Á að birta gamlar trúnaðarupplýsingar í dagbókarformi?

Nokkrar deilur hafa orðið um birtingu á dagbók Matthíasar Jóhannessen,fyrrum ritstjóra Mbl.,vegna þess að þar er m.a. um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar að ræða. Dagbókin birtist á vefnum.Meðal upplýsinga,sem birst hafa er frásögn af  háum  reikningi vegna sjúkrakostnaðar Guðrúnar heitinnar Katrínar forsetafrúar frá sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.Er skýrt frá því í dagbókinni,að þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi fjallað um reikninginn og  ekki vitað hvernig með ætti að fara.Fram hefur komið eftir,að upplýsingar þessar úr dagbókinni birtust,að Tryggingastofnun ríkisins hafi samþykkt sjúkrahúsmeðferð  Guðrúnar Katrínar í Bandaríkjunum áður en hún hafi hafist.Í ljósi þess er furðulegt,að tveir ráðherrar hafi verið að  tortryggja reikninginn,þegar hann barst, og enn furðulegra,að málið skuli hafa borist til eyrna Matthíasar Jóhannessen og ratað inn í dagbækur hans.Sjúkrahúsmeðferð er algert trúnaðarmál. Ég tel,að ekki hefði átt að birta opinberlega  þessar upplýsingar úr dagbók Matthíasar.

 

Björgvin Guðmundsson


Menningarnótt gekk vel

Aðgerðarstjórn Menningarnætur segir, að hátíðin hefði tekist ákaflega vel. Mikill fjöldi fólks var í miðborginni eftir miðnættið þegar formlegri dagskrá hátíðarinnar lauk.

Talsverð ölvun var lögregla segir engin alvarleg mál hafa komið upp. Lögregla var með mikinn viðbúnað í miðborginni.

Fundur aðgerðastjórnar Menningarnætur var haldinn klukkutíma eftir að
skipulagðri dagskrá hátíðarinnar lauk. Á fundinum voru fulltrúar lögreglu,
slökkviliðs, bráðamóttöku, björgunarsveita og fleiri. Í tilkynningu segir, að það sé mat aðgerðastjórnarinnar að þrátt fyrir rysjótt veðurlag hafi hátíðin
tekist einstaklega vel í alla staði ekki síst vegna þess jákvæða anda sem
einkenndi viðmót gesta hátíðarinnar.(mbl.is)

Ég lét mér nægja,að fara í menningarsúpu. Hún var mjög ljúffeng og gekk vel niður með heimabökuðu brauði og léttu víni.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


mbl.is Menningarnótt tókst vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frakkar Olympíumeistarar í handbolta

Frakkar unnu Íslendinga með 28:23 í úrslitaleik um gullið í handbolta í Peking í morgun.Íslendingar fengu silfrið,lentu í öðru  sæti. Það er gífurlega góður árangur. Íslendingar voru ekki að ná sínu besta í úralitaleiknum.Það hefur sennilega orðið eitthvað spennufall hjá þeim eftir sigurinn gegn Spáni. Markvörður Frakka var gífurlega góður,varði mörg þrumuskot Íslendinga.

Íslendingar geta verið stoltir af silfrinu og voru greinilega með annað besta lið leikanna,sumir segja það besta ásamt Frökkum en  í dag voru Frakkar betri.

 

Björgvin Guðmundsson


Erlendir fjölmiðlar jákvæðir Íslandi í handboltanum

Handbolti hefur sjaldan eða aldrei fengið jafnmikla umfjöllun í heimspressunni og nú síðustu daga og það er Íslendingum að þakka. Ekki er annað að merkja en að allir - nema auðvitað Frakkar - vonist eftir því að Íslendingum takist að tryggja sér ólympíugullið í úrslitaleiknum í Peking á morgun.

Nokkrir af stærstu bandarísku fjölmiðlunum, þar á meðal ABC, New York Times, Washington Post, USA Today og National Public Radio, hafa fjallað um íslenska handboltalandsliðið síðustu daga og samt er handbolti nánast óþekkt íþrótt þar í landi. Breskir fjölmiðlar, þar á meðal BBC, hafa einnig gert árangri Íslendinga góð skil og ekki er heldur hægt að segja að handbolti sé þjóðaríþrótt þar í landi.

Norrænir fjölmiðlar fjölluðu nánast allir um sigur Íslands á Spánverjum og í dag hefur umfjöllunin haldið áfram. Sem dæmi um hana má nefna að blaðamaður norska ríkisútvarpsins segir, að eftir gullverðlaun norska kvennalandsliðsins í handbolta í dag sé kannski hægt að leyfa sér að vona að Ísland leiki það eftir á morgun.

Og Christel Behrmann, íþróttaritstjóri sænska vefjarins Skånska.se, bloggar í dag frá Peking og segir að Norðurlandabúar þar séu aðallega með hugann við handboltann nú. „Ísland gegn Frökkum í úrslitum, hugsið ykkur ef Íslendingarnir vinna, þá verður það fyrsta íslenska ólympíugullið."

Danska blaðið Politiken spyr lesendur sína í dag hvort þeir telji að Íslendingar hafi það sem þurfi til að vinna Frakka. Svörin eru almennt jákvæð og þessi lesandi er að minnsta kosti ekki í vafa:

„Ísland tekur frakkar á bólið og vinnur dystin í morgin! Haldið á, Ísland!" Undir þetta skrifar Malan Matras Joensen í Þórshöfn í Færeyjum.

 mbl.is.

Það er gaman ,að erlendir fjölmiðlar skuli vera þetta jákvæðir Íslandi í handboltanum. Það koma jákvæðir straumar víða að til íslenska liðsins. Vonandi duga þessir straumar Íslandi til sigurs,þ.e. gera þann herslumun sem þarf til sigurs,þar eð liðið er gott.

 

Björgvin Guðmundsson


 

Fara til baka 


mbl.is „Ísland tekur Frakkar á bólið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðsla um hækkun ellilífeyris

Þjóðaratkvæðagreiðsla er í Lettlandi í dag um hvort hækka skuli ellilífeyri. Fylgismenn hækkunar segja ellilífeyri skammarlega lágan, en stjórnvöld segja að velferðarkerfi landsins fari í þrot samþykki landsmenn hækkun lífeyris.

Fylgismenn segja að kostnaður við hækkun á ellilífeyri muni kosta þjóðarbúið jafnvirði um 15 milljarða króna, en stjórnvöld í Lettlandi halda því fram að hann verði að minnsta kosti fjórum sinnum meiri.( ruv.is)

Þessi atkvæðagreiðsla í Lettlandi er merkileg.Ef til vill þarf slika þjóðaratkvæðagreiðslu hér. Rökin hér eru alveg þau sömu og í Lettlandi. Þeir sem eru andvígir hækkun ellilífeyris segja,að  fjárhagur ríkisins þoli ekki mikla hækkun lífeyris. Það er alveg sama hvað miklir peningar eru til í ríkiskassanum.Viðkvæðið er alltaf það sama.

Línan hjá stjórnvöldum nú er að draga á langinn eins lengi og mögulegt er hækkun á lífeyri aldraðra.Síðan kemur einhver hunguslús,skömmtun til aldraðra. Á meðan er blásið í lúðra og sagt,að það sé alltaf verið að gera eitthvað fyrir aldraðra með því að draga úr tekjutengingum.En almennar hækkanir á lífeyri aldraðra eru engar þrátt fyrir öll kosningaloforðin.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Obama hefur valið varaforsetaefni

Barack Obama, forsetaefni bandaríska Demókrataflokksins, hefur valið Joseph Biden, öldungadeildarþingmann, sem varaforsetaefni sitt, að því er kemur fram í SMS, sem framboð Obama hefur sent til stuðningsmanna frambjóðandans.

„Barack hefur valið Joe Biden sem varaforsetaefni okkar," segir í skilaboðunum.

Þar eru stuðningsmenn Obama einnig hvattir til að fara á vefsíðu framboðsins í kvöld þar sem sýnt verður beint frá kosningafundi í Springfield en þar munu frambjóðendurnir koma fram saman.

„Látið þetta ganga," segir síðan. 

Joe Biden er 65 ára og hefur setið í öldungadeild Bandaríkjanna fyrir Delaware í sex kjörtímabil. Hann er formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnnar og situr í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings. Hann hefur tvívegis boðið sig fram sem forseta, fyrst 1988 og einnig nú en dró sig til baka í janúar eftir fyrstu forkosningarnar. ( mbl.is) 

Obama virðist hafa valið reynslubolta úr þinginu og sjálfsagt er það gott. En ég hygg að sterkara hefði verið fyrir hann að velja Hillary Clinton. En ef til vill hefur hún ekki viljað vera varaforsetaefni og ef til vill hefur Obama ekki viljað fá  hana,talið að hún gæti skyggt á hann.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Obama velur Joseph Biden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær Ramses pólitískt hæli?

Mál Paul Ramses verður tekið til efnislegrar meðferðar hér á landi og hann fær að dveljast hér meðan mál hans verður til meðferðar. Það getur tekið 9-12 mánuði. Það eru mjög skiptar skoðanir um það hvort Íslendingar eigi að hleypa  pólitískum flóttamönnum inn í landið og hvort Íslendingar eigi yfirleitt að taka við erlendum mönnum,sem vilja setjast hér að.

Íslendingar láta svo sem þeir séu haldnir mikilli réttlætiskennd og vilji standa vörð um mannréttindi

í heiminum.En þegar til kastanna kemur er grunnt á fordómum í garð útlendinga. Íslendingar vilja eiga þess kost að stunda nám og störf erlendis og setjast þar að en á sama tíma eru sumir hér sem amast við veru útlendinga í landinu.Íslendingar þurfa að vera sjálfum sér samkvæmir í þessum efnum. Ef Paul Ramsas hefur sagt rétt frá tel ég að það eigi a' veita honum pólitískt hæli á Íslandi.Ef það er rétt,að hann hafi verð látinn gjalda stjórnmálaskoðana sinna í heimalandi sínu tel ég að það eigi að afgreiða umsókn hans jákvætt.

 

Björgvin Guðmundsson


Ólafur vill fá gullið og þjóðsönginn

Ég vil fá gullið og íslenska þjóðsönginn á sunnudaginn,“ sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, við Morgunblaðið í gær. Liðið hefur náð einstæðum árangri á Ólympíuleikunum í Peking. Það lagði Spánverja í undanúrslitum í gær, 36:30, og tryggði sér með því verðlaunasæti á leikunum. Í fyrramálið getur það brotið blað og fært Íslandi fyrstu gullverðlaunin í sögunni en þá mætir það Frökkum í úrslitaleik sem hefst klukkan 7.45 að íslenskum tíma.

Það hefur aldrei áður gerst í sögu Ólympíuleikanna að lið frá jafnfámennri þjóð komist í verðlaunasæti í flokkaíþrótt. Aldrei áður hefur lið frá ríki með færri en eina milljón íbúa spilað úrslitaleik í handknattleik, körfuknattleik, knattspyrnu, blaki, sundknattleik, hokkí eða hafnabolta á leikunum.

Leikmenn liðsins og aðstandendur hafa að mestu haldið ró sinni og yfirvegun og í viðtölum við þá í Morgunblaðinu í dag kemur vel fram að þeir telja sig ekki hafa náð settu marki ennþá.

„Verkefninu er ekki lokið,“ segir Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari. „Við stefnum á það að íslenski fáninn verði dreginn að húni í miðjunni,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson.(mbl.is)

Vonandi verður Ólafi Stefánsyni að ósk sinni og þjóðin öll stendur á bak við hann í þeirri ósk.Frammistaða íslenska landsliðsins er frabbær og  það er áreiðanlegt,að öll islenska þjóðin mun standa með landsliðinu þegar það spilar gegn Frökkum í fyrramálið. Áfram Ísland.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is „Ég vil fá gullið og þjóðsönginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

43000 nemendur í grunnskólum landsins

Grunnskólar landsins voru settir í dag. Alls 43.000 nemendur eru á grunnskólaaldri. Af rúmlega 40.000 nemendum koma 4300 í skólann í fyrsta skipti. Í Reykjavík eru 14.434 nemendur á grunnskólaaldri og þar af rúmlega 1400 sem eru að hefja skólagöngu sína.

 Sæmundarskóla sem staðsettur er í Grafarholti mættu í dag 236 börn til óhefðbundinnar skólasetningar. Eygló Friðriksdóttir, skólastjóri Sæmundarskóla, segir nemendur skólans hafa ursett á þriðja hundrað íslenskra trjáa í tilefni dagsins. Eygló segir að annað árið í röð hafi nemendur gróðursett eina plöntu hvert, birki og reynitré í svokölluðum Guðrúnarlundi. Lundurinn er staðsettur á milli skólans og Reynisvatns og ætlunin er að þar verði hátíðarlundur skólans í framtíðinni. ( ruv.is)

Það er merkisdagur í lífi skólabarna þegar þau fara fyrst í skóla. Og flest skólabörn hlakka til þess að byrja í   skóla   eftir sumarleyfi.Skólarnir gegna mjög mikilvægu hlutverki  í okkar samfélagi.Það hefur fengið illa að fá nægilega marga grunnskólakennara. Það gengur aðeins betur nú en áður. En bæta þarf kjör kennara enn meira svo unnt sé að manna alla skóla með kennurum með réttindi.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 eeaka


Hvað líður nýju framfærsluviðmiði lífeyrisþega?

Í marsl sl. mátti lesa svofellda yfirlýsingu á vef forsætisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis:

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur einnig í samráði við forsætisráðherra ákveðið að fela nefnd sem vinnur nú að endurskoðun almannatrygginga að móta tillögur að sérstöku lágmarksframfærsluviðmiði fyrir lífeyrisþega og jafnframt flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Lágmarksframfærsluviðmiðið taki meðal annars tillit til hækkunar lægstu launa í nýgerðum kjarasamningum og liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí 2008.

Nú er 22.ágúst og enn hefur ekkert heyrst af þessu framfærsluviðmiði,sem átti  að vera tilbúið 1.júli sl. !

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband