Samfylkingin með mest fylgi

Samfylkingin er með mest fylgi stjórnmálaflokka um þessar mundir samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Rúmlega 33% sögðust myndu kjósa flokkinn, yrði kosið nú, en rúmlega 32% sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Fylgi Samfylkingar hefur aukist um rúmar 4 prósentur frá því fyrir mánuði en fylgi Sjálfstæðisflokks er það sama.

Fylgi VG mælist nú 19% en var 22% í síðustu mælingu Gallup. Fylgi Framsóknarflokks mælist 10%, var 9% fyrir mánuði. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 4%, var 5% og fylgi Íslandshreyfingarinnar mælist 2% eins og síðast.

Nú segjast 54% styðja ríkisstjórnina en helmingur sagðist styðja stjórnina fyrir mánuði.

Einnig var spurt um viðhorf til nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 56% sögðust vera óánægð en þriðjungur sagðist ánægður; 10% sögðust hvorki ánægð né óánægð. 37% svarenda í Reykjavík sögðust ánægð með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, nýjan borgarstjóra samanborið við ríflega 34%sem segjast óánægð. Rúmlega fjórðungur svarenda í Reykjavík er hvorki ánægður né óánægður.Fylkið(mbl.is)

Þetta er athyglisverð könnun. Hún leiðir í ljós,aðSamfylkingin er að sækja sig en Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi.Í kosningunum 2003 fékk Samfylkingin 31% en Sjálfstæðið 33%.Fyrir þær kosningar mældist Samfylkingin oft með mjög mikið fylgi,hátt í 40%.

Klúðrið í borgarstjorn Reykjavíkur hefur sjálfsagt skaðað Sjálfstæðisflokkinn  á  landsvísu.Einnig finnst mörgum Geir Haarde ekki veita nógu ákveðna forustu í efnahagsþrengingunum.

Athyglisvert er að samkvæmt skoðanakönnuninni fengju Samfylking og VG meirihluta á þingi og gætu myndað meirihlutastjórnþ

 

Björgvin Guðmundsson

.

Fara til baka 


mbl.is Samfylkingin með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband