Miðvikudagur, 3. september 2008
"Við ætlum að leiðrétta þetta misrétti"
Samfylkingin sagði fyrir síðustu alþingiskosningar,að ójöfnuður hefði aukist í samfélaginu og lífeyrir eldri borgara hefði ekki fylgt launavísitölu.Aldraðir hefði því ekki fengið sömu kjarabætur og aðrir hópar ( gliðnunin).Síðan sagði: Samfylkingin ætlar að leiðtétta þetta misrétti og vinna að því að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði lífeyrisþega eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Í kjaramálum lagði Samfylkingin mesta áherslu á þetta atriði, meira en að draga úr tekjutengingum enda þótt þær skipti einnig miklu máli.En ekkert hefur enn verið gert til þess að leiðrétta misréttið.Ekkert hefur verið gert til þess að draga úr gliðnuninni.Þvert á móti hefur hún aukist. Lífeyrir aldraðra var 100 % af lágmarkslaunum sl. ár en nú er lífeyrir aldraðra 93,74% af lágmarkslaunum.. Gliðnunin hefur því aukist.Hvað er hér að gerast? Hvað er Samfylkingin að hugsa? Lætur hún Sjálfstæðisflokkinn ráða ferðinni í lífeyrismálum? Er það ef til vill fjármálaráðherrann sem ræður?
Björgvin Giðmundsson
Miðvikudagur, 3. september 2008
Jákvæð viðbrögð við gjaldeyrisláni
Efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar hefur verið beðið með nokkurri óþreyju, ekki síst af hálfu markaðarins bæði heima og erlendis. Óhætt er að segja að viðbrögðin hafi verið jákvæð þegar fréttirnar um lánið spurðust til Lundúna.
Elizabeth Gruié, sérfræðingur hjá BNP Paribas, segir þetta gleðitíðindi sem beðið hafi verið eftir með eftirvæntingu. Markaðurinn hefði nánast gefið upp vonina um að svona færi en þessi innspýting verði vel þegin. Og Gruié tekur ekki undir þá gagnrýni að íslensks stjórnvöld hafi farið sér óþarflega hægt í að grípa til aðgerða í efnahagsmálum.
Þróun gjaldmiðlaviðskipta sýni að ríkisstjórnin hafi gert allt rétt til þessa; frá því hún gerði skiptisamninga við norrænu bankana. Það hafi verið mikilvæg ákvörðun. Þessi leið hafi reynst hagstæðari fyrir markaðina þó að þróunin hafi verið hæg. Hún telji það vera réttu leiðina að taka sér tíma.
Áhrifanna af lántökunni ætti að vera skammt að bíða að mati sérfræðings fjárfestingabankans franska. Raunar gætti þeirra þegar í dag því gengi krónunnar styrktist gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum.
Gruié segir að framhaldinu geti skuldatryggingaálag lækkað sem myndi þá auðvelda bönkunum að taka lán á hagstæðari kjörum. (ruv.is)
Það er gott,að viðbr0gð við gjaldeyrisláni skuli jákvæð.En betur má ef duga skal. Nú þarf ríkisstjórnin að gera ráðstafanir gegn atvinnuleysi.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 3. september 2008
Býður Ingibjörg sig fram sem forseti ASÍ?
Stjórnir VR og LÍV, Landssambands íslenskra verzlunarmanna, skora á Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur, formann LÍV og varaforseta ASÍ, að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands en kosið verður á ársfundi sambandsins í október.
Grétar Þorsteinsson, núverandi forseti, hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu.
Fram kemur í tilkynningu, að Ingibjörg hafi starfað í verkalýðshreyfingunni í áratugi, verið formaður LÍV frá árinu 1989 og varaforseti ASÍ alls í 13 ár. Hún sé eina konan, sem kjörin hafi verið formaður landssambands innan ASÍ og myndi kosning hennar í embætti forseta brjóta blað í sögu verkalýðshreyfingarinnar( mbl.is)
Ingibjörg mundi svo sannarlega sóma sér vel í embætti forseta ASÍ og hún mundi örugglega valda embættinu vel. Talið er,að Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ muni bjóða sig fram. Hann er einnig mjög góður kostur. Hann er mjög vel að sér um öll kjaramál ,þekkir málin út og inn og er mjög skeleggur málsvari ASÍ. Sennilega er hann ögn betri kostur þó erfitt sé að gera upp á milli tveggja góðra kosta.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Skorað á Ingibjörgu að gefa kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. september 2008
Verkfall ljósmæðra hefst á miðnætti
Verði tveggja sólarhringa verkfall ljósmæðra að veruleika á miðnætti skerðist þjónusta þeirra mjög mikið og sums staðar verður hún engin. Samkvæmt neyðaráætlun ríkisins verður engin þjónusta við konur í barnseignarferli á þessu tímabili. Mæðravernd fellur niður, þjónusta ungbarnaverndar verður skert og fæðingardeild lokuð, segir til dæmis á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Í verkfalli starfa ljósmæður samkvæmt undanþágulistum, sem miða við þjónustu sem veitt var fyrir 13 árum.-mbl.is
Staðan er mjög alvarleg. Svo virðist sem ekki sé nægilegur áhugi á því að semja,þar eð enginn samningafiundur var boðaður í dag. Samningafundur verður fyrst á morgun ,þegar verkfall er hafið.Það er furðulegtáhugaleysi og kæruleysi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Víða engin neyðarvakt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 2. september 2008
Borgarstjórn:Ólafur F. sakar Vilhjálm um svik
Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri jós svívirðingum yfir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson forseta borgarstjórnar úr ræðustól í ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Til umræðu var tillaga Ólafs um að gengið yrði til kosninga um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri.
Ólafur sagði Vilhjálm í hjarta sínu vera þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni.
"En Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stendur yfirleitt ekki við orð sín. Hann nánast grátbað mig um að koma í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og gaf mér drengskaparheit sitt fyrir því að það samstarf yrði ekki rofið.
Það er ekkert að marka orð þín borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Ég bíð spenntur eftir því að sjá hvaða dúsu þú færð fyrir svik þín við mig.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur tekið hagsmuni og völd fram yfir eigin sannfæringu...Hann hefur verið niðurlægður af samherjum sínum," sagði Ólafur meðal annars í ræðu sinni.
Vilhjálmur steig skömmu síðar sjálfur upp í pontu og svaraði fyrir sig.
"Það er hreint ótrúlegt að hlusta á Ólaf hreyta fúkyrðum í minn garð.
Ummæli hans dæma sig sjálf og ætla ég ekki að hreyta í hann fúkyrðum á móti. Við höfum ekki verið sammála um allt en tal um svik og brigls er út í hött.
Það er ekki sæmandi fyrrverandi borgarstjóra að tala með þessum hætti," var á meðal þess sem Vilhjálmur sagði í svari sínu.
Hvað tillögu Ólafs varðar þá lagði Hanna Birna Kristjánsdóttir til að henni yrði vísað frá.
Sú tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Ólafs F. Magnússonar.(visir.is)
Ljóst er,að það eru engir kærleiklar með Ólafi F. og Vilhjálmi um þessar mundir. Ólafur telur Vihjálm hafa svikið sig með því að sparka sér úr embætti borgarstjóra. En áður hafði
Ólafur F. svikið Dag B.Eggertsson.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 2. september 2008
Ríkið tekur 30 milljarða lán til að efla gjaldeyrisforðann
Verið er að ganga frá nýju gjaldeyrisláni að að fjárhæð a.m.k. 250 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 30 milljarða króna, á kjörum sem eru mun hagstæðari en svokallað skuldatryggingarálag á ríkissjóð gefur til kynna. Þetta kom fram hjá Geir H. Haarde, forsætisráðherra, þegar hann flutti Alþingi skýrslu um efnahagsmál í dag.
Geir sagði, að þetta sýndi enn á ný hve skuldatryggingaálög á alþjóðlega fjármálamarkaðnum geti verið fjarri raunveruleikanum.
Gjaldeyrisforðinn var rúmlega 100 milljarðar króna á sambærilegu gengi um mitt ár 2006 en eftir að nýja lánið hefur verið tekið nemur hann jafnvirði rúmlega 500 milljarða króna og hefur því fimmfaldast. Sagði Geir að gjaldeyrisforðinn væri nú hlutfallslega mun meiri en í flestum nágrannalöndum ef miðað væri við landsframleiðslu.
Það er eins og þeir sem nú tala mest um að auka þurfi gjaldeyrisforðann séu ekki alltaf með á nótunum," sagði Geir.
Fram kom einnig hjá Geir, að samist hefði um að Ísland verði aðili að samkomulagi Evrópusambandsþjóða um viðbrögð við fjármálakreppu til þess að auka fjármálastöðugleika á Evrópska efnahagssvæðinu.
Geir sagði, að á síðustu mánuðum hefðu mörg og markviss skref verið tekin til að sporna við áhrifum fjármálakreppunnar á íslenskt efnahagslíf. Þær aðgerðir, sem gripið hefði verið til og annað sem væri í athugun, miðuðu í fyrsta lagi að því að draga úr lausafjárerfiðleikum fjármálastofnana til skemmri tíma, í öðru lagi að því að auka fjármálalegan stöðugleika til frambúðar og í þriðja lagi að því langtímamarkmiði að skjótum traustum stoðum undir framtíðarhagvöxt og þar með bætt lífskjör í landinu.
Ríkisstjórnin mun gera það sem í hennar valdi stendur til að taka á vandanum til skemmri tíma og auka stöðugleika í efnahagslífinu til lengri tíma. Fjárlagafrumvarpið og stefnuræða mín í byrjun október munu bera þess merki. Ríkisstjórnin hefur forðast innihaldslausar upphrópanir sem engu skila og eru síst til þess fallnar að treysta okkar trúverðugleika, inn á við sem út á við. Í efnahagslegu umróti eru yfirvegaðar aðgerðir mikilvægari en upphrópanir og úrtölur," sagði Geir H. Haarde.(mbl.is)
Þetta eru ágætar fréttir. Það sem á vantar er að gera einhverjar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi atvinnuleysi. Ríkið Þyrfti nú að auka framkvæmdir,t.d. viðhaldframkvæmdir og hraða samgöngubótum. Atvinnuleysi er það versta,sem getur dunið yfir.
Björgvin Guðmundsson
T
Þriðjudagur, 2. september 2008
Hörður Óskarsson látinn
Útför Harðar Óskarsssonar prentara og knattspyrnukappa var gerð frá Fríkirkjunni í dag.Hörður var mjög góður iðnaðarmaður og setti m.a. flestar bækur Halldórs Laxness en skáldið óskaði sérstaklega eftir því að Hörður setti bækur hans.Hörður lék um langt skeið með meistaraflokki KR
i knattspyrnu. Var hann mjög flínkur knattaspyrnumaður,var lengst af í framlínunni og skoraði mörkin. Hann var lengi fyrirliði liðsins. Einnig lék hann oft með landsliðinu. Hörður var stjarna í fótbolta um langt skeið. Hörður var einlægur jafnaðarmaður og starfaði mikið í Alþýðuflokknum.Hann var mjög kappsamur í starfi fyrir Alþýðuflokkinn eins og í knattspyrnunni.
Ég votta eftirlifandi konu Harðar og dóttur samúð mína vegna fráfalls hans.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. september 2008
Félag eldri borgara:Framfærsluviðmið lífeyrisþega miðist við neyslukönnun Hagstofunnar
Félag eldri borgara í Reykjavík samþykkti 3.júní sl.,að við ákvörðun á framfærsluviðmiði fyrir eldri borgara ætti að miða við neyslukönnun Hagstofu Íslands.Beindi stjórn félagsins því til félags-og tryggingamálaráðherra að koma þessari kröfu á framfæri við endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga en nefnd þessi átti að ákveða framfærsluviðmið fyrir lífeyrisþega fyrir 1.júlí. Stjórn FEB taldi fráleitt að tekið væri upp lágt og sérstækt framfærsluviðmið,sem væri úr takti við framfærslukostnað og meðaltalsneysluútgjöld.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 2. september 2008
Samfylkingin með mest fylgi
Samfylkingin er með mest fylgi stjórnmálaflokka um þessar mundir samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Rúmlega 33% sögðust myndu kjósa flokkinn, yrði kosið nú, en rúmlega 32% sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Fylgi Samfylkingar hefur aukist um rúmar 4 prósentur frá því fyrir mánuði en fylgi Sjálfstæðisflokks er það sama.
Fylgi VG mælist nú 19% en var 22% í síðustu mælingu Gallup. Fylgi Framsóknarflokks mælist 10%, var 9% fyrir mánuði. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 4%, var 5% og fylgi Íslandshreyfingarinnar mælist 2% eins og síðast.
Nú segjast 54% styðja ríkisstjórnina en helmingur sagðist styðja stjórnina fyrir mánuði.
Einnig var spurt um viðhorf til nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 56% sögðust vera óánægð en þriðjungur sagðist ánægður; 10% sögðust hvorki ánægð né óánægð. 37% svarenda í Reykjavík sögðust ánægð með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, nýjan borgarstjóra samanborið við ríflega 34%sem segjast óánægð. Rúmlega fjórðungur svarenda í Reykjavík er hvorki ánægður né óánægður.Fylkið(mbl.is)
Þetta er athyglisverð könnun. Hún leiðir í ljós,aðSamfylkingin er að sækja sig en Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi.Í kosningunum 2003 fékk Samfylkingin 31% en Sjálfstæðið 33%.Fyrir þær kosningar mældist Samfylkingin oft með mjög mikið fylgi,hátt í 40%.
Klúðrið í borgarstjorn Reykjavíkur hefur sjálfsagt skaðað Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu.Einnig finnst mörgum Geir Haarde ekki veita nógu ákveðna forustu í efnahagsþrengingunum.
Athyglisvert er að samkvæmt skoðanakönnuninni fengju Samfylking og VG meirihluta á þingi og gætu myndað meirihlutastjórnþ
Björgvin Guðmundsson
.
![]() |
Samfylkingin með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. september 2008
1400 manns missa vinnuna
1400 manns hefur verið sagt upp störfum eða verður sagt upp á næstunni samkvæmt tilkynningum um hópuppsagnir,sem borist hafa Vinnumálastofnun.Stærsti hópurinn er hjá Ístak en þar hefur verið tilkynnt um uppsögn 200 manns.Einnig er m0rgum sagt upp hjá Íslandspósti og Kjötbankanum. Þeir sem til þekkja segja,að þetta sé aðeins byrjunum .Í haust og í vetur muni verða mikið um uppsagnir enda mikill samdráttur framundan í atvinnulífinu.Nauðsynlegt er,að stjórnvöld geri ráðastafanir til þess að sporna gegn atvinnuleysi.
Björgvin Guðmundsson