Haustþing hefst á morgun

Alþingi kemur saman á morgun, 2. september, og lýkur störfum á hálfum mánuði. Er þetta í fyrsta sinn sem haldið er haustþing af þessu tagi og kláruð mál frá vorþinginu, en næsta löggjafarþing hefst síðan í byrjun október. Líklegt er að stjórnarfrumvörp um þróunarsamvinnu og sjúkratryggingar verði helstu viðfangsefni septemberþingsins en enn er óljóst hvað verður um skipulags- og mannvirkjafrumvörp þar sem einkum er tekist á um landskipulagstillögurnar.

Þingið stendur aðeins í tvær vikur, sjö reglulega þingfundardaga, og komast því ekki mörg þingmál á dagskrá af þeim sem ekki voru afgreidd í vor. Tvo af þessum sjö dögum flytja ráðherrar mikilvægar skýrslur og að auki verða utandagskrárumræður og fyrirspurnir þannig að mikið er komið undir samkomulagi milli þingflokka og innan stjórnarmeirihlutans

Forsætisráðherra flytur skýrslu um efnahagsmál  við upphaf þingsins. Búast má við miklum umræðum um hana þar eð  mikil óvissa rikir um efnahagsmálin og m0rgum finnst lítið gert í þeim málum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband