Kosið í Öryggisráðið 17.oktober

Aðeins þrjár vikur tæpar eru þar til kosið verður um tvö tímabundin sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Kosningin fer fram föstudaginn 17. október og valið stendur milli þriggja ríkja: Tyrklands, Austurríkis og Íslands. Undirbúningsvinna starfsfólks utanríkisráðuneytisins vegna framboðsins er á lokasprettinum og fara þar í fararbroddi starfsmenn fastanefndar Íslands við höfuðsstöðvar SÞ í New York. Þeim hefur borist liðsauki á undanförnum vikum með starfsfólki sem komið er hingað tímabundið til að sinna þessum lokaundirbúningi og nú í vikunni sem leið sóttu Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra allsherjarþing SÞ þar sem þau hittu aðra ráðherra og þjóðarleiðtoga og ræddu meðal annars við þá um framboð Íslands.

 

Ísland býður sig fram í öryggisráðið með stuðningi hinna Norðurlandanna en hefð er fyrir því að eitt þeirra sækist eftir setu í ráðinu á fjögurra ára fresti. Noregur og Danmörk hafa fjórum sinnum átt sæti í ráðinu, Svíar þrisvar og Finnar tvisvar, en Ísland er að bjóða sig fram í fyrsta sinn. Setið er í ráðinu til tveggja ára í senn og nái Ísland kjöri verður þetta með allra stærstu verkefnum og ein mesta ábyrgð sem Íslendingar hafa tekið að sér á alþjóðavettvangi.

 

Í ræðu sinni á allsherjarþinginu á föstudag sagði forsætisráðherra að Norðurlöndin hefðu alla tíð gegnt lykilhlutverki í þeim verkefnum samtakanna sem snúa að friðargæslu og þróunaraðstoð og að þau hefðu sýnt afdráttarlausa skuldbindingu við alþjóðalög og næði Ísland kjöri myndi það fylgja þessari hefð.

Þau atriði sem lögð hefur verið áhersla á í málflutningi Íslands þegar framboðið er kynnt fyrir öðrum þjóðum er að framboð Íslands sé norrænt framboð og einnig að það sé framboð smáþjóðar sem hefur enga verulega geópólitíska hagsmuni. Tekið er fram að Ísland beri virðingu fyrir alþjóðalögum, mannréttindum og lýðræði og vilji stuðla að gagnkvæmri virðingu og umburðarlyndi í samskiptum ríkja.(mbl.is)

Líkur Íslands á að ná kjöri eru góðar.Það verður mikil vinna fyrir Ísland að hafa sæti í Öryggisráðinu en það verður líka mikill heiður og setunni fylgir mikil ábyrgð.

 

 Björgvin Guðmundsson


mbl.is Tekið á því á lokasprettinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er skömm að þessu bruðli

Sigurður Þórðarson, 28.9.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband