylla allar forsendur sem settar eru fram hér á undan.

    Þessi leið, 5% skerðingin ein og sér, kann að reynast of erfið fyrir útgerðarfyrirtækin í landinu vegna fjárfestinga í veiðirétti á undanförnum árum. Þess vegna tel ég skynsamlegt að grípa til þeirra
    mótvægisaðgerða sem lagðar eru til.

    Í mótvægisaðgerðunum vega endurgreiðslurnar þyngst en þær þarf að útfæra með þau markmið í huga að ekki verði röskun á rekstrargrundvelli í greininni.

    En hversu háar ættu endurgreiðslurnar að vera?

    Ég gæti hugsað mér sem grundvöll að sátt að eftir sæti hjá stjórnvöldum árlega næstu 20 árin jafngildi þeirra verðmæta sem gert er ráð fyrir að útgerðin greiði í formi veiðigjalds og árlegra verðmæta sem falin eru í 9.gr.laga. Byggðakvóti, aflabrestur og 9.gr.a. um línuívilnun að viðbættu tilteknu álagi sem er auðvitað pólitískt og tæknilegt úrlausnarefni ef þessi leið er valin.

    En hún gefur kost á því að stilla endurgreiðslurnar nákvæmlega af út frá þeim markmiðum sem stefnt er að.

    Með afmörkun veiðiréttarins má gera ráð fyrir að veiðiheimildir lækki nokkuð í verði eins og áður sagði þrátt fyrir greiðslur til útgerða.
    Sú lækkun skiptir þá útgerðarmenn litlu sem fyrir eru í greininni og ætla að halda sinni útgerð óbreyttri vegna þeirra greiðslna sem þeir munu fá. Lækkunin léttir hins vegar aðkomu nýliða og þeirra sem vilja auka sína útgerð og skiptir því verulegu máli fyrir nýliða og byggðarlög sem mjög eru háð útgerð.

    Að þessu tímabili loknu hyrfu endurgreiðslurnar enda hefðu í raun allar veiðiheimildir verið greiddar á markaðsvirði og hefð komin á skilgreindan veiðirétt.

    Frá fyrsta degi þessa fyrirkomulags yrði enginn vafi á um eignarhald þjóðarinnar. Veiðiréttur útgerðanna væri líka ótvíræður.

    Að leggja niður veiðigjald, línuívilnun, byggðakvóta og ákvæði vegna aflasamdráttar og áfalla er gert til einföldunar til að losna við handstýrðar úthlutanir og til að koma í veg fyrir þá truflun á verðmyndun veiðiréttar sem ókeypis úthlutanir valda. Fjármunir sem inn koma vegna árlegrar sölu á 5% aflahlutdeild koma í stað þessara verðmæta og nýtast til að koma til móts við þau vandamál sem þeim ákvæðum er ætlað að leysa.

     

    En þá má spyrja hvort þau markmið náist sem ég lýsti hér áðan ?

    Þau voru í fyrsta lagi að þjóðareign verði ótvíræð, í öðru lagi að veiðiréttindi verði skýrt afmörkuð og tímabundin, og í þriðja lagi að breytingin létti aðgang nýliða að útgerð.

    – Já, stefnan felur það í sér að stjórnvöld gegna eigendahlutverkinu að fullu gagnvart auðlindum sjávar, og selja skilgreindan veiðirétt á markaði sem er öllum opinn.

    Að öðru leyti vil ég sem svar við þessu vitna í skýrslu Auðlindanefndar (bls. 43):

    „Meginatriði þessarar leiðar er fólgið í því að allar aflahlutdeildir fyrnist um fastan hundr¬aðs¬hluta á ári – þ.e.a.s. gangi til ríkisins – en með því er komið á festu um varanleika hlut¬deild¬anna um leið og umráðaréttur þjóðarinnar yfir auðlindinni er skýrt skilgreindur. Með hin¬um tímabundna en skýra afnotarétti sem í þessu felst er greitt fyrir því að handhafar afla¬hlut¬deilda geti farið með þær sem óbein eignarréttindi, t.d. varðandi framsal og veðsetn¬ingu.
    Síðan er gert ráð fyrir því að fyrndar aflahlutdeildir verði seldar jafnóðum aftur á mark¬aði eða á uppboði. Með því fyrirkomulagi að fyrningin sé fastur hundraðshluti allra aflahlut¬deilda á hverjum tíma verða þær einsleitar og því allar jafnverðmætar á markaði en það ætti að greiða mjög fyrir viðskiptum. Þegar hinar fyrndu aflahlutdeildir bætast við venju¬legt framboð á hlutdeildum ár hvert má telja víst að um verði að ræða mjög virkan mark¬að með aflahlutdeildir, sem mun auka sveigjanleika innan sjávarútvegsins og bæta að¬gengi nýrra aðila og vaxtarmöguleika hagkvæmustu fyrirtækjanna.
    Ljóst er að áhrif þessa kerfis á afkomu og rekstur sjávarútvegsins ræðst fyrst og fremst af því hve há fyrningarprósentan er og þar með gildistími aflahlutdeildanna. Eftir að fyrn¬ingar¬hlutfallið hefur verið ákveðið fer söluverð aflahlutdeildanna og þar með sú greiðsla sem sjávarútvegurinn þarf að inna af hendi árlega eftir því sem markaðurinn ákveð¬ur. Verðið mun því ráðast af eigin mati sjávarútvegsins á þeim umframarði sem talinn er verða eftir í greininni í framtíðinni. Jafnframt er líklegt að þetta verð geti orðið allbreytilegt eftir horfum um aflabrögð og markaðsverð afurða á hverjum tíma. Einnig gætu fyrirtæki frestað kaupum á aflaheimildum ef þau lenda í tímabundnum greiðsluvanda og bætt það upp síðar þegar betur áraði.“

    Fjórða markmiðið var að útgerðarmönnum verði tryggt fullt jafnræði til úthlutunar veiðiréttar.

    – Já allir hafa sama rétt til að kaupa veiðiheimildir og öllum er tryggður réttur til að verða útgerðarmenn. Eftir 20 ár hafa allir keypt allar sínar veiðiheimildir.

    Fimmta markmiðið var að breytingarnar tryggi útgerðinni starfsgrundvöll til framtíðar, valdi sem minnstri röskun í greininni og íþyngi útgerð í landinu ekki um of fjárhagslega.

    – Kerfi úthlutana, viðskipta og fiskveiðistjórnunar er með þessari leið haldið óbreyttu að öðru leyti en hér er lýst. Það tryggir ásamt endurgreiðslunum að starfsgrundvelli útgerða verði ekki raskað.
     
    Með þessari leið gætu stjórnvöld skilgreint veiðiréttinn, komið á jafnræði til nýtingarinnar og gætt eignarhaldsins á auðlindinni fyrir hönd þjóðarinnar með skýrum og einföldum hætti.

    Þessi leið er sett fram í þeirri von að það sé vilji til að ná sátt í þessu máli.
    En líka til þess að ef sáttaviljinn er jafn fjarri og hann hefur verið þá geti menn a.m.k. ekki sagt að engar færar leiðir hafi verið settar fram til að leysa málið.

    Leið Jóhanns leysir kvótavandamálið.

    Björgvin Guðmundsson


    Svarið til Mannréttindanefndar Sþ. hvorki fugl né fiskur

     

    Ríkisstjórnin neitar að greiða sjómönnunum tveimur,sem brotið var á, bætur.Þó stendur í mannréttindasáttmála nefndarinnar:

    Sérhvert ríki sem aðili er að samningi þessum tekst á hendur:
    (a)   að ábyrgjast að sérhver maður sem hefur viðurkenndan rétt eða frelsi eins og hér er viðurkennt og brotið hefur verið á honum, skuli fá raunhæfar úrbætur, enda þótt skerðingin hafi verið framin af mönnum sem fara með stjórnvald“´

    Svar ríkisstjórnarinnar er birt í heild á vef stjórnarráðsins og hvet eg menn til þess að lesa það. Annars er svarið makalaust, Þetta er mestan part fræðileg langloka,sem íslenskir lögfræðingar hafa tekið saman og greinlega ætlað til þess að drepa málinu á dreif. Það eru langir sögulegir kaflar og yfirlit yfir dómsmál. En niðurstaðan er tiltölulega stutt: Ríkið getur ekki greitt bætur og ekki umbylt kvotakerfinu. En það á að huga að breytingum í framtíðinni. Þetta svar er til skammar. Það á sem sagt að halda mannréttindabrotum áfram,þar til einhvern tímann í framtíðinni,að  isl. stjórnvöldum þóknist að breyta kerfinu og hætta að brjóta mannréttindi eða draga úr þeim. Þætti okkur þetta gott hjá öðrum þjóðum,sem brjóta mannaréttindi,að þær segðust ætla að hætta því einhvern tímann í framtíðinni. Ég held ekki.

    Björgvin Guðmundsson

     


    « Fyrri síða | Næsta síða »

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband