5,5% kjaraskerðing

Kaupmáttur í landinu hefur rýrnað um rúm fimm prósent á síðustu tólf mánuðum ef mið er tekið af þróun launavísitölu og verðbólgu.

Hagstofan birti í dag nýjar tölur yfir launavísistölu í ágúst og hækkaði hún um 0,5 prósent frá fyrra mánuði. Í hækkuninni gætir áhrifa samkomulags Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins og þá gætir einnig áhrifa samnings Kennarasambands Íslands fyrir hönd Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna.

Þegar horft er til síðastliðinna tólf mánaða hefur launavísitalan hækkað um rúm níu prósent en á sama tíma er verðbólgan 14,5 prósent svo kaupmáttarrýrnunin nemur rúmum fimm prósentum. Kaupmáttur hefur verið að rýrna frá því í mars á þessu ári ef mið er tekið af tölum Hagstofunnar.(visir.is)

Þetta eru alvarlegar fréttir og benda til þess að samningaviðræður upp úr áramótum verði erfiðar.Það er ekki aðeins,að kauphækkunin  1.feb. sl. sé rokin út í veður og vind heldur hafa kjörin rýrnað um 5,5%.Verkalýðshreytfingin mun heimta þetta til baka.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband