Davíð kominn í pólitík aftur?

Davíð Oddsson Seðlabankastjóri var í viðtali við Stöð 2  um efnahags-og gjaldeyrismál. Hann gleymdi sér,hélt hann væri í pólitíkinni og hellti sér yfir þá sem vilja taka upp annan gjaldmiðil og telja,að krónan dugi ekki lengur. Hann kallaði þessa menn lýðskrumara  og að þeir ættu fyrirlitningu skilið.Meðal þeirra,sem vilja kasta krónunni eru Jónas Harals,Einar Benediktsson,Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,Valgerður Sverrisdóttir og margir aðrir framámenn,virtir hagfræðingar og forustumenn í atvinnulífi.Davíð sagði,að það væri fráleitt að kenna krónunni um vanda okkar í fjármálum og efnahagsmálum. Ekki kenndu menn dollara eða pundi um erfiðleika í Bandaríkjunum og Bretlandi. En Davíð athugar ekki,að  erlendir spákaupmenn geta spilað með krónuna að vild og í raun valdið hækkun og lækkun hennar eins og þeim sýnist. Það er ekki eins auðvelt að hafa áhrif á gengi dollars og sterlingspunds. Það er ólíku saman   að jafna.

 

Björgvin Guðmundssonn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband