Ekkert orðið ódýrara að versla á Spáni

Fólk,sem hefur verið að fara til Spánar og annarra sólarlanda segir sínar farir ekki sléttar.Gjaldeyririnn hefur stórhækkað í verði vegna falls krónunnar og  þegar það kemur út krossbregður því við það hvað  allt er orðið dýrt.Í stuttu máli sagt er ekkert orðið ódýrara að versla á Spáni en á Íslandi.Það eina,sem enn er´ ódýrara er bjórinn,sagði einn Spánarfarinn. Ef menn vilja fara til Spánar eða annarra   ´sólarlanda  er best,að menn átti sig á því strax,að það borgar sig ekki lengur að kaupa neitt fatakyns.Það er sama verð á því og hér og flestar matvörur eru einnig orðnar eins dýrar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Landspítalinn skuldar 900 millj.

Gjaldfallnar skuldir Landspítalans við birgja eru nú á bilinu 800 til 900 milljónir króna en flestar eru skuldirnar við lyfjafyrirtæki. Björn Zoega, settur forstjóri spítalans, segir að ástæðu þess að spítalinn hafi ekki getað greitt skuldirnar m.a. vera þá að aðrar heilbrigðisstofnanir hafi ekki greitt spítalanum fyrir þjónustu sem hann hafi veitt þeim. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins.(mbl.is)

Niðurskurðarstefna hefur mörg undanfarin ár verið rekin við rekstur LSH.Allar deildir hafa verið settar í spennitreyju. Þær hafa ekki fengið nauðsynlegt fjármagn til reksturs.Menn hafa því orðið að bjarga sér,.m.a með því að taka út lyf og lækningavörur út á krít.Þú segir ekki við lækna og hjúkrunarfólk: Þið fáið ekki meiri lyf eða lækningavörur. Peningarnir eru búnir.Það hefur verið rekin sjálfsblekkingarstefna.Menn hafa talið sér trú um að þeir gætu rekið spítalanna fyrir minni peninga en  mögulegt er. Þess  vegna safnast upp skuldir. Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann.

 

Björgvin Guðmundsson


Félag ísl. stórkaupmanna vill könnunarviðræður við ESB

Félag íslenskra stórkaupmanna lýsir miklum áhyggjum af því ástandi sem skapast hefur í efnahagslífi Íslands og krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda strax. Þetta kemur fram í opnu bréfi samtakanna til Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra, sem birt er sem auglýsing í Morgunblaðinu í dag.

Í bréfinu segir m.a. stjórn samtakanna styðji áskorun efnahagsnefndar FÍS til ríkisstjórnar Íslands um að hún beiti sér fyrir því að hafnar verði aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Þá segir að þótt skoðanir séu skiptar á meðal félagsmanna um aðild að Evrópusambandinu telji stjórn þess rétt að hefja könnunarviðræður til að fá fram hvaða valkostum þjóðin standi frammi fyrir varðandi hugsanlega inngöngu í sambandið.  (mbl.is)

Þetta er athygliavert bréf FÍS til leiðtoga stjórnarflokkanna.Stórkaupmenn eru ákveðnir og vilja aðgerðir strax. Þeir vilja hefja könnunarviðræður að ESB.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Bautasteinn í minningu Einars Odds

Bautasteinn í minningu Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns var  afhjúpaður við hátíðlega athöfn  á Flateyri klukkan eitt í dag. Steinninn er staðsettur á Sólbakka og eftir afhjúpun hans  hlýða gestir  á tónleika með þeim Kristni Sigmundssyni óperusöngvara og Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara.

Ég kynntist Einari Oddi lítillega og mat hann mikils.Hann var vandaður maður og  mjög samkvæmur sjálfum sér í skoðunum á stjórnmálum og öðrum málum.Það er mikil eftirsjá af honum.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Bautasteinn í minningu Einars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna var Guðmundur rekinn frá OR?

Guðmundur Þóroddsson,fyrrum forstjóri OR, var í kastljósi í gær til þess að svara fyrir fundargerðir sem hann hafði með sér frá OR.Hann var spurður hvers vegna hann hefði haft þessar fundargerðir með sér og hvers vegna hann hefði ekki skilað þeim. Hann sagði,að hér væri um að ræða gamlar fundargerðir,sem hefðu verið á hans skrifstofu.Enginn þeirra væri yngri en 1 árs.Hann hefði engar fundargerðir eða fundargögn tekið úr skjalasafni OR.Hann þyrfti að hafa þessar fundargerðir eða aðgang að þeim,ef hann þyrfti  að svara fyrir mál,sem lögð hefðu verið fyrir á fundum OR.En hann mundi skila þeim úr því að þess hefði verið óskað og það dygði honum að eiga aðgang að þeim.

 Furðumikið mál hefur verið gert úr þessum fundargerðum. Ljóst er,að Guðmundur hefði getað tekið ljósrit af þeim fundargerðum sem honum hefðu þótt áhugaverðar og skilað þeim síðan.Guðmundur var spurður af því í gærkveldi hvort hann hygðist stofna útrasarfyrirtæki í orkugeiranum. Hann kvaðst ekkert hafa ákveðið en heyra mátti á honum,að það væri í undirbúningi. Allmargir hæfir starfsmenn REI og Orkuveitunnar hafa sagt upp og munu  þeir eflaust ganga til liðs við Guðmund. Ekkert hefur komið fram um það hvers vegna Guðmundi var sagt upp. Hann braut ekkert af sér. Ljóst er að það er verið að gera hann að blóraböggli fyrir mistök borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

 

Björgvin Guðmundsson


Ágreiningur í borgarstjórn um framtíð REI

Framtíð Reykjavík Energy Invest, útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið á reiki frá ársbyrjun og samstöðuleysi ríkt meðal borgarstjórnarflokkanna um næsta skref í rekstrinum.

Um síðustu mánaðamót sögðu fjórir lykilstarfsmanna REI upp störfum og báru því við ekki væri vinnufriður til að sinna verkefnum vegna ósættis um framhald starfseminnar.

Minnihlutinn í borgarstjórn hefur þá stefnu að borgin eigi, með lágmarksáhættu, að nýta sér þau tækifæri sem OR býðst með REI til hagsbóta fyrir Reykvíkinga. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur hinsvegar sagst vera á þeirri skoðun að stjórnmálamenn eigi ekki að standa í áhætturekstri með peninga skattgreiðenda í öðrum löndum og því eigi OR ekki að veita meira fé til útrásarverkefna REI heldur selja þau frá sér.

Á sama tíma berast þó þær fréttir að dótturfyrirtækið Envent hafi nýhlotið rannsóknar- og nytjaleyfi á Filippseyjum þar sem til stendur að reisa orkuver, en það mun krefjast viðbótarfjármagns. Því er ekki furða að margir spyrji sig hvort algjört stefnuleysi ríki um rekstur REI.

Að sögn Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns REI, er nú verið að leita annarra leiða til að halda áfram útrásinni erlendis án þess að almannafé sé veitt í verkefni sem í eðli sínu séu áhættusöm.

„Okkar fjárhagslega skuldbinding á Filippseyjum kom til í september síðastliðnum og við getum ekki hlaupist undan henni, en þetta er ekki mjög há upphæð, um 800.000 dollarar. Sú vinna er að fara af stað núna og ef þetta verkefni gengur vel ættum við að hafa nægan tíma til að skoða hvernig við getum haldið því áfram með utanaðkomandi fjármagni“.(mbl.is)

Ljóst er,að mikill ágreiningur er á milli meirihluta  og minnihluta borgarstjórnar í málefnum REI. Meirihlutinn vill draga REI  út úr áhætturekstri en minnihlutinn vill halda þeim rekstri áfram en fara varlega.Menn eru þó sammmála um,að mikil tækifæri geti falist í orkuútrás fyrir Íslendinga.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Framtíð REI í biðstöðu fram á haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn vill erlent lán til að auka gjaldeyrisforðann sem fyrst

Þingflokkur framsóknarmanna telur að Seðlabanki Íslands verði að nýta heimildir Alþingis til töku erlends láns sem allra fyrst til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans, styðja við fjármálakerfi landsmanna og auka trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í tillögum Framsóknarflokksins vegna ástands efnahagsmála.( mbl.is)

M.a. vill framsókn byrja STRAX  að lækka stýrivexti.Ég er sammála því.Ekkert   gagn er lengur í hækkun vaxta í baráttu við verðbólguna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


 


mbl.is Framsókn: Seðlabankinn taki erlent lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgan 14% í haust?

Greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólgan nái hámarki í haust og verði þá rúm 14 prósent. Greiningardeildin spáir því að í júlímánuði fari 12 mánaða veðbólga í 13,1 prósent. Verð á innfluttum vörum hækki um 1 til eitt og hálft prósent. Bensínið hækki mest , um 3 til fjögur prósent.

Lækkun fasteignaverð heldur aftur af verðbólgunni. Það hefur lækkað um 1 prósent á landinu öllu síðustu 3 mánuði. Greiningardeildin spái því að verðbólgan hjaðni hratt eftir að hún nær hámarki í haust. Bent er á að margir kjarasamningar verði lausir í febrúar og mars. Nýir kjarasamningar ráði miklum um framhaldið.

Greiningardeildin spáir því að verðbólgan fari yfir 13% í þessum mánuði. Greiningardeildin telur að verðlag hækki um 0,5% í júlí og að 12 mánaðaverðbólga komist í 13,1%. Í síðasta mánuði mældist hún 12,7%. Því er spáð að verð á innfluttum vörum hækki um 1 til 1,5%. Greiningardeildin býst víð því að útsöluáhrif komi fyrr fram en áður. Verð á skóm og fatnaði lækki um 12% sem jafngildi lækkun neysluverðs um 0,5%.

Þetta er ljót spá hjá LÍ en sennilega rétt. Verðbólgan er enn  að aukast og fer ekki að hjaðna fyrr en í haust eða í vetur. Almenningur fær því enn að blæða.Nauðsynlegt er  að ríkisstjórnin geri einhverjar ráðstafanir til þess að draga úr kjaraskerðingunni. Geru hún það ekki getur allt farið í bál og brand þegar kjarasamningar renna út eftir áramót.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Hraða þarf borunum eftir gufuafli

Össur Skarphéðinsson segir að ákvörðun sín um að láta Gjástykki í umhverfismat eigi ekki að koma bæjarstjóranum á Akureyri á óvart. Gagnrýni hans sé á misskilningi byggð. Bæjarstjórinn og aðrir sem hafi tjáð sig um málið geri sér ekki grein fyrir því að stefna sveitarfélagsins sé sú að Gjástykki verði aftast í framkvæmdaröð virkjana. Ef ekki verði þörf á orku þaðan, verði ekki virkjað. Þessi ákvörðun leiði því ekki til tafa ef Skipulagsstofnun leyfi framkvæmdir á annað borð.

Össur segir að menn fyrir norðan óttist greinilega að þeir hafi ekki næga orku ef ráðist verði í stóriðju. Þeir ættu þó heldur að beina spjótum sínum að Landsvirkjun og spyrja afhverju fyrirtækið hafi ekki hraðað borunum í Þeistareykjum, þar sé meiri orka en menn hafi átt von á.

Hann segir það sína skoðun að Landsvirkjun hafi farið sér of hægt þar og  undrast ennfremur hversu seint gangi að hefja djúpboranir en þar séu fólgnir mestu möguleikar landsins í orkuöflun til framtíðar.

Þá segist hann telja að það eigi að byggja upp flutningskerfið milli Húsavíkur og Kárahnjúka. Við Kárahnjúka séu 90 megavött til reiðu umfram það sem gert var ráð fyrir.

Og Össur segir að áhugi Landsvirkjunar hafi greinilega beinst í aðrar áttir. Fyrirtækið hafi lagt of mikið kapp á að afla orku fyrir álver á suðvesturhorninu en hefði þess í stað átt að einhenda sér í að afla orku fyrir norðausturhornið.(mbl.is)

Ég tek undir með Össuri í þessu efni. Landsvirkjun þarf að auka boranir eftir gufuafli sem mest og þar á meðal að hraða djúpborunum.Ég tel eins og ég hefi sagt áður,að gufuaflsvirkjanir eigi að hafa forgang umfram vatnsaflsvirkjanirþ

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Össur skammar Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættir Björk að styðja ríkisstjórnina?

Björk Vilhelmsdóttir,borgarfulltrúi,sagði á mótmælafundi  vegna Paul Ramses,að hún mundi hætta að styðja ríkisstjórnina,ef afgreiðslu á máli Paul yrði ekki snúið við.Þetta er svipuð afstaða og Guðrún Helgadóttir tók í Gervasoni málinu en  þá hótaði hún að hætta að styðja stjórn Gunnars Thoroddsen,ef hann léti mál Gervasoni ekki til sín taka. Björk sagðist viss um að ríkisstjórnin mundi leysa mál Paul Ramses á fullnægjandi hátt og að þess vegna mundi hún ekki þurfa að hætta að styðja stjórnina. En er það nú víst?

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband