Miðvikudagur, 24. júní 2009
Kennarasambandið sleit ekki viðræðum um stöðugleika
Ég hlustaði á það í bílnum fyrir utan stjórnarráðið að það væri búið að slíta viðræðunum og svo var viðtal við þá," sagði Eiríkur. Vegna þess að við vorum ekki sammála þeim um eitt atriði þá ákváðu þeir að við værum búnir að slíta. Ég hélt alltaf að við stæðum í samningaviðræðum við ríkisstjórnina og sveitafélögin fyrst og fremst en ekki Alþýðusambandið," sagði Eiríkur.
Eiríkur sagði að á fundinum í forsætisráðuneytinu sem hófst klukkan sjö í kvöld hefði forsætisráðherra lagt fram skjal sem eitthvað væri búið að fikta í" og taldi hann að það gæti orðið grunnur að sátt í þessu máli.
Nú standa málin þannig að við erum búin að boða stjórnarfund í fyrramálið, BHM er búið að boða miðstjórn til fundar í fyrramálið og BSRB er búið að boða fund í fyrramálið í sínu baklandi þar sem við munum kynna þetta plagg sem forsætisráðherra lagði fram og við munum síðan taka afstöðu til þess. Þannig að það verður náttúrulega ekkert undirritað nema um það verði sátt."sagði Eiríkur að lokum.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Ráðherrar misjafnlega "duglegir" við niðurskurðinn
Ráðherrarnir eru misjafnlega duglegir við að skera niður í ráðuneytum sínum.Það vekur athygli,að það eru í raun aðeins tvö ráðuneyti sem hafa birt niðurskurðartillögur fyrir yfirstandandi ár,þ.e.félagsmálaráðuneyti og samgönguráðuneyti.Félags-og tryggingamálaráðuneyti gengur fram fyrir skjöldu og ætlar að byrja að skera niður strax 1.júlí en á þessu ári ætlar það að skera niður um 3,1 milljarð í velferðarkerfinu.Ætlaði ekki þessi ríkisstjórn að hlífa velferðarkerfinu og almannatryggingum?Hvers vegna er Árni Páll ráðherra þessara mála svona duglegur við niðurskurðinn? Hvers vegna bíður hann ekki eftir öðrum ráðuneytum og lætur þau ríða á vaðið? Það hefði verið í samræmi við yfirlýsta stefnu um að hlífa velferðarkerfinu? Er það af ríkri ábyrgðartilfinningu eða er Árni Páll að vinna sig í álit hjá Jóhönnu og Steingrími með því að ganga feti framar en önnur ráðuneyti í niðurskurði á þessu ári. Þó samgönguráðuneytið hafi lagt fram tillögur um 3,5 milljarða í niðurskurði segir ráðherra samgöngumál í viðtali við Fréttablaðið að ekkert sé farið að ræða það í hans ráðuneyti hvernig þessi niðurskurður komi niður eða hvort af honum verði.Ef til vill geti lífeyrissjóðir hjálpað til að halda uppi framkvæmdum í vegakerfinu eða einkaframkvæmd. Jú ráðherrarnir eru misduglegir við niðurskurðinn.Árni Páll er greinlega duglegastur þó hann sé með viðkvæmasta málaflokkinn.Mér er til efs,að Ásta Ragnheiður hefði verið svona duglega að skera niður í almannatryggingum.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Verðbólgan 12,2%
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,0% sem jafngildir 12,5% verðbólgu á ári.
Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní 2009 er 344,5 stig og hækkaði um 1,38% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 322,1 stig og hækkaði hún um 1,90% frá maí.
Áfengis- og tóbaksgjald auk gjalda á bensín og díselolíu voru hækkuð með lögum sem samþykkt voru 28. maí síðastliðinn. Þessar breytingar, að undanskilinni hækkun bensíngjalds, eru þegar komnar til framkvæmda og höfðu þær um 0,4% áhrif til hækkunar á vísitölunni nú.
Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 7,8% (vísitöluáhrif 0,36%) og verð á áfengi og tóbaki um 9,8% (0,32%) og er það að hluta til vegna hækkunar gjalda. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,2% (0,17%).
Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 0,8% (-0,11%). Áhrif af lækkun markaðsverðs voru -0,07% en af lækkun raunvaxta -0,04%.
Björgvin Guðmundsson
Síður á vísir.is
Flýtival
Nýtt á Vísi
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Stöðugleikasáttmáli fjarlægist á ný
Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að enn sé langt í land í viðræðum um stöðugleikasáttmála. Hann sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að allt sé ennþá í óvissu og mjög ólíklegt sé það sé verið að landa þessu á næstunni.
Eiríkur sagði, að mjög margir þættir þurfi að skýrast og gersamlega útilokað sé að skrifa einhverja víxla á framtíðina sem feli það í sér að menn séu skuldbundnir að ganga í blóðugan niðurskurð á velferðakerfinu á næstu árum.
Niðurstaða um framlengingu á kjarasamningum á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins til ársins 2010 er nánast í höfn. Hins vegar segja aðilar vinnumarkaðarins að niðurstaða verði að fást í ríkisfjármálin áður en gengið verði frá endanlegu samkomulagi.
Fram kom í Morgunblaðinu í dag, að fulltrúar ASÍ og SA séu nokkuð sáttir við áformin í ríkisfjármálum fyrir þetta ár og árið 2010. Hins vegar séu mikil vonbrigði hjá fulltrúum beggja með áform stjórnvalda fyrir árin 2011 til 2013. Telji fulltrúar atvinnurekenda, að ríkisstjórnin stefni að svo stófelldum skattahækkunum, m.a. á atvinnulífið, að það muni ekki rísa undir slíkum álögum. Ríkisstjórnin ætli hins vegar að ganga alltof skammt í niðurskurði á ríkisútgjöldum, en allt of langt í aukinni skattheimtu.
Fulltrúar ASÍ munu einnig gagnrýnir á áform ríkisstjórnarinnar um aukna skattheimtu, en áhyggjur þeirra beinast ekki síður að því hvar stjórnvöld hyggist skerða þjónustu, og hvers konar tilfærslur verði ákveðnar ( mbl.is)
Vonandi næst samkomulag fljótlega. Það skiptir miklu máli fyrir það hvort stýrivextir verði lækkaðir verulega eða ekki.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Eva Joly segir botninum ekki náð í efnahagskreppu heimsins
Eva Joly hefur í mörg horn að líta þessa dagana og í gær bætti hún enn einu verkefni á sig þegar hún fékk stöðu við háskólann í Tromsø í Norður Noregi. Sjálf segist hún vera undir það búin að kenna og hélt opinn fyrirlestur um kreppuna, spillingu og skattaparadísir.
Á heimasíðu háskólans segir að fyrirlesturinn hafi verið svo fjölsóttur að flytja þurfti hann í stærri sal. Fáir einstaklingar hafa rænt til sín miklum fjármunum með því að halda því fram að þjónusta þeirra sé algerlega nauðsynleg," sagði Joly í fyrirlestrinum og beindi þar spjótunum að bankastjórum í stórum bönkum sem hafa kollkeyrt hagkerfið en sleppa svo sjálfir á háum eftirlaunum og bónusgreiðslum.
Þegar Bandaríkin hnerra fær restin af heiminum kvef," sagði Joly og benti á að Bandaríkin hefðu 25% af brúttó þjóðarframleiðslu heimsins og að 72% af þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna væri byggð á neyslu, neyslu sem minnkaði í takt við þau 1,1 milljón störf sem nú hyrfu í því landi í hverjum mánuði.
Verðbréfamarkaðirnir hafa rústað um helming af þjóðarframleiðslu þessa heims síðan í júlí 2007. Þessi varfærna bjartsýni sem við verðum vör við núna er eitthvað sem við sáum einnig á fjórða áratugnum þegar menn sannfærðu sjálfa sig um að allt myndi lagast. Ég er hins vegar viss um að botninum sé ekki náð," sagði Eva Joly.(mbl.is)
Vonandi mun Eva Joly veita okkur nægilega góð ráð til þess að við getum náð þeim fjármunum,sem komið hefur verið undan í skattaskjólum.Það var fengur að því að fá hana til starfa hér.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Laun hækka um 13500 kr. Stöðugleikasáttmáli á lokastigi
Gerð stöðugleikasáttmála í efnahagsmálum er á lokastigi, samkomulag hefur náðst um hækkun launa, en stjórnvöld eiga eftir að ljúka málum sem meðal annars snúa að skattahækkunum árin 2010 og 2011.
Svokallaður stöðugleikasáttmáli í efnahagsmálum er á lokastigi. Samkomulag hefur náðst milli forsvarsmanna ASÍ og samtaka atvinnulífsins um hækkanir almennra launataxta. Það sem útaf stendur eru mál sem snúa að ríkisstjórninni. Óvíst er hvort samkomulag næst í dag.
Kjarasamningar munu samkvæmt tillögunni halda og 13.500 króna launahækkuninni sem frestað var í febrúar verður skipt upp í tvennt þannig að launataxtar hækka um helming upphæðarinnar 1. júlí eða 6.750 krónur og jafnhá upphæð kemur til hækkunar 1. nóvember. Launahækkanir sem áttu að verða um áramót frestast einnig. Þetta var kynnt ríkisstjórn í gær með fyrirvara um samþykki aðildarfélaga. Boðað hefur verið til fundar formanna aðildarfélaga ASÍ klukkan 15 í dag. Heimildir fréttastofu herma að líklegra sé að tillagan verði samþykkt en ekki. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir gott ef kjarasamningar halda.
er þó óvissa með sjálfan stöðugleikasáttmálann og bæði ASÍ og SA setja fyrirvara um að stjórnvöld klári að móta stefnu sína í ríkisfjármálum og efni fyrri yfirlýsingar.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Laun verkafólks hækka 1.júlí en lækka hjá öldruðum á sama tíma!
Á hvaða vegferð er ríkisstjórnin? Hún hefur lagt fram frumvarp um lækkun launa aldraðra og öryrkja 1.júlí n.k. En á sama tíma eiga laun verkafólks og launþega almennt að hækka samkvæmt samkomulagi sem ASÍ og SA gerðu í gærkveldi.Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á sömu hækkun á lífeyri sínum og launþegar almennt fá á launum..Ríkisstjórnin verður því að draga til baka launalækkun lífeyrisþega og hækka laun þeirra 1.júlíí n.k. í samræmi við launahækkun verkafólks.Allt annað eru svik á kosningaloforðum stjórnarflokkanna.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Kaup launþega hækkar 1.júlí en laun aldraðra lækka!
Á hvaða vegferð er ríkisstjórnin? Hún hefur lagt fram frumvarp um launalækkun aldraðra og öryrkja 1.júlí n.k. en um leið hækka laun launþega í landinu samkvæmt samkomulagi,sem gert var í gærkveldi.Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á sömu hækkun og launþegar í landinu.Þess vegna verður ríkisstjórnin að draga frumvarp sitt um launalækkun lífeyrisþega til baka og veita öldruðum og öryrkjum sömu hækkun á lífeyri og launþegar eru að fá.Allt annað eru hrein svik á kosningaloforðum stjórnarflokkanna.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Kaupmáttur hefur minnkað um 6,8% sl. 12 mánuði- neysluvísitala hækkað um 11,6%
Launavísitala í maí, sem Hagstofan reiknar út, hækkaði um um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,1% en vísitala neysluverðs um 11,6%.
Vísitala kaupmáttar launa í maí lækkaði um 1,0% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 6,8%.(visir.is)
Svo virðist sem ASÍ sé búið að tryggja sér nokkra hækkun til þess að vega upp á móti minnkandi kaupmætti.Kaup hækkar um 7 þús. kr. í tvennu lagi 1.júlí og 1.nóvember.Aldraðir og öryrkjar verða hins vegar að bera minnkandi kaupmátt bótalaust og meira en það.Það á að lækka laun aldraðra og öryrkja um leið og verkafólk og launþegar almenn fá kauphækkun.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Vissulega er dómstólaleiðin fær
Tveir virtir lögfræðingar hafa tjáð sig á Útvarpi Sögu um Icesave málið, þeir Stefán Már Stefánsson prófessor og Magnús Thoroddsen,fyrrverandi hæstaréttardómari. Báðir telja þeir,að leggja hefði átt Ice Save málið fyrir dómstóla.Stefán Már segir,að ekkert í íslenskum lögum eða tilskipun ESB segi,að ríki beri ábyrgð ef innlánstryggingasjóður geti ekki greitt. Stefán Már segir,að ef Ísland hefði ekki staðið að framkvæmd tilskipunar ESB á réttan hátt hefði íslenska ríkið verið bótaskylt. En Ísland innleiddi tilskipunina á réttan hátt og því er ekkert upp á íslenska ríkið að klaga.Tryggingasjóður innlána á að borga samkvæmt tilskipun ESB en ekki íslenska ríkið.Lögfræðingarnir segja,að ef ekki var unnt að koma sér saman um dómstól hefðu Bretar og Hollendingar orðið að sækja málið fyrir dómstólum,ef þeir vildu ekki una því að tryggingasjóður innlána einn greiddi Ice save. Þessir aðilar þurftu að sækja "rétt" sinn fyrir dómstólum,ef þeir töldu íslenska ríkið eiga að borga.
Þrýstingur einstakra landa innan ESB á Íslendinga hefur ekkert með lögfræði að gera.Þar er um það að ræða,að stórveldi eru að kúga smáríki.
Björgvin Guðmundsson