Hvers vegna var Guðmundur rekinn frá OR?

Guðmundur Þóroddsson,fyrrum forstjóri OR, var í kastljósi í gær til þess að svara fyrir fundargerðir sem hann hafði með sér frá OR.Hann var spurður hvers vegna hann hefði haft þessar fundargerðir með sér og hvers vegna hann hefði ekki skilað þeim. Hann sagði,að hér væri um að ræða gamlar fundargerðir,sem hefðu verið á hans skrifstofu.Enginn þeirra væri yngri en 1 árs.Hann hefði engar fundargerðir eða fundargögn tekið úr skjalasafni OR.Hann þyrfti að hafa þessar fundargerðir eða aðgang að þeim,ef hann þyrfti  að svara fyrir mál,sem lögð hefðu verið fyrir á fundum OR.En hann mundi skila þeim úr því að þess hefði verið óskað og það dygði honum að eiga aðgang að þeim.

 Furðumikið mál hefur verið gert úr þessum fundargerðum. Ljóst er,að Guðmundur hefði getað tekið ljósrit af þeim fundargerðum sem honum hefðu þótt áhugaverðar og skilað þeim síðan.Guðmundur var spurður af því í gærkveldi hvort hann hygðist stofna útrasarfyrirtæki í orkugeiranum. Hann kvaðst ekkert hafa ákveðið en heyra mátti á honum,að það væri í undirbúningi. Allmargir hæfir starfsmenn REI og Orkuveitunnar hafa sagt upp og munu  þeir eflaust ganga til liðs við Guðmund. Ekkert hefur komið fram um það hvers vegna Guðmundi var sagt upp. Hann braut ekkert af sér. Ljóst er að það er verið að gera hann að blóraböggli fyrir mistök borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér hefur fundist fjölmiðlar hafi gengið allt of langt í þessu máli fyrrum forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Sennilega er djúpstæður ágreiningur innan Sjálfstæðisflokksins sem kemur þessari einkennilegu atburðarás af stað og þá í tengslum við REI og hvað rétt er að gera í því máli.

Í flokki Sjálfstæðismanna eru menn - og konur auðvitað líka, fremur óvön því að takast á lýðræðislegan hátt um erfið mál. Þar hefur á þeim bæ alltaf verið ákveðinn og fremur frekur einstaklingur, oftast lögfræðingur sem veit hvað hann vill og tekur af skarið. Hann rökstyður ákvörðun sína með föðurlegum og mildum orðum og enginn þorir að mæla nokkru í mót. Nú er aftur á móti eins og innan Sjálfstæðisflokksins sé enginn virkilegur foringi á þeim bæ þar sem flokkurinn allur getur falið að sjá um ákvörðunarvaldið. Svo er skútunni ruggað ótæpilega af einhverjum og þá falla ýmsir fyrir borð! Þeim er ekki bjargað heldur ruggar skútan áfram. Svona virðist sjálfeyðingarhvötin vera rík eftir allt saman þegar ýmsir deila og hagmunirnir miklir.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 12.7.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband