Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 28,58% frá áramótum

 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2% í Kauphöll Íslands í dag og er lokagildi hennar 4.512,35 stig. Um síðustu áramót stóð Úrvalsvísitalan í 6.318,02 stigum og hefur því lækkað um 28,58% það sem af er ári. Er þetta lægsta gildi hennar frá því 17. ágúst 2005 eða tæp þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands. Þann dag var lokagildi hennar 4.496 stig.

Teymi lækkaði mest í dag eða um 6,2%, SPRON 6,1%, Bakkavör 3,8%, Exista 3,5% og 365 3,3%. Einungis tvö félög hækkuðu í verði, Föroya Banki 1,9% og Eimskip 0,25%. 

Greiningardeild Kaupþings segir í ½5 fréttum sínum, að mikill mótbyr hafi verið á íslenska hlutabréfamarkaðnum að undanförnu. Gengi á hlutabréfamörkuðum í nágrannalöndunum hafi verið dapurt að undanförnu sökum nýrra erfiðleika fjármálafyrirtækja, eins og Lehman Brothers, og hækkandi olíuverðs. Við það bætast innlendir áhrifaþættir, s.s. hækkandi skuldatryggingaálag bankanna, hátt vaxtastig sem bíti í hlutabréfin og töluverð óvissa um hvert íslenska hagkerfið stefni. 

Þessi mikla lækkun úrvalsvísitölunnar endurspeglar  efnahagslægðina að undanförnu.Hlutabréfavísitalan hefur einnig lækkað mikið erlendis,íslenska krónan hefur einnig fallið mikið eða  svipað og hlutabréfavísitalan.Aðeins miklar framkvæmdir innan lands  og aukin verðmætask0pun geta snúið þessari þróun  við.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband