Ólafur F. ber Sjálfstæðisflokkinn þungum sökum

Ólafur F. Magnússon réðst að Sjálfstæðisflokknum í kveðjuræðu sinni sem borgarstjóri á borgarstjórnarfundi í morgun þar sem nýr meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna tekur við.

Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson var kjörinn forseti borgarstjórnar með atkvæðum meirihlutans og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, var kjörinn fyrsti varaforseti með öllum greiddum atkvæðum. Annar varaforseti er Gísli Marteinn Baldursson.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, frárandi forseti borgarstjórnar og verðandi borgarstjóri, afhenti stjórnina til Vilhjálms sem stjórnaði kjöri borgarstjóra. Áður en til þess kom tók Ólafur F. Magnússon til máls og fór hörðum orðum um sjálfstæðismenn.

Hann vitnaði til orða Jóns Arasonar biskups þegar hann var leiddur til aftöku og sakaði sjálfstæðismenn um vélráð, lygar, óheildi og svik gagnvart sér. Vélráðin hefðu verið brugguð í Valhöll og hann leiddur til slátrunar í þriðja sinn af Sjálfstæðisflokknum. Vísaði hann til þess að hann hefði verið klappaður út af landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að sjálfstæðismenn hefðu svikið hann eftir síðustu kosningar og nú með myndun nýs meirihluta með Framsóknarflokknum.

Sagði hann þó að rödd hans yrði áfram í borgarstjórn og hann myndi áfram vinna að málefnasamningnum sem kynntur var í janúar og stuðla að velferð, öryggi og umhverfismálum. Þá myndi hann framfylgja vilja meirihluta borgarbúa og landsmanna í flugvallarmálinu.

Gagnrýndi hann Kjartan Magnússon og Vilhjáms Þ. Vilhjálmsson sem hefðu haft uppi miklar heitstrengingar þegar þeir hefðu leitað til hans um samstarf F-lista og Sjálfstæðisflokksins. Hinir fimm borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu orðið ofan á og fyrirmælum hefði verið hlýtt beint úr Valhöll. Lýsti Ólafur vantrausti á nýjan meirihluta og sagðist ekki treysta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til að leiða hann. (visir.is)

Það eru þung orð,sem Ólafur hafði um íhaldið. Hann sakaði það um vélráð,lygar,óheilindi og svik.Ég segi ekki að Ólafur hafi sjálfur gerst sekur um allt það,sem hann sakaði íhaldið um en  ei að  síður sveik hann vin sinn Dag B.Eggertsson og samstarfsflokka sína til þess að taka við borgarstjórastólnum en segja má,að íhaldið hafi keypt hann með stólnum.

 

Björgvin Guðmundsson



Landssamband eldri borgara gagnrýnir stjórnvöld

Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara gagnrýnir harðlega,að  25 þús. krónurnar,sem þeir eiga að fá sem ekki fá neitt úr lifeyrissjóði skuli sæta skerðingu og skattlagningu.LEB telur ekki eðlilegt,að fara eins með þessa upphæð eins og aðrar tekjur úr lífeyrissjóði.Bendir LEB á,að þessi uppbót hafi verið ætluð þeim ,sem eru allra verst settir og ekki hafa getað greitt í lífeyrissjóð.LEB telur eðlilegra að fara með þessa uppbót eins og aðrar bætur frá almannatryggingum en þá mundu aðrar tryggingabætur ekki skerðast.Eldri borgarar halda ekki nema ca. 1/3 af 25 þús krónunum þannig,að þessi úthlutun er hálfgerður skrípaleikur.Margir eldri borgarar urðu fyrir miklum vonbrigðum 1.ágúst þegar þeir bjuggust við 25 þús. kr. en fengu ekki nema 8 þús. kr.

 

Björgvin Guðmundsson


Erfiðleikar framundan hjá Reykjavíkurborg.Tekjur borgarinnar minnka um 2 milljarða í ár

Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, heldur því fram að sjálfstæðismenn hafi lagst lágt í málatilbúnaði sínum og sagt hann fara með ósannindi þegar hann greindi frá versnandi fjárhagsstöðu borgarinnar. Hann hafi því þurft að vísa í gögn máli sínu til stuðnings.

Ólafur vísar til minnisblaðs sem fjármálaskrifstofa borgarinnar tók saman um að skera þyrfti niður launakostnað hjá borginni. Það er hins vegar ekki fjármálaskrifstofu að ákveða hvaða leið eigi að fara til þess að mæta rekstrarvanda, enda er það pólitískt álitaefni.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, lét hafa eftir sér við Morgunblaðið í lok júlí á þessu ári að borgarráð hefði miklar áhyggjur af fjárhagsstöðunni. „Við höfum miklar áhyggjur af ástandinu. Ekki síst vegna þess að samkvæmt spám sem liggja fyrir munu tekjur borgarsjóðs minnka frá upphaflegri áætlun. Er ekki ósennilegt að þær dragist saman um tvo milljarða á þessu ári og er það í fyrsta sinn í mörg ár sem það gerist,“ sagði Vilhjálmur. „Það verður eitthvað dregið úr framkvæmdum,“ sagði Vilhjálmur jafnframt.

 

Staða borgarsjóðs er nokkuð betri en staða borgarinnar allrar með dótturfélögum, en heildarskuldir borgarinnar með dótturfélögum eru um 155 milljarðar króna. Stærstur hluti skuldanna eru skuldir Orkuveitu Reykjavíkur.

 

Reykjavíkurborg hefur skuldbindingar gagnvart byggingu skóla og íþróttamannvirkja; nauðsynlegt er samt fyrir borgina að lækka útgjöld og auka tekjur til að mæta versnandi stöðu borgarsjóðs. Kostnaður vegna nýrra kjarasamninga nemur 4–4,5 milljörðum króna á næsta ári og kostnaður vegna aðfanga hefur einnig hækkað mikið. Ein leið sem er fær er að hækka þjónustugjöld á íbúa, en engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkt.

Borgin gæti selt eignir en eftirspurn eftir lóðum hefur dregist mikið saman og aðgangur að lánsfé á innlendum markaði er takmarkaður. Uppsagnir starfsfólks er önnur leið en forsvarsmenn nýs meirihluta hafa látið hafa eftir sér að uppsagnir séu ekki á dagskrá. Það liggur því beinast við að draga þurfi úr framkvæmdum ef ekki kemur til uppsagna eða hækkunar þjónustugjalda.(mbl.is)

Það verður ekkert léttaverk fyrir nýjan meirihluta að glíma við erfiðleikana.Ég sé ekkert arthugaverk við það,að  Ólafur,fráfarandi borgarstjóri,skuli hafa gert þessi mál að umtalsefni.Ef íhaldið hefur upp ráðagerðir um mikinn niðurskurð  eiga Reykvíkingar að fá að vita það.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka T


mbl.is Rekstrarvandi borgarinnar er ærið verkefni nýs meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,5%

Launavísitala í júlí 2008 er 348,8 stig og hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði.

Í hækkun launavísitölunnar gætir áhrifa kjarasamnings 20 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) og fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs, sem undiritaður var þann 28. júní síðastliðinn. Samkvæmt samningnum hækkuðu laun um 20.300 krónur frá 1. júní 2008. Að auki hækkuðu launatöflur um 2,2% frá sama tíma en á móti var framlag vinnuveitenda í vísindasjóði aflagt.

Þá gætir einnig í hækkun vísitölunnar áhrifa kjarasamnings Kennarasambans Íslands f.h. Félags framhaldsskólakennara og fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs, sem undirritaður var þann 16. júní síðastliðinn. Samkvæmt samningnum hækkuðu laun félagsmanna um 20.300 frá 1. júní 2008.

Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,1%.Verðbólgan   er 13,6%.Kaupmáttur hefur því rýrnað um 4,5%. Upplýsingarnar um launavísitöluna eru á vef Hagstofunnar.

Framangreindar upplýsingar leiða í ljós,að kjör launafólks eru að versna en ekki batna.Ávinningur kjarasamninga 1.feb. sl. er rokinn út í veður og vind. Því er spáð,að  verðbólga muni enn aukast í næsta mánuði.Það er erfið barátta framundan hjá verkalýðshreyfingunni. Hún þarf að endurheimta,það sem af henni hefur verið tekið og helst eitthvað meira.Misskiptingin í þjóðfélaginu hefur aukist. það þarf að jafna tekjuskiptunguna.

 

Björgvin Guðmundsson


Menningarnótt,menningarsúpa

Búist er við að hundrað þúsund manns verði samankomnir á menningarnótt í miðborg Reykjavíkur. Spáð er rigningarskúrum en annars hlýju og mildu veðri. Um allan bæ er fólk að æfa undir hina ýmsu viðburði hátíðarinnar. Meðal annars systurnar Hafdís og  Dagný Bjarnadætur. Hin síðarnefnda er landslagsarkitekt og hefur gert innsetningu í garði Café Óliver en hin ætlar að leika á hljóðfæri og syngja. Þá var Axel Eiríksson myndlistarmaður í óðaönn að koma fyrir flugdreka á Arnarhóli í dag.(mbl.is)

Menningarnótt er skemmtilegur árlegur viðburður og á borgarstjórn miklar þakkir skilið fyrir að koma þessum viðburði á.Í tengslum við menningarnótt  eru fjölmargar uppákomur,t.d. eru opin hús víða í þingholtunum og þar boðið upp á veitingar. Sonur minn og tengdadóttir hafa alltaf menningarsúpu á menningarnótt og bjóða í hana fjölda  manns. Þetta er skemmtilegt kvöld og skemmtileg nótt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


mbl.is Búist við 100 þúsund gestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikabrigsl ganga á milli Ólafs F. og Hönnu Birnu

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, sakar Hönnu Birni Kristjánsdóttur, tilvonandi borgarstjóra, um ósannindi þegar hún segist ekki hafa séð gögn, sem Ólafur las upp úr á blaðamannafundi í gær.

Yfirlýsing Ólafs er eftirfarandi:

„Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagst lágt í málatilbúnaði sínum og sagt mig ljúga þegar ég greini frá alvarlegum staðreyndum í fjármálum borgarinnar. Það liggur fyrir að tekjur borgarinnar eru undir áætlunum og afar erfitt verður að standa undir fyrirhuguðum útgjöldum. Því er nauðsynlegt að ekki sé efnt til nýrra stórframkvæmda sem hvorki eru í 3 ára fjárhagsáætlun borgarinnar eða í forgagnsröðun málefnasamnings fráfarandi meirihluta en þar er lögð áhersla á að verja velferðarþjónustuna.

Þegar ég sit undir ásökunum um ósannindi varðandi fjármál borgarinnar verð ég að vitna í gögn til að hrekja slíkar fullyrðingar. Það hef ég nú gert. Þá segist oddviti Sjálfstæðisflokksins og verðandi borgarstjóri aldrei hafa séð þessi gögn. Það er auðvitað fjarstæða, enda fráleitt að oddviti Sjálfstæðisflokksins viti ekki um þessi mál.(mbl.is)

Maður freistast til þess að trúa Ólafi,þar eð ótrúlegt er,að hann spinni upp sögur við brottför úr embætti. Hins vegar  er það mjög óþægilegt fyrir íhaldið að Ólafur skuli fletta ofan af ýmsum málum á lokadögum sínum   sem borgarstjóri.

 

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Sakar Hönnu Birnu um ósannindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að halda við verðbólgumarkmið Seðlabankans?

Það er slæm hugmynd að breyta verðbólgumarkmiðum Seðlabankans með því að laga þau með einhverjum hætti að „íslenskum aðstæðum“ – víkja því til hliðar eða blanda það fleiri markmiðum. Þetta segir Jón Þór Sturluson. og segir slíkar breytingar  mundu draga úr trúðverðugleika bankans og efnahagsstöðunnar í framtíðinni. Endurskoðun peningastefnunnar til framtíðar hljóti að snúast um gjaldmiðilinn – en vel megi styrkja Seðlabankann með ýmsum innri breytingum, meðal annars með einum faglegum bankastjóra í stað þriggja pólitískra. 

Þetta er sama sjónarmið og Seðlabankinn hefur og margir hagfræðingar.Ég er ekki alveg sammmála þessu. Mér finnst það hafa mistekjist að ná niður verðbólgu með háum vöxtum.Hins vegar kemur hávaxtastefnan þungt niður á fyrirtækjum og fjölskyldum í landinu.

 

Björgvin Guðmundsson


Viðskiptaráðherra vill hraðar lækkanir á olíuvörum

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segist bjartsýnn á að olíufélögin lækki verð á eldsneyti hratt á næstunni .„Olíufélögin hækkuðu verð mjög í takt við hækkandi heimsmarkaðsverð, það var verið að hækka verð dag frá degi. Við neytendur og samkeppnisyfirvöld hljótum að gera þá kröfu að þeir fari jafn vandlega í lækkunarferlið og farið var í hækkunarferlið. Ég er bjartsýnn á að fyrirtækin sýni þá ábyrgð og skili lækkununum út í verðlagið.“

Það er gott,að viðskiptaráðherra setji fram ákveðna skoðun um að olíufélögin lækki verð á olíuvörum hratt,Neytendum hefur fundist sem olíufelögin hækkuðu verðið nokkuð mikið og hratt.Umboðsmaður neytendsa boðaði  félögin á sinn fund til þess að ræða hækkanirnar. Ekkert hefur heyrsta af þeim fundi. Hvað gerðost?

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Viðskiptaráðherra: Eldsneyti á að lækka hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama meðferð og áður á eldri borgurum í lífeyrismálum

Skömmu eftir þingkosningarnar 2007 ritaði ég grein í Morgunblaðið undir þessari fyrirsögn:"  Treysti á, að Jóhanna leysi lifeyrismál aldraðra" . Ég hafði þá miklar væntingar til Jóhönnu   sem ráðherra og taldi víst, að hún mundi standa undir þeim væntingum. En því miður. Ég hefi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Jóhönnu og ríkisstjórnina í kjaramálum eldri borgara. . Í stuttu máli sagt er staðan þessi: Jóhanna og ríkisstjórnin hafa ekki  leiðrétt almennan lífeyri eldri borgara  frá TR neitt á þeim  tíma,sem þau hafa verið við völd.(A.m.k. ekki, þegar þessi grein er skrifuð .)  Það eina,sem ríkisstjórnin hefur gert er að  að draga úr tekjutengingum og að afnema skerðingu tryggingabóta  vegna tekna maka..Það er gott svo langt sem það nær. En hvað með kosningaloforðið um að  leiðrétta  eigi lífeyri aldraðra vegna þess  að hann hefði ekki tekið eðlilegum vísitöluhækkunum.Ekkert er minnst á það kosningaloforð.Eldri borgarar vilja strax efndir á því kosningaloforði  að hækka  í áföngum lífeyri aldraðra  frá  almannatryggingum í  sem svarar neysluútgjöld samkvæmt könnun Hagstofu Íslands.
Sú lítilfjörlega hækkun,sem átti sér stað í upphafi ársins,þegar  launþegar fengu hækkun,var.  aðeins brot af því,sem launafólk fékk.Af þeim sökum drógust eldri borgarar  enn aftur úr í kjaramálum.
Björgvin Guðmundsson

Eðlilegt að veita Georgíu aðild að NATO

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sat í gær sérstakan aukafund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel þar sem fjallað var um ástand mála í Georgíu og viðbrögð bandalagsins við hernaðaraðgerðum Rússa í landinu.

Á fundinum samþykktu ráðherrarnir sameiginlega pólitíska yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við vopnahléssamkomulagið sem forsetar Georgíu og Rússlands undirrituðu fyrir tilstuðlan formennsku Frakka í Evrópusambandinu, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og Bandaríkjanna. Ráðherrarnir ítrekuðu mikilvægi þess að sjálfstæði og landamæri Georgíu væru að fullu virt og hörmuðu fall óbreyttra borgara.

Í yfirlýsingunni er átökunum í Suður-Ossetíu lýst sem ógn við svæðisbundið öryggi, og eru Rússar hvattir til að standa við gefin loforð og kalla herlið sitt frá Georgíu nú þegar og tryggja að neyðaraðstoð komist til skila án tafar. Í því samhengi lýsa utanríkisráðherrar NATO áhyggjum sínum yfir nýlegum fregnum þess efnis að rússneskt herlið sé enn að valda eyðileggingu í Georgíu.

Full samstaða náðist meðal bandalagsríkja um aðgerðir til stuðnings Georgíu, einkum innan ramma núverandi samstarfs NATO og Georgíu. Ráðherrarnir ítrekuðu yfirlýsingu leiðtogafundar bandalagsins í Búkarest, frá því í apríl sl., um Georgíu. Einnig var ákveðið að stofna til viðræðna við stjórnvöld í Georgíu um að setja á fót sérstaka NATO-Georgíunefnd.

Þá átaldi bandalagið Rússland fyrir að beita óhóflegu vopnavaldi og áréttaði mikilvægi þess að rússnesk stjórnvöld virtu þau gildi sem ríkja í samskiptum Rússlands og NATO.

Ég fagna því að NATO skuli hafa tekið málin í Georgíu föstum tökum og  að bandalagið skuli hafa átalið Rússa fyrir að beita óhóflegu vopnavaldi í Georgíu.Besta svarið við árás Rússa  á Georgíu væri að veita landinu ( Georgíu) aðild að NATO sem fyrst.Hins vegar þarf að endurskoða allt samstarf NATO við Rússa í skjóli síðustu atburða.NATO getur ekki látið Rússa ráða því hvort Georgía fær aðild að NATO eða ekki.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband