Fundað um efnahagsaðgerðir hér um helgina

Fundi helstu ráðamanna þjóðarinnar í Seðlabanka Íslands lauk skömmu eftir miðnætti í gærkvöldi og yfirgáfu menn fundarstaðinn um stundarfjórðungi gengið í eitt.

Bæði þegar menn mættu til fundar, á mismunandi tímum fram eftir kvöldi, sem og þegar flestir yfirgáfu fundinn eftir miðnætti voru menn þögulir sem gröfin. Enginn vildi tjá sig um það hvort einhverra aðgerða eða inngrips ríkisstjórnar væri að vænta fyrir opnun hlutabréfamarkaða í dag.


Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur fundað með bankamönnum landsins alla helgina. Á laugardag fundaði hann með bankastjórum Seðlabanka Íslands stóran hluta úr degi. Í gær gengu seðlabankastjórarnir aftur á fund forsætisráðherra, þá í fjármálaráðuneytinu og hafði Árni Mathiesen fjármálaráðherra einnig bæst í hópinn.

Aðstoðarmenn ráðherra og ráðgjafar funduðu í gær í forsætisráðuneytinu og fram kom í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi að bankastjórar Kaupþings banka hefðu komið á þeirra fund.


Forsætisráðherra og efnahagsráðgjafi hans, Tryggvi Þór Herbertsson, fóru úr forsætisráðuneytinu upp úr klukkan átta í gærkvöldi í hús Seðlabankans þar sem mikil fundarhöld voru fram yfir miðnætti. Í forsætisráðuneytinu höfðu þeir áður hitt Kjartan Gunnarsson, stjórnarmann í Landsbanka Íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Rúmlega hálf ellefu mættu Lárus Welding bankastjóri Glitnis og Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður bankans í Seðlabankann ásamt Gesti Jónssyni lögmanni. Þeir vildu ekkert segja um fundarefnið þegar þeir yfirgáfu fundinn rúmum þremur korterum síðar.

Þá voru mætt á fundinn forystumenn stjórnarandstöðunnar, þau Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins, Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins. Þegar þau yfirgáfu Seðlabankann þremur korterum síðar, eða rétt fyrir miðnætti, sögðust þau ekki geta tjáð sig neitt um málið þar sem þau væru bundin trúnaði.(mbl.is)

Ef unnt er að gera einhverjar ráðstafanir til þess að stöðva frekara hrun krónunnar þá er það vel. Menn eru sammála um að lækkun krónunnar sé farin að nálgast hættu ástand.Heimilin í landinu þola ekki frekari lækkun.

Björgvin Guðmundssoin


mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosið í Öryggisráðið 17.oktober

Aðeins þrjár vikur tæpar eru þar til kosið verður um tvö tímabundin sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Kosningin fer fram föstudaginn 17. október og valið stendur milli þriggja ríkja: Tyrklands, Austurríkis og Íslands. Undirbúningsvinna starfsfólks utanríkisráðuneytisins vegna framboðsins er á lokasprettinum og fara þar í fararbroddi starfsmenn fastanefndar Íslands við höfuðsstöðvar SÞ í New York. Þeim hefur borist liðsauki á undanförnum vikum með starfsfólki sem komið er hingað tímabundið til að sinna þessum lokaundirbúningi og nú í vikunni sem leið sóttu Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra allsherjarþing SÞ þar sem þau hittu aðra ráðherra og þjóðarleiðtoga og ræddu meðal annars við þá um framboð Íslands.

 

Ísland býður sig fram í öryggisráðið með stuðningi hinna Norðurlandanna en hefð er fyrir því að eitt þeirra sækist eftir setu í ráðinu á fjögurra ára fresti. Noregur og Danmörk hafa fjórum sinnum átt sæti í ráðinu, Svíar þrisvar og Finnar tvisvar, en Ísland er að bjóða sig fram í fyrsta sinn. Setið er í ráðinu til tveggja ára í senn og nái Ísland kjöri verður þetta með allra stærstu verkefnum og ein mesta ábyrgð sem Íslendingar hafa tekið að sér á alþjóðavettvangi.

 

Í ræðu sinni á allsherjarþinginu á föstudag sagði forsætisráðherra að Norðurlöndin hefðu alla tíð gegnt lykilhlutverki í þeim verkefnum samtakanna sem snúa að friðargæslu og þróunaraðstoð og að þau hefðu sýnt afdráttarlausa skuldbindingu við alþjóðalög og næði Ísland kjöri myndi það fylgja þessari hefð.

Þau atriði sem lögð hefur verið áhersla á í málflutningi Íslands þegar framboðið er kynnt fyrir öðrum þjóðum er að framboð Íslands sé norrænt framboð og einnig að það sé framboð smáþjóðar sem hefur enga verulega geópólitíska hagsmuni. Tekið er fram að Ísland beri virðingu fyrir alþjóðalögum, mannréttindum og lýðræði og vilji stuðla að gagnkvæmri virðingu og umburðarlyndi í samskiptum ríkja.(mbl.is)

Líkur Íslands á að ná kjöri eru góðar.Það verður mikil vinna fyrir Ísland að hafa sæti í Öryggisráðinu en það verður líka mikill heiður og setunni fylgir mikil ábyrgð.

 

 Björgvin Guðmundsson


mbl.is Tekið á því á lokasprettinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing lækkar vexti af íbúðalánum

Vextir á nýjum íbúðalánum Kaupþings lækka í 5,9 prósent á mánudaginn. Bankinn býður lægsta vexti af viðskiptabönkunum en Íbúðalánasjóður er lægstur. Ástæðan er hagstæð útkoma úr skuldabréfaútboði bankans í gær, en tilboðum fyrir einn milljarð króna var tekið. Bankinn reiknar með að á næsta ársfjórðungi láni hann samtals einn milljarð til íbúðakaupa, sem er mun minna en fyrir lægðina sem nú er á fasteignamarkaði.

Vextir á íbúðalánum á endurskoðunarákvæðis eru lægstir hjá Íbúðalánasjóði, 5,4 prósent en hjá hinum viðskiptabönkunum tveimur er vextir hærri en hjá Kaupþingi; 6,3 prósent hjá Landsbankanum og 6 og hálft prósent hjá Glitni.

Kaupþing er ekki með ákvæði um endurskoðun vaxta á íbúðalánum á fimm ára fresti eins og aðrar lánastofnanir bjóða upp á. Eftir eitt ár verða vextir á slíkum lánum endurskoðaðir í fyrsta sinn. Greiningadeild Landsbankans áætlar að raunvextir muni hækka á þeim lánum um tvö prósent. Í hagspá deildarinnar sem kynnt var í vikunni er gert ráð fyrir að nærri þriðjungur af íbúðalánum bankanna sé með endurskoðunarákvæði og að frá hausti 2009 og fyrri hluta ársins 2010 komi vextir á 5500 lánum til endurskoðunar fyrir samtals 64 milljarða króna. (ruv.is)

Það er ánægjulegt að heyra að Kaupþing skuli lækka vextir af íbúðalánum. Væntanlega fylgja aðrir bankar í kjörlfarið.

 

Björgvin Guðmundsson


 


Geir berst gegn fátækt í heiminum og fyrir auknum mannréttindum

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti 26.sept. ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar fjallaði hann um baráttuna gegn sárri fátækt í heiminum, mikilvægi sjálfbærrar þróunar og aðgerða vegna loftlagsbreytinga og lagði áherslu á virðingu fyrir mannréttindum þ.m.t. réttindum kvenna. Þá fjallaði forsætisráðherra um nauðsyn umbóta innan Sameinuðu þjóðanna og kvatti í því samhengi til átaks í menntun um tilgang og starfssemi samtakanna. Loks gerði forsætisráðherra grein fyrir framboði Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.( Stjórnarráðsvefur)

Það voru athyglisverð    atriði í ræðu Geirs,einkum um baráttu gegn fátækt í heiminum og baráttu fyrir mannréttindum. Er  ljóst,að ræðan er undir verulegum áhrifum þeirra atriða,sem Ingibjörg Sólrún leggur mesta áherslu á sem utanríkisráðherra.Er það eðlilegt,þar eð samhljómur verður að vera í málflutningi þeirra.

 

Björgvin Guðmundsson


Samkomulag um björgunarpakkann í Bandaríkjunum

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Bandaríkjaþingi og ríkisstjórn George W. Bush, hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um þær aðgerðir til björgunar fjármálalífi landsins. Nancy Pelosi, forseti þingsins, Nancy Pelosi, greindi frá þessu í nótt. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á morgun.

Sagði Pelosi að munnlegt samkomulag um björgunarpakkann, sem kostar bandaríska ríkið 700 milljarða Bandaríkjadala, hefði náðst, einungis eigi eftir að ganga frá smáatriðum svo hægt verði að greiða atkvæði um það í fulltrúadeildinni á morgun og síðar í öldungadeildinni.

„Við eigum einhverja vinnu eftir við að fínpússa það en ég held að við höfum náð þessu," sagði Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sem tók þátt í samningaviðræðunum í þinghúsinu í nótt.

Áætlanir fjármálaráðuneytisins miða að því að kaupa til baka lán af bönkunum og öðrum fjárfestum, einkum ótrygg húsnæðislán. Þetta verði til þess að þeir fengju  laust fé, sem þá skortir tilfinnanlega nú. Í kjölfarið gætu fjármálastofnanir farið að lána á ný. Vonast er til þess að ríkissjóður geti síðar selt lánin á hæsta mögulega verði á þeim tíma. (mbl.is)

Það er fagnaðarefni,að samkomulag skuli nánast í höfn  um "björgunarpakkann". Þess  er að vænta að þetta samkomulag hafi jákvæð áhrif á markaðinn strax í fyrramálið og áhrifin gætu náð alla leið hingað til lands.Hins vegar vantar að gera sérstakar ráðstafanir fyrir Íslands oo er það nú orðið mjög brýnt.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Samkomulag nánast í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrir aldraðra á að miðast við neyslukönnun Hagstofunnar

Ellert Schram skrifar grein   í  Mbl í dag um málefni aldraðra.Þar ræðir hann útgáfu reglugerðar Jóhönnu Sigurðardóttur um lágmarksframfærslutryggingu,150 þús. kr.  á mán. fyrir skatt.Hann segir þetta spor í rétta átt og það er rétt, þó sporið sé stutt.Ellert  segir:" Ég sé það og heyri,að hagsmunasamtök eldri borgara telja ekki nóg að gert.Vilja,að miðað sé við neyslukönnun og allir fái hækkun.Ég er sammála því, að   eðlilegt sé ,að miðað sé við   neysluvísitölu í stað lægstu dagvinnutryggingar á hinum almenna vinnumarkaði." 
Meðal samtaka  eldri borgara, sem hafa ályktað,að miða  eigi við neyslukönnun Hagstofunnar eru 60+,samtök  
 eldri borgara í Samfylkingunni en Ellert er formaður í þeim samtökum...Hið sama sagði Samfylkingin í kosningarbaráttunni fyrir síðustu alþingiskosningar. Hún vildi   og boðaði ,að   miðað væri við neyslukönnun Hagstofu Íslands,þegar lífeyrir aldraðra væri ákveðinn.Hvert skref þarf að vera stærra,ef við ætlum að ná því marki.
Björgvin Guðmundsson 

Krísufundur í Stjórnarráðinu með Seðlabankanum

Bankastjórar Seðlabankans hafa í dag setið á fundum í stjórnarráðinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins segja áfall fyrir peningastefnuna að bandaríski seðlabankinn vilji ekki semja við Íslendinga um skipti á gjaldmiðlum og verði stjórnvöld stjórnvöld að halda áfram að reyna að semja við erlenda seðlabanka.(mbl.is)

 

Forsætisráðherra kallaði á alla bankastjóra Seðlabankans til fundar í gamla stjórnarráðshúsinu ´

i dag. Segja má,að fundurinn hafi verið haldinn strax eftir að  Geir Haarde kom heim frá New York.Þetta var eins konar krisufundur en krónan hefur hríðfallið' undanfarið. Það var mikið áfall fyrir Ísland,að Seðlabanki  Bandaríkjanna  skyldi ekki vilja gera gjaldmiðlaskiptasamning við Seðlabanka Íslands.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Stjórnvöld semji við erlenda seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítill árangur af ferð Evrópunefndar

Evrópunefnd var á ferð í Brussel í síðustu viku til þess að fjalla um það hvort Ísland gæti tekið upp evru án þess að ganga í ESB.Jóhanna Vilhjálmsdóttir sagði í Kastljósi í gær,að þetta hefði verið alger sneypuför,árangur enginn.Það er ef til of sterkt að orði kveðið.Hins vegar var vitað fyrirfram,að embættismenn í Brussel mundu segja nei,þegar þeir væru spurðir um það hvort Ísland gæti tekið upp evru án aðildar að ESB.Þeir gátu ekki svarað öðru. Auk þess var rætt við lágt setta embættismenn.Þetta hefur því nánast verið skemmtiferð og almenn kynningarferð um ESB almennt.

Ef athuga á í alvöru hvort unnt er að taka upp evru á þeim grundvelli að Ísland sé í EES og ætli ekki í ESB í bráð þarf að tala við stjórnmálaleiðtoga ESB. Það þarf þá að heimsækja þau aðildarríki sem ráða mestu í ESB.Ekki er líklegt að pólitískur vilji sé til þess hjá ESB að samþykkja beiðni Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


Breskir jafnaðarmenn rétta sig aðeins af

Heldur hefur dregið saman með Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum í Bretlandi samkvæmt nýjum könnunum. Þannig hefur Íhaldsflokkurinn aðeins 9 prósentustiga forskot í könnun sem Guardian birtir í dag. Blaðið segir þetta veruleg umskipti því fyrir mánuði hafi litið út fyrir algjört afhroð Verkamannaflokksins, hann hafi átt á hættu að þurrkast út. Guardian telur góða frammistöðu Gordons Brown forsætisráðherra á nýlegu þingi flokksins, og trúverðug viðbrögð hans við fjármálakreppunni, hafa valdið sinnaskiptum margra.

 


Hins vegar sé enn langt í land að Verkamannaflokkurinn öðlist fyrra fylgi. Samkvæmt könnun blaðsins styður 41 prósent Breta Íhaldsflokkinn, 32 prósent Verkamannaflokkinn og 18 prósent Frjálslynda demókrata.(mbl.is)

Það hefur sannast  í Bretlandi eins og víðar,að valt er veraldargengi. Blair fyrrum leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra var mjög vinsæll fyrstu árin en svo hallaði undan fæti fyrir honum einkum vegna Íraksstríðsins og stuðnings hans við Bush. Talið var,að Gordon Brown mundi  hífa fylgið upp en það fór á annan veg. Brown hefur reynst óvinsælli en Blair. Brown hefur ekki sömu persónutöfra og Blair en er ef til örlítið róttækari jafnaðarmaður. Brown á nú erfitt verk fyrir höndum að ná flokknum upp í sömu hæðir og áður.

 

Björgvin Guðmundsson


Jafntefli hjá Obama og MacCain í kappræðum

Hvorugur hafði betur í sjónvarpskappræðum í nótt,Obama eða Mac Cain.Þeir voru svipaðir. Obama sagði,að hann vildi bæta heilbrigðiskerfið,menntamálin og orkumálin. Bandaríkin ættu að vera sjálfum sér nóg í orkumálum.Mac Cain sagðiust vilja lækka skatta  en Obama vildi hækka þá.Stjórnandinn spurði þá ítrekað um björgunaraðgerðir Bush vegna fjármálakreppunnar.Þeir töluðu jákvætt um aðgerðirnar en töldu ýmsu þurfa að breyta í björgunarpakkanum.Obama sagði,að það væri sök Bush og republiana hvernig komið væri. Þeir deildu mikið um Írak og Afganistan.Obama sagði,að Mac Cain hefði sagt,að gereyðingarvopn væru í Írak en engin slík hefðu fundist. Obama sagði einnig,að Mac Cain hefði sagt,að stríðið í Írak tæki örskamman tíma en annað  hefði komið á daginn. Staða frambjóðendanna er óbreytt eftir kappræðurnar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband