Ingibjörg Sólrún: Það þarf samhent átak gegn verðbólgu

ngibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokksstjórnarfundi fyrr í morgun að í róðrinum gegn verðbólgunni þurfi samhent átak ríkisstjórnar, fyrirtækja og einstaklinga.

Ingibjörg segir að sú einarða afstaða ríkisstjórnarinnar að standa við bakið á fjármálakerfinuvar rétt og frá henni verður hvergi hvikað. ,,Það er ekki gert af tillitsemi við eigendur eða stjórnendur fjármálastofnanna heldur til að freista þess að varðveita fjármálastöðugleikann því ef hann brestur er mikil vá fyrir dyrum hjá íslenskum almenningi."

Ingibjörg segir að stjórnvöld verði að axla sína ábyrgð en það verða fyrirtækin og einstaklingarnir líka að gera. ,,Ekki síst þeir sem ekki létu sitt eftir liggja í áhættusækni og skuldsetningu sem ekki byggði á aukinni verðmætasköpun."

Hún segir að töfralausnir á vandanum í hagstjórn á Íslandi séu ekki til. Það sem gildi er raunsætt mat, staðfesta, sanngirni og úthald.

,,Það er ekkert hald í hávaða. Það er ekkert hald í brigslyrðum. Við sem byggjum þetta land þurfum að þétta raðirnar, taka höndum saman, senda áhættufíklana í meðferð og bjóða þá velkomna aftur í uppbygginguna þegar runnið hefur af þeim." (visir.is)

Það er rétt,að það þarf að berjast gegn verðbólgunni og í þeirri baráttu þarf samstöðu. En verkafólkið getur ekki tekið á sig meiri byrðar. Það verður með einum eða öðrum hætti að bæta því mikla kjaraskerðingu að fullu eða að verulegu leyti.

 

Björgvin Guðmundsson

 





Neysluútgjöld 226 þús.Aldraðir fá 130 þús.!

Við gerð almennra kjarasamninga í feb. sl. hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði.Lífeyrir aldraðra hækkaði hins vegar aðeins um 7,4% og fór í 136 þús. á mánuði.FEB í Reykjavík og 60+ í Samfylkingunni mótmæltu þessu og töldu að lífeyrir aldraðra hefði átt að hækka   um sama hundraðshluta og lágmarkslaun hækkuðu um. en það gerðist bæði 2006 og 2003 við gerð kjarasamninga.  Eftir þessa hækkun á lífeyri aldraðra nam  hann sem hlutfall af lágmarkslaunum 94,74% en árið 2007 nam lífeyrir aldraðra sem hlutfall af lágmarkslaunum um 100%. Lífeyrir aldraðra hafði því lækkað frá árinu áður. 1.júlí . var
ákveðið að allir eldri borgarar skyldu fá a.m.k. 25 þús. kr. úr lífeyrissjóði eða ígildi þess..Ríkissjóður greiddi þessa hækkun,sem kölluð  var uppbót á eftirlaun. Þessi greiðsla til aldraðra olli skerðingu á bótum almannatrygginga og greiðslan var einnig skattlögð. Landssamband eldri borgara taldi,að greiða hefði átt umræddar 25 þús. krónur út hjá Tryggingastofnun ( sem lífeyri eða uppbót) en þá hefði hún ekki valdið skerðingu annarra tryggingabóta.
Félags-og tryggingamálaráðherra  gaf út reglugerð 16.sept.sl. um lágmarksframfærslutryggingu  lífeyrisþega.Samkvæmt henni verður þessi trygging 150 þús. á mánuði  fyrir skatta.( Eftir skatta 130 þús) Áður en reglugerðin var gefin út námu samanlagðar greiðslur til ellilífeyrisþega   kr. 148.516 á mánuði. Með útgáfu reglugerðarinnar hækkar sú upphæð um  kr. 1.484 á  mánuði fyrir skatta.Það er ekki mikil hækkun. Það er smátt skammtað til eldri borgara að hækka  lífeyri þeirra um 1.484 kr. á mánuði.Samkvæmt reglugerðinni er uppbótin á eftirlaun (25000 kr) flokkuð með tryggingabótum.Nemur hlutfall lífeyris  af lágmarkslaunum því 103% nú eða sama hlutfalli og 1995..Það er tiltölulega lítill hópur eldri borgara,sem fær þessa rausnarlegu uppbót. nú Það eru þeir,sem ekki eru í lífeyrissjóði eða hafa aðeins 25000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði.
Ekki verður sagt,að rausnarskapur ríkisstjórnarinnar gagnvart eldri borgurum sé mikill þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar.Ríkisstjórnin hafði af eldri borgurumaf kjarabætur,sem þeir áttu að fá strax eftir gerð kjarasamninga.Aldraðir fengu sömu hækkun og verkafólk 2003 og 2006.En í feb. sl. fengu þeir aðeins  um helming eða  7,4% í stað  16%.Aldraðir eiga enn inni hjá ríkinu þennan mismun frá 1.febrúar.25 þús. krónurnar eru alveg óháðar kjarasamningum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins  samþykkti 25 þús kr. lífeyri eða uppbót  á lífeyri til þeirra sem ekki væru í lifeyrissjóði.
Samfylkingin lofaði hins vegar fyrir kosningar að hækka lífeyri aldraðra í sem svaraði neysluútgjöldum einstaklinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.Það þýðir hækkun í 226 þús. kr. á mánuði í  áföngum.Þetta er án skatta..Er ekki kominn tími til að framkvæma þetta kosningaloforð?
Björgvin Guðmundsson



Davíð kominn í pólitík aftur?

Davíð Oddsson Seðlabankastjóri var í viðtali við Stöð 2  um efnahags-og gjaldeyrismál. Hann gleymdi sér,hélt hann væri í pólitíkinni og hellti sér yfir þá sem vilja taka upp annan gjaldmiðil og telja,að krónan dugi ekki lengur. Hann kallaði þessa menn lýðskrumara  og að þeir ættu fyrirlitningu skilið.Meðal þeirra,sem vilja kasta krónunni eru Jónas Harals,Einar Benediktsson,Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,Valgerður Sverrisdóttir og margir aðrir framámenn,virtir hagfræðingar og forustumenn í atvinnulífi.Davíð sagði,að það væri fráleitt að kenna krónunni um vanda okkar í fjármálum og efnahagsmálum. Ekki kenndu menn dollara eða pundi um erfiðleika í Bandaríkjunum og Bretlandi. En Davíð athugar ekki,að  erlendir spákaupmenn geta spilað með krónuna að vild og í raun valdið hækkun og lækkun hennar eins og þeim sýnist. Það er ekki eins auðvelt að hafa áhrif á gengi dollars og sterlingspunds. Það er ólíku saman   að jafna.

 

Björgvin Guðmundssonn


Fiskiskipaflotinn knúinn útblæstri

Stjórnvöld hafa samið við japanska fyrirtækið Mitsubishi um þróun nýrrar tækni sem fyrirtækið býr yfir og gerir mönnum kleift að búa til nothæft eldsneyti úr útblæstri frá stóriðju.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra,  beitti sér fyrir sér að þetta gæti orðið að veruleika eftir tíu ár ef að þessi tækni gangi upp í framkvæmd. Íslenski skipaflotinn gæti þá allur gengið fyrir útblæstri frá álverum og eitraðar gróðurhúsalofttegundir yrðu jafnframt skaðlausar.

Össur upplýsti þetta síðdegis þegar hann skrifaði undir viljayfirlýsingar um að nýir rafbílar frá Mitsubishi yrðu fluttir hingað til lands og prufukeyrðir við íslenskar aðstæður. Sett verða upp sérstök þjónustuver fyrir rafbíla en Hekla flytur þá inn þegar þeir koma á götuna árið 2010.(mbl.is)

Þetta er athyglisvert mál.En nær í tíma er notkun rafbíla.Þeir gætu komið hingað strax 2010 og segist Össur stefna að þvi  að Íslendingar hætti alveg að nota bensín og olíur og noti í staðinn rafmagns,vetni o.fl. slík efni.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Skipaflotinn knúinn útblæstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

USA: 50 milljarðar$ til að styrkja fjármálakerfið

Bandaríska fjármálaráðuneytið ætlar að verja 50 milljörðum dollara til að styrkja almenna hlutabréfasjóði og verja þá áföllum. Tilkynnt var um þessa aðgerð eftir að Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hófu að vinna að víðtækri áætlun til að stöðva fjármálakreppuna.

Bandaríska fjármálaráðuneytið segir að markmiðið sé að viðhalda tiltrú á hlutabréfasjóði til þess að viðhalda stöðugleika í fjármálakerfi heimsins.

HenryPaulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, boðar víðtækar aðgerðir sem krefjist nýrrar lagasetningar til þess að komast fyrir rót vandans m.a er ætlunin að koma á fót sérstökum sjóði til að kaupa svokölluð undirmálslán af bankakerfinu. 

Sérfræðingar segja að Bandaríkjastjórn hyggist nú taka frumkvæðið og koma í veg fyrir að fleiri stórfyrirtæki rambi á barmi gjalþrots eftir að stjórnin bjargaði tryggingarisanum AIG  frá gjaldþroti með 85 milljörðum dollara.

Verð á hlutabréfum hefur hækkað víða um heim í kjölfar aðgerða Bandaríkjastjórnar.  Bandaríska Dow Jones hækkaði um 3,8%, hlutabréfavísitalan í Lundúnum hækkaði um 8,6%, og í París hækkuðu hlutabréfavísitalan um 7,6%.  Hlutabréf í bönkum hafa hækkað mikið eins og í Royaol Bank og Scotland þar sem hlutabréf hækkuðu um 50%. 

Forsetaframbjóðandi Repúblikana, John McCain, snupraði bandaríska seðlabankann í dag og sagði að bankinn ætti að hætta að bjarga fyrirtækjum og hverfa aftur að því að stjórna peningaflæði og verja gengi dollarans.

McCain boðar breytingar sem muni koma í veg fyrir að fjármálafyrirtæki taki upp slæma viðskiptahætti..  Hann segir að verði hann kosinn forseti og leiti gjaldþrota fyrirtæki eftir opinberum lánum af fé skattgreienda muni fjámálaráðuneytið fylgja ströngum reglum um það hvort lán verði veitt. (ruv.is)

Aðgerðirnar höfðu góð áhrif í dag. Hlutabref hækkuðu alls staðar í verði og meira segja krónan styrktis verulega. Þessar miklu aðgerðir Bandaríkjastjórnar eru athyglisverðar,þar eð stefnan hefur verið sú að láta fyrirtækin deyja drottni sínum. Ég tek ofan fyrir Bush vegna aðgerðanna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Allt í uppnámi hjá frjálslyndum

Sigurjón Þórðarson fyrrv. þingmaður frjálslyndra  hefur lagt til,að Grétar Mar Jónsson verði formaður þingflokks frjálslyndra. Ungir frjálskyndir leggja til,að Kristinn Gunnarsson segir af sér þingmennsku. Miðstjórn flokksins leggur til,að Jón Magnússon verði formaður þingflokksins. Guðjón Arnar formaður styður ekki  þá hugmynd.Það virðist hver höndin upp á móti   annarri í flokknum. Margrét Sverrisdóttir segir,að það sé að koma fram það sem hún spáði,að Jón Magnússon muni reyna að ná völdum í flokknum.Ef til vill leysist flokkurinn upp í frumeindir sínar.

 

Björgvin Guðmundsson


Landsbanki og Kaupþing gera tilboð í eignir Nýsis

Nýsi hf. hefur í dag borist tilboð frá Landsbankanum og Kaupþingi í allar eignir félagsins.

Ef tilboðunum verður tekið munu þau hafa veruleg áhrif á efnahagsreikning félagsins. Félagið mun meta tilboðin og kynna þau síðan fyrir kröfuhöfum þar með talið kröfuhöfum þeirra verðbréfa sem tekin hafa verið til viðskipta í Kauphöllinni.

Í tilkynningu um málið segir að Nýsir muni því seinka birtingu á árshlutareikningi á meðan viðræður um tilboðin fara fram.(visir.is)

Nýsir hefur undanfarið rambað á farmi gjaldþrots.Stærsu kröfurhafarnir eru Landsbankinn og Kaupþing. Með tilboði bankanna í eignir félagsins verður gjaldþroti félagsins hugsanlega forðað.

 

Björgvin Guðmundsson


Fasteignaviðskipti: Veltan á höfuðborgarsvæði 5,5 milljörðum minni en sl.ár

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 12. september til og með 18. september 2008 var 90. Heildarveltan var 3.763 milljónir króna og meðalupphæð á samning 41,8 milljónir króna. Á tímabilinu 14. september til og með 20. september í fyrra var 250 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og var heildarveltan 9.302 milljónir króna, 5.539 milljónum króna meiri en nú.

Í vikunni sem er að líða voru 70 samningar um eignir í fjölbýli, 13 samningar um sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. 

 

Á sama tíma var 9 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli, 3 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 156 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,3 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þeir voru allir samningar um  sérbýli. Heildarveltan var 59 milljónir króna og meðalupphæð á samning 14,8 milljónir (mbl.is)

 Þetta er dæmi um samdráttinn.Íslendingar geta ekki lamið hausnum við steininn og  sagt,að það sé enginn samdráttur. Tölurnar tala sínu máli. Og það er hætt við,að veturinn verði erfiður.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Veltusamdráttur á fasteignamarkaði 5,5 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldri borgarar fái lífeyri,sem dugi fyrir framfærslu

Fyrir síðustu  alþingiskosningar   barðist Samfylkingin fyrir því,að eldri borgarar fengju lífeyri,sem dygði fyrir framfærslu.Samfylkingin sagði: Lífeyrir eldri borgara hefur ekki fylgt launavísitölu.Þess vegna hafa þeir ekki fengið sömu kjarabætur og aðrir hópar.Samfylkingin  ætlar að leiðrétta þetta misrétti og vinna að því að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði  eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Þetta verður gert í áföngum og mun koma þeim best,sem hafa lægstan lífeyri.

Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Ísland eru meðaltalsneysluútgjöld einstaklinga nú 226 þús. kr . á  mánuði. Skattar ekki meðtaldir.Eftir ákvörðun um 150 þús. kr. lágmarkstryggingu vantar 76 þús. á mánuði til þess að ná þessu marki.Því marki þarf að ná í 2-3 áföngum,25-38 þús kr. hækkun í áfanga.

 

Björgvin Guðmundsson


Ljósmæður fengu 22,6%. Deilan leyst

Bæði ljósmæður og fjármálaráðherra samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram á mánudag, og er því kominn á kjarasamningur milli þessara aðila.

Alls greiddi 191 ljósmóðir, eða 82,68 % félagsmanna, atkvæði um tillöguna og vildu 162 samþykkja hana, 22 höfnuðu og 7 skiluðu auðu.

Samkvæmt miðlunartillögunni er núgildandi kjarsamningur Ljósmæðrafélagsins framlengdur frá 1. ágúst  til 31. mars 2009. Grunnlaun ljósmæðra hækka um allt að 22,6% á mánuði, þar af koma um 5% í stofnanasamningum, og að jafnaði hækka mánaðarlaun þeirra um 60-90 þúsund krónur á mánuði, að sögn ljósmæðra. Á móti kemur, að svonefndur Vísindasjóður ljósmæðra verður lagður af en í hann hafa vinnuveitendur greitt 1,5% af launum.   

Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, sagði að ljósmæður væru sáttar við þessa niðurstöðu. Þetta hefði verið löng og ströng samningalota og ljóst, að enn vanti um 10% upp á að ljósmæður hefðu náð því fram sem þær stefndu að. Ljóst sé, að þeirri baráttu verði haldið áfram í mars þegar þessi samningur rennur út. 

Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, vildi ekki tjá sig um niðurtöðuna þegar fréttamenn í húsakynnum ríksissáttasemjara leituðu eftir því. 

Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari, sagðist hafa verið bjartsýnn á að miðlunartillagan yrði samþykkt. (mbl.is)

Ég óska ljósmæðrum til hamingju með  niðurstöðuna. Þær fá  22,6% kauphækkun en fóru fram á 25%.  Ég held að þetta verði að teljast viðunandi niðurstaða.Fjármálaráðherra dró stefnuna til baka.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 

 

I
I
I
I
Innlent | mbl | 12.09.2008 | 14:33

mbl.is Miðlunartillagan samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband