Ólafur F. gengur í Frjálslynda flokkinn

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, ætlar að ganga aftur til liðs við Frjálslynda flokkinn. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Ólafi  í ráðhúsi Reykjavíkur. Ólafur lætur af embætti borgarstjóra á fimmtudag þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tekur við völdum.

Að sögn Ólafs er það vilji meirihluta borgarbúa að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni og það sé hans vilji og Frjálslynda flokksins að tryggja að svo verði.

Ólafur segir að miðað við fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar blasi við að draga verði úr stórum framkvæmdum um fjóra til fimm milljarða frá því sem áður hafði verið áætlað og að síðasta þriggja ára fjárhagsáætlun borgarinnar standist ekki. Skera þurfi niður launakostnað hjá borginni, draga úr yfirvinnu um þriðjung og heildarlaunakostnað um 8%.(mbl.is)

Ólafur F. gékk í  Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar fyrir síðustu kosningar. Hann segir nú skilið við hana og gengur í frjálslynda flokkinn.Þetta er dæmigert flokkaflakk.Ekki þarf að reikna með því að fylgi Ólafs aukist við það að hann gangi í frjálslynda flokkinn. Reykvíkingar eru ekki búnir að gleyma því að hann sveik félaga sína í  Samfylkingu,VG og framsókn,þegar hann gekk yfir til íhaldsins út á borgarstjórastólinn.Síðan sveik íhaldið hann nú og skipti honum út fyrir framsókn.Það breytir engu hvort Ólafur er á vegum frjálskyndra eða Íslandshreyfingarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Björgvin, eitt er ljóst að Ólafur verður ekki andlit flokksins því nú hefur verið stofnað Borgarmálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjavík með Jón Magnússon í formannssætinu.

Með kveðju,

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 19.8.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband