Ísland á að taka upp evru

Samtök atvinnulífsins hafa lagt til við ASÍ, að  aðilar vinnumarkaðarins beiti sér fyrir því, að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp, þar eð krónan dugi ekki lengur.Þetta eru talsverð tíðindi.Ekki liggur að vísu alveg fyrir hvort samtökin verði sammála um að beita sér fyrir upptöku evru eða annars erlends gjaldmiðils. En líklegt er, að svo verði.Ef taka á upp evru verður það ekki gert án aðildar að Evrópusambandinu.Um það efni hafa fengist skýr svör frá ESB. Björn Bjarnason ráðherra hefur að vísu  lagt til, að kannað verði hvort unnt sé að taka upp evru án aðildar að ESB. Hann telur möguleika  á því, að EES-ríki geti fengið að taka upp evru án aðildar að ESB.Ég tel þetta ólíklegt en sjálfsagt er að láta á það reyna. Ef samstaða verður um að  taka upp nýjan gjaldmiðil tel ég líklegast,að evra verði fyrir valinu.Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu og mest af okkar viðskiptum eru við ríki ESB.Líklegt er, að Ísland gangi í ESB innan ekki mjög langs tíma. Þess vegna væri óskynsamlegt að taka upp annan gjaldmiðil en evru.
Hver eru rökin fyrir aðild að ESB? Þau eru helst þessi:1. Við fengjum aðild að stjórn ESB,þingi, framkvæmdastjórn og öðrum stofnunum sambandsins.Í dag verðum við að taka við tilskipunum  ESB án þess að eiga aðild að stjórn sambandsins.2.Við fengjum aðild að Myntbandalagi Evrópu og gætum tekið  upp evru.3. Við fengjum væntanlega tollfrelsi fyrir þær fáu sjávarafurðir,sem enn eru utan  fríverslunarsamnings Íslands og ESB. Helstu rökin gegn aðild að ESB eru þessi:1. Við yrðum að lúta sjávarútvegsstefnu ESB og  sætta okkur við að  veiðiheimildir til veiða við Island. yrðu gefnar út í Brussel.2.Við yrðum að sætta okkur við yfirþjóðlegt vald ESB..
 Varðandi rökin gegn aðild að ESB  skipta sjávarútvegsmálin mestu máli. Ekki yrði mikil breyting á yfirþjóðlegu valdi ESB yfir Íslandi. Við lútum því þegar í dag og þar   yrði sáralítil breyting á.
Margir telja,að Ísland mundi fá allar eða nær allar heimildir til veiða við Ísland vegna veiðireynslu Íslendinga hér. Þessir aðilar telja,að Ísland hafi ekkert að óttast í þessu efni. Margir áhrifamenn ESB hafa tekið undir þetta.
 Ef Ísland sækir um aðild að ESB mun það sjálfsagt reyna að fá undanþágur fyrir sinn sjávarútveg. Það fæst ekkert upp um það fyrirfram hvort Ísland fær undanþágur eða  ekki. Það má reyna að fá undanþágu á þeim grundvelli, að Ísland sé  á fjarlægum norðurslóðum og að Ísland sé fámennt eyríki.Svíar   fengu undanþágur fyrir sinn landbúnað , m.a.á þeim  grundvelli að  landbúnaður þeirra væri
a fjarlægum norðurslóðum. Gallinn varðandi Ísland er sá, að sjávarútvegur okkar stendur mjög vel og Ísland er mjög ríkt   þjóðfélag. Þetta veikur undanþágubeiðnir  okkar.
Ég tel,að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og láta reyna á  það hvað fengist út úr samningaviðræðum um aðild.Ég tel ekki að við getum sætt okkur við hvað sem er í því efni.Niðurstaða í sjávarútvegsmálum getur skipt sköpum.  Síðan  ætti að   leggja samninganiðurstöður ( aðildarsamning) undir þjóðaratkvæði.Þjóðin ætti þannig að ráða því hvort og á hvaða grundvelli Ísland gengi í ESB.
Björgvin Guðmundsson
visir.is

Siðferði í stjórnmálum hefur hrakað

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Mbl. í dag undir fyrirsögninni: Er í lagi að rjúfa gerða samninga

i stjórnmálum?Þar segir svo m.a.:

 Svo virðist sem siðferði í stjórnmálum Reykjavíkur hafi hrakað.Það er áhyggjuefni, að  stjórnmálin í borgarstjórn skuli hafa fallið  niður á  mjög lágt plan.Sjálfstæðisflokkurinn var áður kjölfesta í borgarstjórn.Þó menn væru ekki sammála stefnu flokksins  var unnt að treysta samningum við flokkinn. Og Sjálfstæðisflokkurinn gat státaf því að hafa aldrei rofið samstarf í borgarstjórn.En eftir að flokkurinn rauf meirihlutasamstarfið við Ólaf F. Magnússon hefur þar orðið  breyting á. Flokkurinn getur því allt eins leikið sama leikinn    við Óskar Bergsson.Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn er ekki að treysta  lengur. Forustumenn flokksins taka flokkshagsmuni og skoðanakannanir fram yfir hag borgarbúa.Á rúmum tveimur árum,sem liðin eru af kjörtímabilinu hafa setið 4 borgarstjórar og 4 meirihlutar. Fyrst sat Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson í embætti borgarstjóra.Hann myndaði meirihluta með Framsókn strax eftir kosningar 2006.Viðræður voru þá hafnar við Ólaf F.Magnússson en Sjálfstæðisflokkurinn sveik hann í miðjum samningaviðræðum.Næst myndaði Dagur B. Eggertsson,oddviti Samfylkingar, meirihluta og settist í stól borgarstjóra. Björn Ingi Hrafnsson,borgarfulltrúi Framsóknar , hætti samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og gekk til samstarfs við "vinstri flokkana".Þetta samstarf var kallað Tjarnarkvartettinn,þar eð skýrt var frá því á bökkum tjarnarinnar.Það samstarf stóð aðeins í 100 daga eða þar til Ólafur F. Magnússon  hljópst undan merkjum og gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, sem bauð honum borgarstjórastólinn. Hefur Ólafur nú upplýst,að strax og Tjarnarkvartettinn komst til valda hafi  Sjálfstæðisflokkurinn byrjað að senda honum gylliboð en hann var þá veikur heima..Ólafur F. Magnússon gaf sig að lokum. Lék Sjálfstæðisflokkurinn hér  ljótan leik. Og aftur lék flokkurinn mjög ljótan leik,þegar Ólafi var sparkað eftir að búið var að nota hann. Var þá fjórði meirihlutinn myndaður,þ.e. meirihluti íhalds og framsóknar á ný og Hanna Birna,oddviti Sjálfstæðisflokks settist í stól borgarstjóra. Er talið að sá meirihluti hafi verið myndaður af formönnum flokkanna,Geir H. Haarde og Guðna Ágústssyni..Forusta Sjálfstæðisflokksins hafði orðið áhyggjur af slæmu gengi flokksins í Reykjavík og taldi að  það  gæti skaðað flokkinn á landsvísu. Þess vegna skarst Geir í leikinn.-En valdabroltið hefur ekki aukið fylgið

 

.Björgvin Guðmundsson


Ingibjörg Sólrún veik í New York

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sem greinst hefur með góðkynja mein í höfði, sagði við Útvarpið í dag að hún hefði fengið aðkenningu að aðsvifi þegar hún var í pallborðsumræðum í New York á mánudag um þróunarsamvinnu og konur í Afríku.

„Það þótti ástæða til að líta betur á þetta sem var ágætt því það kom í ljós að ekki var allt með felldu og það þarf eitthvað að skoða mein sem ég er með í höfðinu og það verður gert," sagði Ingibjörg.

„Þetta er eins og orðað var af einhverjum fornt  og friðsælt og ég vona að þetta verði allt í lagi," bætti hún við.

Ingibjörg sagði að dagskrá hennar í New York hefði raskast lítillega í gær en nú yrði haldið áfram nokkurn veginn eins og gert var ráð fyrir og vonandi yrði það þannig út vikuna.

Hún sagði að þing SÞ væri eins og pólitískur markaður í jákvæðri merkingu en ar væru allir saman komnir sem þurfa að tala saman um hin ýmislegu mál. Íslendingar legðu aðaláherslu á framboðið til öryggisráðs SÞ.  (mbl.is)

Vonandi verður Ingibjörg Sólrún fljót að ná sér. Þetta er mikill annatíma í stjórnmálunum,bæði í innanlandsmálum og utanríkismálum en kosið verður í Öryggisráðið í næsta mánuði.Segja má,að hún veikist á versta tíma en heilsan gengur fyrir öllu. Ekki er enn vitað hvort einhver verður að leysa hana af sem utanríkisráðherra á meðan hún er að ná sér. En talið er að unnt sé að meðhöndla meinið á stuttum tíma.

Björgvin Guðmundsson


 

Fara til baka Til baka


Helgi Hjörvar fer út af línunni

Þessi fyrirsögn birtist þvert yfir forsiðu Mbl.

í dag: Sóknarfæri í að selja virkjanir.Ég hrökk við þegar ég sá þessa fyrirsögn,einkum vegna þess að þetta var haft eftir Helga Hjörvar,þingmanni Samfylkingarinnar.Ég hefði talið að þessi skoðun kæmi frá Sjálfstæðisflokknum en ekki frá þingmanni Samfylkingar. En svo bregðast krosstré sem önnur tré.Helgi Hjörvar hefur verið talinn með róttækari þingmönnum Samfylkingarinnar.Alla vega hefi ég alltaf talið hann róttækan jafnaðarmann.Helgi skrifar grein um mál þetta í Mbl. Við lestur hennar kemur í ljós,að hann er að tala um leigu á rekstri  virkjana eins og Kárahnjúkavirkjunar og talar um að leigja Alcoa reksturinn í 40 ár. Hvers vegna? Og til hvers? Til þess að fá peninga?Ég hefi ekki trú á því að það yrði til hagsbóta fyrir ríkið að leigja amerískum auðhring rekstur virkjunar.Þessir aðilar stunda enga góðgerðarstarfsemi.Þeir yrðu harðir í samningum og mundu sennilega  beygja litla Ísland og greiða okkur smánarlega litla leigu. Svo var þegar fyrstu álverin fóru í gang,að erlendu auðhringarnir píndu okkur til þess að  láta rafman af hendi fyrir algert lágmarksverð. Erlendir auðhringir eru ekkert auðveldari viðfangs í dag. Nei,ég er algerlega á móti því að leigja erlendum auðhringum rekstur  virkjana okkar til margra áratuga.

 

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir eiga inni uppbót fyrir tímabilið 1.feb.-1.sept.

Hagstofan birtir í dag launavísitölu fyrir sl.12 mánuði. Hún hefur hækkað um 9%. Á sama tíma hefur verðbólgan hækkað um 14,5%.Kjaraskerðing á þessi tímabili er 5,5%. Að vísu hafa laun þeirra lægst launuðu hækkað meira en launavísitalan. Lágmarkslaun hækkuðu um 16% 1.feb. sl.  þegar þau hækkuðu úr 125 þús. á mánuði í 145 þús.á mánuði. Þessi lágmarkslaun hafa verið í gildi frá 1.feb. En hinn 1.,sept. tók gildi
lágmarksframfærslutrygging aldraðra,kr. 150  þús. Það er að vísu ekki farið að greiða út uppbót vegna  hennar en það verður gert 1.oktober.1.mars n.k. hækka lágmarkslaun verkafólks í 157 þús kr. á mánuði og 1. jan. 2010  hækka þau á ný í 165 þús. á mánuði.Lífeyrir aldraðra verður sjálfsagt  búinn að hækka mikið meira  strax um áramót og jafnvel fyrr vegna endurskoðunar almannatryggingalaga.Í rauninni hefði lágmarksframfærslutryggingin þurft að taka gildi  1.feb. sl. eins og hin nýju lágmarkslaun.Aldraðir hafa verið hýrudregnir  frá 1.feb-1.sept.Þeir eiga inni uppbót fyrir þetta tímabil.Krafa aldraðra er sú að þetta verði bætt.Síðan þarf sem fyrst að hækka lífeyri aldraðra meira. Það lifir enginn af 130 þús á mán. ( upphæðin eftir skatta.)
Björgvin Guðmundsson 

Er frjálslyndi flokkurinn að klofna?

Formaður Frjálslynda flokksins kom heim frá Rússlandi í gær til að takast á við mestu innbyrðis deilur sem orðið hafa í flokknum frá stofnun, segja menn sem starfað hafa í Frjálslynda flokknum frá upphafi. Nú sé formaður í hættu, í viðbót við það sem var þegar Margrét Sverrisdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson tókust á um varaformannsembættið. Átök sem enduðu með útgöngu Margrétar og stuðningsmanna hennar úr flokknum.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, styður Kristin H. Gunnarsson áfram sem þingflokksformann og telur hann hafa sætt einelti. Kolbrún Stefánsdóttir ritari styður Kristin. Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður styður Kristin ekki og miðstjórn vill að Kristinn víki.

En þetta er mál þingflokksins, þar inni er Jón Magnússon harðastur gegn Kristni, en Grétar Mar segist styðja formanninn hvernig sem fer.

 

Í miðstjórn sitja tveir fyrrverandi þingmenn, Sigurjón Þórðarson, sem liggur undir feldi formannsframboðs, og Magnús Þór Hafsteinsson, sem er varaformaður og jafnframt aðstoðarmaður formannsins en er honum ósammála um þingflokksformanninn. Magnús Þór neitar að tjá sig um hvort trúnaðarbrestur felist í þessu.

Þótt órói vaxi í stofnunum flokksins er því jafnan neitað að vegið sé að formanninum. Jón Magnússon þingmaður ritar þó um dugleysi þingflokksformanns og formanns sem hafi haldið fundi í sumar: „Á mínum pólitíska ferli þá þekki ég ekki annað eins áhugaleysi um pólitík eins og þarna kemur fram og virðingarleysi við fólkið í flokknum,“ segir Jón. Hann kveðst enn treysta Guðjóni og telur minni líkur en meiri á að flokkurinn klofni. „Ég vænti þess að formaður taki skynsamlega ákvörðun.“ Grétar Mar þingmaður telur línur fara að skýrast. Sjálfur kveðst hann sáttur við að Kristinn sitji áfram þennan þingvetur sé það vilji formannsins. Hann telur niðurstöðu miðstjórnar ekki góða og trúir því ekki að menn kljúfi lítinn flokk um það hvort þingflokksformaðurinn sitji átta mánuðum lengur eða skemur. „Ef menn kljúfa tapa allir.“(mbl.is)

Sú samþykkt,sem gerð var í miðstjórn um að  Kristinn Gunnarsson ætti að hætta sem þingflokksformaður er mjög óvenjuleg og hefði slíkt ekki getað gerst í neinum öðrum flokki.Miðstjórnin hefur ekkert með kjör formanns þingflokks að gera. Samþykktin er aðför að Kristni og í raun tilraun til valdaráns í flokknum,sem hlyti að enda með klofnini. Þetta sér Guðjón formaður. Hann styður Kristin og reynir að afstýra klofningu. En tekst það?

 

Björgvin Guðmundsson 

 

Fara til baka 


mbl.is Illvígar deilur Frjálslyndra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorsteinn gagnrýnir Davíð

Þorsteinn Pálsson,ritstjóri, skrifar athyglisverðan leiðara í blað sitt,Fréttablaðið í dag. Leiðarinn er skrifaður í tilefni   af viðtali Stöðvar 2 við Davíð Oddsson.I leiðaranum segir,að  Davíð eða bankastjórn Seðlabankans hafi í raun verið að svara framlagi Jónasar Haralz og Einars Benediktssonar  til  umræðunnar um peningamálastefnuna.  Niðurstaða þeirra var sú,að  hagsmunum Íslands væri betur borgið með  því að taka upp evru  en að viðhalda óbreyttri stefnu í peningamálum. Davíð kallaði þá sem vildu slíka breytingu lýðskrumara.Í leiðaranum segir: Svar bankastjórnarinnar,sem nú liggur fyrir í nefndu sjónvarpsviðtali  er einkar skýrt og afdráttarlaust.

Leiðari Þorsteins endar á þessum orðum:

Bankastjórn Seðlabankans er eftir lögum sjálfstæð og óháð ríkisstjórn.Lögin mæla þó fyrir um að  bankastjórnin skuli ekki sinna öðrum viðfangsefnum en þeim sem samrýmast  hlutverki Seðlabanka.Spurt hefur verið hvort bankastjórnin hafi farið út fyrir verksvið sitt í þessu svari og inn á pólitískan vettvang.Að lögum ber ríkisstjórnin ábyrgð á því,að slíkt gerist ekki.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Er verið að bola Jóhanni Ben. úr embætti?

Dómsmálaráðherra  hefur tilkynnt Jóhanni Benediktssyni,sýslumanni  á Reykjanesi , að embætti hans verði auglýst  laust til umsóknar.Hann verður þá búinn að vera 5 ár í embætti.Oft er það svo,að ef ekki á að skipta um mann,þá er ráðning framlengd án auglýsingar.Þannig var þetta með  embætti ríkislögreglustjóra. Ráðning  Haraldar ríkislögreglustjóra var framlengd án auglýsingar.Þess vegna er líklegt,að Björn Bjarnason,dómsmálaráðherra,ætli að láta Jóhann hætta og skipa annan í hans stað. Jóhann hefur staðið sig vel í starfi og þess vegna kemur þetta á óvart.En þegar dóms-málaráðherra vildi skipta embætti sýslumanns og lögreglustjóra á Reykjanesi upp mótmælti Jóhann því., Hann hafði byggt embættið upp sem sameinað,eitt embætti og taldi ,að þannig ætti að halda því. Ef til vill hefur Birni Bjarnasyni mislíkað,að Jóhann skyldi taka ákveðna afstöðu gegn þessari breytingu  og ætlar nú að láta hann gjalda þess. Ef svo er komið á Íslandi,að menn megi ekki hafa sjálfstæðar skoðanir þá er illa komið fyrir okkur.Við búum ekki í Sovetríkjunum. Við búum á Íslandi og hér eiga menn að geta tjáð skoðanir sínar án þess að vera reknir úr embætti.

 

Björgvin Guðmundssonn


5,5% kjaraskerðing

Kaupmáttur í landinu hefur rýrnað um rúm fimm prósent á síðustu tólf mánuðum ef mið er tekið af þróun launavísitölu og verðbólgu.

Hagstofan birti í dag nýjar tölur yfir launavísistölu í ágúst og hækkaði hún um 0,5 prósent frá fyrra mánuði. Í hækkuninni gætir áhrifa samkomulags Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins og þá gætir einnig áhrifa samnings Kennarasambands Íslands fyrir hönd Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna.

Þegar horft er til síðastliðinna tólf mánaða hefur launavísitalan hækkað um rúm níu prósent en á sama tíma er verðbólgan 14,5 prósent svo kaupmáttarrýrnunin nemur rúmum fimm prósentum. Kaupmáttur hefur verið að rýrna frá því í mars á þessu ári ef mið er tekið af tölum Hagstofunnar.(visir.is)

Þetta eru alvarlegar fréttir og benda til þess að samningaviðræður upp úr áramótum verði erfiðar.Það er ekki aðeins,að kauphækkunin  1.feb. sl. sé rokin út í veður og vind heldur hafa kjörin rýrnað um 5,5%.Verkalýðshreytfingin mun heimta þetta til baka.

 

Björgvin Guðmundsson


Hagvöxtur 1% í ár og næsta ár.Spá Landsbanka

Hagvöxtur verður nálægt 1% í ár og næstu tvö ár samkvæmt nýrri hagspá greiningardeildar Landsbankans. Bætt utanríkisviðskipti og fjárfesting í stóriðju vega upp samdrátt í einkaneyslu og í almennri atvinnuvegafjárfestingu.

Á árunum 2011-2012 verður hagsvöxtur yfir 4%, enda fara þá saman stóraukinn útflutningur, fjárfesting og hóflegur vöxtur einkaneyslu. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að krónan styrkist töluvert frá nýverandi gildi en haldist þó áfram frekar veik út spátímabilið, 2008-2012.

Verðbólga verður tæplega 5% frá upphafi til loka næsta árs, að því er fram kemur í hagspá greiningardeildar Landsbankans sem kynnt var á morgunfundi á Nordica Hilton í dag.

Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir því að einkaneysla dragist saman um 12% . Hluti af 20% neysluaukningu síðustu fjögurra ára gengur því til baka.  (mbl.is)

Það þarf ekki að koma á óvart,að hagvöxtur minnki í ár og næsta ár. Hinn mikli hagvöxtur,sem verið hefur,byggðist mikið á gífurlegum framkvæmdum,svo sem við Kárahnjúka. Nú er þeim lolkið. Hins vegar er álútflutningur  að stóraukast. Og skilyrði fyrir útflutningi almennt  mjög góð nú vegna lækkunar á gengi krónunnar.

 

 

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Spá 1% hagvexti næstu þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband