Stefnir í verkfall ljósmæðra

Ljósmæður eru ekki bjartsýnar á að lausn finnist í kjaradeilu þeirra við ríkið áður en verkfall skellur á á miðnætti á miðvikudag. Guðlaug Einarsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljóst að slíkt verkfall muni koma hart niður enda veiti ljósmæður nauðsynlega þjónustu.

Samninganefnd ljósmæðra hitti samninganefnd ríkisins á fundi sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö. Honum lauk án árangurs um klukkustund síðar. Guðlaug segir enn bera mikið í milli og langt frá því að neitt hafi verið boðið sem ljósmæður geti sætt sig við. Það sé ljóst að þær standi fast á kröfum sínum enda séu þær að bjarga heilbrigðiskerfinu frá miklu stærri vanda síðar, það er manneklu í ljósmæðrastétt.(mbl.is)

Því miður bendir allt til þess að verkfall skelli á. Ljósmæður telja,að þær hafi alltof bág kjör.Þær eru með mikið lægri kjör en  hjúkrunarfræðingar.Í rauninni eru þær með verri kjör en sambærilegar stéttir innan BHM. Þær vilja fá kaup í samræmi við menntun sína. Mér finnst það sanngjörn krafa og styð hana.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Stefnir í verkfall ljósmæðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haustþing hefst á morgun

Alþingi kemur saman á morgun, 2. september, og lýkur störfum á hálfum mánuði. Er þetta í fyrsta sinn sem haldið er haustþing af þessu tagi og kláruð mál frá vorþinginu, en næsta löggjafarþing hefst síðan í byrjun október. Líklegt er að stjórnarfrumvörp um þróunarsamvinnu og sjúkratryggingar verði helstu viðfangsefni septemberþingsins en enn er óljóst hvað verður um skipulags- og mannvirkjafrumvörp þar sem einkum er tekist á um landskipulagstillögurnar.

Þingið stendur aðeins í tvær vikur, sjö reglulega þingfundardaga, og komast því ekki mörg þingmál á dagskrá af þeim sem ekki voru afgreidd í vor. Tvo af þessum sjö dögum flytja ráðherrar mikilvægar skýrslur og að auki verða utandagskrárumræður og fyrirspurnir þannig að mikið er komið undir samkomulagi milli þingflokka og innan stjórnarmeirihlutans

Forsætisráðherra flytur skýrslu um efnahagsmál  við upphaf þingsins. Búast má við miklum umræðum um hana þar eð  mikil óvissa rikir um efnahagsmálin og m0rgum finnst lítið gert í þeim málum.

 

Björgvin Guðmundsson


Góður útvarpsþáttur Sigurðar G. Tómassonar

Útvarpsþáttur Sigurðar G. Tómassonar,gamals vinar míns úr borgarstjórn,er mjög góður. Þátturinn er á Útvarp Sögu.Sigurður spjallar við hlustendur, sem hringja til hans,hann les úr bókum og leikur góða tónlist,einkum  óperutónlist,fræga tenóra,sem unun er á að hlýða. Uppáhaldssöngvari Sigurðar er Jussi Björling,frábær söngvari. Þegar kemur að óperutónlist falla áhugasvið okkar Sigurðar saman.Ég hefi eins og Sigurður mjög gaman af fallegum óperum og tenórar eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ef til vill er það af þessum sökum,sem mér finnst þáttur Sigurðar sérstaklega góður.Ég hafði sem krakki og unglingur  mjög gaman af því að syngja og söng 13 ára gamall inn á hljómplötu,sem ég á enn.Það er mjög gaman að eiga þá plötu.

Ég vona,að Sigurður G.Tómasson  verði sem lengst með útvarpsþátt sinn.

 

Björgvin Guðmundsson


Nyhedsavisen hætt

Útgáfu danska fríblaðsins Nyhedsavisen hefur verið hætt og kemur blaðið ekki út á morgun. Var starfsfólki blaðsins tilkynnt þetta í pósti frá framkvæmdastjóra blaðsins og ritstjóra í kvöld. Dótturfélag 365, áður Dagsbrún, Dagsbrun Media í Danmörku hleypti Nyhedsavisen, af stokkunum en það er nú í meirihlutaeigu Morten Lund. Stoðir Invest minnkuðu hlut sinn í útgáfufélaginu í júlí, úr 49% í 15%. (mbl.is)

Þar með er tilraun Íslendinga til þess að gefa út fríblað í Danmörku lokið.Hún mistókst. Reynslan af útgáfu Fréttablaðsins var það góð hér,að menn vildu reyna fyrir sér með hugmyndina  á erlendum vettvangi. Gunnar Smári Egilsson,sem var ritstjóri Fréttablaðsins,var ráðinn til þess að stjórna útgáfu fríblaðsins í Danmörku og hlaut blaðið nafnið Nyhedsavisen Í upphafi þessa árs eignaðist danskur fjárfestir meirihluta i blaðinu en það  gekk ekki og nú hefur útgáfunni verið hætt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Útgáfu Nyhedsavisen hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband