Góð frammistaða Íslands í handboltanum

 

Ísland vann glæsilegan sigur á Pólverjum í fjórðungsúrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking, 32-30. Ísland spilar þar með um verðlaun á leikunum.

Ísland mætir annað hvort Suður-Kóreu eða Spáni í undanúrslitum en sá leikur hefst klukkan 12.15 í dag. Leikur Íslands í undanúrslitum fer fram á föstudaginn klukkan 12.15.( visir.is)

Maður er stoltur af strákunum okkar fyrir þessa frækilegu frammistöðu á Ólympíuleikunum. Þeir unnu fyrstu tvo leikina og gerðu jafntefli við Dani og Egypta og unnu síðan Pólverja sl. nótt en Pólverjar eru taldir með góðir. Nú er eftir að sjá hvernig Íslandi reiðir af  í dag og á föstudag. Við vonum að þeir vinni.

 

Björgvin Guðmundsson


Er afstaða Geirs til evru að breytast?

Geir H. Haarde forsætisráðherra segist enn vera þeirrar skoðunar að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Hann telur hins vegar rétt að íslensk stjórnvöld stefni að því að uppfylla Maastricht-skilyrði evrópska myntbandalagsins um upptöku evru sem fyrst, óháð aðild að sambandinu.

„Það eru almennir hagsmunir okkar að gera það óháð Evrópusambandinu," segir forsætisráðherra í viðtali við Fréttablaðið í dag.

„Við munum uppfylla öll Maastricht-skilyrðin ef við náum þeim árangri sem að er stefnt og lýst í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og þá verður ekki nein ástæða til að taka upp annan gjaldmiðil því þá verður kominn sá stöðugleiki sem nauðsynlegur er," segir hann.

Geir upplýsir í viðtalinu að frekari umbætur standi til á Íbúðalánasjóði, félagslegi hluti lánveitinga verði tekinn út og aðgreindur frá öðrum, búinn til heildsölubanki og breytingar gerðar á ríkisábyrgð.(mbl.is)

Þetta er athygliverð yfirlýsing forsætisráðherra um evru og bendir til þess að hann sé að sveigjast í átt til upptöku evru,sem í reynd mundi þýða aðild að ESB. Þetta  getur þó orðið langur ferill. Yfirlýsing Geirs um Íbúðalánasjóð kemur á óvart. Jóhanna felagsmálaráðherra hefur viljað halda Íbúðalánasjóði óbreyttum en ef meiningin er að breyta sjóðnum   í heilsölubanka þá hefur Jóhanna orðið undir í glímunni við íhaldið um þetta mál.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka Til baka


Nógir peningar til hjá ríkissjóði

Á síðasta ári varð 89 milljarða króna afangur af rekstri ríkissjóðs en síðustu þrjú ár hefur ríkissjóður skilað samanlagt 283 milljarða króna afgangi. Í lok síðasta árs var ríkissjóður í fyrsta skipti með jákvætt eigið fé upp á tíu milljarða króna. Til samanburðar var eigið fé ríkissjóðs neikvætt um nærri 200 milljarða í árslok 2000 á verðlagi þess tíma.

Þessar tölur leiða í ljós,að það eru nógir peningar til í ríkissjóði og því unnt að bæta kjör eldri borgara og aldraðra verulega eins og lofað var í síðustu kosningum.89 milljarðar voru afgangs af rekstri ríkissjóðs  sl. ár og svipaður afgangur var til jafnaðar á ári hvert ár sl. 3 ár.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Ólafur F. gengur í Frjálslynda flokkinn

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, ætlar að ganga aftur til liðs við Frjálslynda flokkinn. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Ólafi  í ráðhúsi Reykjavíkur. Ólafur lætur af embætti borgarstjóra á fimmtudag þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tekur við völdum.

Að sögn Ólafs er það vilji meirihluta borgarbúa að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni og það sé hans vilji og Frjálslynda flokksins að tryggja að svo verði.

Ólafur segir að miðað við fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar blasi við að draga verði úr stórum framkvæmdum um fjóra til fimm milljarða frá því sem áður hafði verið áætlað og að síðasta þriggja ára fjárhagsáætlun borgarinnar standist ekki. Skera þurfi niður launakostnað hjá borginni, draga úr yfirvinnu um þriðjung og heildarlaunakostnað um 8%.(mbl.is)

Ólafur F. gékk í  Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar fyrir síðustu kosningar. Hann segir nú skilið við hana og gengur í frjálslynda flokkinn.Þetta er dæmigert flokkaflakk.Ekki þarf að reikna með því að fylgi Ólafs aukist við það að hann gangi í frjálslynda flokkinn. Reykvíkingar eru ekki búnir að gleyma því að hann sveik félaga sína í  Samfylkingu,VG og framsókn,þegar hann gekk yfir til íhaldsins út á borgarstjórastólinn.Síðan sveik íhaldið hann nú og skipti honum út fyrir framsókn.Það breytir engu hvort Ólafur er á vegum frjálskyndra eða Íslandshreyfingarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskar ræður sér ekki fyrir kæti

Marsibil,varaborgarfulltrúi Óskar Bergssonar,sagði sig úr Framsókn í gær. Menn hefðu haldið ,að  Óskar Bergsson yrði hnugginn við þessi tíðindi.En það er nú öðru nær. Hann ræður sér ekki fyrir kæti.Þegar hann er spurður um úrsögnina segir hann,að það sé mikil ánægja með samstarfið við íhaldið. Hann finni fyrir miklum stuðningi  í framsókn.Og svo bætir hann við: Átökunum er lokið. Það  er engu líkara en,að Marsibil hafi verið einhver friðarspillir.

Óskar er svo glaður yfir,að vera kominn í faðm íhaldsins,að hann veit ekki hvernig hann á að láta. Hann fær að vera fundarstjóri borgarráðs,fær að raða málum á dagskrá en hann mun engu ráða. Íhaldið  ræður öllu með sína 7 borgarfulltrúa og borgarstjórann. En hverju breytir það  ef Framsókn fær að vera með íhaldinu.Þetta er bara eins og í gamla daga í ríkisstjórn.

 

Björgvin Guðmundsson


Kaupmáttur lífeyris aldraðra dróst aftur úr í kaupmáttarþróuninni

Stefán Ólafsson prófessor er nú formaður tryggingaráðs ( stjórnar TR).Ég bind miklar vonir við formennsku hans þar og vona,að hann geti komið fram lagfæringu á  lífeyri bótaþega,sem dregist hefur mikið aftur úr. Þó geri ég mér ljóst,að ráðherra er yfir honum. Stefán hefur á undanförnum árum skrifað margar greinar um kjaramál aldraðra og öryrkja og lagt áherslu á nauðsyn þess að bæta kjör þeirra.Í einni greininni,sem Stefán skrifaði   sagði hann m.a.:

Kaupmáttur hámarkslífeyris til einhleypra eldri borgara dróst stórlega aftur úr almennu kaupmáttarþróuninni í samfélaginu í góðærinu eftir 1995.

    Frá 1990 til 2005 jókst kaupmáttur þjóðarinnar um 50,6% á meðan kaupmáttur hámarkslífeyris frá Tryggingastofnun jókst um 18%. Það endurspeglar kjaraþróun þeirra lífeyrisþega sem lítið annað hafa en almannatryggingar til að stóla á. Þeir sem fá að auki lágar eða hóflegar greiðslur úr lífeyrissjóðum hafa einnig setið eftir, en það er stór hluti eldri borgara og öryrkja.

    Megin ástæða þessarar óhagstæðu þróunar fyrir lífeyrisþega er hin aukna skattbyrði sem lagðist á lágtekjuhópana í samfélaginu. Stjórnvöld eiga þannig stærsta sök á því að kjör lífeyrisþega hafa dregist afturúr í góðærinu frá 1995.

Þessi orð Stefán eru að mestu í fullu gildi enn.Að vísu bötnuðu kjör lífeyrisþega nokkuð með samkomulagi  LEB og fyrri ríkisstjórnar  2006. En síðan hafa þau versnað aftur á  yfirstandandi ári eins og ég hefi margoft bent á og nú er lífeyrir aldraðra aðeins 93.74% af lágmarkslaunum ( 100% sl. ár) Ég vænti þess því,að Stefán hafi  gliðnunina í huga   þegar hann fjallar um kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum.

Björgvin Guðmundsson 


Þorbjörg Helga ætlaði að reka sviðsstjórann!

Ég bjargaði því að frábær embættismaður borgarinnar yrði látinn fara fyrir það eitt að vera samviskusamur og reyna að leiðbeina ungum og óreyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri. „Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir efndi sem formaður leikskólaráðs til mjög dýrrar auglýsingaherferðar út af „Borgarbörnum“. Hún hafði ekkert samráð við mig eða æðstu stjórn borgarinnar um það og lítið samráð við sviðsstjórann, Ragnhildi Bjarnadóttur. Þegar sviðsstjórinn gerði athugasemdir vildi Þorbjörg Helga láta reka sviðsstjórann sem átti allt annað skilið enda einn af traustustu og bestu starfsmönnum borgarinnar “ segir Ólafur F.(mbl.is)

Þessi saga,sem  Ólafur fráfarandi borgarstjóri segir  af viðskiptum Þorbjargar Helgu formanns leikskólaráðs og Ragnhildar Bjarnadóttur sviðsstjóra ráðsins leiðir í ljós,að nefndarformaðurinn hefur misskilið hlutverk sitt. Það er ekki hlutverk formanna nefnda og ráða hjá borginni að ráða eða reka embættismenn. Það verkefni er  í höndum borgarráðs og borgarstjóra.Það er heldur ekki hlutverk formanna nefnda og ráða að taka   ákvarðanir um mikil fjárútlát borgarinnar. Það vald liggur hjá borgarráði og borgarstjórn.Svo virðist sem sumir borgarfulltrúa  Sjálfstæðisflokksins hafi ofmetnast við að veljast til formennsku í ráðum og að þeir hafi tekið sér meira vald en þeir höfðu. Það sama má segja um nýjan oddvita Sjálfstæðisflokksinss.Hann hefur einnig ofmetnast og ætlaði að stýra Ólafi borgarstjóra alveg eins og strengjabrúðu. Fróðlegt verður að sjá hvernig henni gengur að stýra  Óskari Bergssyni.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


mbl.is Ólafur F. Magnússon: Stöðvaði brottrekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Gylfi næsti forseti ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands vill ekki láta uppi hvort hann gefi kost á sér sem forseti sambandsins komandi ársfundi þess í lok október næstkomandi. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ sagðist fyrr í sumar vera að hugsa málið en ekki náðist í hana nú.

Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðusambands Íslands tilkynnti í júní að gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Hann var fyrst kjörinn forseti á 38. þingi ASÍ árið 1996, endurkjörinn á þinginu 2000 og á ársfundi 2002, 2004 og 2006. (mbl.is)

Gylfi yrði ágætur forseti  Alþýðusambandsins. Hann er skeleggur og vel að sér.Nú er þörf á góðum forseta ASÍ,þar eð erfiðir tímar eru framundan og  nauðsynlegt,að verkalýðshreyfingin  veiti örugga og trausta forustu í baráttunni fyrir bættum kjörum verkafólks.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Forsetakjör hjá ASÍ: Ekkert framboð komið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neytendasstofa sektar mörg bakari vegna ófullnægjandi verðmerkinga

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga í bakaríum dagana 19. – 24. júní sl. Í kjölfar könnunarinnar sendi Neytendastofa 13 bakaríum tilmæli þess efnis að koma verðmerkingum í viðunandi horf.

Dagana 1. og 5. ágúst sl. fylgdi Neytendastofa könnuninni eftir og leiddi sú könnun í ljós að níu af þeim 13 bakaríum sem send voru tilmæli stofnunarinnar höfðu ekki farið að þeim. Neytendastofa hefur því lagt stjórnvaldssektir á Gamla góða bakaríið Borgarholtsbraut, sem rekið er af Bettís ehf., Hjá Jóa Fel Smáralind, Hjá Jóa Fel Holtagörðum, Kornið Bíldshöfða, Kornið Borgartúni, Kornið Ögurhvarfi, Odd bakara Grensásvegi, Sveinsbakarí Engihjalla og Sveinsbakarí Arnarbakka. Í öllum bakaríunum voru vörur í kæli óverðmerktar og í tveimur bakaríum var verðmerkingum í borði mjög ábótavant.

Ég fagna því að Neytendastofa skuli hafa tekið verðmerkingar i bakaríum föstum tökum.En það er víðar,sem verðmerkingum er ábótavant. Er þess að vænta,að Neytendastofa geri  athugasemdir alls staðar sem þörf er á.

 

Björgvin Guðmundsson


Nýi meirihlutinn hræðist gerð fjárhagsáætlunar

Nýr meirihluti í Reykjavíkurborg fundar í dag og ræðir áfram um málefnasamning og skiptingu í nefndir og ráð. Hanna Birna Kristjánsdóttir, verðandi borgarstjóri segir að vandasamt verk við gerð fjárhagsáætlunar bíði meirihlutans.

Hanna Birna og Óskar Bergsson, verðandi formaður borgarráðs, hittust um helgina til að ræða málefnasamning fjórða meirihlutans og hvernig raða skuli í ráð og nefndir borgarinnar. Hanna Birna segir engin ágreiningsefni hafa komið upp í viðræðunum. Hún vill ekkert upplýsa um efni málefnasamnings eða formennsku í nefndum og ráðum.

Í tíð fyrsta meirihlutans gegndi Óskar Bergsson formennsku í framkvæmdaráði. Þá höfðu Framsóknarmenn formennsku í borgarráði og íþrótta- og tómstundaráði. Flokkarnir tveir sömdu um að skipta á milli sín stjórnarformennsku í Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahöfnum. Það átti að koma í hlut Framsóknarmanna að fara með stjórnarformennsku í Orkuveitunni seinni tvö ár kjörtímabilsins.

Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, sagði í fjölmiðlum um helgina að fyrir lægju tillögur um flatan niðurskurð á launaútgjöldum á velferðarsviði. Hanna Birna kannast ekki við það. Hún segir að nýja meirihlutans bíði vandasamt verk við gerð fjárhagsáætlunar. Bregðast þurfi við erfiðu ástandi í efnahagsmálum. (ruv.is)

Ekki er reiknað með neinum ágreiningi við skipan í nefndir og enn síður um málefni. Stuðst verður við gamla málefnasamninginn og  reynt verður einnig að hafa nefndaskipan svipaða og áður.'Með því að ákvörðun var  tekin um samstarfið hjá æðstu mönnum flokkanna  er ekki um það að ræða að skapa neinn ágreining um nefndir eða annað slíkt.Fyrirskipun er um að berja þetta saman og það verður gert.

 

Björgvin Guðmundsson

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband