26 milljarðar hafðir af öryrkjum vegna krónu móti krónu skerðingar!

Stjórnvöld hafa haft 26 milljarða af öryrkjum vegna krónu móti krónu skerðingar fyrir utan afleiddar afleiðingar þessarar skerðingar.Þessi krónu móti krónu skerðing skerðir kjör öryrkja um 12 milljarða á ári eða um 24 milljarða á 2 árum. Skerðingin hefur staðið í 2 ár og tæpa 2 mánuði.Það bætist því við kjaraskerðing í 2 mánuði í viðbót eða um 2 milljarða


Forstjóralaun alveg upp í 7 millj á mánuði!

Ofurlaun yfirstéttarinnar eru yfirgengileg.Forstjóri Haga er með 7 millj á mánuði,forstjóri TM með 4,7 millj.,forstjóri Sjóvá með 4,7 millj. forstjóri Granda með 4,7 millj.,  og forstjóri Símans með 4,4 millj.Meðalalaun 18 fyrirtækja,sem eru í kauphöllinni eru  5 milljónir á mánuði! Þetta er yfirgengilegt og leiðir í ljós,að að það búa tvær þjóðir í þessu landi: Yfirstéttin,sem rakar til sín peningum og i skjóli ráðamanna tók sér óheyrileg laun,þar á meðal hækkuðu laun þingmanna um 70% og  laun ráðherra um 64%  og laun verkafólks eru við fátæktarmörk.Það er verið að halda lægst launaða  verkafólki niðri  svo  það hafi varla til hnífs og skeiðar.Er ekki tímabært að breyta þessum, jafna gæðunum réttlátlega milli þegnanna.

Björgvin Guðmundsson


VG setti engin skilyrði! Lét hégómann nægja!

Hvers vegna hefur VG ekki fengið framgengt neinum af stefnumálum sínum í velferðarmálum í stjórninni? Svarið er mjög einfalt: VG setti engin málefnaleg skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi við tvo íhaldsflokka,íhald og framsókn.VG var svo mikið í mun að komast í stjórn að það var látið duga að fá forsætisráðherrann,fundarstjóra stjórnarinnar.VG lét m.ö.o hégómann duga.VG fórnaði málefnunum fyrir hégómann.Formanni VG fannst meira atriði að hafa hátt embætti,geta flogið um loftin blá og hitt erlenda fyrirmenn en að leysa aðkallaði innlend velferðarmál. Þetta voru mikil mistök. Þegar farið er í stjórnarsamstarf með flokkum með öndverða stefnu og með flokki sem er stærri er nauðsynlegt að setja skilyrði og semja um málin fyrirfram.VG hefði getað lært af Alþýðuflokknum í þessu efni.Hann fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum (og Sósialistaflokknum) 1944 og aftur 1959. Í bæði skiptin setti Alþýðuflokkurinn hörð skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi.1944 setti Alþýðuflokkurinn það skilyrði,að almannatryggingum yrði komið á fót.Þetta samþykkti Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins og sýndu mikinn metnað í því að íslensku almannatryggingarnar yrðu í fremstu röð slíkra trygginga í Evrópu.1959 setti Alþýðuflokkurinn það skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi,að almannatryggingarnar yrðu stórefldar með mikilli aukningu fjölskyldubóta.Það var einnig samþykkt. En VG setti engin málefnaleg skilyrði.Flokkurinn lét sér nægja hégómann.

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir aldraðra ekki bætur heldur eftirlaun

Er rétt að kalla lífeyri frá almannatryggingum bætur? Ég tel ekki. Þetta er lífeyrir. Einnig mætti kalla þetta laun,  eftirlaun.Bætur er ekki réttnefni. Aldraðir, sem komnir eru á eftirlaun, hafa greitt skatta til ríkisins alla sína starfsævi. Þeir hafa greitt til almannatrygginga og eiga rétt á lífeyri eða eftirlaunum frá almannatryggingum.Þegar þeir síðan fá lífeyri frá almannatryggingum heldur ríkið áfram að skatteggja þá þó þeir séu hættur störfum. Ríkið tekur til baka af lífeyrinum. Þannig að eldri borgari sem fær 300 þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum verður að greiða ríkinu til baka 50 þúsund krónur! Með öðrum orðum: Á sama tíma og lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum dugar ekki til sómasamlegrar framfærslu hrifsar ríkið til baka drjúgan hlut af lífeyrinum!

Orðið bætur er neikvætt

En er rétt að kalla lífeyri öryrkja bætur? Nei. Ég tel heppilegra að halda sig við orðið lífeyrir.Það er eitthvað neikvætt við orðið bætur. Og ekki hefur núverandi fjármálaráðherra bætt ímynd orðsins. Hann hefur ítrekað talað niður til „bótaþega“ sem hann kallar svo. Fjármálaráðherra talar niðrandi um það að vera á bótum og segir, að vissir stjórnmálamenn vilji, að allir séu ábótum! Það er að sjálfsögðu fráleitt að halda slíku fram. Þegar menn slasast alvarlega eða fá langvinna sjúkdóma geta þeir misst starfsorkuna að fullu eða hluta hennar og orðið öryrkjar. Enginn kýs sér það hlutskipti.Atvinnulífið hefur verið fjandsamlegt öryrkjum.Nauðsynlegt er að aðstoða sem flesta öryrkja við að komast út í atvinnulífið á ný. En til þess að svo geti orðið þurfa atvinnurekendur að vera jákvæðir gagnvart öryrkjum og þeim, sem misst hafa starfsorkuna að einhverju leyti. Æskilegt væri, að atvinnurekendur byðu öryrkjum hlutastörf. Það gildir það sama um öryrkja og eldri borgara: Lífeyrir almannatrygginga, sem öryrkjar fá, er of lágur og dugar ekki til framfærslu.

Hverjir eru að fá bætur?

Ég tel, að lífeyrisþegar séu ekki með bætur heldur lífeyri.En það eru hins vegar aðrir á Íslandi,sem eru að fá bætur í dag: Fyrst og fremst eru það þeir, sem fá afnot af auðlindum þjóðarinnar án þess að greiða fullt afgjald fyrir. Þar vil ég fyrst nefna útgerðarmenn, sem greiða alltof lágt afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni.Veiðigjöldin voru lækkuð mikið.Á sama tíma og fjármuni vantar til þess að greiða öldruðum og öryrkjum nægilega háan lífeyri er ótækt að létt sé gjöldum af útgerðinni.Afgjöldin voru síst of há.Íslenska þjóðiná að fá eðlileg afgjöld af auðlindum sínum.

Björgvin Guðmundsson

 



 

Svikust um að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans

 

 

Stærsta kosningaloforðið, sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gáfu öldruðum og öryrkjum í  þingkosningum 2013,var að kjaragliðnunin, sem þessir hópar urðu fyrir á krepputímanum,yrði leiðrétt strax kæmust þeir til valda.Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009.Svipuð ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknar.Þar var eftirfarandi samþykkt: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.Með kjaragliðnun er átt við, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur ekki hækkað samsvarandi og kaup láglaunafólks en tilskilið er í lögum, að svo skuli vera. 

Kjaragliðnunin ekki leiðrétt í fjárlagafrumvarpinu

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ríkisstjórn eftir kosningar 2013 Þess var beðið með nokkurri eftirvæntingu, hvort fjárveiting til leiðréttingar á kjaragliðnun lífeyrisþega yrði í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2014, einkum þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins var orðinn fjármálaráðherra og samþykkt landsfundar flokksins um leiðréttingu strax var afdráttarlaus.En það var ekki að finna eina krónu í frumvarpinu til leiðréttingar á umræddri kjaragliðnun.Það  var því ljóst, að ríkisstjórnin ætlaði að svíkja aldraða  um leiðréttingu á lífeyrinum. 

Lífeyrir þarf að hækka um 20 -30% 

Mat á stöðunni var þetta :Hækka þarf lífeyrinn um. 20 -30% til þess að leiðrétta hann vegna kjaragliðnunarinnar.Kaup láglaunafólks hefur hækkað um 40% frá ársbyrjun 2009 en lífeyþeirra,sem búa einir og hafa aðeins tekjur frá TR) hefur aðeins hækkað um 17% á sama tíma.Öryrkjabandalag Íslands telur að hækka þurfi lífeyri öryrkja meira en 20% til þess að leiðrétta að fullu vegna kjaraskerðingar krepputímans.Með því að hækka lífeyri um 20% nú væri aðeins verið að hækka hann í dag, mörgum árum síðar, til samræmis við hækkun,sem láglaunafólk hefur fengið  fyrir mörgum árum og mest á fyrri hluta krepputímans.Í því fælist hins vegar engin leiðrétting  fyrir liðinn tíma.Sumir frambjóðendur stjórnarflokkanna gáfu  mjög róttækar yfirlýsingar um að leiðrétta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja til baka.

 

Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík  ályktaði að leiðrétta yrði lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans.Þess  var krafist, að staðið verði við kosningaloforðið í því efni og að það  yrði gert strax eins og lofað var fyrir kosningar.a kjörin. 

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Svikið í 25 mánuði af afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja!Er ekki komið nóg?

Málefnahópur Öbi um kjaramál en enn að berjast fyrir afnámi krónu móti krónu skerðingar öryrkja.En mér finnst forusta Öbi minnast orðið lítið á þetta stóra kjaramál,ef til vill það stærsta.Núna 1.febrúar 2019 eru liðnir 25 mánuðir frá því stjórnvöld lofuðu öryrkjum því að krónu móti krónu skerðingin yrði afnumin en það hefur verið svikið allan þennan tíma.Raunar hafa svikin staðið lengur,þar eð haustið 2016 lofaði ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks því að afnema krónu móti krónu skerðingu bæði hjá  öryrkjum og öldruðum.Það var staðið við loforðið gagnvart öldruðum en svikið á síðustu stundu gagnvart öryrkjum.Svikin hafa staðið síðan og sl. 14 mánuði með aðild VG að svikunum.Furðulegt.Öryrkjar hafa orðið fyrir tugmilljarða kjaraskerðingu vegna þessa.Málið er svo alvarlegt,að ég tel,að forusta Öbi hefði átt að neita að tala við ríkisstjórnina á meðan ríkisstjórnin stóð ekki við það að afnema þessa skerðingu.Þetta er "prinsip" mál,grundvallaratriði,sem ekki má víkja frá.

Kjaramálahópur Öbi hefur haldið 20 fundi frá því í september 2017. 

Fyrir stefnuþing ÖBÍ í príl 2018 fjallaði  kjaramálahópurinn um og lagði eftirfarandi efni fyrir þingið: Leiðrétting kjaragliðnunar, hækkun persónuafsláttar, lífeyrir almannatrygginga verði einstaklingsmiðaður, afnám víxlverkunar almannatrygginga og lífeyrissjóða, hækkun framfærslu örorkulífeyrisþega, afnám „krónu á móti krónu“ skerðingar, hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna, húsnæðismál. Stefnuþingið lagði áherslu á leiðréttingu kjaragliðnunar, hækkun á framfærslu örorkulífeyrisþega og afnám „krónu á móti krónu“ skerðingar. 

 Rósa María Hjörvar er formaður kjaramálahóps Öb

i

Björgvin Guðmundsson

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband